Alþýðublaðið - 12.05.1942, Page 7

Alþýðublaðið - 12.05.1942, Page 7
ÞriSjudsgur 12. maí 1942. ALÞTOUBLAÐIÐ Sigurður Einarsson: Rafskinna. ---+-- ? Bærinn i dag.] . N ætu rlækaxir er Pétur Jakobs- son, Karlagötu 6, sími 2735. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Heiðinn dóniUr I: „Eigi skulu kristnir menn trúa á heiðin goð“ (Sigurð- ur Nordal próf.). 21,00 Tónleikar Tónlistarskólans. 21.25 Hljómplötur: Symfónía nr. 8 eftir Beethoven. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. BifreiSaslys varð um hádegi í fyrradag. Stóð maður á þalli vörubifreiðar, og er bifreiðin hægði á sér stökk hann af pallinum. Féll hann á götuna, fékk heilahristing og meiddist eitt- hvað meira. ■Umferðaslys varð í fyrrakvöld klukkan að ganga 12. Fólksbifreiðin nr. 412 varð fyrir erlendri herbifreið á Suðurlandsvegi fyrir innan Múla. Tveir menn voru í íslenzku bif- reiöinni og meiddust' báðir all- mikið. Eyfirðingafélagið heldur vorsamkomu sína í Odd- fellowhúsinu í kvöld kl. 8V2. Til skemmtunar verður kórsöngur, leikþáttur, upplestur og dans. Bílstjóranámskeið á Akureyri. Námskeið til meira prófs fyrir bifreiðarstjóra hefir staðið yfir á Akureyri frá 7. apríl og er nú lok- ið. Aðalkennari og stjórnandi þess var Jón Ólafsson bifreiðaeftirlits- maöur ríkisins frá .Rvík. Aðrir kennarar voru Nikulás Steingríms- son bifvéiavirki, Rvík, Jóhann Þorkelsson héraðslæknir, Akur- eyri og Snæbjörn Þorleifsson bif- reiðaeftirlitsmaður, s. st. 54 bif- reiðarstjórar luku prófi. Heilbrigt Iíf, tímarit Rauða kross íslands, er nýlega komið út. Efni: G. Thor- oddsen: Fæðingardeild Landsspít- alans, Niels Dungal: Blóðgjafir, Ritstjóraspjall, Guðmundur Hann- esson: Sagan uni^ salernin, Helgi Tómasson: Þegar karlmenn eldast, Hannes Guðmundsson: Lúsin, Júl- íus Sigurjónsson: Varnir gegn berklaveiki, Sigurður, Sigurðsson: Berklapróf, Sami: Síldin holl og ódýr fæða, Jóhann Sæmundsson: Bakteríur, vinir og fjendur lífsins, Karl Kroner: Dauðadá, G. Claes- se>n: ICvíðbogi fyrir sjúkdómum o. m. fl. Ritstjóri tímaritsins er dr. Gunnlaugur Claessen. (iolfskðlíoii opoáðsir tíl veizluhalda fyrir íslendingá. GOLFSKÁLINN á Öskju- hlíð var o'pnaður serri veit- ingastaður s.l. laugardag. Verð- ur þó aðeins opið jyrir kvöld- veizlur og eingöngu fyrir Is- lendinga. Það er Ragnar Jónsson veit- ingamaður, sem rekur skálann sem veitingahús. Bauð hann s.l. laugardag blaðamönnum o. fl. til hádegisverðar í skálanum um leið og hann opnaði hann sem veitingastað. Skálinn stendur hátt og er útsýni þaðan éitt hið fegursta í nágrenni Reykjavíkur. Umgengni og framreiðsla virðist vera með myndarbrag og er ekki að efa að félög ög aðrir, sem þurfa að halda samkvæmi, vilji leita í Golfskálann í sumar. P* YRIR SJÖ ÁRUM bólaði hér í Reykjavík á nýstár- legri auglýsingaaðferð, sem þegar vakti mikla athygli og gat sér ósviknar vinsældir. Það var Rafskinna hr. Gunnars Bachmanns. Að vísu voru aug- lýsendur og auglýsingatækni þá komin óralangt fram úr því, sem tíðkaðist í höfuðstaðnum, þegar Jón gamli Ólafsson orti sitt óviðjafnanlega auglýsinga- háðkvæði um verzlun Einars heitins Þórðarsonar prentara. En samt verður þess ekki dul- izt, að jafnvel fyrir sjö árum var oft eitthvað furðu fátæklegt og hugmyndasnautt við auglýs- ingatækni hér, sem beinlínis stakk í stúf við framtakssemi og hugkvæmni verzlunarstétt- arinnar að öðru leyti. Ég vil álíta, að þessi grein viðskipta- starfseminnar hafi þá beinlínis verið aftur úr, miðað vjð aðrar. Síðan hefir á þessu sviði orð- ið mikil framför, bæði um smékkvísi og hugkvæmni, og ég hygg, að það verði ekki með sanngirni framar sagt, að þessi grein viðskiptastarfseminnar sé lengur aftur úr öðrum. Þessi framför er að sjálfsögðu margra manna verk. Slyngir og vel menntaðir sérfræðingar og teiknarar hafa á síðari árum komið inn í þessa stÁrfsgrein og sett sitt snið á hana, fært hana úr viðvaningshamnum og klaufskunni. En í þessari þróun, sem er engan veginn ómerkilegur þátt- ur í viðskiptamenningu hvers lands, skipar Gunnar Bach- mann með Rafskinnu sína sess út af fyrir sig, og hefir þegar með starfsemi sjö ára skipað sér rúm í þessari grein, sem ekki . er líklegt að neinn verði framar fær um að kreppa að honum í, hvað þá heldur að vinna frá honum. Hugmynd Gunnars Bachmanns með Raf- skinnu var í stuttu máli sú, ;að láta rafmagnsútbúnað fletfa blöðum í bók með vissu' hnit- miðuðu millibili, en blaðsíður bókarinnar væru hver um sig ein auglýsing. Þetta sýnist í sjálfu sér furðu einfalt, en vandaspurningin var aðeins þessi: Mundu menn fást til þess að lesa slíka bók? Gunnar Bachmann gerði sér það þá þegar ljóst, að auglýsing með þessum hætti varð að vera tjáð á Vmjög einfaldan og sláandi hátt, í mynd og letri, svo ein- faldan, að áhorfandinn hefði áttað sig til fulls á myndinni þegar blaðið tók að fletta sér af hinu ósýnilega afli, og svo slá- andi, að þá væri búið að greypa inn í vitund hans það, sem aug- Ij'sandinn vildi sagt hafa. Þetta var að gera ýtrustu kröfu til þess, hvernig yrði að semja auglýsinguna, og þar hefir Bachmann sannarlega ekki fat- azt. Og ofan á þetta varð svo almennt að tryggja Rafskinnu lesendur með því að gera hana svo fagurlega og.: listrænt úr garði, að fólki þætti það: ómaks- ins vert að dok,a við hana eioa. eða tvær umferðir. Og fólki hefir sannarlega þótt ómaksins vert að doka við Raf- skinnu, og umferðirnar hafa orðið íleiri en ein eða tvær. Hún er orðin föst stofnun í við- skiptalífi höfuðstaðarins, og fjölda manns hefir hún ekki að- eins orðið leiðbeining um það, hvernig hann ætti að beina við- skiptum sínum, heldur og ó- svikin dægrastytting. Með ó- þrjótandi hugkvæmni hefir Bachmánn lagt til hugmyndirn- ar á blaðsíður Rafskinnu, um það, hvernig túlka skuli boð- skap auglýsenda hans, en Tryggvi Magnússon hefir gert myndirnar með smekkvísi og nákvæmni. Af smellnum auglýsingum í Rafskinnu bæði eldri og yngri væri freistandi að nefna nokkr- ar, þó að út í það skuli ekki farið. Það nægir að segja, að þær eru margar fullar af glettni og gamansemi (humor). Og er það ekki einmitt glettnin og gamansemin í hugkvæmd- um, sem er grundvöllurinn að vinsældum Rafskinnu? Ég held alveg hiklaust að svo sé. Og þar eiga þeir félagar Gunnar Bachmann og Tryggvi Magnús- son brunn í fórum sínum, sem iangt sýnist í land að verði þurausinn. Sigurður Einarsson. \ Líkn og Ljós- mæðrafélagið. Athugstseind frá „Líknaru. Alþýðublaðinu hefir borizt . eftirfarandi athugasemd frá stjórn hjúkrunarfé- lagsins Líkn. ALÞÝ ÐUBLAÐINU í dag — 9. maí —- er birt bréf frá stjórn Ljósmæðrafélags ís- lands til borgarstjóra, þar sem því er mótmælt, að hjúkrunar- félaginu Líkn verði falið eftir- lit með heimilisástæðum barns- hafandi kvenna í Reykjavík, sem sækja um inntöku í fæðing- ardeild Landsspítalans, en til þessarar starfsemi hefir bæjar- stjórn Reykjavíkur veitt nokkra fjárhæð. í bréfi þessu frá stjórn Ljósmæðrafélagsins segir meðal annars svo: „Má um leið minna á, að þetta er ekki fyrsta herferð Líknar á ljósmæðrastétt þessa bæjar, því félagið hefir gert hverja' tilraunina eftir aðra til þess að draga eftirlit með van- færum konum og ungbörnum úr höndum Ijósmæðranna, sem samkvæmt starfsreglum stéttar- innar eiga að hafa þetta eftir- lit með höndum í samráði og samvinnu við viðkomandi lækna.“ Þessi ómaklegu ummæli í garð Líknar hljóta að vera á misskilningi byggð. Vil ég.í því sambandi geta þess, að hjúkrun- arfélagið Líkn samþykkti að taka að sér umrætt starf fyrir eindregin tilmæli borgarstjóra, en hefir á engan hátt sótzt eftix því. Hvað viðvíkur ungbarnaeft- irliti Líknar, sem stjórn Ljós- mæðrafélagsins vafalaust á V einnig við, vil ég gefa þær upp- lýsingar, að læknarnir sem starfa við ungbarnavemd Heilsuverndarstöðvar Rvíkur, Katrín Thoroddsen og Krist- björn Tryggvason hafa sjálfir ákveðið starfslið til stöðvarinn- ar og hafa farið þar eftir erlend um fyrirmyndum. Starfshættir stöðvarinnar hér í Reykjavík eru sniðnir eftir dönsku fyrir- komulagi, en heilsuverndareftir lit ungbarna í Danmörku hefir almennt verið talið til fyrir- myndar. Ennfremur vil ég taka það fram, að ég hefi kynnt mér starfsemi margra hliðstæðra stofnána um öll Norðurlönd og hyergi orðið þess vör, að ljós- mæður væru starfandi á slíkum stöðum. Reykjavík, 9. maí 1942. Sigríður Eiríksdóttir, formaður hjúkrunarfél. Líkn. Féiagsmála- bókin. Frh. af 2. síðu. starfsmenn ríkis og sveitarfé- laga, stjórnmálamenn og fræði- menn. En ekki hvað sízt hefir Vnnumálaskrifstofan (Intema- tional Labour Organization) og Vinnumálaskrifstofon (Interna- tional Labour Office), sem stofnuð voru í sambandi við Þjóðabandalagið, miklu orkað á um það að safna skýrslum um þessi merkilegu mál um heim allan 1 og gefa út fræðirit um þau. Hér á landi hefir tiltölulega lítið verið ritað um félagsmál- efni og aldrei gerð tilraun til þess að draga saman í eitt rit þróun og ástand þessara mál- efna á íslandi. Ekki er það þó fyrir þá sök, að áhuga- og að- gerðarleysi hafi ríkt almennt í þessum málefnum. Saga síðustu 20 ára er einmitt næsta við- burðarík í þessum efnum, jafn- vel svo, að segja má, að á þessu tímabili hafi skapazt löggjöf og framkvæmdir, er marka tíma- mót í þróun félagsmála hér á landi. Það þótti því fullkomlega tímabært að gefa út heildarrit um jziessi málefni, ekki sízt eftir það, að stofnað var í fyrsta sinn á íslandi sérstakt félagsmála- ráðuneyti, og það ráðuneyti hafði einmitt sérstaka ástæðu til þess að láta slíka útgáfu til sín taka. Það varð því að ráði að semja og gefa út rit það, er hér liggur fyrir. Fól ráðuneytið Jóni Blöndal hagfræðing að annast urn ritstjórn bókarinnar, og hefir hann leyst það verk af hendi með prýði. Hann hefir í samráði f við félagsmálaráðu- neytið fengið ýmsa sérfróða menn til þess að rita um vissa þætti félagsmálefnanna, eins og I bók þpssi ber með sér. Kann ráðuneytið öllum þessum 7 Kvikmpd dr bar- átta Norðmaana. NJRÐMENN hafa látið búa til kvikmynd vestur í Am- eríku, sem sýnir baráttu þeirra utan Noregs og heima fyrir fyrir frelsi hans. Á sunnudag var íslenzkum blaðamönnum boðið að skoða kvikmynd þessa, en þá var hún sýnd í fyrsta sinni í kvikmynda- húsi, er herinn hefir hér í bæn- um. Kvikmyndin sýnir Norðmenn að hernaðarnámi hér í Evrópu og eins fyrir vestan haf. Hún sýnir þá að heræfingum á landi, í áhlaupum og á sjó úti við her- gagnaflutninga og gæzlu. Hún sýnir þá í innrás á Noreg, og hún gefur hugmynd um hina leynilegu baráttu norskra frels- isvina, sem þurfa að læðast á næturþeli til leynilegra fundar- staða. Þar er og sýnt hvernig þeir prenta hin leynilegu blöð sín, starfa við leynilegar stutt- bylgjustöðvar o. s. frv. í sam- bandi við það er skýrt frá því, að fyrstu njósnir, sem brezki flotinn fékk um að þýzka orr- ustuskipið Bismarck væri að fara á haf út, hefðu verið frá leynilegri norskri sendistöð. S. A. Friid blaðafulltrúi Norð- manna hér skýrði frá því að kvikmynd þessi yrði sýnd 17. maí um morguninn klukkan 11 og væru allir Norðmenn vel- komnir til að Sjá hana.> möfinum beztu þakkir fyrir störf þeirra.“ Þá er skýrt frá efnisskrá rits- ins, og er hún svohljóðandi: I. Félagsmál og félagsmála- löggjöf. Eftir Jón Blöndal. II. Félagsmálaútgjöld hins opinbera. Eftir Jón Blöndal. III. Mannfjöldinn, atvinnu- tekju- og eignaskipting. Eftir Jón Blöndal. IV. Búreikningar og vísitala. Eftir Torfa Ásgeirsson hagfræð- ing og Jón Blöndal. V. Alþýðutryggingar. Eftir Jón Blöndal. VI. Vinnuvernd. Eftir Sverri Kristjánsson sagnfræðing. VII. Barnavernd. Eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson. VII. Framfærslumál. Eftir Jónas Guðmundsson, eftirlits- I mann sveitarstjórna'rmálefna. IX. Atvinnuleysismál. Eftir Jón Blöndal. X. Félög verkamanna og at- vinnurekenda. Eftir Skúla Þórðarson sagnfræðing. XI. Vinnulöggjöf. Eftir Guð- mund I. Guðmundsson hæsta- réttarmálaflutningsmann. XII. BygginganuvA. Eftir Steingrím Steinþórsson búnað- armálastjóra og Jón Blöndal. XIII. Skipun heilbrigðismála á íslandi. Eftir Vilmund Jóns- son landlækni. (Ritgerð þessi er nú komin út sem fylgiskjal með heilbrigðis- skýrslunum.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.