Alþýðublaðið - 12.05.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.05.1942, Blaðsíða 4
« Þxiðjudag'ur 12. maí 1942. AU»YðUiLA0IÐ fUj>ijðnblaðið Útgefandi: Alþýðuflokkurina Siístjóri: Stefán Pjetursson' Bitstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Simar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. OPDUR ÓLAFSSOW: Raunsæi og ryk. Upplausn rang lætisins. 'iti MEIEIIILUTI OG MINNI- tiLUTI stjórnarskrárnefnd arinnar, sem neðri deild alþingis kaus til þess að athuga og gera tillögur um kjördæmaskipunar- frumvarp Alþýðuflokksins, hafa nú skilað sínu áliti hvor. Meiri hlutinn, skipaður fulltrúum Al- þýðuflokksins, Sjálfstæðis- flokksins og Kommúnistaflokks ins, leggur til að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum toreytingum. Minnihlutinn skip- aður fulltrúum Framsóknar- flokksins einum, leggur til að frumvarpinu verði vísað frá. Þar með er allt undir það búið, að önnur umræða um kjördæmaskipunarfrumvarpið geti farið fram, og er senni- legt, að það verði á morgun. Það verður fyrirsjáanlega úr- slitaumræðan um málið. Því að Framsóknarflokkuxinn hefir þegar áður lýst því yfir, að hann muni gera það að fráfarar atriði fyrir ráðherra sína í mú- verandi ríkisstjórn, ef frávísun- artillagan verður felld. En at- kvæðagreiðslan um hana fer að sjálfsögðu fram að armarri um- ræðu lokinni. Má því búast við stjórnarskiptum um miðja þessa viku. Rök og mótrök, ef mótrök skyldi kalla, hafa þegar verið fram toorin í kjördæmamálinu, og er því ekki líklegt, að neitt nýtt komi fram af því tagi eftir þetta. Annarsvegax er jafnréttis- krafan, toorin fram af Alþýðu- flokknum og studd af öllum flokkum þingsins, öðrum en Framsóknarflokknum, sem hing að til hafa orðið að þola mis- rétti og rangindi, orðið að sætta sig við lítið meira en hálfan rétt til áhrifa á þing og stjórn lándsins á við Framsóknarflokk inn vegna hins ófullkomna kjördæma- og kosningafyrir- komulags. Á þingi gerir, ein- mitt af þeim ástæðum, lítið bet- ur, en að hægt sé að tryggja sígur jafnréttiskröfunnar í þessu máli. En á meðal þjóð- arinnar stendur yfirgnæfandi meirihluti á bak við hana/Það mun sýna sig þegar út í kosning ar kemur. Á móti jafnréttiskröfunni eru á okkar dögum engin rök fram- bærileg, enda eru það ekkert annað en falsrök ogijlekkirgar, sem Framsóknarflokkurii;. bef- ir haít fram að færa gegn kjör- dæmaskipunarfrumvarpiHu. Hann segir, að samþykkt þess IMORGUNBL. þann 26. apríl s.l. er grein um „Listdans- sýningu Sif Þórz og Teddy Has- kels“. sem haldin var í Iðnó, þriðjudaginn 21. s. mán., kl. 12 á miðnætti. Undir grein þessari stendur bókstafurinn „I“. — Segir svo í grein þessari, meðál annars: „Þá er leiksviðið í Iðnó al- gerlega óhæft til danssýn- inga. Fjalagólf með flísum og áragömlu ryki, sem þyrlast upp, er dansað er á því, er ekki heppilegur -dansvöllur, sízt fyrir steppdans.“ Svo mörg eru þau orð. Það er nú meira en hálfur fimmti tugur ára síðan Iðnó var byggð. Hefir oft verið dansað á leiksviði þessa húss af innlend- um og stundum erlendum dans- endum. Hefi ég ekki heyrt last- yrði um skilyrði til slíkra sýn- inga þar, heldur einatt hið gagnstæða, fyrr en nú í um- ræddri blaðagrein. Að fjalagólf sé á leiksviði, mun ekki vera mjög sjaldgæft. Kalla t. d. Dan-,, ir stundum leiksviðið sem heild: „De skraa Bredder“. Það ^r: fjalagólf, sem ekki er lárétt. En toar, sem fjalir eru, er flísa von. Sennilegast þó ekki frekar í Iðnó en annars staðar, hvar í þessari veröld sem vera skyldi. Ég hefi til dæmis heyrt list- dansanda segja frá því, en hann stundaði nám við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, að í fótum hans hafi einatt verið mikið af flísum úr gólfinu, eftir æfingarnar. — Þetta gat nú hent þar, í því mikla húsi, í þeim stóra stað. Þetta var þó ekki á styrjaldartímum, og því ^nokkru auðveldara en nú að skipta um fjalir í gólfi. Ég er ekki neinn spámaður, síður en svo,' en vil þó > samt leyfa mér að spá því, að ennþá um hríð muni verða dansað af list á leiksviðinú í Iðnó, ef hús- ið heldur áfram að vera til, jafnvel þótt á fleira verði völ, af því tagi, hér í bæ, en nú er, enda þótt listdómarinn „í“, sem samdi fyrrgreindan „listdóm“, segi fullum fetum: „Þá er leik- sviðið í Iðnó algerlega óhæft til danssýninga.“ Rætist þessi spá mín, sannast hér, eins og stund- um áður, að við lítið má bjarg- ast, en ei*við ekkert. Fer þetta að sjálfsögðu mest eftir mála- vöxtum, — hæfni þess, sem átti þá menningu, að geta gert það, sem í augum sumra sýndist ekkert eða ófært, sér hlýðið og undirgefið, sem gott eða full- komið væri. Hvað listdanssýningu þá snertir, sem hér um ræðir, hefir einmitt þetta farið svona. Höf- undurinn „í“ fullyrðir sem sé, þrátt fyrir að leiksviðið í Iðnó er, að hans dómi, „algerlega óhæft til danssýninga“: „Sýning þessi var fyrst og fremst list- sigur fyrir hina ungu dans- mær, Sif Þófs.“ Þótt segja megi, að það mál ekki snerti mig, þá sýnist mér samt, að vel hefði mátt láta bess getið, auk þess sem segir í greindum „listdómi“ um herra Haskels, að hann var veikur í fæti, — bólginn, vegna þess að fóturinn hafði undizt um ökla- liðinn. Þá talar höfundur þessi um áragamalt ryh, „sem þyrlast upp“, þegar dansað er á gólfinu. Gólf leiksviðsins er þvegið daglega, þegar leiksjmingar eru. Ef fleiri sýningar eru sama daginn, er tíminn milli sýning- anna það naumur, að sjaldan er unnt að koma við gólfþvotti fyrir síðari sýninguna. Yeit ég þess ekkert dæmi, að nokkur hafi, fyrr né síðar, haft nokkuð við þetta að athuga, enda jafn- an vitað fyrir fram af aðilum um þessa tilhögun. Meðan leik- sýning fer fram, berst trauðla mikið ryk inn á leiksviðið. Hins vegar em leiktjöld einatt mál- uð með vatnsmálninu, en hún hefir þann eiginleika, að nokk- uð vill sáldrast úr henni, úr þurrum tjöldum, þegar þau eru hreyfð. Dust þetta er trauðla hægt að telja til óhreininda, ný- fallið, lítils háttar, á hreint gólf, en því verður því aðeins alveg náð úr gólfinu, að gólfið sé þvegið. —'Sá er einn eigin- leiki þessa vatnsmálningar- dusts. Nú fór danssýning þessi fram um miðnætti, sökum þess, að húsnæði fékkst eigi, um þetta leyti, á hentugri tíma. Leiksýn- ingu lauk, þetta kvöld, klukkan um hálf-tólf. Danssýningin skyldi svo hefjast klukkan tólf. Leikhúsgestir og danssýningar- gestir komu því, að heita mátti, samtímis út úr húsinu og að því. Hér gat því eigi um langan tíma til hreinsunar verið að ræða. Samt var leiksviðið vand- lega sópað eftir leiksýninguna og lítils háttar ýrt á það vatni, án þess þó að það váeri vætt. Vissi frk. Þórs mæta vel um til högun þessa, enda vildi hún eigi láta þvo gólf leiksviðsins, þar eð hún óttaðist, að það yrði þá stamt, en það er talið ófært fyr- ir slíkar sýningar. Af framangreindu er full- komlega augljóst, að um mikið ryk gaty ekki verið að ræða á leiksviðinu þetta kvöld; —■ að minnsta kosti trauðla svo mik- ið. að dæma mætti um aldur muni hgífa „upplausn" í för með sér. Slíkt slagorS hefir við ekkert að styðjast. Það er aðeins sett fram til að hræða, ef á þartn hátt mætti takast að hindra enn um skeið sigur réttlætis- ins og varðveita hið rangfengna vald Framsóknarflokksins. Þess háttar viunubrögð eru ekki ný í sögunni. Allar sérréttinda- klíkur hafa spáð upplausn og hruni þjóðfélagsins, ef sérrétt; indin yrðu af þeim tekin. En í öllum slíkum tilfellum hefir það aðeins verið upplausn og hrun ranglætisins, sem fram hefir farið. Og annað mun ekki heldur gerast hér .hjá okkur við samþykkt kjördæmabreytingar- innar. þ«ss, eins og hinn mér ókunni greinarhöfundur telur sig hafa getað gert. Ef að ég mætti geta mér til skýringar á þessu „ryk- fyrirbrigði“, sem margnefndur greinarhöfundur sá á leiksvið- inu í Iðnó, þetta kvöld, myndi ég hugsa mér hana á þessa leið: Við dansæfingar sem bessar eru notuð margs konar Ijós, stund- um mjög sterk. Er Ijósflaumn- um þá oft toeint að fótum þess, sem dansar. Getur þá komið fram fyxirbrigði því áþekkt, jafnvel þótt ekkert ryk væri um að ræða, sem sést í sólargeisl- anum. í honum sýnist allt vera morandi, þótt þar sé reyndar ekkert annað né öðruvísi en í loftinu „allt um kring“. Steppdans á helzt ekki að sýna á „fjalagólfi“. Hvorki í Iðnó né annars staðar fer það svo vel sem skyldi; en það er hvorki gólfsins né hússins sök, ef það er til fleiri hluta notað en þeirra, sem lögmál leiks eða þessarar listar leyfir eða krefst. — Það hlyti blátt áfram að vera „rykaður“ maður, sem héldi því fram. Grein þá eða greinarkafla, sem ég hefi hér lítillega geid að umræðuefni, hafði ég ekki lesið fyrr en mér málkunnugur, góð- viljaður maður innti mig eftir, er ég hitti hann á götu úti, hvort ég hefði lesið „listdóm- inn“ um danssýninguna í Iðnó óskast í ]/2 jarð- og húseign- ina Grænuborg í Vogum. Sendist fyrir 20. maí n.k. undirrituðum skíptaráðanda, sem gefur nánaxi uppiýsing- ar. — Áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðum. Skiptaráðandinn í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, 9. maí 1942. Bergur Jónsson. þann 21. þ. mán., — samtal þetta fór fram í apríl s.l., — sem ég svaraði neitandi. Maður þessi taldi hin tilfærðu orð í grein þessari lýsa alveg sér- stakri málstúlkun, málstúlkun, sem ekki er mjög sjaldgæf hér á Iandi. Þetta var þá sagan um ára- gamla rykið á leiksviðinu í Iðnó — í nýrri útgáfu. í þessum sín- um nýja búhingi er henni hér með sleppt út í hið ryklausa og fágaða umhverfi vorrar „bless- uðu“ samtíðar, sem höfundur „listdómsins“ að ýmsu leyti virðist vera mjög samstilltur. Oddur Ólafsson. TÍMINN ber sig nú mjög upp undan þeim svikum, sem hann telur Framsóknar- fiokkinn hafa orðið fyrir af Sj,öifstæðisflokknum í rmver- andi stjórn, við þáð, að Sjálf- stæðisflokkurinn ákvað að snú- ast til fylgis við kjördæma- skipunarfrumvarpið. Tíminn segir í því sambandi: „Það var grun-dvöllur þjóð- stjórnarkmar, að öll deilumál, sem ættu djúpa-r rætur í flolcka- skiptingu í landinu skyldu lögð á hilluna meðan .samstarf gæti tekizt um úrlausn og afgreiðslu annarra vandamála. Hið sama gilti vitanlega, þeg- ar samstarf enmverandi stjórn- arflokka hófst.“ Þetta er áreiðanlega alveg rétt. En hvað gei’ði Framsóknar- flokkurinn sjálfur, þegar ráð- herra hans fitjuðu upp á því í i þjóðstjórninni í haust, að lög- binda kaupgjaldið og svifta launastéttir landsins löghelguð- um réttindum eins og samn- ingsréttinum og verkfallsrétt- inum? Var þáð máske ekki „deilumál, sem átti drjúgar ræt- ur í flokkaskiftingu í landinu“? Framsókn ætti áreiðanlega sem minnst að tala um svik í stj órn- arsamstaríinu. Það, sem hún uppsker nú, er ekkert annað en það, sem hún sjálf hefir til sáð. Nýtt dagtolað skýrði frá því á sunnudaginn, að herstjórn Bandaríkjasetuliðsins hefði nú leyft, að Þjóðviljinn, sem brezka hexistjórnin bannaði í apríllok 1941, færi nú aftur að koma út. í tilefni af því, er blað- ið svo smekklegt, að minna á, hvai Þjóðviljinn hefði sagt dag- inn eftir að herlið Breta steig á land hér. Prentar það upp meðal annars eftirfarandi orð úr rit- stjórnargrein hans 11. maí 1940: ,,I hrezka hei'nurn ,eins og öll- um öðrum herjum auðvaldsríkj- anna í Evrópu, býr undir niðri hatrið gegn styrjöldinni, sem auðvaldið knýr þá út í. Ef til vill eigum vér íslendingar héðan af framtíð vora og frelsi undir því, að þeir brezkir verkamenm, sem í dag ganga herklæddir eftir götum' höfuðborgar vorrar, átti sig á því hvaða hlutverk er verið að vinna og snúi vopnum sínum þangað, sem þess er mest þörf, ef þjóðim- ar eiga að fá endanlega frið frá áþján og styrjöldum þeim, er auðvaldið leiðir yfir þær......“ Eins og menn sjá á þessum orðum, var Þjóðviljinn ekki al- veg á því, að brezku hei'mennir'n ir ættu að vera að berjast gegn Hitler, þeir ættu að „snúa vopnum sínum þangað, sem þess er mest þörf“. Men.fi . kilja. Þetta var skrifai. .ginn eftir að Churchill tók við völdum á Bretlandi. Þetta var nú .pólitík Rússlands í þá daga. En nú er að vísu öldin önnur og Rússland ekkert á móti því, að fá skrið- dreka frá Churchill og anxxað, sem það vanhagar um í vörn- inni gegn Hitler. Maður skyldi Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.