Alþýðublaðið - 13.05.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.05.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagxir ia. maí 1&42* fUþijðttbloðift Út^efandl: Alþýðuflokknrinn Bttstjéri: Stefán Pjetursson Bltstjóro og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Simar afgreiðslu: 4900 og 4906 Terð 1 lausasölu 25 aura. AlþýSaprentsmiðjan h. t. Frávísunar* tillagan. ! ^ i ALMENNINGUIl hefir nú fengið að sjá dagskrártil- lögu þá um frávísun kjördæma- skipunarfrumvarpsins, er Fram sóknarflokkurinn ætlar að bera fram við aðra umræðu þess x neðri deild og gera að fráfarar- atriði fyrir ráðherra sína, ef felld verður. 3VIá gera ráð fyrir að hún komi til atkvæðagreiðslu í kvöld eða á föstudaginn. Frávísunartillagan, sem er samin í Tímastíl og af álíka heilindum og fiest það, er þar birtist, er orðuð þannig: )rMeð því að með frumvarpi þessu er stofnað til vanhugsaðr- ar, óundirbúinnar og ófullnægj- andi breytingar á stjórnskipun ríkisins og þjóðinni þannig hrundið út í tvennar alþingis- kosningar, með stuttu rtiillibili, um viðkvaemt deilumál, á hin- um mesta háska- og alvörutím- um, þegar brýn nauðsyn er á einingu og samstarfi, telur deildin rétt, að hafizt verði handa um ítarlegan undirbún- ing vandaðrar endurskoðunar á stjómskipun ríkisins, sem leiða megi til varanlegrar stjórnar- skrár, er fullnægi óskum þjóð- arinnar um fullvalda lýðveldi, á traustum lýðræðis- og þing- ræðisgrúndvelli og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá.“ Svo mörg eru þau orð, og skul.il hér' raú athuguð stutt- lega nokkur þeirra: „Vanhugsuð . . breyting. á stjórnskipun ríkisins“, segir í frávísunartillögunni. En hve- nær myndi það ekki vera „van- hugsað“ frá sjónarmiði Fram soknarflokksins, að gera þá breyíingu á stjórnarskránni, sem veitti öðrum flokkum jafn- rétti til áhrifa á þing og stjórn við hann og gerði þannig enda á misréttinu, sem Framsóknar- valdið hefir hyggzt á? „Tvennar alþingiskosningar . . um viðkvæmt deilumál á hinum mestu háska- og alvöru- tímum“. En skar ekki miðstjórn Framsóknarflokksins sjálf úr um það með samþykkt sinni í vetur, að sjálfsagt væri, að láta alþingiskosningar fara fi-am í vor, „á hinum mestu háska- og ajvörutímum“? Ekki geta það, eftir því að dæma, verið kosningar eða deilur út af fyrir sig, sem svo saknæmar eru frá sjónarmiði Framsóknarflokks- ins ' Ne'i, það má deila um allt og kjósa um allt — nema um kj' dæmamálið! Hið rangfengna Framsókrxarvald má vitanlega SÉRA JAKOB JÓNSSON oastofur hér og Nu er tekið að ræða um stofnun sjómannastofu í Fleetwood á Englandi, og sem betur fer sýnist mönnum vera alvara í því að hefjast handa um framkvæmdir málsins. Á Einar Magnússon menntaskóla- kennari þakkir skildar fyrir að hafa vakið máls á þessu að nýju til. Annars er hugmyndin um stofnun sjómannastofu erlendis og innan lands alls ekki ný. JÞetta er ein þeirra hugmynda, sem aft hefir veri rædd áður, en ekki leitt til mikilla fram- kvæmda af ýmsum ástæðum. Al- menningur hefir ekki haft skiln- ing á majinu, sennjlega mikið sökum ókurmugleika. Þeir, sem þó langaði mikið til bess að gera eitthvað, höfðu hins vegar eng- an fjárhagslegan stuðning vísan. Eins og kunnugt er, hafa flest lönd Norðurálfunnar sjómanna- stofur fyrir menn sína í erlend- um liafnarborgum. Forstaða þeirra er í liöndum kirkjunnar, en allur almenningur styrkir þær með fjárframlögum. T. d. veit ég', að það er venja á hin- mn stóru farþegaskipum, er sigla yfir Atlantshafið, að sam- skot fari fram í þessu skyni. Á- stæðurnar til þess, að prestum hefir verið falin forstaða sjó- mannastofanna, eru fleiri en ein. í fyrsta lagi hefir áhuginn á slíkri starfsemi verið virkari þar sem kristin trú og mannúð- artilfinning hefir hvatt menn til dáða. í öðru lag hefir reyndin orðið sú, svo sem eðlilegt e.r, að ekki var aðeins þörf á mat og drykk, hvíld og næði til bréfa- skrifta, heldur og andlegri að- hlynningu og sálgæzlu. Guðs- þjónustur á móðurmálinu í framandi landi snerta viðkvæma strengi í hjörtum margra sjó- manna, og áhrifin frá sjómanna- trúboðinu hafa gert margan manminn styiikari gagnvalrt þeim' freistingum, sem fyrir þá eru lagðar í hafnarhverfum stórborgaxma. Auk þess munu slíkar stöðvar andlegrar starf- semi reynast drjúgur þáttur til eflingar þjóðrækinni samvinnu meðal þeirra landa, sem búsettir eru í erlendum borgum. Eins og vænta mátti, fengu ýmsir kirkjulega sinnaðir menn hér á landi áhuga fyrir þeirri hreyfingu, sem hefir látið svo mikið gott af sér leiða í ná- grannalöndunum. Ungur prent- ari, Jóhannes Sigurðsson að nafni, kyrmti sér málið rækilega, og var hontmi boðið að flytja er- indi um það á prestastefnu. Fyr- irlestur hans var síðan birtur í Prestafélagsritinu. Er mér kunnugt um, að sú hugsjón, sem vakti fyrir mönnum þá, var harla víðtfek. Menn dreymdi fyrst og fremst um sjómanna- stofur hér innan lands, og síðan um áð færa út kvíarnar til ann- arra landa. Jóhannes Sigurðsson lagði grundvöllinn undir þessa starfsemi; trú hans knúði hann til þess að fórna kröftum sínum fyrir þetta mál. f stjórn sjó- mannastofunnar í Heykjavík voru meðal annarra Jón biskup Helgason og tveir af prestum borgarinnar, séra Bjarni og séra Árni. Það sýndi, að forystu- menn málsins vildu halda því á kirkjulegum grundvelli, og að prestarnir voru fúsir til sam- vinnu. Þessi sjómannastofa lagðist niður í 1—2 ár„ með- fram vegna þess, að Jóhannes fluttist norður til Akureyrar. Síðan tók annar maður við for- stöðunni og sjómannastofan starfaði síðan í þröngurn húsa- kynnum nærri höfninni, unz hrezka heimsveldið lét sér sæma að svipta hana því húsrúmi sem hún hafði til afnota. — Nú sem stendur er engin sjómannastofa starfandi í mesta hafnarbæ landsins. Á Siglufirði halda templarar uppi sjómannastofu, og er sóknarpresturirm þar ei'nn af aðalforgöngurnönnunum. í Vestrnannaeyjum mun K. F. U. M., sóknai'presturinn og ýmsir áhugamenn hafa stofnað og 1 stutt að sjómannastofu. Á ísa- ekki skerða! „Þegar brýn nauðsyn er á einingu og samstarfi“. Jú, Fram sóknarflokkurinn bauð upp á „einingu og samstarf“ urn svo- kallaða stríðsstj órn og áfram- haldandi kosningafrestun, þeg- ar hann sá, að hverju fór í kjördæmamálinu. En hvar var viljinn til „einingar og sam- starfs“ í vetur, þegar þjóðstjórn in var rofin með útgáfu kúgun- arlaganna gegn launastéttun- um? , „Vönduð endurskoðun á síjórnskipun ríkisins . . er full- nægi óskum þjóðarinnar urn fúllvalda lýðveldi“. Það er ekki minnzt á leiðréttingu ranglætis- ins, sem yfirgnæfandi meiri- hluti allra kjósenda verður að sætta sig við! Nei, ;þá vill Fram- sóknarflokkurinn heldur enga lausn ísjálfstæðismálsins og ekk- ert „fullvalda lýðveldi“, ef því á að vera samfara jafnrétti kjós- j endanna og flokkanna. Þess- vegna greiddi hann atkvæði á móti því í stjórnarskrárnefnd, að sjálfstæðismálið og kjör- dæmamálið yrði afgreidd sam- tímis á þessu þingi, þegar upp á því var stúngið! „Fullvalda lýðveldi á traustum lýðræðis- og þingræð- isgrundvelli.“ Jú, það situr á Framsóknarflokknum, að tala um „traustan lýðræöis- óg þing- ræðisgrundvöll“! Flokknum, sem heimtaði og knúði fram í vetur .útgáfu bráðabirgðalag- anna gegn launastéttunum, þvert ofan í yi'irlýstan þingvilja aðeins tæpum tveimur mánuð- um áður! Hér hafa 'menn frávísunar- tillögu Framsóknarflokksins í kjördæroamálinu, skoðaða laus- lega niður í kjölinn. Það fer sannarlega ekki illa á því, að ráðhex-rar Framsóknarflokksins standi og falii með slíku plaggi! firði hefir Hjálpræðisherinn haldið uppi sjómannaheimili í mörg ár. Vera má, að vísir til sjómannastarfsemi sé víðar á landinu, þó að mér sé ekki kunnugt um. Þetta sýnir, að málið hefir ekki legið algerlega niðri, þó að engum dyljist, að betur þyrfti að taka á. Ennfremur bendir þetta til þess, að þjónustan sjálf verði helzt innt af liendi af þeiru sem starfa af triúaráhuga og hafa tileinkað sér mannúðartil- finningu kristindómsins. Ekki aðeins kærleiksheimspeki, sem viðurkennir í orði gildi mann- úðarinnar, heldur þá tilfinningu sem finnur bróður í sérhverjum manni. Það er misskilningur, að í þessum efnum vinni peningar og skipulag allt. í mínum aug- um er enginn vafi á því, að ef þjóðin hefði ekki á undanförn- um árum látið um' of leiðast af áróðri gegn kirkjunni, hefði öllum slíkum mannúðarmálxxm verið mun lengra komið. Auk þess sem áróðurinn hefir svipt kirkjuna samvinnu og stuðni xgi margra nýtra matina, hefir hann orðið þess valdandi, aö» kirkjunnar menn hafa orðið að eyðat kröftum sínum til þess affi verjast og til þess að varðveita fengna starfsmöguleika, í sta6 þess að færa út kvíarnar, og hafa fasta þjónustu meðal ís- lendinga í öðrum löndum. Kirkjum annarra landa hefir gefizt þess kostur að senda presta til þeirra þjóðbræðra, er heima áttu erlendis. Hér hefir verið þagað við uppástungum um að gæta þessarrar skyldu gagnvart Vestur-íslendingum og löndum í Kaupmannahöfn, hvað þá gagnvart ísl. sjómönn- um í erlentíum hafnarborgutru Nú ætti að taka þessa hugmynd upp aftur í sambandi við sjó- mannastofur í Englandi. Einhver kann nú að segja, aS það sé óþarfi að vera að tala um guðrækilegt starf í sam- bandi við sjómannastofur. Sjó- menn séu og verði drabbarar, sem hlakki mest til að drekka, þegar þeir komi á land, og sétt allra manna kærulausastir s siðférðismálum. Ég held, aS þessar raddir séu ósanngjarnar í fylista máta. Ég er alinn upp í sjávarþorpi og hefi í nokkur ár verið prestur þar sem allur þorri manna lifði af sjósókn. Og niðm-staða mín af viðkynn- ingu við sjómennina er sú, að> fáar stéttir manna eigi meira. I Frh. á 6. síðu. TÍMINN virðist nú vera bú- inn að koma sér niður á það, hvað hann eigi að segja við bændixr til þess að æsa þá upp á móti kjördæmabreytingunni. Hann treystir sér ekki til að telja þeim trú um, að í breyting- unni, sem ráðgerð er í frumvarpi Alþýðuflokksins, sé á einn eða annan hátt á rétt þeirra gengið. Það væri allt of gegnsæ blekk- ing. Þess vegna segir hann þeim, að sú breyting sé bara byrjun; á eftir eigi að ræna þá réttindum þeirra! Tvisvar eða þrisvar er þessi þvættingur bú- inn að koma í tveimur síðustu blöðum Tímans. Orðrétt hljóð- ar hann þannig: „Hin fyrirhugaða breyting er aðeins áfangi að því marki, að ger- breyta allri kjördæmaskipuninni. Með henni á að tryggia bæja- flokkunum, atí þeir geti komið fram gerbreytingu á kjördæma- skipuninni, þegar þeim þóknast. Litlir minmihlutar í sex dreifbýlis- kjördæmiim eiga að tryggja þeim valdið til að vinaxa það óhæfuverk. „Hlutfallsþi'.gniennirnir“ sex eiga að draga lokur frá dyrum dreif- býlisins og leyfa ofbeldismönnum að íara ránshöndum um réttindi þess.“ Það er sterk. trú eðá hitt þó heldur, á grundvallarhugsjón og kröfu lýðræðisins — jafn- réttinu — sem kemur fram í slíkum aðdróttunum að þeim, sern vilja gera alla kjósendur í landinu jafn réttháa til áhrifa á þing og stjórn landsins! Nýtt dagblað var að kveðja í gær. í dag tekur Þjóðviljinis; aftur við af því. Af því tilefnl flutti blaðið í gær hjartnæman, skáletraðan skilnaðarleiðara, þar sem meðal annars var þannig að orði komizt um hlut- verk þess og afrek á þeim títt mánuðum, sem það hefir komið út: „Nýtt dagblað hefir þá 10 mán- uði, sem það hefir komið út, haft mikið^ verk að vinna. Það hefir fallið í þess skaut, að skýra fyrir íslenzlcu þjóðinni mestu straum- hvörf, sem orðið hafa nokkum tíma í sögu heimsins, umhverfingu gömlu heimsvaldastyrjaldarinnar 1939—-41 í stórfengasta frelsistríð mannkynsins gegn kúgunaröflum heimsins.“ Eins og kunnugt er, fór þessi dularfulla „umhverfing“ styrj- aldarinnar, samkvæmt skýring- um Nýs dagblaðs, fram kl. 22 mínútur gengin í 6 að rnorgni 22. júní 1941. Þá réðist nefni- lega Hitler á Stalin. En áður höfðu þeir verið vinir og haft með sér samning, sem tryggði Hitler svo og svo mikið af olíu og öðrum hráefnum til hernað- arins\ móti Bretum og banda- mönnum þeirra. Öllnm 1 ingi hefir þó hi'- .1 :: v::> t erfitt að skilj ixven: • •. p, i> it breyti strfí’unu í f - 'I--.i.,.)1,riðf þótt vinunu: P.it’ . og Stalin, lenti sainan, haii það ekki frá upphafi verið frelsisstríð af hálfu þeirra, sem alltaf voru á móti Hitler cg aldrei gerðu vin- áttusamning við hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.