Alþýðublaðið - 09.05.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.05.1942, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 9. maí 1942* Tiliaga AlHýðnflftkksinsi w flntnmgi mennta- skólans aastnr i Skálbolt. ALÞINGI 'vill ekki láta íiytja menntaskólann austur í Skálholt, það kom greinilega írarn við atkvæða- greiðsluna í sameinuðu þingi s gær um þiilgsályktunartil- Sogu Pálma Hannessonar rektors. Þingsályktunartillagan, sem var um að hef ja undirbúning að byggingu nýs menntaskólahúss, var að vísu samþykkt, en 00X0" höfðu verið felld niður úr henni, samkvæmt breytingartillögu frá Sigurði Kristjánssyni, sem samþykkí var með 22 atkv. gegn 13, orðin uin að rannsaka í því sambandi, hvort ekki kæmi til mála að flytja menntaskólann «r Eeykjavík austur í Skálholt. Vom það eingöngu Fram- sóknarþíngmenn, sem greiddu atkvæði gegn breytingartillög- unni. Þess er því að vænta, að bolla leggingarnar um brottflutning skólans séu kveðnar niður/að minnsta kosti í bili. | ! Tillðguna lluttu þingmenn Alþýðutlokksims I efrl delld Setuliðsstjórnm tilkynnir: Skotæfingar fara fram nálæglj Jteykjavík daglega 0800—1600, 10.—16. maí. ÞINGMENN ALÞYÐUFLOKKSINS í efri deild, þeir Erlendur Þorsteinsson og Sigurjón Á. Ólafsson, leggja í dag fram tillögu á alþingi þess efnis, að ríkisstjórninni heimilist að greiða 10—20% uppbætur á úthorguð laun embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins og ríkis- stofnana fyrir árið 1942, og skuíi uppbót þessi greidd mán- aðarlega með launum. Segir svo í tillögunni, að greiðslu þessari skuli hagað þannig, að þeir sem lægri laun hafa, fái hærri hundraðshluta greiddan. Samskonar heimild er lagt til að verði veitt bæjarfé- lögum og stofnunum þeirra til greiðslu launauppbótar til starfsmanna sinna. fiallna hlioið aðeins sýnt þennan mániið. íflatC — '**l 4, \i FORMAÐUR Leikjélacjsins skýrði Alþýðublaðinu svo frá i gærkveldi. að ekki myndi verða hægt að sýna Gullna hliðið lengur en þennan ,mán- uð. Ýmislegt veldur því, að ekki verður hægt að halda leik starfseminni uppi lengur. Nýlega var skýrt frá því hér í blaðinu, að 15 þús. manna væru búnar að sjá þetta leik- rit. Formaðurinn sagði, að þetta væri ekki alls kostar rétt, því að láta myndi nærri að um 18 þúsundir manna væru bún- ar að sjá það. Ljósmæður vilja fá eftirlit með sæDgflrlonnm í sinar hendur. Pær mótmæia því, að hjúkrunarfé- laginu Líkn sé falið það starf. TP FTIRLIT með ástæðum bamshafandi mæðra, svo og hjálp á heimilum, sem eru bágstödd, er ekki komið til framkvæmda enn sem komið er. Þessi nýja skipan átti þó að byrja fyrsta þessa mánaðar. Það var hjúkrunarfélagið Líkn, sem átti að hafa þetta þetta starf með höndum, og var 4il þess stofnað, vegna þess, ao bamshafandi konur geta ekki allar fengið rúm í fæðingardeild Landspítalans, að næstum ó- mögulegt er að fá stúlkur til hjálpar á heimilum, þar sem hásfreyjan þarf að leggjast á sæng, og að það hefir viljað við brenna, að konur, sem hafa átt við mjög slæm húsakynni að búa, hafa ekki fengið inn í fæðingardeildinni, en aðrar sem hafa háft vfð góða kosti að búa og næga hjálp hcima fyrir, bafa fengið þar rúm. ÁstæSan fyrir því, að þessi 3«j áiparráðstöfun er enn ekki komin til framkvæmda er sú, að nokkuð ósamkomulag hef- ir orðið út af þessu máli. Allar starfandi ljósmæður í bænum rituðu borgarstjóra bréf rétt fyrir síðustu mánaðámót, þar sem þær mótmæltu þess- ari skipun, og kröfðust þess, að Ijósmæðrunum yrði falið þetta eftirlit. Borgarstjóri skýrði stuttiega frá þéssu máli á bæjarstjórnar- fundi í fyrradag — og sagðist hann vera að gera tilraun til að koma sættum á í málinu , Verður líka að vona að það takist mjög fljótlega, því að hér er um brýna nauðsyn að ræða. Bréf það, sem ljósmæður rit- uðu borgarstjóra rétt fyrir mánaðamótin er svohljóðandi, og hefir formaður: Ljós- mæðrafélagsins, Þuríður Bárð- ardóttir, leyft Alþýðublaðinu að birta það: „Samkvæmt viðtali, sem önn Frh. á 7. síðu. Tillaga þessi er flutt sem breytingartillaga við frv. til laga um verðlagsuppbót á laun embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins og ríkis- stofnana, sem fram er komið og flutt af fjárhagsnefnd efri deildar, að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar. Hefir þetta frv. fjárhags- nefndar í rauninni ekkert ann- að inni að halda en endurnýjun á heimild ríkisstjórnarinnar til þess að greiða starfsmönnum ríkisins og ríkisstofnana á ár- inu 1942 dýrtíðaruppbót sky. vísitölu, eins og á laun þeirra var greitt á árinu 1941. Er í frumvarpinu því ekki gert ráð fyrir neinni hækkun á launum þessara starfsmanna ríkisins, en eins og kunnugt er, hafa opinberir starfsmenn farið þess á leit við alþingi, að laun þeirra yrðu hækkuð um 20% frá því, sem nú er, og hafa þingmenn Alþýðuflokksins í efri deild tekið undir þá mála- leitun'með því að flytja breyt- ingartillögu sína, sem hér að ofan getur, við frumvarp fjár- hagsnefndar. DóniDr í ððra lög- reglnstléraiálSoa. Löffreglaplönoiim tapaöi snálinn fyrlr nndirrétti. Ð1 ,ÓMUR hefir verið kveðinn upp í undirrétti í inálinu, sem Bjami Eggertsson lög- regluþjónn höfðaði gegn lög- reglustjóra, borgarstjóra og dómsmálaráðherra vegna þess að honum hafði verið sagt upp starfi hans sem lögregluþjónn, án þess að tilgreindar væru nokkrar óstæður. Uppsagnar- fresturinn var 6 mánuðir. Hinir ákærðu voru sýknaðir af kröfum stefnanda, en talið er víst að málinu verði áfrýjað til hæstaréttar. Öðru máli, sem Páll Guðjóns- son lögregluþjónn höfðaði gegn sömu aðilum vegna fyrirvara- lausrar uppsagnar á starfi hans.. er enn ekki lokið. Sóllieimar hjá StoKRseyri. Til vinstri sést íbúðarhúsið, sem breyta á í sumarheimili, hin húsin eru fjós og hlaða. kelDili firkr bðr IBS- sinr t>að verðúr í Sólheimum hjá Síokks^ eyri og tekiir prjátíu börn. T NNAN skamms tekur til * starfa nýtt-sumarheimili fyrir börn. Verður það í Sól- heimum hjá Stokkseyri og er eign Góðtemplara og rekið af þeim. Gert er ráð fyrir, að þarna verði húsrúm fyrir 30 börn.! Forstöðumenn þessa máls boðuðu blaðamenn á fund sinn í gær og skýrðu frá nánari til- drögum á þessa leið: „Á haustþingi Umdæmisstúk- unnar nr. 1, sem er miðstjórn Góðtemplarareglunnar í Sunn- lendingafj órðungi, var það á- kveðið að reyna að koma upp sumarheimili fy.rir börn, og jafnvél mæður. Stjórn umdæmisstúkunnar fór því næst að leita fyrir sér um stað fyrir þetta sumar- heimili, og var hún þá svo hepp- in að henni gafst kostur 'á að | kaupa nýbýlið Sólheima hjá 1 Stokkseyri, sem áður hét Kumharavogur. Greip stjórnin tækifærið og" keypti eignina. Á eign þesari eru þrjú ný- leg steinhús: stórt íbúðarhús, stór hlaða og fjós fyrir 10—12 gripi. Tún er þarna allstórt og nýræktarspilda, og enn fremur 10 hektara flæðiengi í Flóaáveit- nrii. Allstór spilda er og að nokkru leyti undirbúin til tún- ræktar. Stórir kartöflugarðar og góðir, ög áburðinn í þá, þara, er hægt að fá í fjörunni rétt fram undan. Af þessu má sjá, að þarna er hægt að hafa talsverð- an búskap og 1 beitarland er nokkuð. Mundi þarna sérlega vel fallið til svínariæktar og fuglaræktar, jafnhliða því að hafa nokkrar kýr. En sá var fjóður á, að íbúðar- húsið var ekki fullgert og kost- ar mikið að gera það svo úr garði, að það sé fyrirmyndar sumarheimili. Hófust Templar- ar þégar handa um fjársöfnun sín á meðal og söfnuðu 6000 kr. Var þá þegar byrjað að vinna við húsið. Þó hrekkur þetta fé skammt, eri Reglan treystir því, að henni berist styrkur annars , staðar frá, svo að hún geti kom ið þarna upp fullkomnu sumax- heimili, sem ekki verði síðra em barnaheimili erlendis. Allir vitá nú hver nauðsyn er á því, að komið sé upp slíkum. sumarheimilum. Og á þessum tínia er þörfin brýnni en nokkru sinni áður. Sérstaklega er það aðkallandi nauðsyn, eins og all- ir vita, að börnum sé forðað af götum Reykjavíkur, sem nú era þeim mörgum sinnum hættul. en nokkru sinni áður, þótt ekki sé minnzt á aðrar ástæður, en hina gífurlegu auknu umferð. Það má því óhikað fullyrða, að Templarar séu að vinna sérstak- lega í þágu bæjarfélags Reykja- víkur nieð því að ráðast í þetta fyrirtæki. Vænta þeir þess og, að Reykvíkingar skilji þetta manna bezt, og að þeir muni fúsir hlaupa undir bagga með Reglunni, og styrkja hana til þess að kljúfa kostnaðinn við Frh. á 7. síðu. Sanarfagpðnr Alþýðoflokksfél- agsins. ÁLÞÝtíUFLOKKS- FÉLAG REYKJA- VÍKUR efnir til glæsi- legs sumarfagnaðar í söl- um Alþýðuhússins við Hverjisgötu í kvöld. Meðal skemmtiatriða eru: Gamanleikur. Samdi’ykkja. Upplestur. Fjoldasöngur. Hárpá' syngur. Raeður flytja: Jóhanna Egilsdóttir. Har. Guðmundsson. Ólafur Friðriksson. Aðsókn að þessum ó- venjulega fjölbreytta og glæsilega sumarfagnaði verður áreiðanlega mikil, og er fiokksfólki því ráð- lagt að tryggja sér að- göngumiða í tkna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.