Alþýðublaðið - 20.05.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.05.1942, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. maí 1942«. SÍÐASTA AFREK HERMANNS JÓNASSONAR; Seldl eltt stærsta ríkistyrirtæk- Ið A leigu án vitund ir alplngls! ...-■»— Leigði ríkisprentsmiðjuna Gutenberg til 10 ára. ,Gere með samþykbi hinna ráðherrannaS segir Hermann, ,Nei% segir Jakob Mðller Vilhjðlmur Þór segir sig úr gerðardóminum. SÚ FREGN barst út um bæmn í gær, að Vil- hjálmur Þór, bankastjóri, hefi sagt sig úr gerðardómn- mn- Enn Vilhjálmur var ann- ar fulltrúi Framsóknarflokks ins í honum. Alþýðublaðið fékk í gær- kveldi hjá hankastjóranum staðfestingu á því, að þessi frétt væri rétt. Hinsvegar vildi bankastjórinn ekki skýra frá ástæðum fyrir úr sögn sinni úr dómnum fyr en síðar. Það ætlar ekki að ganga björgulega með þetta íóstur Framsóknar og Sjálfstæðis- flokksins! Stórhættulegt fordæmi skapað um framtíðar- meðferð á eignum ríkisins. Kj ðrdæmamálið fór um- ræðulaust til annarrar um- ræðu í efri deild. 5 manna nefnd var kosln þai* f málið. .........♦........ ■ AFGREIÐSLA stjórnarskrármálsins var stutt og laggóð við 1. umræðu í efri deild í gær. Afbrigði þurfti til til þess, að málið mætti koma fyrir og voru þau leyfð með 9 samhljóða atkv. 7 þingmenn (Framsókn) greiddu ekki atkv. Þ. AÐ er nú upplýst að Hermann Jónasson hefir látið það verða eina af síðustu stjómarathöfnum sínum að selja eitt af stærstu fyrirtækjum ríkisins, ríkisprentsmiðjuna Gutenberg, á Ieigu til hvorki meira né minna en 10 ára, frá 1. júlí í sumar að telja. Hefir þessi lcigumáli verið gerður, án hinnar minnstu vitundar alþingis, enda þótt það sé hér nú saman komið, og með svo mikilli leynd, að svo virðist helzt sem ekki einu sinni samverkamenn Hermanns Jónassonar í ráðuneytinu hafi vitað um þessa ráðstöfun. Það eru prentarar í ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, sem prentsmiðjan hefir þannig verið seld á leigu, og eru leiguskilmálarnir í aðalatriðum þannig, að þeir skuli greiða fyrir afnot prentsmiðjunnar 5Y2% af bókfærðu verði henn- ar og 10% af nettóágóða fyrirtækisins. ^ Alþýðublaðinu tókst í gær að afla sér samnings þess, sem Hermann Jónasson gerði við við nokkra prentara í Guten- bérg um þetta, og er hann dag- settur 10. maí eða tæpri viku áður en Hermann baðst lausn- ar og því eftir að honum hlaut að vera það ljóst, að hann vrði að fara frá. Samningurinn er svohljóð- andi: Að svo búnu var málið til 1. umræðu. Ólafur Thors, forsætis ráðherra, sagði nokkur orð, kvað stuðningsmenn frv. líta svo á, að óþarft væri að hafa um það aaálalengingar á þessu stigi, þar sem miklar umræður hefðu þegar orðið um það í neðri deild og auk þess stæðu nú fyrir dyrum ýtarlegar út- varpsumræður um það í sam- einuðu þingi. Lagði hann til, að málinu yrði vísað til sérstakr- ar stjórnarskrárnefndar, eins og í nd. og skipuðu hana 5 menn. Jónas Jónsson kvað Fram- sóknarmenn líta svo á, að óþarft væri að vísa málinu til sérstakr- ar nefndar, þar sem vitað væri, að þegar væri fullsamið um það af meiri hluta deildarmanna. -s— Urðu umræður ekki lengri. Síðar var samþykkt með 9:1 atkv. að kjósa 5 manna stjórn- arskrárnefnd. í nefndinni hlutu sæti: Jónas Jónsson, Einar Árna son, Magnús Gíslason, Bjarni Snæbjörnsson og Sigurjón Á Ólafsson. Til 2. umræðu var málinu vís- að með 9 atkv. gegn 1. StjðrDarskrárnefnd efri deildar klofn- aði strax i gær. HIN nýkosna stjórnar- skrárnefnd efri deildar klofnaði strax á fyrsta fundi sínum, sem haldinn var kl. 4.30 í gær. Meirihlutinn: Fulltrúar Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins samþykkti á móti atkvæðum Framsóknar- fulltrúanna að leggja til að samþykkja kjördæmaskipun- arfrumvarpið óbreytt eins og það kom frá neðri deild. Bæði meirihl. og minnihl. munu skila nefndarálitum í dag. 3. fl. knattspyrriumótinu verður haldið áfram í kvöld og þá keppa kl. 8, Víkingur við Fram og kl. 9,15 K.R. við Val. Dómar- að verða. Við fyrri leikinn: Sig- urjón Jónsson, og síðari leikinn Sighvatur Jónsson. „Dóms- og kirkjumála- ráðuneytið. Reykjavík, 10. maí 1942. Ráðueytið staðfestir hér með bréflega, að það hefir ákveðið að leigja yður, ásamt fleiri prénturum, ríkisprentsmiðjuna Gutenberg. Mál þetta hefir ver- ið rætt á ráðherrafundi, og voru allir sammála um, að ekk- ert væri því til fyrirstöðu að leigja prentsmiðjuna þeim mönnum, er yfirleitt hafa við hana unnið og ætla að vinna við hana áfram, þar sem það er ekki tilgangur ríkisstjórnárinn- ar með rekstri prentsmiðjunn- ar að græða á vinnu prentar- anna, enda skilyrði, að það sé alrnennt vilji þeirra, sem við íyrirtækið vinna, að rekstrin- um verði breytt í þetta horf og umræddur leigumáli gerður. RáðuneytiS gerir að skilyrði fyrir leigunni, að prentsmiðjan verði áfram í félagssamtökum prentsmiðjueigenda. Vill ráðu- neytið með engu móti fallast á, að fyrirtækið geti, ef deilur rísa milli vinnuveitenda og vinnuþéga í prentiðninni, starfað utan samtakanna, og á þann hátt haft áhrif á úrslit slíkra deilna. Ráðuneytið getur fallizt á það, að það sé hlutafélag, sem tekur prentsmiðjuna á leigu, en breyta verður því í sam- vinnufélag innan fjögurra mán- aða frá því að reksturinn er hafinn, og skal félagið starfa í því formi' meðan leigumálinn gildir. Aðrir skilmálar eru sem hér segir: 1) Hið leigða er húseignin nr. 6 við Þingholtsstræti með öllu, sem henni fylgir og fylgja ber, og leigist eignin í því á- standi, sem nú er. Ennfremur allar prentvélar og öll tæki, hverju nafni sem nefnast, og ríkisprentsmiðjan á. 2) Leigutíminn skal vera 10 ár, frá 1. júlí 1942 að telja. Leigumálinn framlengist um önnur tíu ár óbreyttur, ef rík- isstjómin hefir ekki fyrir 30. júní 1952 ákveðið að ríkissjóð- ur taki að nýju í sínar hendur í-ekstur prentsmiðjunnar. Þá hafa leigutakar og forkaups- rétt að prentsmiðjunni þetta tímabil. 3) Gjaldið til ríkissjóðs fyrir hið leigða sé 5V2% — fimm og hálfur af hundraði — af bók- færðu verði hins leigða nú, og þar að auka fyrningargjald, jafnhátt og skattalög ákveða af húsum og vélum á hverjum tíma. Greiðist gjald þetta af hinni bókfærðu upphæð eins og hún er nú, eða verður á ári hverju, eftir að frá hefir verið dregið fymingargjald síðastlið- ins árs. Leigan greiðist hálfs- árslega, eftir á. Auk þeirrai' leigu, sem nefnd hefir verið, skal greiða árlega 10% — tíu af hundraði — af nettóágóða prentsmiðjunnar, eins og hann verður ákveðinn af skattstof- unni. Leigusali annast viðhald eignanna hvað venjulegt slit snertir, en leigutakar skulu bæta það, er skemmist fyrir vanhirðu og handvömm. 4) Pappír og efnivörur, sem eru í prentsmiðjunni þegar Ieigutíminn hefst, eða þá þeg- ar pantaðar, eiga leigutakar rétt á að fá við kostnaðarverði. Samskonar tilkall áskilur leigusali sér til pappírs og efni- vara, sem leigutakar kunna að eiga eða hafa pantað, ef leigu- sali tekur á ný við prentsmiðj- unni. 5) Verkefni, sem unnið er að í prentsmiðjunni, þegar hún er afhent, skuluð þér yfirtaka samkvæmt samningum þeim, er um þau hafa verið gerð, og skal þá metið, hve mikill hluti fitvðrpsnmræð- traar halda áíram i kvðld. UTVARPSUMRÆÐURNAR um vantraustsyfirlýs- ingu Framsóknarflokksins, sem hófust í sameinuðu þingi í gær kveldi, stóðu fram yfir mið- nætti og voru á köflum allharð- ar. Töluðu eftirtaldir þingmenn? og í þessari röð: Jcnas Jóns- son og Hermann Jónasson fyr- ir Framsókn, Ólafur Thors fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, Stefán. Stefánsson fyrir Bændaflokk- inn, Haraldur Guðmundsson fyrir Alþýðuflokkinn, Brynj- ólfur Bjarnason fyrir Komm- únistaflokkinn og Héðinn Valdimarsson utan flokka. Haraldur Guðmundsson sagði í ræðu sinni, að þar sem hin nýja stjóm Sjálfstæðis- flokksins hefði lýst því yfir,. að hún skoðaði það sem aðal- hlutverk sitt að leiða kjör- dæmaskipunarfmmvarp Al- þýðuflokksins til sigurs og myndi ekki taka upp nein ný ágreiningsmál meðan á af- greiðslu þess stæði, myndi Al- þýðuflokkurinn ekki greiða at- kvæði með vantraustsyfirlýs- ingu Framsóknarflokksins, — enda væri hún borin fram til þess eins að bregða fæti fyrir kj ör dæmaskipunarf rumvarpið. Samskonar yfirlýsingu gaf Brynjólfur Bjamason fyrir Kommún istaflokkiim. Héðinn Valdimarsson lýsti því yfir, að hann myndi greiða atkvæði á móti vantraustsyfir- lýsingunni. Útvarpsumræðurnar halda áfram kl. 8.30 í kvöld og tala flpkkarnir aftur í sömu röð. Fyrir Alþýðuflokkinn talar £ kvöld Ásgeir Ásgeirsson. Lögreglan á mótorhjólum. LÖGREGLAN hér í bænum hefir nú fengið tvö mótor- hjól til afnota. Eru mótorhjól þessi sömu tegundar og mótorhjólin, sem lögreglan í New York hefir. Mótorhjólin eru búin öllurm beztu tækjum. verksins er þegar unninn. Skipt- ist greiðsla milli leigusala og leigutaká samkvæmt því. 6) Leigusali heitir því, að prentsmiðjan skuli hafa for- rétt með svipuðum hætti og verið hefir að verkum þeims er hún hefir annast fyrir Al- þingi, ríkisstjórn og opinberar stofnanir, enda njóti þessir að- ilar þá jafngóðra kjara og þeir geta fengið hjá öðrum prent- smiðjum. 7) Úttekt prmitsr.: ‘ ir við áfhendingu og e..,.„..J- hendingu skal fa- fram á þann hátt, að leigusali og leigu- taki tilnefna sinn manninn hvor til þess starfa. Komi þeir sér ekki saman um eitthvert eða einhver atriði, skulu þeir Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.