Alþýðublaðið - 13.05.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.05.1942, Blaðsíða 6
9 ALI>?ÐUBLAO!Ð Knock out Þessi mynd er frá síðasta bardaga Joe Louis, áður en hann gekk í herinn. Hann sló Buddy Bear niður þrisvar, en 'þá var leikurinn stöðvaður. Þetta var 20. bardagi — og sigur — Louis ^ um meistaratitilinn. TiVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. á mig höfgi aftur, en ég missti þó ekki meðvitundina. Einhver sagði, að við ættum að fara til íslands aftur. En ég sá ekki 'landið — því miður. En ég trúi því, að ís- lenzki fálkinn sjáist þar endr- um og eins. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu að hann hafi framið þann verknað, Sem skýrt er frá f bréfinu. Bréfið er svohljóðandi: „LAUGARDAGINN 2. maí var ég við jarðarför. Leiðin lá austur Ránargötu. í gegnum hana gengur Ægisgata frá sjó. Allt í einu kem- ur bíll brunandi upp Ægisgötu og ekur þvert í gegnum líkfylgdina, á milli líkvagnsins og ættingj- anna, sem næst honum gengu. Umferðamenning þykir ekki á háu stigi í höfuðstaðnum, en mér hefir þó alltaf virzt fólk sýna til- hlýðilega virðingu við slík tæki- færi, og mun athæfi þetta vera einstakt í sinni röð.“ Valur Valur, 2. flokkur. Æfing í kvöld- kl. 8-—9 á gamla í- þróttavellinum. Mætið vel! Keupl tgull Lang hæsta verði. Slgurpér, Hafharstræti SjómaBiastofur Frh. af 4. síðu. af trúhneigð en einmitt þeir, þrátt fyrir hinn létta brag, sem oft er á lífi þeirra. En börn hafsins eru hrifnæm og óstöðug eins og öldugangumn. Og ekki vantar glannaskap í orðbragði. Þetta villir margan, sem sjald- an eða aldrei hefir átt hljóð- látar samræðustundir með sjó- mönnum, og aldrei kynnst innri reynslu þeirra. En einmitt í hafnarborgum eru sjómennirn- ir á lausum kjala, og vita oft ekki, hvernig þeir eigi að verja tímanum: Og þá koma lakari hliðarnar í ljós. Þegar svo er ástatt, mundi vel menntaður maður geta leiðbeint þeim um aðgang að heilbrigðum skemmt unum, vönduðum kvikmynda- húsum, söngsölum og leikhúsum jafnvel séð um sameiginlegar skemmtiferðir til fagurra staða og fagurra bygginga. Einu sinni kom íslenzkt skip í enska hafn- arborg á aðfangadagskvöld jóla. Sjómennirnir snöruðu sér í land og dreifðust á knæpurnar við höfnina. Ef til vill blöskrar þér, lesandi góður. En er víst, að þetta hefði skeð, ef til hefði verið íslenzk sjómannastofa í þessari borg? Ef sjómennirnir hefðu vitað, að þarna biði þeirra vistlegur samkomusalur, þar sem fram færi íslenzk jólamessa og síðan glaðværar samveru- stundir, er þá víst, að knæp- urnar hefðu sogað til sín svo að segja heila skipshöfn í einu? Ég gleymi því aldrei, að einu sinni, þegar ég var prestur á Norð- hér m erlendis firði, kom til mín að lokinni messu íslenzkur sjómaður, sem ég aldrei hafði séð fyr. Ég hefi ekki oft séð meiri fögnuð og viðkvæmni í augum manns en þá, er hann sagði: „Þetta er í fyrsta skipti í 17 ár, að ég er við íslenzka guðsþjónustu.“ Aldrei hefir fundum okkar borið sam- an síðan. En ég má vera honum þakklátur, því að hann hefir sýnt mér betur en flestir aðrir, hvers íslenzkir sjómenn þarfn- ast, þegar þeir fara land úr landi og yelkjast um höfin. Og þess- ir menn eru settir hjá, samtímis því sem aðrar þjóðir, undir forystu kirkjunnar, eyða stórfé árlega sjómönnum sínum til menningar erlendis. Ég sé ekki ástæðu til að orð- lengja þetta frekar. En ég vil, með tilliti til þess, sem að fram- an er sagt, leggja fram tvær tillögur til athugunar öllum, sem hlut eiga að -máli: 1) í Reykjavík sé svo fljótt sem auðið er, komið upp sjó- mannastofu fyrir innlenda og erlenda menn. 2) Þegar sjómannastofa verð- ur sett á laggimar í erlendum hafnarbæ, sé sú starfsemi tengd kirkjunni, og sérstakt prests- embætti stofnað í sambandi við hana. Þeim presti sé einnig ætlað að vinna að undirbúningi samskonar starfs í fleiri bæjum,' enda leiti hann þar samvinnu við starfsbræður sína enska og skandínaviska. WÐNltMA)nilÆS>$!(lNnd]. I/KLW&O I UMDÆMISSTÚKAN nr. 1. Um- dæmisþingið verður sett í kvöld kl. 8 í Góðtemplara- húsinu í Reykjavík. Fulltrúar og stigbeiðendur eru beðnir að koma stundvíslega. '— Umdæmistemplar. Geymslupláss þurrt og gott, óskast til leigu. Miðvikudagur 13. maí 15142. - Hannes M. Þórðarson: Snndhðliin og kennararnir. ....♦ ....- IJ VAR er sundhöllin? spyr gesturinn, sem fyrsta sinn kemur til Reykjavíkur. Hefir þú séð sundhöllina? segir Reyk- víkingurinn, sém vill vekja eft- irtekt aðkomumannsins á því helzta, sem hér er að sjá. Sundhöllin er ein þeirra fáu samkomustaða í þessum bæ, þar sem almenningur, ungir og gamlir, geta í sameiningu skemmt sér og orðið fyrir mennt andi áhrifum. Sundhöllin er kjörstaður at- orkumannsins, t sem skreppur þangað í tómstundum sínum, til þess að reka af sér deyfð ein- hæfs starfs og herða sig gegn kvefi og öðrum smákvillum. Sundmennirnir unna höllinni, af því að hvergi hafa þeir aðra eins aðstöðu til sundiðkana. — þaulreyndir og kunnir sund- garpar eru laugarverðir; kenn- ararnir eru einhverjir þeir beztu, sem hægt er að fá í þess- um bæ. Það verður því að hverj- um baðgesti skiljanlegt, að sundið er hér haft í hávegum og réttur þess verður trauðla fyrir borð borinn meðan slíkir menn eru á varðbergi. Sundmótin eru f jölsótt og vel látin. Og þau mættu vera oftar en nú er, en rétt held ég að væri að hafa hópsýningar lítt þekktra manna öðru hvoru. Þær myndu ná til fjöldans á annan og inni- legri hátt en stöðugar sýningar úrvalsmanna, sem almenningur getur ekki mælt sig við. Margir sækja sundsýningar vegna þess, að kunningi þeirra er í hópi sundmanna. Hópsýningar með nýjum og nýjum mönnum myndu ná til fleira fólks en nú- verandi sýningar; sundáhuginn yrði almennari, og sundið kæm- ist nær því marki að ver;ða eign almennings. En þess verður vel að gæta að hleypa ekki fleiri áhorfendum að sýningun- um en höllin rúmar. Og svo þarf að bæta aðstöðu áhorfenda frá því, sem nú er. Vinsældir og menningarbragur sundsýning- anna byggist meðal annars á því, að aðstaða áhorfenda sé góð, og að þeir fái það fyrir að- gangseyririnn, sem lofað var í auglýsingunum. Höllin bergmálar mjög mikið vanaleg húrrahróp verða að margþættu skerandi gargi, þar að auki er það siður margra áhorfenda að æpa að sundmönn- um í tíma og ótíma. Mér hefir oft virzt, að húrrahrópin og ópin séu kærkomið tilefni handa siðlitlum mönnum til þes að öskra eins og fífl og misbjóða með því öllum siðuðum áhorf- endum og sundmönnum. — Væri það ekki vel við eigandi, að öll hróp og öskur væru bönnuð á sýningum í sundhöll- inni? Skemmtanir þar verða að bera af öðrum skemmtunum í þessum bæ. Sundhöllin er og verður að vera menningarstofn- un. Þó er eitt mikilvægt atriði enn ótalið. Það er aðstaða sund- kennarans. Aðstaða kennarans í höllinni er mjög slæm. Og það virðist vera almenningi hefnd- argjöf að ráða að höllinni góðan kennara, sem getur ekki náð góðum ár^ngri í starfi sínu, vegna vondrar aðstöðu við kennsluna. Það er líka beiskur sannleikur fyrir áhugasaman og dugandi kennara, þegar hann verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér, að allt hans erfiði verður til lítils og að vond starfs skilyrði gera hann að liðlétt- ingi. Hvað amar þá að hallarkenn- urunum? Þá vantar tvo til þi’já þurrsundsklefa, þar sem er hægt að búa nemendurna undir súnd- tímann, leiðrétta, svara spurn- ingum, skýra sundið og setja fyrir undir sundtímann. — Nú verða sundkennararnir að taka við nemendunum inni í höllinni þar sem allur hávaði margfald- ast„ og kennarinn getur ekki látið taka eftir sér, nema xheð einstökum ópum eða bending- um. Allar leiðbeiningar og öll tilsögn verður árangurslaus. Og ef þar að auki eru baðgestir niðri í lauginni á samá tíma og nemendurnir, sem trufla bæði þá og kennarann á marga vegu. Hallarvörðurinn þarf að fá annað húsnæði, og núverandí íbúð hans þarf að breyta í þurr- sundsklefa. Þetta er óhjákvæmi- legt og vei'ður að gerast, ef að höllin á að vera miðstöð sund- kennslunnar hér í bæ og bæn- um til sóma. Ég treysti forstjóra sundhall- arinnar til að beita sér fyrir þessari endurbót, sem reynslan hefir sýnt að er bráðnauðsyn- leg. Reykjavík, 5. maí 1942. H. M. Þ. — Félagslíf. — Fundur fyrir alla flokka verður haldinn í Kaupþings- áalnum fimmtudaginn 14. maí kl. 2 e. h. — Á fundinum verður sýnd íþróttakvik- mynd Í.S.Í. Benedikt Waage, forseti Í.S.Í., skýrir myndina. Enn fremur verða rædd ýms félagsmál varðandi sumar- starfið. — Fjölsækið fund- Lnn og mætið stundvíslega. Stjórnin. írmeniiogar efna til ferðar á Eyjafjalla- jökul um hvítasunnu. Vænt- anlegir þátttakendur gefi sig fram á skrifstofu Ármanns, sími 3356 í kvöld kl. 8—9 og á morgun, fimmtudag kl. 4-5.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.