Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Langardagxur 23. maí IM2. fUþ^nblaM^ titgtiamli: Alþýðaflokkariim Bitstjéri: Stefán Pjetursson Ritstjórn og afgreiðsla i Al- þýöuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Veið í laosasölu 25 aura. Alþýðuprenísmiðjan h. t. Er þetta siða- bétin? Norræna félagið og Noregssðfnanin: Samtal við Stefáa lóh. Stefánsson. ÞAÐ var einhverju sinni á síðastliðnu hausti, að rit- stjórar flestra stjórnmálablað- anna hér í Reykjavík fengu per- sónuleg tilmæli um það frá Jón- asi Jónssyni alþingismanni, for- manni blaðstjórnar og aðalrit- höfundi Tímans, að mæta til við tals við hann. Ritstjórarnir urðu við þessum tilmælum, eins og sjálfsögð kurteisisskylda var, og kom þá í ljós, að erindi Jónasar við þá var það, að þeir hefðu með sér nokkur samtök um, að bæta pólitískt siðferði og orð- bragð blaðanna. Hermann Jón- asson, þáverandi forsætisráð- herra, hafði þá nýlega verið sakaður um ,,fölsun“ í öðru- hvoru íhaldsblaðanna. Það hafði komið við hjartað í Framsókn- arforingjanum, og fór hann mörgum hjartnæmum orðum um það, hve skaðlegt slíkt orð- bragð í blöðunum væri fyrir á- lit þjóðarinnar út á við, og hve nauðsynlegt, að ráða einhverja bót á slíkri blaðamennsku. Ritstjórarnir voru í raun og veru sammála Jónasi í þessu, þó að þeir hefðu af alkunnum á- stæðum nokkrar efasemdir um rétt hans til þess að slá sig til riddara sem siðameistara í póli- táskri blaðamennsku. Og það varð niðurstaðan af þessu tali, að nokkur tilraun skyldi gerð til þess að stilla siðleysinu í deil- um blaðanna í hóf. Síðan er nú liðið um hálft ár. Og hvað er þá orðið okkar starf ? Hvað verður til dæmis um það ráðið af síðasta tölublaði Tímans, þess blaðsins, sem Jón- as Jónsson sjálfur ræður yfir? Þar var á fimmtudaginn Al- þýðuflokknum og Sjálfstæðis- flokknum borið það á brýn, að þeir hefðu „svikið“ sjálfstæðis- mál þjóðarinnar, með því að taka það ekki upp til fullnaðar- afgreiðslu um leið og kjördæma málið. Og þó greiddi Framsókn axflokkurinn, eins og allir vita, atkvæði á móti því í stjómár- skrárnefnd neðri deildar á al- þingi, að það væri gert. Og jafn framt er vitað, að Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn leggja til, að sjálfstæðismálið verði afgreitt þegar' á næsta þingi, í sumar. Tíminn, blað hins pólitíska siðameistara, ber hins vegar þær getsakir á Alþýðu- flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn að sú tillaga sé ekkert annað en ,loddaraleikur“; þeir hafi bund- izt .samtökum um, að láta nafn „danska könungsins" standa á- frdra í stjórnarskránni! Norræna félagið vinnur að alhliða kynn- ingu og auknum menningar- viðskiptum milii þeirra, sem byggja Norðurlöndin £imm: Danmörku, Noreg, Svíþjóð, Finnland og ísland. — Rauði krossinn er alþjóðlegur líkn- arfélagsskapur, víðfrægur um allan heim fyrir dásam- legt líknarstarf, ekki að eins á ófriðartímum, heldur og á friðartímum. Hann er alít af boðinn og buinn til hjálpar, þar sem hjáipar er þörf. Þessi tvö félagasambönd eða deildir þeirra hér, hafa aðalfor- ystuna í hinni miklu fjársöfnun- arstarfsemi, sem hófst hér á landi á þjóðhátíðardegi hinna stríðandi Norðmanna, 17. maí, og hefir nú þegar í upphafi gef- ið svo góðan árangur. Söfmmin heldur áfram næstu vikur og mánuði, og er þess að vænta, að hún verði olckur til sóma. Af tilefni þessarar söfnunar og meðal annars vegna tilrauna til að tortryggja tilganginn með þessari starfsemi, hefir Alþýðu- blaðið haft samtal við Stefán Jóhann Stefánsson, formann ís- landsdeildar Norræna félagsins, um hugsjónir Norræna félagsins og starfsemi þess. Fer umsögn Stefáns hér á eftir: „Norræna félagið var stofnað um 1920 og fyrst í Danmörku, en síðan strax á eftir í Svíþjóð. Nokkru síðar var Noregsdeildin stofnuð og fslandsdeildin næst, en síðast var deild stofnuð í Finnlandi. Félagið náði mjög fljótt mik- illi útbreiðslu og vinsældum á öllum Norðurlöndunum. Sér- staklega var félagsskapurinn alls staðar að færast mjög í auk- ana rétt áður en styrjöldin brauzt út. Menn hópuðust í deildimar, eignir þeirra uxu stórkostlega og starfsemin færð- ist yfir fleiri og fleiri svið. í é- lögin í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi voru búin að eignast samastaði, veglegar hallir, sem þeim höfðu verð gefnar. Danska félagið hafði eignazt Hindgavl á Fjóni og sænska féiagið Vad- stena. Norðmennirnir höfðu og mjög mikinn hug á að eignast sína höll. Þessar hallir urðu svo mistöðvar hreyfingarinnar á hverjum stað, og svo voru mót félaganna haldin í þeim. Ég hefi ekki við hendina með- limafjölda Norrænu félaganna, en til gamans skal ég geta þess, að íslandsdeildin er fjölmenn- asta deildin, miðað við fólks- fjölda. Við íslendingar erum oft framarlega, þegar um slíka starfsemi efc að ræða og hér um ræðir.' Hugsjónir Norræna félagsins eru: aukinn skilningur, vaxandi þekking og aukin menningarleg og fjárhagsleg samskipti þjóð- anna, sem byggja Norðurlönd. Baráttan fyrir þessum hugsjón- um hefir reynst því léttari, þar sem Norðurlandaþjóðirnar eru náskyldar, menning þeirra vax- in af sömu rót og þjóðleg skipan þeirra komin á hátt stig og hefir náð líkum þroska. Tilgangi sín- um vill félagið ná með því að efna, til kynningamóta milli Norðurlandabúa, fyrirlestra um málefni Norðurlanda og útgáfu- starfsemi um norræna list, nor- ræna þjóðfélagshætti og norræn atvinnu- og fjárhagsmál. Mót Norræna félagsins eru orðin íslendingum svo kunn, að það er óþarfi fyrir mig að fjöl- Til áréttihgar á þessum mál- flutningi Segir Tíminn einnig: „Stefán Jóhann og Ásgeir Ás- geirsson hafa verið fyrirlitleg- ustu Danasleikjur", og „Sjálf- stæðisflokkurinn hefir haft inn an sinna vébanda allar þær Danasleikjur og konungsdáend- ur sem hér hafa verið, þegar foringjar Alþýðuflokksins eru undan skildir.“ Og x sjálfri fyr- irsögn þessa máls stendur með feitu letri „Dönsku öflin Uafa sigrað í Sj álfstæðisflokknum og svikin í sjálfstæðismálinu eru á- réttuð með því, að gera dansk- an mann að forsætisráðherra." Þetta er þá siðabótin, sem Jónas Jónsson var að boða í haust. Forystumönnum í íslenzk um stjórnmálum er brigzlað í Tómanum um svik, Danasleikju- hátt og jafnvel um danskt ætt- erni, hvenær, sem Framsóknar- flokknum er talinn pólitískur hagnaður í því, að tala þannig til þeirra allra lítilsigldustu og dómgreindarlausustu. Fram- sóknarflokkurinn taldi þó Ólaf Thors fullboðlegan í vetur til þess að vera utanríkismálaráð- herra þjóðarinnar. En «ú upp- götvar Tíminn allt i einu, að hann sé „danskur maðúr“! Stefán Jóh. Stefánsson. yrða mikið um þau. Þeir skipta áreiðanlega orðið mörgum hundruðum, íslenzku kennar- arnir, sem hafa sótt hin nor- rænu kennaramót, sem haldin hafa verið á flestum eða öllum Norðurlöndum. Þá hafa verið haldin fjölmenn mót fyrir blaðamenn, verzlunannenn, verkamenn og fjölda mörk önh- ur mót. Árangurinn er fyrir löngu kominn í Ijós. í öllum löndunum fimm hefir samhyggð milli Norðurlandabúa og sam- starf þeirra aukizt geysimikið. Þetta hefir orðið til mikils gagns fyrir allar þjóðirnar. Við kynninguna hefir hver þjóðin getað tileinkað sér reynslu og þroska hinnar. Starfsemi Nor- ræna félagsins hefir haft mikið menningarlegt gildi. Samstarf Norðuriandabúa með starfsemi Norræna félagsins hefir raun- verulega sýnt í verki þá hug- sjón, sem tengd var við þjóða- bandalagið: Bróðurleg sam- vinna og gagnkvæmur skilning- ur. Styi'jöldin sleit skyndilega í sundur alla sameiginlega starf- semi, eins og gefur áð skilja. En hver deild út af fyrir sig reynir að halda starfinu áfram og hafa Norrænu fél. í Dan- mörku og Svíþjóð og einnig hér starfað allmikið síðan styrjöld- in brauzt út. Starfsemi félagsins í Finnlandi hefir verið í molum allt frá því að Rússar réðust á það land 1939, enda hefir finnska þjóðin staðið næstum óslitið í styrjöld síðan og býr þjóðin við hinar ægilegustu hörmungar. Að sjálfsögðu er engin starfsemi leyfð í Noregi, enda ofsækja þýzku nazistarnir forystumenn norrænnar sam- vinnu, því að félagsskapurimt Framh. á 6. síðu. Slíkur málflutningur er hvergi nærri einstæður í Tímanum. Fyrir svo sem hálfum mánuði flutti hann aðra brigzyrðagrein, þá um Alþýðuflokkinn einan, þar sem forystumerin hans voru í sambandi við sjálfstæðismálið kallaðir „Kuusinenar“ og „Quis- lingar“. Og að endingu er það alkunnugt að Jónas Jónsson sjálfur hefir talið sér það sæm- andi í Tímagreinum sínum, að nota sér neyðarstund dönsku þjóðarinnar til þess að vega að beztu mönnum hennar í orði og ófrægja þá okkar á meðal, vit- andi það, að þeim var varnað máls. Þessi orð eru ekki skrifuð í þeim tilgangi, að rökræða slíkar greinar Tímans, sem hér hefir verið lýst. Þær eru svo langt fyrir neðan allt velsæmi, að þess gerist engin þörf. Hins veg- ar væri það ekki ófyrirsynju, þótt þeirri spurningu væri varp- að fram, hvort Jónas Jónsson telji þetta vera fyrirmyndina, sem við eigum að taka okkur, þegar skrifað er um þjóðmál? ■Ef svo væri, ætti hann að spara sér öll frekari boð til annarra blaðá til þess að vanda um við þau vegna siðleysis í pólitískri bíaðamennsku. TÍMARLTIÐ Helgafell, — sem vekur vaxandi eft- irtekt af því, að það hefir sjálf- stæða afstöðu í þvargi Jónasar frá Hriflu og kommúnista, ger- ir í þriðja hefti sínu, sem er ný útkomið, listamannadeil- una enn að umtalsefni, og seg- ir meðal annars: „1 blaðaumræðum þeirn, sem fram hafa farið um vantraust ís- lenzkra listamanna á formanni Menntamáliráðs, hefir enm að miklu leyti verið gengið á bug við það, sem er í raun réttri að- altilefni „listamannadeiltmnar.“ Bn það er sú alkunna afstaða for- mamisins, að telja sér og ráði sínu heimilt að dæma listamenn til umbunar eða refsingar eftir stjóm málaskoðunum þeirra og segja þeim þannig „óbeint" fyrir verk- um. Formanninum ber sú viður- kemning, að hann er sjaldan myrkur í máli enda hefir hann túlkað þessa skoðun sína um langt skeið við öll hugsanleg tækifæri fyrir hönd slna og ráðsins, án þess að mótmæli hafi fram komið opinberlega frá samráðsmönnum hans. Einkum hafa þó yfirlýsingav hans í þessa átt verið ótvíræðar, síðan einn samverkamanno hans reyndi að bera stjórtnmálahlut- drægni af ráðinu. Fullvíst verður að telja, að f .; maðurinn beiti áhrifum sín.. innan ráðsins til þess að koma þar skoðunum sínum fram, euda hera sumar gerðir ráðsins, en ekki all- ar, þess ljós merki eins og líka er viðurkennt af formanninúm. fslenzkir rithöfundar og lista- menn vilja ekki eiga þennan of- ríkisanda og kúgumraðferðir yfir ’ höfði sir. Iiér skipíir engu máli, e/or þeir menn úr þessum hópi, sem formaðurinn dæmir „utangarðs'V eru „kommúnistar“ eða ekki.“ Um það segir Helgafell enn- fremur: „Viðhorf íslenzkra listamarma til kommúnisma munu vera mjög sunriurleit, en vafalaust verður að telja meiri hluta þeirra andvígan þeirri stefnu af ýmsum ástæðum, ekki sízt vegna þess að trú margra. þeirra á fullt andlegt frelsi í ríkl kommúnismans mun vera af skom um skammti. Bn einmitt af sömu ástæðum hafa þeir hlotið að lenda í andstöðu við þann opinbera ráðs- ann í mennta- og listamálum þjóð- arinnar, sem í nafni, en ekki'um- boði, ríkisins reynir að þröngva andlegu frelsi þeirra og segja þeim fyrir verkum með aðferðum öfugbyltingarmanna. Þetta er mergur málsins í „listamannadeil- imni,“ og listamönnunum er það vel ljóst sjálfum, þótt málið haft lítt verið rætt frá þessu sjónar- miði til þessa.“ Líklegt er, að tímaritið Helgafell tali hér fyrir yfir- gnæfandi meirihluta lista- manna í landinu. Gildi þessa nýja tímarits er einmitt í því falið, að þrátt fyrir alla gagn- rýni skuli það vera sjálfstætt gagnvart þvargi Jónasar frá Hriflu og kommúnistanna. Ef það skyldi koma í ljós, að það megnaði ekki að kæfa þessa sjálfstæðu afstöðu, þá værl þess hlutverki lokið. Við höfum lengi beðið eftir því, að röddin,. sem Helgafell bergmálar, fengi að heyrast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.