Alþýðublaðið - 20.05.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.05.1942, Blaðsíða 3
Míðvikudagur 20. maí 1042. 9 klst omræðnr f brezka pioginn Aftlee qefar yfirlit om gang málanna. V: MIKLAK UMBÆÐUR fóru frám í enska jþinginu i ^ær og stóðu þær samtals í 9 klukkustundir. Churchill var ekki viðstaddur, en Attlee hóf umræðurnar fyrir hönd stjóm- arinnar. Síðan töluðu ýmsir og deildu margir á stjórnina og «kki sízt Churchill. Voru það aðállega utanflokkamenn, sem það gerðu. Attlee gaf víðtækt yfirlit um stríðið óg horfuraar, eins og þær eru nú. Hann hóf mál sitt á því, að segja, að urjdirhúningur endurhyggingarinnar eftir stríð ið gengi að óskum og væri unnið af kappi. £>á minntist hann á það, að sá orðrómur hefði komið upp í Englandi og víðar, að ágrein- ingur væri milli stjórnarinnar, sérstaklega Churchills, annars- vegar og herforingjanna hins vegar, þetta sagði Attlee, að væri hinn mésti misskilningur og ekkert í þeim orðrómi hæft. Attíee ræddi þá um hinar ýmsu vígstöðva stríðsins. Talaði hahn fyrst um Ástralíu og Nýja Sjáland. Sagði hann, að þar væru náfærndur Breta og rynni þeim því lóðið til skyld- unnar og mundu þeir því veita þessum þjóðum eins mikla hjálp og mögulegt er. Bretar munu ekki hika, sagði Attlee, við að ’ieggja sig í hættu á öðrum víg- stöðvum til að hjálpa Grikkjum Hinsvegar hefði hin mikla hjálp sem Bandaríkin hefðu sent til Ástralíu, styrkt varnir lands- ins mjög og kvaðst hann þess fullviss, að hersveitir Mac Arthurs mundu veita Japönum heitar mpttökur, ef þeir reyndu innrás í Ástralíu. Þá ræddi Attlee um birgða- flutninga Breta til Rússa. — Sagði hann, að halda þyrfti þeim áfram, þótt við mikla erfiðleíka sé að etja. Attlee skýrði frá því, að þrátt fyrir mikla flutninga, hefðu Bretar ekki aðstöðu til að flytja eins miklar birgðir og þeir vildu. Kemur þar að miklu leyti skipa- kostur til. Um framtíðina sagði Attlee, að brátt mundi að því koma, að Bandam. myndu snúa blað- inu við og hverfa frá vöm til sóknar. Þeðar sóknin verður gerð, verður hún að vera svo öflug, að hún verði rothögg á öxulríkin. Á eftir Attlee töiuðu margir aðrir þingmenn og deildu á stjórnina. Einn benti á það, að landvarnaráðherrann( Churc- ,hill) sé ekki ábyrgur gagnvart neinum. i Fimm „Gyðing- ar“ skotnir. — M|í*« FIMM Frakkar, eða „Gyð- ingar,“ eins og Þjóðverjar kalla þá, hafa verið skotnir í París. Var það gert vegna á- rásar, sem var gerð á þýzka hermenn fyrir nokkru. ALÞVÐUBLAÐIÐ Ameríksk flugvél yfir Wake eyju. Þetta er fyrsta myndi, sem berst til íslands af árásum þeim, sem ameríkski flotinn gerði á eyna Wake, sem er á valdi Japana. Sést hér steypiflugvél, sem er frá flugvélamóðurskipi, á flugi yfir Wake. Eyjan er lítil kóraley, sem er nú miðja vegu milli Hawaii og Filippseyja. Þjóðverjar tilkynna að Eúss ar hörfi af Eerchskaga. Harðar orrustur geisa á Ktaarkow vigstððvunum. -——.■■■» ■ Fjðldi skriðdreka tekur þátt í gaga*' áhiaopum Þjóðverja. * Stríðið stendur í mörg ár enn. Endar sneð stórkosf-' legri sjéorrrastu ÞÝZKA herstjórnin gaf í gærkvöldi út aukatilkynningu, þar sem sagt var, að Rússar hefðu hörfað af Kerchskaga með leifarnar af hverjum þeim, sem þar voru til varnar. Ilefir þýzki herinn, segir ennfremur í tilkynningunni, náð á sitt vald allri strandlengjunni báðuhi megin við borgina Kerch. Ströndin var tekin með skyndiáhlaupi og komust aðeins Órfáar hersveitir und- an yfir sundið. Þjóðverjar halda því fram, að þeir hafi gereytt þrem herj- um á Kerchvígstöðvunum og tekið alls 150 000 fanga. Ennfrem- ur segjast þeir hafa tekið mikið herfang þar á meðal 1000 fall- byssur og 258 skriðdreka. Þessi fangatala er nær ómöguleg, þeg- ar tillit er á það, hversu lítill skaginn er, sem barizt var á. Þar að auki bertölunni illasaman við aðrar tölur, sem Þjóðveðjar hafa gefið út. ‘ í nágrenni við Kharkoiv eru miklar orustur háðar og sækja Rússar án afláts. Hafa þeir náð á sitt vald mörgum víg- girtum stöjðum, en enn hafa i éngir verið nefndir með nafni J í tilkynningunum. Meðal þess- ara staða er einn bær mjög mikilvægur og járnbrautar- bær, engu síður mikilvægur. Þjóðverjar hafa gert hverja gagnárásina á fætur annarri og er á öllu auðséð, hversu mikla Var því hótað, að fleiri yrðu skotnir, ef árásarmennimir ekki gæfu sig þegar í stað fram og þar að auki yrðu þá ættingj- ar hinna drepnu teknir og I sendir í þrælavinnu í Austur- } Evrópu. áherzlu þeir leggja á að verja Kharkow. Sérstaklega hafa þeir teflt fram mörgum skrið- drekasveitum, sem gert hafa hörð áhlaup og sums staðar komizt inn í herlínur Rússa, en verið hraktir þaðan aftur. í á- hláupum þessum hafa allt að 150 skriðdrekar tekið þátt og hafa orusturnar verið hinar á- köfustu. Tilkynning rússnesku her- stjórnarinnar á miðnætti í nótt getur um bardaga á nýjum víg stöðvum, í Ukrainu, sunnan við Kharkowvígstöðvarnar. Ér það við borgirnar Izyum, sem er við ána Don, og Barvin Kovo, sem er nokkru sunnan við Izy- um. Á fyrmefnda staðnum munu Þjóðverjar hafa gert á- hlaup, en þó ekki í stómm stíl. Umtnæli japansks herfræðines FYRIR nokkru hélt merkur japanskur hérfræðingur, Ham- ata, erindi í japanska útvarp- ið og ýerði að umtalsefni horf- urnar í stríðinu. Hann sagði m. a.: Stríðið mun standa í þó nokkur ár ennþá og úrslita- orustan verður án efa geysi- mikil sjóorusta á Kyrrahafinu milli flota Japana og Banda- maúna. Margir Þjóðverjar éru þeirrar skoðunar, að Þýzkaland piuni geta lórað um stund eftir að það hefir verið sigrað, ef til vill eitt- hvað fram á árið 1943. Enginn Þjóðverji ímyndar sér þó, að Þýzkaland geti haldið út langt stríð, sem stendur í mörg ár enn. Þegar Hamata talaði um stríðið næstu ár, minntist hann alls ekki á Þýzkaland og var auðheyrt, að hann taldi ósigur þess vissan og það á næstunni. í BRETLANDI er nú farið að nota gerfiduft í stað eggja. — Hafa brezkir efnafræðingar fundið það upp og segja þeir, að það innihaldi öll efni, sem í eggjum eru. ______________________________3 I Stért herskip eyði- lagt í árásmmm á Japan. AMERÍKSKI flugforingitm. Jimmy Dolittle, sém stjórnaði árásum amerílcshu flugvélanna á japönsku borg- irnar fyrir nokkru, hefir ver- ið sæmdur æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna, The Congres- sional Medal. Sæmdi Roosevelt forseti herforingjann heiðurs- merkinu í Washington í fyrra- dag. Ennfremur voru 78 aðrir flugmenn, sem tóku þátt í á- rásunum sæmdir heiðursmerkj- um. Dolittle sagði blaðamönn- um í Washington nokkúð frá árásunum, er forsetinn hafði sæmt hann heiðursmerkinu. — Skýrði hann frá því, að stórt herskip, annaðhvort orustu eða beitiskip, hafi verið hitt meö sprengju og eyðilagt, þar sem verið var að ljúka við bygg- ingu þess í skipabyggingastöð x Tokio. Ennfremur komu margar eldsprengjur niður á stóra flugvélaverksmiðju og komu upp margir eldar. Dolittle er heimsfrægur flugmaður, sem unnið hefir mörg flugafrek allt frá árinu 1920. Hann hældi mjög frammi stöðu manna sinna í árásinni. Það er athyglisvert, að í am- eríkska hernum taka yfirflug- foringjarnir þátt í öllum meiri háttar árásum, sem gerðar era og stjórna þeim. Menn muna eftir árásinni miklu á Filipps- eyjar, sem gerð var frá Ástra- líu, þegar varayfirforingi flug- hers Bandamanna í Ástralíu stjórnaði árásinni sjálfur. Mikil Ilngmðlaráð- stelna í Kanada. HN mikla flugmálaráð- stefna í Ottawa var sett í fyrradag af MapKenzie King forsætisráðherra Kanada. — Roosevélt forset sendí ráð- stefnunni orðsendingu, þar sem hann komst svo að orði, að Kan- ada væri nú flugmiðstöð Banda manna. Fulltrúar frá 13 löndum taka þátt í ráðstefnunni og vantar af helztu ríkjum Bandafnanna að- eins Rússa, sem ekki gátu tek- ið þátt í henni. Rætt verður mikið um þjálf- un flugmanna og hefir komið til mála, að allir flugmenn Ban^amanna verði þjálfaðir vestra, til að flugherir Banda- manna hafi alla flugvelli í Bret- landi til umráða. BRETAR gerðu í gærdag liti- ar árásir á meginþmdið, vegna slæmra veðurskilyrða. Amer- ískir flugmenn, sem eru í brezka flughernum skutu þó niður 3 þýzkar flugvélar. ÞEGAR blaðamenn spurðu Roosevelt fórseta að því í gær, hvort enn yrði sent meira lið til Bretlandseyja, svaraði hann aðeins með brosi, sem enginn. gat misskilið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.