Alþýðublaðið - 12.05.1942, Page 2

Alþýðublaðið - 12.05.1942, Page 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. maí 1942. ,Gyllir’ bjargar 10 skipbrots mönmim af fisktökuskipi. Þýzk flugvél sökkti skipi peirra með fjörum sprengjum Eu skipsmönnum tókst að skjóta hana niður. TOGARINN „GYLLIR ', sem kom hingað í gær, bjarg- aði 10 skipbrotsmönnum siðast liðið laugardagskvöld um 250 sjómíliun undan Vestmannaeyjum. Voru þeir af skipi, sem nýlega fór frá.ísafirði með fisk. Hafði þýzk flug- vél ráðizt á skipið rétt fyrir hádegi á laugardag og sökkt því. Fórust 8 menn við árásina, 12 komust lífs af úr árás- inni, en 10 þeirra fann „Gyllir“. ------------—----------♦ Signrgeir Friðriksson bókavðrður iðtinn. SIGURGEIR FRIÐRIKSSON bókavörður við Bæjar- bókasafnið í Reykjavík lézt að heimili sínu hér í bænum í fyrradag. Sigurgeir heitinn var Suður- Þingeyingur að ætt. Hann var kennari við Samvinnuskólann um skeið, en síðan fór hann til Ameríku. Vann hann þar ýmis störf, en kynnti sér einkum rekstur bókasafna. Forstöðu- maður Bæjarbókasafnsins var hann frá stofnun þess. Ole Hertervig ráðinn bæjarstjðri á Sigin- Með atkvæðuin Sfálf- stæðismanna og Fram sóknar. SIGLUFIRÐI í gærkveldi. ÆJARSTJÓRN SIGLU- FJARÐAR ákvað á fundi í kvöld, að ráða Ole Hertervig til þess að gegna bæjarstjórastarfi á Siglufirði þetta kjörtímabil, með 6000 króna árslaunum, að við- bættri dýrtíðaruppbót. Tillaga um þetta var borin fram af fjórum bæjarfulltrúum, Sjálfstæðismönnunum Agli Stefánssyni og Jóni Jónssyni, Famsólcnarmanninum. Þormóði Eyjólfssyni, og Axel Jóhanns- syni-, sem telur sig utan flokka og var kosinn í bæjarstjórn af skipstjóralistanum. ‘ Reis Þóroddur Guðmundsson upp eftir að tillagan kom fram og mótmælti því, að Ole Herter- vig, sem var mættur á fundin- um, greiddi atkvæði um ráðn- inguna. Vék Hertervig þá af fundi, en sæti hans tók Frið- björn Níelsson varabæjarfull- trúi og greiddi ásamt tillögu- mönnunum fjórupi atkvæði með ráðningu Hertervigs. Bæjarfulltrúar AÍþýðuflokks ins og kpmmúnista greiddu aljir atkvæði gegn henni. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram skýrði forseti bæjar- stjórnar frá því, að Jón Sigurðs- son hefði tekið aftur umsókn sína: um starf bæjarstjóra, 'en las jafnframt upp bréf frá Al- fons Jónssyni, Lambanesreykj- um, sem bauðst þar til þess að taka að sér bæjarstjóraembætt- ið. Því tilboði hans var þó engu sinnt. Viss Viðtal vlð skipstjóí- ann á Gylli. Alþýðublaðið hafði í gær samtal við skipstjórann á Gylli í þessari férð, Karl Jónsson, Bræðraborgarstíg 20, en hann er annars stýrimaður á skipinu. Hann skýrði svo frá: Klukkan rúmlega 8 á laug- ardagskvöld sáum við hvar flug- vél kom til okkar. Þegar hún nálgaðist sáum við að hún var hrezk'. Flaug hún meðfram skip- inu á bakborða, en beygði síðan og flaug aftur til okkar og með- fram skipinu á stjórnborða. Að þessu búnu flaug hún frá okkur, en kom svo aftur og fór að alveg eins og áður. Fannst okkur þetta háttalag harla einkennilegt í fyrstu. Nú flaug hún yfir skip- ið endilangt í sömu átt og við stýrðum, flaug síðan enn frá okkur, en sveimaði allt í einu nokkra hringi nokkuð frá okkur og kastaði þar niður reyk- sprengju og lækkaði um leið flugið mjög. Skildum við strax, að flugvélin var að vísa okkur á eitthvað þarna. Við breyttum nú nokkuð um stefnu og héldum beina leið þangað, sem flugvéljn hafði kastað reyksprengjunni. Sáum við brátt, að þar var eitthvert rekald, en áður en við komum þangað, sigldum við gegn um mikið rekald, aðallega fiski- kassa. Var auðséð, að þarna hafði verið sökkt skipi mjög ný- lega. Er við nálguðumst, sáum við tvo fleka, og var annar lít- ill, en hinn allstór. Á litla flek- anum voru tveir menn, en á hin- um stóra 8 menn. Höfðu skip- brotsmennirnir bersýnilega reynt að halda flekunum saman. Við fórum þegar í stað að bjarga mönnunum um borð, og voru flestir þeirra ósærðir, tveir voru þó særðir og annar mikið. Við gerðum að sárum mannanna og hjúkruðum þeim eftir föng- um. Frásögn stýpimaiins á fisktiSkmskipmu. Fyrsti stýrimaðurinn á skip- inu, ,sem sökkt hafði verið, skýrði okkur þannig frá: Á laugardagsmorguninn kl. llVz kom þýzk sprengjuflugvél skyndilega yfir skipið. Réðist hún þegar á það og kastaði yfiy það 4 sprengjum, hittu þær all- ar í mark fyrir aftan reykháfinn og klufu skipið um þvert. Skip- verjar vörðust af fr ábærri hreysti, og tókst þeim að hæfa flugvélina, sem steyptist í sjá niður skammt frá þeim. 12 menn komust lífs af úr á- rásinni. 8 korriust á stóran fleka, 2 á lítinn fleka og 2 í skipsbát Sagði stýrimaðurinn, að bátur- inn hefði verið mjög lekur og aðeins flotið á loftkössunum. 20 mínútum eftir að skipinu hafði verið sökkt, kom brezka flugvélin, sem áður segir til skipbrotsmannanna. Sveimaði hún yfir þeim í rúmar fjórar klukkustundir, en tilkynnti þeim svo, að hún færi til að reyna að ná í hjálp. Nokkru síð- ar, eða 4 stundum seinna, fann hún okkur og vísað okkur leið- ina til sipbrotsmartnanna. Við leituðum nú að björgunar bátnum, sem átti að vera þarna. Héldum við leitinni áfram fram í myrkur, en því miður árang- urslaust. Við komum svo með skip- brotsmennina hingað til Reykja- víkur í dag.“ Hfls breuniir til kaldra kola í Skerja- firði. Ekkeat slys varð á félki. Asunnudagskvöld klukkan rúmlega 7 kviknaði skyndilega eldur í húsinu Þjórsái’gata 5 í Skerja firði. Brann húsið upp á skömrn- um tíma. Sk'æringur Mai’kússon inn- heimtumaður átti húsið og bjó í því ásamt Andrési Jóns- syni klæðskera. Misstu þeir báðir innanstokksmuni sína, en ekki varð slys á mönnum. Tvö önnur hús skemmdust, annað'. fremur lítið, en hitt allmikið. Var, það Þjórsár- gata 4, eign Einars Þorsteins- sonar gjaldkera. Önnur umræða um kjör- dæmamálið á morgun. Ákveðið hefir verið að útvarpa henni ---------------- ' ♦---------- AÐ hefir nú verið ákveðið, að önnur umræða kjör- dæmamálsins í neðri deild fari fram á morgun, mið- vikudag, sennilega annað kvöld. Verður umræðxmni útvarpað, og fær hver flokkur 45 mínútna ræðutíma. Ásgeir Ásgeirsson verður framsögumaðúi' meirihluta stjómarskrámefndar, en talar jafnframt fyrir Alþýðu- flokkinn. Fulltrúar Framsóknarflokksins í stjórnarskrárnefnd hafa lagt fram minnihlutaálit um kjördæmaskipunarfrum- varpið. Er það langt mál og flest tínt til, sem Tíminn hefir sagt um það. En í lok álitsins kemur dagskrártillaga sú, sem Framsóknarflokkurinn var 'búinn að boða, um að vísa frumvarpinu frá, og ætla ráðherrar Framsóknarflokksins eins og kunnugt er að gera það að fráfararatriði, ef hún verður ekki samþykkt. Dagskrártillagan hljóðar þaAnig: „Með því að með frumvarpi þessu er stofnað til van- hugsaðrar, óundirbúinnar og ófullnægjandi breytingar á stjórnskipun ríkisins og þjóðinni þannig hrundið út í tvenn- ar alþingiskosningar, með stuttu millibili, um viðkvæmt deilumál, á hinum mestu háska- og alvörutímum, þegar brýn nauðsyn er á einingu og samstarfi, telur deildin rétt, að hafizt verði handa um ítarlegan undirbúning vandaðrar endurskoðunar á stjórnskipun ríkisins, sem leiða megi til varanlegrar stjórnarskrár, er fullnægi óskum þjóðarinnar um fullvalda lýðveldi, á traustum lýðræðis- og þingræðis- grundvelli, og tekur því fyrir næsta mál á dagski’á.“ Hversvegna var átgáfa fé- lagsinálaritsins stSðvnð? ---- ■ ♦--- Fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar, lögð fram af Haraldi Guðmundssyni í n. d. Haraldur guð- MUNDSSON hefir nú lagt fram á alþingi fyrir- spum til ríkisstjórnarinnar um ástæður fyrir banni þöí, sem ríkisstjórniii gaf út rétt eftir síðustu áramót gegn út- gáfu rits um félagsmálefmi. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Fyrrverandi félagsmálaráð- herra hafði látið semja leið- beiningarrit fyrir almenning um félagsmálefni, og mun rit þetta hafa verið því nær full- prentað, er stjórnarskipti urðu eftir áramótin. Núverandi ríkis- stjórn hefir bannað útgáfu rits þéssa. Hvað olli því banni, og hvenær má1 vænta útgáfu rits- ins?“ Fyriyspurninni fylgir eftir- farandi fylgiskjal: Formáli fyrir ritinu, eftir Stefán Jóh. Stefánsson, fyrrv. félagsmálaráðherra. ,,í flestum löndum hafa fé- lagsmálefni og félagsmálalög- gjöf orðið hvorttveggja í senn, mikilsverður þáttur í opinber- um aðgerðum og stjórnmálum og um leið eins konar sérstök fræðigrein. Félagsmál skipta 'því mjög alla þá, er við opinber mál fást, samtímis því, sem þau eru merkilegt rannsóknarefni fvrir þá menn, er hafa áhuga fyrir eða finna hjá sér köllun til þess að rannsaka þjóðfélags- málefni og benda á ráð til þess að bæta úr mannfélagslegum misfellum. Það er því ekki að- undra, þó að um mál þessi hafi verið mikið ritað bæði hvað snertir þróun þeirra, réynslu þá, er fengizt hefir af löggjöf og opinberum framkvæmdum, og hvað gera eigi og gera þurfi í þessum efnum. Um þessi mál- efni hafa viða um lönd verið ritaðar bækur og ritgerðir og sérstök tímarit gefin út ein- göngu eða aðallega um.félags- málefni. Söguleg yfirlit og skýrslur hafa verið um þau skráð og leiðarvísar og skýr- ingar fyrir þá menn, er um þessi mál þurfa séirstaklega að fjalla. Þær þjóðir, sem okkur eru kunnastar og við' fáum einna mest lært af í þessum efnum, eru Norðurlöndin. Þar hafa fé- lagsmálefni og félagsmálalög- gjöf tekið einna mestum fram- förum og þrosk, jíðastliðinn mannsaldur. Þar hafa á síðari árum verið skrifuð og gefin út yfirlitsrit (handbækur) um fé- lagsmálefni (Social Haand- böger). Rit þessi hafa verið næsta nauðsynleg fyrir alla þá menn, er áhuga hafa fyrir þess- um« málum, bæði opinbera Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.