Alþýðublaðið - 14.05.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.05.1942, Blaðsíða 5
FimmtttAágttr U...mai l&4fc. ALÍ>YÐUBt-AölO Grikkland 01 pióttiB, sem par bjr. ÞEGAR ÉG VAR DRENG- UR fór faðir mirm einu sinni með mig fáeinar mílur út fyrir Aþenu, til staðar, sem hann kallaði hásæti, iXerotest- 3>etta var snemma vors og ynd- islegt veður. Meðan við vorum á leiðinni, vermdi Miðjatffor- hafssóHn okkur ,en hún getúr verið miskunnarlaus á sumrin, og mildur blær lék um okkur og bar ljúfa blómaangan að vit- um okkar. Við gengum eftlr klettaeinstígi í fjöllum gegnum olíublaðalunda og á stangli voru há tré. Stundum sáum við stór- ar blómabreiður í brekkuhallL Þar voru þúsundir anemóna, sem Grikkir kalla vindblóm. Brátt komum við að hinni slútandi gnípu, sem teygði sig í áttina yfir sundið til eyjarinn- ar Salamis. Fyrir framan okk- ur var ljósblátt sævarsund, sem greindi klettahandrið, sem við stóðum á, frá grýttum sandhæð- um Samamiseyjar, sem sveipuð var ógagnsæju, f jólubláu mistri, og ég man eftir fyrstu áhrif- unum, sem ég varð fyrir, þeg- ar ég heyrði orðið „útlending- ur" í fyrsta sinn, þegar ég las um það að það var hér, sem Persakonungur setti niður há- sæti sitt úr skíra gulli. En hvé hasíetið úr hinum dýra málmi hefir hlotið að líta einkenni- lega út milli þessara hrikalegu kletta. Og hér settist hann til þess að horfa á orrustuna, þar sem hinn mikli floti hans átti að eyðileggja hinn litla flota Aþenumanna og tryggja honum yfirráð Grikklands um aldir alda. En, eins og allir vita, fór það svo, að Grikkir unnu einn hinn frægasta sigur, sem sagan get- ur um á útlendingunum, og Xerxes varð að flýja á einu af skipum sínum, til þess að sleppa við að vera handtekinn. Enginn veit, hvað varð af gull- hásætinu. í tuttugu ár vörð- ust Grikkir innrás hins volduga, persneska heimsveldis. Ehda þótt þeir væru ofurliði bornir, gáfust þeir aldrei upp, 'því að þeir sögðu með allmiklu stolti: ' — Við göngum ekki að neinum friðarskilmálum, sem hneppa Grikki í þrældóm. Þannig ól andi frelsins þann mátt, sem evrópsk siðmenning hefir erft frá hinum foravu Grikkjum. Árið sem leið urðu margar þjóðir undrandi á hinni öruggu mótstöðu, sem Grikkir veittu fyrst ítölum, sem þeir raunveru lega sigruðu, og því næst mesta vélaherveldi heimsins. Og þrátt fyrir allt hefir eldur frelsisins aldrei slokknað í hjörtum Grikkja og tunga þeirra er enn þá tölíið sem lifandi tungumál. "Lífsorka þeirra var svo sterk, að bún fluttist til Rómverja eftir að- þeir sigruðu Grikki og samkvæmt eðlilegri og ómót- stæ'ilegri þróun breytti Aust- EFTHtFABANDI GREIN um Grikkand, sogu þjooarimv ar, fólkið, sem þar býr, og öriög þess, er eftir André Miehalopoulos, útbreiðslumálaráSherra í hinni landflótta grísku stjórn. Nýr byssustingur. urrómverska heimsveldinu í hið volduga gríska heimsyeldi, sem kennt var við Byzant. Þegar Tyrkir lögðu undir sig gríska heimsveldið og tóku Konstantinopel 1453, komust þeir fljótlega að raun'um, að eina leiðin til þess að geta haft yfirráðin yfir hinum blórnlegu byggðum Grikklands, var sú, að tryggja þeim sjálfstjórn að svo miklu leyti sem við varð komið, og í hverri borg, var grískur biskup og grískt öldungaráð, sem raunverulega stjórnaði borginni á lýðræðisgrundvelli. Herstjóri Tyrkjanna lét sér venjulega nægja að hirða skatt sinn, en skipti sér sém minnst áf hinum erfiðu stjórnarstörf- um. Þannig skeði það, að fyrir hundrað og tuttugu árum var þessi þjóð, sem hafði verið und- ir erlendum yfirráðum í nærri því f jórar aldir, undir það búin að hefja sjálfstæðisbaráttu sína, sem hún öðlaðist með aðstoð Stóra Bretlands, Frakklands og Rússlands, eftir átta ára blóðuga baráttu gegn sameinuðum her- afla hinna tyrknesku og egypsku lénsherra. Miklar framfarir urðu í Grikk Jandi á seinni heimingi síðustu aldar, og um átján hundruð og áttatíu hafði þjóðin náð full- kominni pólitískri þróun sem nútíma konungsríki, byggt á frjálslyndum lýðræðisgrund- velli. En hermennskan féll ekki í gleymsku, því að þessi litla þjóð átti stöðugt í stríði, enda þótt hugsjón hennar væri sú að fá að lifa í friði ogfrjálsræði. Eftir stríðið 1897 kom Balkan- styrjöldin 1912 og 1913 og fyrri heimsstyrjöldin, sem Grikkir tóku öflugan þátt í við hlið bandamanna. En vopnahléð 1918 færði Grikkjum engan frið, því að grísk-tyrkneska stríðið, hélt áfram og því lauk með börmungum Grikkja árið 1922. Þjóðin varð nú að horfast í augu við afleiðingar ósigursins með öllum hinum félagslegu og fjár- hagslegu byrðum. Eigi var sú byrðin léttust að þurfa að hýsa og veita vinnu hálfri annarri milljón flóttamanna frá Litlu- Asíu í landi sem þá taldi rúm- lega fimm milljónir íbúa. Örmagna eftir þessar styrj- aldir fengu Grikkir átján ára hvíld til þess að efla hag sinn, en þjóðin er ekki auðug. Þrír fimmtu hlutar landsins eru hrjóstug fjöll, þar sem haxð- gerðir fjallabúar lifa, en fá lítið úr skauti náttúrunnar. En þjóð- in hóf viðreisnarstarf sitt, af kjarki og dugnaði. Flóttamenn- irnir fengu héruð út af fyrir sig og brátt kom að því, að hinir iðnU Grikkir frá LÍtlu-Asíu urðu mestu framleiðendurnir. Iðnaðurinn var aukinn, námu- starfsemi hafin á nj^, jöi*5in ræktuð og íbúatalan jókst um fimmtán prósent á þessu tíma- bili friðsamlegrar starfsemi. Þá brauzt út hin glæpsamlega styrjöld, sem nú er háð og villi- mennirnir úu ndrðrinu undir stjórn geðveiks manns ákváðu, að „nýskipunin" skyldi einnig ná ,til Grikklands — hin nýja skipun, sem hefir dreift hungri, blóði og tárum um alla Evrópu. -En á stundu hættuimar voru Grikkir trúir erfðavenjum sín- um og vörðu frelsi sitt gegn ofureflinu og vildu heldur falla fyrir frelsið, en gefast upp með vansæmd. Þeir fylktu sér um konung sinn sem einn maður. Allir vita, hversu vel þeir vörðust. Niður- læging Mussolinis í Albaníu var mikil, því að það er nú orðið lýðum ljóst, að hann tók að sér að sigra Grikki, sem álitið var auðvelt verk, í því skyni að gefa •hinum þýzka húsbóndá sínum færi á því að sigra bandamenn í Afríku og styðja við bakið á hon um í styrjöldinni í Rússlandi. Þessar ráðagerðir fóru allar út um þúfur vegna hínnar fræki- legu varnar Grikkja og vegna hennar einnig tók stríðið hina nýju stefnu í Sýrlandi, Iraq', Iran og Libyu og að miklu leyti er það þessari vörn að þakka, að Þjóðverjar eru nú í miklum vanda staddir í styrjöldinni við hinn volduga bandamann, Rússland. En þegar Þjóðverjar sendu hinn vel vopnaða her sinn búinn skriðdrekum og flug- vélum gegi^'' hinu litjla landi voru var mótstaðan brotin á bak aftur, og Grikkir eru nú rændir af Þjóðverjum, ítölum og Búig- örum, sem svelta þjóðina. Djarf- leg, óvirk mótstaða er þó sýnd ofbeldismönnunum í borgunum og úr f jöllunum er enn þá háð dreifistyrjöld gegn óvinunum. Utan Grikklands er styrjöld- inni haldið áfram: Nýr grískur her hefir nú verið stofnaður fyrir botni Miðjarðarhafsins, þar sem konungurinn er nú með i hersveitir sínar. Gríski flugher- inn berst nú við hlið brezka flughersins á vestureyðimörk- inni og gríski herskipa- og kaup- skipaflotinn er í siglingum um höfin. Við erum ákveðnii- í því að berjast unz hin „nýja skip- un" er þurrkuð út af yfirborði jarðar og heiðarleikinn og rétt- sýnið er rnetið aftur, eins og vera ber. Þessi ákvörðun er efst í huga allra Grikkja um þe'ssar mund- ir, þegar vorið breiðir enn á ný töfrablæju sína yfir blómgaðar hlíðar, kyrrláta dali og blá höf I Grikklands og Salamis. Brezki herinn hefir nú tekið upp notkun á nýrri tegund byssustingja, sem eru mun styttri en hinir eldri. Hér sést samanburðarmynd af gamla og nýja stingnum. Kaupin á Korpúlfsstaðaeigninni. — Spuxningar til les- enda minna. — Húsarennurnar i Austurstræti og viS Laugaveg og vatnsfallið á gangsíéttinni við Hverfisgötu. ÉR Þ¥KLÍR ekki undarlegt, þó &S bæjarbúum haíi þótt það mikluKj tíðindum sæta í gær- morgun, þegar blöðin fluttu þeim fregnina n, að Reykjavíknrbær hefði fest kaup á öllum eignum Thor Jensen að Kcírpúlfsstöðunt og víðar. í sjálfu sér er ekki nema allt gutt um þeíta að segja. Bær- inn þarf að eiga sem mest af jarð- eignum og" iöndum í nágrenni sínu, en vél má vera að mörgum bæjarbúum þyki verðið sem borg- að hefir verið fyrir eignirnar of hátt. ÞA» HEFIR OFT verið talað um það, að Reykjavíkurbasr ætti að kaupa jarðeignir, meðal anm- ars til þess ,að k,oma upp stóru kúabúi og hefir verið bent á ýms lönö í því sambandi. Aldrei heí'ir verið gert neitt í þessum málum fyrr en loksiiis nú — og- þá vit- anlega allt of seint. Það hefði verið meira vit því í fyrir Reykjavík- urbæ að kaupa Korpúlfsstaði — þegar Thor Jensen keypti þá v>g láta svo bæjarmenn vinna að ræktun þeirra í atviranubótavinnu og hafa á búinu vinnufæra styrk- þega, til að sjá um skepnur og önxmr búnaðarstörf. EN ÞETTA var ekki gert og þess vegna þarf bærinn nú að borga 1,9 milljómr króna fyrir eignirnar. Skammsýnin reynist oft dýr, Oialdssemin er sjaldan á- batasöni og afturhaldifs ekki hag- kvæmt fyrir þá sem þurfa að búa við það. EN HVAB A NÚ að gera við þetta allt saman? Vitaníega opna þessi miklu jarðakaup margvís- lega möguleika fy'rir bæjarfélag- ið í heild svo og bæjarbúa. Þætö mér gaman að heyra frá lesendum mínum um það, og yfirleitt álit þeirra á þessum iarðakaupum. — Var rétt að kauþa þessar eignir? Hvað á að gera við þær? Hvernig á að hagnýta þær sem bezt fyrir bæiran og bæjarbúa? RENNURNAR í húsum í Aust- ursíræti eru orðnar slæmar — og ekki eru 'þær betri við Laugaveg- inn. Þegar rigning er, þá er næst-' um ómögulegt, að ganga um gang- stéttirnar. Það er betra að ganga út á miðri götunni. Mér er sagt, að lögregiunni hafi borizt margar kærur gegn þeim, sem eiga að sjá um viðhald þessara renna En hef- ir þessum kærum verið sinnt og eo- nokkuð gert til að lagfæra rennurnar? ¦UM ÞESSAR MUNDIR er ver- ið að vinna við byggingu bak við bifreiðastöðiaia Bifröst við Hverf- (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.