Alþýðublaðið - 09.05.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.05.1942, Blaðsíða 4
* |Uj>i}ðni>UðÍÖ fftgefuði: AlþýSnfiekkari&B Bltetlórl: Stefán Pjeturssea Bitstjóm og afgreiBsla f Al- þýöuhúsinu við Hverfísgötu Símar ritstjómar: 4801 og 4802 Siznar afgreiðslu: 4000 og 4806 VerS í lausasölu 25 aura. Alþýðupremtemiðjan h. f. Bin fyrirhngaða Horegssðfnnn. ÞRÁTT FYRIR tilfinnanlegt manntjón af völdum hins miskunnarlausa þýzka kafbáta- hemaðar, má segja, að við ís- lendingar höfum sloppið furð- anlega við hörmungar hins ægilega hildarleiks, sem nú er háður í heiminum, í öllu falli, þegar örlög okkar eru borin saman við þær ósegjanlegu þjáningar, sem flestar þjóðir á meginlandi Evrópu hafa orðið að þola, þar á meðal þrjár ná- granna- og frændþjóðir okkar á Norðurlöndum. Hitt er alkunnugt og viður- kennt, að í efnahagslegu tilliti hefir ófriðurinn orðið sannkall- aður hvalreki á fjörum okkar, og getum við varla kinnroða- laust hugsað um það, að svo mikill munur skuli hafa orðið á kjörum okkar og flestra ann- arra þjóða álfunriar í þessu stríði. Mun og mörgum útlend- ingi finnast, að við höfum und- an litlu að kvarta, þó að við verðum að taka á okkur nokk- ur óþægindi vegna bráðabirgða- dvalar vinveitts erlends setu- liðs í landinu, og að við mætt- um vel að minnsta kosti taka nokkurn fjárhagslegan þátt í þrautum og erfiðleikum ann- arra, ekki sízt frændþjóða okk- ar á Norðurlöndum, sem nú berjast fyrir frelsi og fjöri, og sýna á þann hátt í verki samúð okkar með þeim. Nú hefir Norræna félagið hér hafizt handa um meiriháttar fjársöfnun í þessu skyni handa frændum okkar Norðmönnum, sem harðast hafa orðið úti allra Norðurlandaþjóðanna í þessu stríði, en haldið uppí dæmafárri vörn og frelsisbaráítu, sem vak- ið hefir ekki aðeins aðdáun okk- ar, hinnar yngri og minni þjóð- ar af sama stofni, héldur og alls hins stóra heims. Það er ætlun- in að hefja þessa fjársöfnun um land allt á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí næstkom- andi, og verja því fé, sem safn- ast, sumpart til þess að greiða götu norsks flóttafólks meðan á stríðinu stendur, en þó aðallega til þess að lijálpa til að græða, sárin að ófriðmum loknum, þegar aftur er hægt að byrja að byggja upp heima í Noregi það, sem búið er eða búið verð- ur að eyðileggja af hinum grimma innrásarher og æru- Jausum erindrekum hans á meðal norsku þjóðarinnar. í>að þarf ekki að efast um, að málaleitun Norræna félagsins aaiælist vel fyrir og fái hinar gLPVÐUBLAÐIS JÓN BLÖNDAL: Kaapgjaldsákvæði III. iÞað þarf varla að skýra það gerðardðmslagaaBa. I, G skal nú reyna að skýra í fáum orðum, hvers vegna kaupgjaldsákvæði gerðardóms- laganna gátu ekki náð tílgangi sínum eins og í pottinn var búið af höfundum laganna. Kaupgjaldið ákvarðast í aðal- atriðum af sömu lögmálum og vöruverð, húsaleiga o. s. frv., þótt að vísu sé ekki um full- komna hliðstæðu að ræða eins og síðar skal að vikið. Ef eftir- spurnin eftir vinnuafli eykst meira en framboðið, hækkar kaupgjaldið, ef allt er frjálst. Það, sem gerzt hefir undanfarið, er það, að eftirspurnin eftir vinnuaflinu hefir aukizt gífur- lega, eins og jafnan meðan verðbólgan er að aukast — og mætti kalla það óeðlilega aukn- ingu. En það, sem valdið hefir 'hirini óeðlilegu aukningu eftir- spumarinnar, eru framkvæmdir setuliðsins og vörukaup og hið háa verð á útflutningsvörunum. Framboðið á vinnuafli (eða vinnustundum) hefir einnig aukizt verulega, þar sem margir verkamenn vinna nú mikla yf- irvinnu, sennilega langt umfram það, sem skynsamlegt er og verkalýðsfélögin ættu að leyía. Aukning eftirspurnarinnar er þó miklu meiri. Þegar um vörur eða t. d. hús- næði er að ræða, er afleiðingin af aukinni eftirspurn, sem ekki er hægt að fullnægja með auknu framboði, hækkun vöruverðsins eða Ieigunnar. En er ekki hægt að komast hjá slíkri hækkun vöruverðsins með því að setja hámarksverð á vörurnar? Að vísu, en ef ekki er hægt að auka framboðið, verður afleiðingin vöruskortur. Þá er að vísu hægt að grípa til skömmtunar. Á sama hátt má setja hámarksverð á búsnæði, en eins og dæmin sanna, verða að fylgja aðrar víð- tækar ráðstafanir á eftir, t. d. það, sem gert hefir verið undan- farið, að banna að segja leigj- endum upp, taka umráðarétt- inn yfir húsnæðinu af eigendun- um. Önnur leið væri a8 skammta húsnæðið. Kaupgjaldsákvæði gerðar dómslaganna setja eins konar hámarksverð á vinnuaflið. En höfundar laganna virðast ekki hafa gert sér grein fyrir, hvort hægt væri að fara með vinnuaflið — verkafólkið beztu undirtektir meðal ís- lenzku þjóðarinnar. Með engri þjóð höfum við haft eins brenn- andi samúð í þessu stríði og með frændum okkar Norð- mönnum. Hingað til höfum við ekki getað sýnt það nema í orð- um einum. En nú er tækiíærið til að sýna það einnig í verki. Og því tækifæri mun áreiðan- lega verða fagnað. Það hefir einu sinni áður far- ið fram fjársöfnun hér í stærri j stíl í svipuðu skyni. Það var | þegar önnúr nágrannaþjóo okk- ar og vina á Norðurlöndum, Finnar, átti fjör og frelsi að verja fyrir ofurefli hins rúss- — eins og dauða hluti, ráðstafa þeim á sama 'hátt og herbergjum eða sykurkössum. Ef það væri hægft, þá yrði áð segja:, Þessi maður á að vinna hjá þessu fyrirtæki fyrir þetta kaup, hann má ekki fara það- an. Þessi atvinnurekandi má ekki hafa nema svona stóran skammt af vinnuafli, t. d. þrjá menn o. s. frv. VikuMaðið Þjóðólfur, sem nú hefir gerzt stuðningsblað Her- manns Jónassonar, hefir viður- kennt, að eitthvað í þessa átt væri óhjákvæmilegt að gera., og 'hefir þvi stungið upp á alls- herjar herskyldu. II. Ég ætla ekki að fara nánar út í þennan samanburð að þessu sinni. Öngþveitið, sem skapazt hefir í kaupgjaldsmálunum, er öllum auðsætt. Alls staðar er kvartað um „skort á vinnuafli“. Dagblöðin hafa undanfarið ver- ið full af dæmum um það, svo ég þarí ekki að orðlengja um það atriði. Framkvæmd kaup- gjaldsákvæða gerðardómslag- anna hefir öll farið í handaskol- um, og að svo miklu leyti, sem þau hafa einhver áhrif haft, þá er það til ills eins. Aðeins ör- lítið af þeim kaupbreytingum, sem raunverulega hafa átt sér stað, hafa verið lagðar undir úr- skurð dómsins, þau mál, sem hann hefir fengið til meðferðar, hefir hann dærht af hreinu handahófi og bersýnilega farið í kring um anda laganna. Á það hefir þó verið bent, að ákvæði laganna muni hafa verið í heiðri höfð sums staðar úti um land, þar sem atvinnumöguleikarnír eru minni og samkeppni aí- vinnurekendanna um vinnuaflið því minni. Þetta mun vera rétt, en afleiðingin er sú, að smám- saman sogast vinnuaflið frá þess um stöðum tl stærstu kaupstað- anna, fyrst og fremst Reykja- víkur þar sem hægt er að fara í kring um lögin á auðveldari hátt. En lög, sem almenningur hefir að engu, eru skaðsamleg og þingi og þjóð til háðungar. Ekkert er líklegra til þess að brjóta niður virðinguna fyrir þingræði og lýðræði, en laga- setning, sem stríðir á móti réttri hugsun og heilbrigðri skynsemi, auk þess sem hún á enga stoð í réttlætistilfinningu almennings. neska stórveldis, sem þá einu sinni enn hafði ráðizt á land hennar að ósekju, eins og hið þýzka herveldi réðist nokkru síðar á Noreg. Þær undir- tektir, sem Finnlandssöfnunin fékk þá, þrátt fyrir allt annan og þrengri fjárhag en við eig- um nú við að búa, sýndu, að samúð okkar með frænd- og vinaþjóðunum á 1 Norðurlönd- um, sem í þessu stríði hafa átt frelsi sitt að verja, er ekki að- eins orðin tóm. Og það mun hin fyrirhugaða Noregssöfnun væntanlega einnig sýna. Svo mikið ætti nú þegar að vera óhætt að segja. nánar, hvíMk vandræði geta hlotizt af skortinum á vinnu- afli á ýmsum sviðum, þar sem kaupgjaldið hefir verið og er lægst. Það er ofur skiljanlegt, þótt þeir, sem búið hafa við sultarkjör, noti tækifærið til þess að bæta kjör sín, ef þeir eiga þess nokkurn kost. En það er síður en svo, að störf mikils hluta þess fólks, sem unnið hefir fyrir lægst kaiup og versta aðbúð, séu ekki mikils- verð fyrir þjóðfélagið. Nýlega hefir verið gefin átakanleg lýs- ing á ástandinu í sjúkrahúsun- uin. Og ýmis hliðstæð dæmi eru til. Hver getur neitað því, að nauðsynlegt sé að halda við veg- um landsins eða götum þessa bæjar? þá má nefna framkv. hitaveitunnar. En svo getur far- ið, að erfitt verði að fá nægan mannafla til þeirra starfa fyrir það kaup, sem gerðardómslögin ákveða. Ef stjórnarvöldin ætla að tryggja hina nauðsynlegustai framleiðslu þjóðarinnar í stað BLÖÐUNUM varð í gær tíðræddast um þá trygg- ingu, sem nú virðist vera feng- in fyrir framgangi kjördæma- skipunarfrumvarpsins á þessu þingi og væntarileg stjórnar- skipti í sambandi við það. Voru að vísu í bollaleggingum blað- anna um þetta hinar og þessar missagnir. Morgunblaðið skýrði svo frá, að hin fyrirhugaða Sjálfstæðisflokksstjórn myndi „njóta stuðnings Alþýðuflokks- ins“, Vísir, að hún myndi „njóta stuðr<ings Alþýðuflokksins og Bændaflokksins innan þingsins“ og Nýtt dagblað vissi ekki einu sinni að fyrirhuguð væri hrein Sjálfstæðisstjóm. Það sagði, að , ,Sj á!lfstæðisflokkúrinn, Alþýðu flokkurinn og Bændaflokkurinn fnynduðu nýja stjórn“. En í öll- um þessum ummælum er mál- um blandað. Sjálfstæðisfl. mun mynda stjórn án þess, að hafa yfirlýstan stuðning nokk- urs flokks' í þinginu, en hins- vegar ganga út frá því, að allir hinir/flokkarnir, sem eru kjör- dæmamálinu fylgjandi, Al- þýðuflokkurinn, Kommúnista- flokkurinn og Bændaflokkurinn greiði ekki atkvæði með van- traustsyfirlýsngu frá andstæð- ingum má'lsins þannig að stjórn- in geti setið þar til kjördæma- breytingin hefir fengið fullnað- * arstaðfestingu á þingi í sumar, að afloknum kosningum í vor. Vísir segir í gær annars um hina fyrirhuguðu stjórn: „Vel mætti riú Framsókn una því að hinn langmæddi forsætis- ráðherra flokksins, þríendurreist- Laugardagur 9. maí 104&. iþess að koma öllu í öngþveiti, edr ekki nema um þrjár leiðir að ræða: 1. Að nema úr gildi kaup- gjaldsákvæði gerðardómslag- anna og leyfa launþegum og at- vinnurekendum að semja uro kaupgjaldsriiálin sjálfir. Vitan- lega jafngildir þessu nokkurn- veginn að láta lagaákv. standa áfram, en brjóta þau leynt og: ljóst. En ég get ekki að því gert, að mér finnst sú lausn heldur ó- smekkleg. 2. Að setja ný þvingunarlög og beita þvingunarráðstöfunuro til þess að framkvæma lögin og: beina vinnuaflinu þangað, sem þess teist mest þörf. Ég held, að ekki þurfi að f jölyrða um þessa leið. Hún kemur ekki til greina í lýðfrjálsu landi, og vonandi er- um við ekki enn komnir á þa8 stig, að algerlega fasistiskt stjórnarfar fái að viðgangast; hér á landi. 3. Að framkvæma svo öflug- ar dýrtíðarráðstafanir, að eftir- spurnin eftir vinnuafli minnki af þeim ástæðum svo mikið, að ekki verði skortur á vinnuafll fyrir það kaup, sem gerðardóm- urinn ákveður. Það þarf varla að taka fram, að sú löggjöf, sero nú er í gildi eða virðist hafa nokkrar líkur til þess að verða samþykkt af þinginu, nægir Frh. á 6. síðu. ur og ábyrgðarlaus, fær nú lausxr í náð. Við tekur stjóm,' sem skip- uð verður Sjálfstæðismönnum ein- um. Hún verður að vísu ekki sterk, og elcki mikilla byltinga. frá hennar hendi að vænta, með- því að hennar hlutverk er að sitja þar til lausn er fengin á kjör dæmamálinu, og afstýra eftir mætti vandræðum, sem að hönd- um kunna að bera. Flest mun verða látið haldast í sama farinu,. þar til tvennar kosningar eru um garð gengnar. Er þess þá að vænta, að þjóðin komi sterkari út úr þeim hreinsunareldi, og skil- yrði verði betri fyrir þá stjórn, er við kann að taka til ]iess að mæta öllum erfiðleikum.“ í þessum orðum virðist alveg Úátt lýst þeirri aðstöðu, sem fyrirhuguð stjórn Sjálfstæðis- flokksins mun hafa irman þings ins, svo og því tímabundna og takmarkaða hlutverki, sem henni er ætlað að vinna. Morgunblaðið segir: \ r „Lausn kjördæmamálsins mark- ar tímamót í stjórnmálum lands- ins. Þegar hin nýja stjómarskráv- breyting er komin í íramkvremd verður alþingi í fyrsta sinn — nú um langt skeið —- rétt mynd af þjóðarviljanum. Þannig á það og. að vera, þar sem lýðræðið er ann- ars viðurkennt. Hver sá flokkur, sem neitar jafnrétti kjósendanna, hann er ekki lýðræðisflokkur “ Þetta er alveg rétt, og eiga menn því erfiðara að sklja, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi þurfa að hugsa sig um, vikum saman hvort hann ætti að vera með máli, sem er frá sjónar- miði lýðræðisins eins sjálfsagt og kjördæmaskipunarfrumvarp Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.