Alþýðublaðið - 13.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.05.1942, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. maí lftt. ÍBærinn í dag.j Næturlækmix er Karl Jónasson, Laufásvegi 55, sími 3925. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVAJRPIB: 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Þingfréttir. 20,00 Kréttir. 20,30 Erindi: Villa á Eyvindar- staðaheiði (Pálmi Hannes- son rektor). 20,55 Hljómplötur: íslenzkir söngvarar. 21,10 Upplestur: „Þegar Miaca strandaði", eftir Ásmund Helgason (J. Ey. flytur). 21,35 Hljómplötur: Lög eftir Schubert. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Revyan Halló, Ameríka! verður sýmd á morgum klukkan 3. Aðgömgumiðasala er opin frá klukkam 2 í dag. Revyan hefir nú verið sýnd 20 sinmum og verða að- eins fáar sýningar hér eftir, þar eð orðið er svo áliðið. Hallgrímskirkja. Kl. 2 e. h. messað í Biósal Aust- urbæjarskóians. Síra Jakob Jóns- soii. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kvöldsöngur og altarisganga á uppstigningardag kl. 3 V2 ■ Síra J. Au. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messi i fríkirkjunni í Reykjavík á uppstigningardag kl. 5. Síra J. Au. Týnda brúðurin heitir framhaldssýningin á Gamla Bíó. Aðalhlutverkin leika Gene Raymoard og Wendie Barrie. (Frh. af 2. 'síðu.) og Sigurðar. í dómnefndinni eiga sæti Friðrik Ólafsson, skólastjóri stýrimannaskólans, M. E. Jessen skólastjóri vélstjóraskólans, Sig urjón Á. Ólafss. ,alþingismaður, Hafsteinn Bergþórsson útgerð- armaður, Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, Þorsteinn Árnason vélstjóri og Friðrik Halldórsson loftskeytamaður, og af hálfu Húsameisarafélags íslands Ein- ar Erlend'sson og Einar Sveins- son. Auk þess átti húsameistari ríkisins, GKuðjón Samúelsson, sæti í nefndinni. Nefndin hélt fund í fyrradag og ræddi þá bréf Ólafs Thors, þar sem hann tilkynnir ákvörð- un sína. Nefndin var; eins og áður er sagt, óánægð með þessa ákvörðun. Mun hún hafa viljað, að Guðjón Samúelsson fengi tækifæri til að koma með sína hugmynd; en það fæst nú ekki. Það skal tekið fram, að Guðjón Samúelsson hefir um margra ára skeið hugsað um hina fyrir- huguðu sjómannaskólabyggingu og að hann mun hafa ákveðnár hugmyndir um það, hvernig hún eigi að vera. Stórbyggingar þær, sem húsameistari ríkisins hefir teiknað, hafa. reynzt fagrar og notið hylli. Er því undarlegt, að komið skuli í veg fyrir, að hann fái að koma með sína hugmynd um þessa framtíðarbyggingu. Hins vegar er ekki nema eðli- legt, að dómnefndin vilji ekki stofna málinu sjálfu í hættu með því að setja sig sem heild upp á móti þessu valdboði ráð- herrans. Korpðlfsstaðir Fjrb. af 2. síðu. á umræddum jörðum. Sam- þykkti bæjarstjórn þá með samhljóða atkvæðum 14 við- staddra bæjarfulltrúa svohljóð- andi umboð honum til handa: „Bæjarstjórn veitir borgar- stjóra umboð til þess fyrir hönd bæjarsjóðs, að kaupa jarðirnar Korpúlfsstaði með Lambhaga og parti úr Keldum, Lágafell, Varmá í Mosfellssveit, Arnar- holt og Brekku á Kjalarnesi og Þorláksstaði í Kjós, svo sem þær eru skilgreindar í matsgerð þeirra Guðmundar Ásbjörns- sonar, Sig. Á. Björnssonar, Em- ils Jónssonar og Jens Hólm- geirssonar, dags. 20. apríl 1942, að frátekinni 63 ha. spildu úr Lágafellslandi ásamt húsum, sem á henni eru, fyrir allt að 2 milljónum króna og eina hús- byggingarlóð í Reykjavík. Enn fremur heimilar bæjarstjórn borgarstjóra að semja, í sam- ráði við bæjarráð, um greiðslu- skilmála jarðaverðsins og af- hendingartíma jarðanna.“ Lönd þau og mannvirki á Lágafelli, sem Thor Jensen undanskildi, nema að áliti mats- manna bæjarins þ-U.b. 70 000,00 kr., meðtalið í framangreindri matsfjárhæð. Á bæjarráðsfundi í dag skýrði borgarstjóri frá því, að samkv. þessu umboði hafi hann fest kaup á jörðum þeim, ér þar greinir, að undanskildu sumar- fjósi í Lágafellslandi (að verð- mæti ca. kr. 14 000,00) fyrir kr. 1 860 000,00 — eina milljón átta hundruð og sextíu þúsund krón- ur —, auk byggingarlóðarinnar. Kaupverðið greiðist með jöfnum afborgunum á 20 árum, vextir 4% p. a., þó er gert ráð fyrir að einhver hluti kaup- verðsins, t. d. allt að 360 þús. krónum, verði greitt á þessu ári, eftir nánara samkomulagi. Auk þess áskilur seljandi sér lítils háttar afnot smábletta hú í sumar, til kartöfluræktar og beitar. Bæjarráð samþykkti þessa skilmála alla og fól borgarstjóra að ganga frá samningum ’ og leita til þess samþykkis ráð- herra sveitarstjórnarmála. Matsmenn bæjarins hafa enn eigi lokið mati á Grafarholti, en jafnskjótt og því er lokið mun af bæjarins hálfu verða falast éftir kaupum á þeirri jörð.“ Tung'Iskin í Burma heitir myaadin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Dorothy Lamour, Robert Preston og Preston Foster. Kvennaskólanum verður sagt upp á laugardaginn kemur kl. 2. Hannyrðir námsmeyja verða sýndar á miðvikudag kl. 4 —7 og á uppstigningardag kl. 1 —10. ^ IMessað í Fríkirkjunni á morgun (npp- , stigningardag) kl. 2, sr. Árni Sig- urðsson. Látið mig pressa fatnað yðar Tek einnig í kcmiska lircinsun. FaíapressM P. W. Biering ! Smiðjustíg 12. Sími 4713. ALÞYÐUBLAÐIÐ Lúðrasveitin Frh. af 2. síðu. félögum okkar og safnaði með- al nokkurra útgerðarmanna og -félaga, hér í bænum og Hafn- arfirði, upphæð þeirri, sem ég nefndi áðan að hljóðfærin hefðu kostað. Það eru nú vin- samleg tilmæli — um leið og við sýnum yður þessa dýrgripi okkar — að þér færið gefend- I unum alúðar þakkir, ekki að- I eins fyrir peningana, heldur einnig. fyrir þánn samhug og velvilja, sem við höfum orðið varir við í sambandi við þetta. Því að það er mikil hvatning, að hvaða málefni sem unnið er, að finna og vita af samhug með- borgaranna. Einnig viljum við biðja yður að flytja ríkisstjórn- inni alúðarþakkir fyrir mikil- væga aðstoð. Ég vil ekki nefna nein ein- stök nöfn gefendanna, enda ef- ast ég um, að þeim væri að því nokkur þökk. Mér finnst það heldur ekki rétt gagnvart þeim, sem ekki var leitað til, því að ég efast ekki um, að þeir hefðu verið jafn fúsir til að rétta okk- ur hjálparhönd eins og hinir. Þá vil ég skýra yður frá því, að hr. Albert Klahn, sem verið hefir stjórnandi sveitarinnar síðastliðin fimm ár, hefir nú látið af því starfi, og ég finn al- veg sérstaka ástæðu til að þakka honum. Hann er, að öðr- um ólöstuðum, hinn færasti stjórnandi, sem við höfum haft, og hefir unnið okkur ómetan- legt gagn. Við þessu starfi hefir nú tekið hr. Karl Runólfsson, sem ég veit að ég þarf ekki að kynna fyrir yður. Þó að okkur að sjálfsögðu sé eftirsjá að hin- um fvrrverandi stjórnanda okk- ar, þá er þessi breyting þó mjög í samræmi við þá markvísu við- leitni í tónlistarmálum okkar, að við íslendingar verðum sjálfir einfærir um allan okkar tónlistarflutning, svo á þessu sviði sem öðrum. — Við mun- um að sjálfsögðu reyna að láta til okkar hevra svo oft sem við getum í sumar. Og til þess verð- ur þessi góða gjöf okkur sérstök hvatning. En í sambandi við það langar mig til að minnast á. eitt atriði. Áður fyrr lékum við á Austurvelli. Þar er ágætt að spila og aðstaða að ýmsu levti góð — skjólsamt og götur á all- ar hliðar fyrir áheyrendur. En í fyrravor var til þess mælzt, að við spiluðum þar ekki, vegna þess hve mjög það truflaði um- ferð um götur þær, sem að vell- inum liggja. Okkur var bent á Arnarhól. Þar er sá galli, að þar er bersvæði, opið fyrir öllum vindum, svo að þar er því að eins hægt að vera, að logn sé, eða því sem næst — en slíkt skeður sjaldan á voru landi. En það er einn staður, sem við höf- um lengi haft í huga, og það er skemmtigarðurinn hér við Hljómskálann. Þar er friðsamt og dálítið út úr umf erðarhávað- anum. En aðstaðan er slæm. Það vantar pall með einhverju skýli („pavillon“l, þar sem við gæt- um verið. Og nú er það næsta verkefni okkar og áhugamál að koma upp slíku skýli, þar sem við, og máske aðrir, gætum skemmt bæjarbúum þegar tök væru á. Við erum þess fullvissir, 7 Jarðarför konu minnar og móður okkar. ALICE BERGSON, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 15. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili okkar, Suðurgötu 39, kl. 1 síðdegis. Áthöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Kristján Bergsson. Ragna Kristjánsdóttir. Anna Kristjánsdóttir. SIGLÍNGAR milli Bretíands og íslands halda áfram eins og að undanförnu.' Höfum 3—4 skip í forum. Tilkynn- ingar um vörusendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Bæjarbúar! Nú er tækifærið fyrir dömur og herra til að kaupa ódýran sumarfatnað og skófatnað í Vínbúðinni á Vest- urgötu 2. Slíkt tækifæri kemur aldrei aftur, og þessar vörur fást ekki aftur á meðan á stríðinu stendur. Látið ei happ úr hendi sleppa. Komið skoðið og kaupið. WINDSOR-MAGASÍN Vesturgöfu 2. Rúllugardinustengur t' eru komnar. Margar stærðir. HÚSGAGNAVERZLUN KrlstJáBfis SlM®Irss©nsar Más til niHurriSs íshúsið við Hafnarstræti ?3 í Reykjavík er 'til sölu til niðurrifs. Tilboðum veitt móttaka á skrifstofu okk- ar til kl. 1 laugardaginn 16. þ. m. — Réttur áskilinn til að hafna öílum tilboðum. S/F. NORDALSÍSfíÚS. að t. d. karlakórar okkar mundu oftar láta bæjarbúa heyra til sín, ef slíkt skýli væri til, því að eins og nú er ástatt, má heita ógerlegt fyrir þá að syngja úií, þeir eru að því leyti verr seUÚ fen ð. — Til þessa vildum við nú i úía fulltingis yðar, blaðan.'r in, sem og vitanlega narra góðra manna. Okkur finnst að vísu, að hærinn ætti að gera þetta, en álítum yðar fylgi ekki rýrara af þeim sök- um, því að við vitum, að þar sem blöðin leggjast á eina sveif, verð ur eitthvað' undan að láta. Okk- ur finnst, að við séum, með þessu starfi okkar, að styðja að menningu þessa bæjarfélags. En þar sem eitthvert fjármagn þarf til, höfum við neyðst til að leita á náðir góðra manna. Og við höf- um ekki til þessa þurft að kvarta undan undirtektunum, það sýnir m. a. hin ágæta gjöf, sem er tilefni þessarar heim- sóknar yðar.“ iaglfsið í JUðliaMailnn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.