Alþýðublaðið - 14.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.05.1942, Blaðsíða 7
Fiuuntudagur 14. maí 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ *>jr'Jri^r'^-'^-''J*<*''Jri^ ;Bænnií í dag.j önmir mm kiðrdæmamálsios. • Helgidagslæknir er Svéinn Pét- ursson, Garðastræti 34, sími 5511. Nætuirlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234,- Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVARFIÐ: 10 Morguntónleikar (plötur); atam eftir Beethoveri. 1215—13 Há- degisútvarp. 14 Messa í Fríkirkj- Sónata í Es-dúr og Kreutzer-són- unni (síra Ánni Sigurðsson). — Sálmar: 493, 652," 184, 186, 638. 1530—16 Miðdegistónleikar (plöt- ur): Ferðasömgvar. 19r25 Hljóm- plötur: Lög eftir Handel. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20 Fréttir. 20,30 Brindi: Minnisverð tíðindi (Jón Magnússon fil. kand.). 20,50 Hljómplötur: Cellólög. 21 Upplestur: Úr kvæðum Jóns Páls- sonar frá Hlið (Guðjón Halldórs- son). 21,10 Einsöngur (Sigfús Halldórsson): Tvö lög eftir Jón Pálsson. 21,15 Hljbmplötur: a) Passacaglia í c-moll eftir Baeh. b) 2130 Andleg tónlist. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. / FÖSTUDAGUR: Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Nseturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12,15—13 Hádegisútvarp. 15,30 —16 Miðdegisútvarp. 19,25 Þing- fréttir. 20 Fréttir. 20,30 Erindi: Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir, XV: Niðurlagsorð (Sverrir ICrist- jánssqn sagnfræðingur). '21 Strok- kvartett útvarpsins: Næturljóð eftir Mozart. 21,15 Erindi: Um handíðaskólann (Lúðvíg Guð- mundsson skólastjóri). 21,40 Hljómplötur: íslenzk lög. 21,50 Fréttir. . - -- ... MESSUR; Fríkirkjan í Reykjavík. Messað kl. 2. Síra Árni Sigurðsson. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messa kl. 5. Síra Jón Auðuns. Fríkirkjam í Hafnarfirði. Kvöld- söngur með altarisgöngu kl. 8%. Síra Jón Auðuns. Messiir í dómkirkjunni: Kl. 11 síra Bjarni Jónsson. Kl. 5 síra Friðrik Hallgrímsson. Lágafellskirkia. MessaÖ kl. 12,30 síra Hálfdan Helgason. 10 daga varShald. Nýlega kvað sakadómari upp fjóra dóma yfir mönnum, sem höfðu ekið bíl undir áhrifum á- fengis. Einn þeirra fékk 10 daga varðhald og 1 árs ökuleyfismissi, anaiar 10 daga varðhald og 3 mán- aða ökuleyfismissi og tveir 10 daga varðhald hvor um sig. Leikíélagiö synir „Gullna hliðið" í kvöld klukkan 8. Bevyan Halló, Ameríka! verður sýnd í dag klukkan 3. Leiðrétting. í Alþýðublaðinu 22'. apríl s.l. er skýrt rangt frá, þar sem sýnd er mynd af 'gö'tu á Akureyri, sem Tryggvi Jónatansson bygginga- , meistari hefir byggt og ráðið gerð ' húsanna. í' fyrstu reisti Tryggvi ' þarná'tvö hús'fyrir' eigin reikning — sem sýnishorn af haganlega gerðum , einbýlishúsum. Húsin þóttu svo vel gerð og haganlega innréttu'S, að þau seldust strax og aðrir, sem byggðu þarna síðar, létu Tryggva byggja fyrir sig. Meðal annarra voru þarna nokkr- ir,. sem eru í samvinnubyggingar- féiaginu, sem starfar á Akureyri. Mun þetta hafa villt þann, sem ritaði í Alþýðubl. Verkamannabú- staðirnir, sem Erl. Friðjóhsson sér um, eru byggðirvið Eyrarveg. Þar ætlar bæjarstjónn þláss fyrir 18 hús. Hafa 3 verið byggð þar, og ætlunin aðlbyggja önnur 3 i sumar. Með þökk fyrir birtinguna. H. F. (FrKtaf 2. síðu.) stjórnarskrárneftídar. gerði ráð fyrir, að • afgréiða kjördæma- málið á þessu þirigi, og sjalf- stæðismálið ekki fyrr en á næsta þingi, eftir áð kjördæma- breytingin hefði jEengið fullnað- arsamþykkt, yrðu kosningarnar ekki nema tyennar; því að vegna sj álfstæðismálsins þyrfti þá engar sérstakar kosningar; þær féllu samán við síðari kosnin'garnar Ve'gria kj ördæma- breytmgarinnar. Lauk Ásgeir máli sínu með því að segja, að einar aukakosn- ingar gætu sannarlega ekki tal- izt of dýrar til þess að jafnrétt- ið næði fram að ganga og þing- ið gæti orðið rétt spegilmynd af þ j óðarviljanum. Sveinbjörn Högnason hafði framsögu fyrir minnihluta stjórnarskrárnefndar., Fram- sóknarfulltruunum, og voru „rök" hans öll þau sömu og undanfarið í Tímanum: Það væri verið að gera tvímennings- kjördæmin áhrifalaus á þingi með hlutfallskósnmgunum; það væri ábyrgðarleysi, að koma með slíkt mál á öðrum eins al- vörutímum og nú eru og annað þess háttar. Sagði hann, að ékki væru færð nein rök fyrir kjör- dæmabreytingunni í nefndar- áliti meirihlutaris önnur en þau að jafna ætti kosningarréttinn og taldi það harla veigalitla á- stæðu. Þá andmælti hann og þeirri fjölgun upp í 8 þing- menn, sem fyrirhuguð er í Reykjavík, og kom í því sam- bandi með þann samanburð, að Oslo hefði ekki nema 7 þing- menn af 150 í Noregi., Ásgeir Ásgeirssan sagði í síðari ræðu, að meirihluti stjórnarskrárnefndar teldi það ærin rök fyrir kjördæmabreyt- ingunni, að jafna þyrfti kosn- ingarréttinn. í þessu máli þyrfti engin rök • 'önnur en þau, að kjósendurnir gerðu kröfu til að hafa jafnan rétt í landinu. Hann sýndi fram á að samanburður Sveinbjarnar mi,lli Reykjavík- ur og Oslo væri alveg mis- hepjanaður frá sjónarmiði Fram sóknar; því að Reykjavík, sem hefði 1/3 af öllum íbúum ís- lands, ætti að hafa svo að segja nákvæmlega 8 þingmenn af 52, til þess að búa við sama rétt og Oslo með 1/10 af íbúum Nor- egs og 7 þingmenn af 150. Loks vítti Ásgeir harðlega þær tilraunir, sem verið væri að gera til að þyrla upp mold- ryki um „alvöru tímanna" og annað þess háttar í sambandi við kjördæmamálið. Það væri aðeins gert til að reyna að vísa á bug máli, sem einum flokki, Framsóknarflokknum, þætti ó- "þægilegt fyrir sig. Þingmenn Framsóknar , þættust nógu ör- uggir til þess að sitja á þingi og gefa út lög, og það vœri því einkennilegt, ef kjósendum stæði þeim mun meiri hætta af því, áð ganga að kjörborðinu, að kosningar mættu ekki fara fram. En mergurinn málsins væri sá, að Framsóknarflokkur- inn vildi aðeins ékki láta af- greiða kjördæmamálið og kjósa úm það. Hann, sem einti sinni hefði barizt á móti sérréttind- um og viljað vera jöfnunar- flokkur, héldi nú af meiri harð-, drægni í eigin sérréttindi en nokkur ánnar flokkur hefði gert. Framsóknarflokkurinn hefði í kjördæmamálinu gerzt mesti íhaldsflökkurinn á land- inu. Margir fleiri þingmenn tóku þátt í umræðunum, þar á meðal Sigurður Kristjánsson og Einar Olgeirsson, sem báðir töluðú með kjördæmabreytingunni, og Berjur Jónsson og Steingrím- ur Steinþórsson, sem tÖluðu á móti henni. fiDðmDndBrSinarssoii 30 málvepk og 11 hðggmyiidir. fJUÐMUNDUR EINARSSON ^-f listmálari og myndhöggv- ari frá Miðdal opnar í dag sýn- ingu á 30 málverkum og 11 höggmyndum í vinnustofu sinni á Skólavörðustíg 43. Hefir hann breytt vinriustofu sinni mjÖg, svo að hún er orðin góður sýningarsalur. Alþýðublaðið haf ði samtal við listamanninn í gærkveldi og spurði hann um sýninguna. Hann sagði: „Það er ekki margt um sýn- inguna að segija. Af þessum 30 málverkum mínum eru 23 ný, og hefi ég gert þau á síðustu 2 árum. Hefi ég þar aðallega valið mér viðf angsefni úr ríki náttúr- unnar, sýni fugla og dýralíf til dæmis. Þá lýsa nokkur málverk athafnalífi þjóðarinnar." Sýning Guðmundar verður opiri daglega klukkan 10—22. BannyrSasýningin í Kvennaskól- anum: í gær var sýning á hannyrðum Kvennaskólastúlkna. Ber sýningin vott um frábærlega gott handbragð og smekk. Er þar margt að sjá fyr- ir þá sem áhuga hafa fyrir fögrum heimilisiðnaði, og ættu konur bæj-' arins sérstaklega að sækja sýning- uná. Hún er enn opin í dag klukk- an 1—10. ¦ > Verkamönnum þeim sem unnu með mér við Hafnargerðina í Hafnarfirði þakka ég auðsýnda samúð og gjöf er þeir færðu, mér í veíkindum mínum á síðastliðnum vetri.. ; , , Hafnarfirði 1. maí 1M2. Jón Bergþórsson. r Jarðarför konu minnar og œóður okkar, ALICE BEKGSON, fer fram frá dómMrkjuiini föstudaginn 15. þ. m. og hefst metS húskveðju að heimíli okkar, Suðurgötu 39* kL 1 síðdegis. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Kristján Bergsson. Bagna Kristjánsdóttir. Anna Kxistjánsdóttir. Maðurinn mma SIGURGEHt FEIÐEIKSSON bókavorður verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudagitm 15. þessa mázk- aðái* klukkan 4 e. h. ' Malin Á. Hjartardóttir. Jarðarför mannsins míns, og föður \ JÓNS GÍSLASONAR, múrara fer fram frá dómkirjunni laugardaginn 16. þ. m. og hefst meS huskveðju að heimili okkar, Barónsstíg 22, kl. 1,30 síðdegis. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Marta S. Jónsdóttír. Hjörtur F. Jónsson. Lokað vegna Jarðarfarar frá ki. 3-6 fðstudaginii 15. maí. , Haffæklawerzlun Eirfks Hjartarsonar. Skrifstofnm w#i*híii verdiir Itslsað fclstodagiisn 15. p. m, vegna jarðarfavar. M. F. Sviði Mrimfaxi II. F, 17. MAI Frh. af 2. síðu. fyrir norsk börn í bústað norska sendiherrans. Klukkan 1,15 ganga börnin í skrúðgöngu frá sendiherrabústaðnum til Al- þingishússins, en af svölum þess tálar biskup íslands, herra Sig- urgeir Sigurðsson. En islenzk lúðrasveit leikur norsk þjóðlög. Börnin, sem taka þátt í skrúð- göngunni, . bera litla norska ,fána. Klukkan 2 verður norsk guðsþjónusta í dómkirkjunni og prédikar síra Kruse. Klukkan 3,15 efnir Norræna félagið til kvikmyndasýningar í Iðnó fyrir norska hermenn, sjómenn o. s. frv. Klukkan 4 tekur norski sendiherrann á móti gestum. J Klukkan 8,30 verður almenn skemmtun í hínu nýja sairir, komuhúsi Norðmanna á Hverf- isgötu 115, annarri hæð.. NU ER ÞA» SVART, MABUR Frh. af 2. síðu. leikið of t hér, og virðist svo sem Leikféjag Reykjavíkur ætti að geta notfært sér hæfileíka henn- ar. Aurora Halldórsdóttir var skemmtileg á sviðinu, enda þótt sá, er þetta ritar, viti því miður ekki, hvernig huldukon- ur eiga að líta út. Alda MÖller er viðkunnanleg á leiksviði, en nokkuð smámælt. Minni hlut- verk höfðu Wilhelm Norðfjörð, Helga Kalman, ' Inga Þórðar- dóttir, Sigríður Árnadóttir, Hermann Guðmundsson, Gunn- ar Stefánsson og Jón Eyjólfssbn. Revyunni var ágætlega tekið og voru leikendurnir kallaðir fram að lokum hvað eftir ann- að. svo og höfundurinn, og gekkst Emil Thoroddsen við faðerninu, þó að því er virtist með ofurlitlum semingi. Allir leikendur fengu blóm, og að því er virtist, fremur eftir stærð en framgongu, og fékk Jón Eyjólfs son minnsta blómvöndinri. Karl ísfeld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.