Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.05.1942, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. maí 1942. ALÞYÐUBLAQ8Ð 3 Ekki nógu gamall, 40 ára? PURjNINGIN : Á hvaða aldri er maðurinn hæfast- ur til 'andlegra afreka? hefir vakið athygli margra gáfaðra heimspekinga. Sir William Osler, frægur enskur sálfræð- ingur, vísindamaður og menn- ingarfrömuður, hélt því fram, að þó menn, sem komnir voru yfir fertugt, hefðu fært menn- ingu brezku þjóðarinnar dýr- mæta fjársjóði, ætti hún þó meira að þakka, í því tilliti, mönnum, sem voru innan við fertugt. Þó var það, svo, að Sir William sjálfur vaim þýðingar- mesta verk sitt milli fertugs og. sjötugs aldurs, eða á þrjátíu seinustu árum ævi sinnar. Með- al þeirra mörgu, sem studdu skoðun hans, var Oliver Wendel Holmes, hinn frægi ameríkski rithöfundur. — Ef þú hefir ekki, sagði hann, — gert nafn þitt kunnugt fyrir fertugsaldur, þarftu ekki að búast við að það verði eftir það. En. ekki eru allir heimspek- ingar sömu skoðunar. Sumir á- líta, að fertugsaldurinn sé ein- mitt þau vegamót, þar sem skil- ur milli feigs og ófeigs, þar sem úr þvi er skorið, hvort maður- inn kemst upp á Olympstind frægðarinnar, eða hvort hann verður gleymdur áður en hann er grafinn. Hinn frægi og ágæti ameríkski tilraunasálfræðingur, Edward L. Thorndike prófessor, segir, „að venjulega séu hæfi- leikar manna að þróast fram að fertugu haldi sér fram að fimm- tíu og fjögurra ára aldri og fari síðan að hrörna, 'þó ekki hraðfara, fram að sjötugs aldri. Til þess að geta skoðana lækn- isfræðinga á þessu máli er bezt að vitna í ummæli Dr. H. Kigers, fyrrum forseta læknafélagsins í Kaliforníu. I>egar hann ávarp- aði skurðlæknadeild háskóla eins lýsti hann því yfir, að mað- urinn næði hámarki sköpunar- .................... máttar síns þegar hann væri ! kominn yfir fimmtugt. W. A. Newman Dorland læknir — frægur skurðlæknir í Chicago — rannsakað 400 mikilmenni sögunnar, sem uppi höfðu verið á ýmsum tímum, og allir höfðu varið frægir í ýmsum greinum. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að meðalaldur mestu af- u-eka væri fimmtíu ár. Ei að síð- ur sýndu rannsóknir hans á hverri grein fyrir sig. að afreks- menn, sem tilfinning og hrifni hvetur einkum til afreka, svo sem Ijóðskáld. skáldsagnahöf- undar, leikritaskáld, uppfinn- ingamenn tónlistarmenn, leik- arar og myndargerðarm., unnu " mestu afrek sín á aldrinum frá fjörutíu og fjögurra ára til fimmtíu ára. Hins yegar voru þeir, sem þurftu einkum á að halda skýrri og þroskaðri hugs- un, ekki fullþroskaðir til afreka fyrr en eftir fimmtugt. Dorland læknir segir, að ef við ætlum að vera án afreka manna, sem komnir eru yfir fertugt, mynd- um við missa málverk Leonardo da Vinci’s, Kvöldmáltíðin, loga- rithmakerfi Napier’s, Ferðir Gulliver’s o. s. frv. * Skrá yfir mikilmenni heims- ins sýnir, að mörg þeirra hafa unnið afrek sín eftir sextugsald- ur, og átta hundruð af hverju þúsundi þeirra unnu mestu af- rek sín á aldrinum milli sextíu og níutíu ára. Til dæmis var Göthe að fullgera Faust um átt- rætt. Þegar Voltaire var átta- tíu og þriggja ára var hann enn þá að rita í hinum beiska ádeilu tón sínum. Bezta málverk Michelangelos, Dómsdagur, var málað, þegar listamaðurinn var sextugur. Indverska skáldið Tagore fékk ókmenntaverð- laun No'bels, þegar hann var fimmtíu og tveggja ára. Hann hóf skapandi staf í málaralist sextíu og átta ára gamall, og þegar hann var áttræður og líkami hans orðinn hrörlegur, hélt hann enn þá fullkominni, andlegri sköpunargáfu. Mahax- ma- Gandhi varð heimsfrægur máður eftir að hann varð fimm- tíu og fimm ára og varð viður- kenndur sem einn af mestu mönnum heimsins um sextugt. Hann er núna sjötíu og tveggja ára gamall. Nú skulum við athuga, hvað hagfræðin segir okkur um það, hver sé bezti aldur manna. Har- vey C. Lehman, prófessor við háskóla Ohio-ríkis í Ameríku, hefir undanfarin tíu ár starfað ao því að búa til f jöldamörg' „aldurslínurit“, sem á að sýna meðalaldur manna í ýmsum greinum andlegrar starfsemi, þegar þeir afreka mestu. Rann- sóknir hans og niðurstöður eru að scmru mjög fróðlegar og at- hyglisverðar. Ljóðskáld voru mjög afkastamikil milli tuttugu og sex ára og þrjátíu, efnafræð- ingar frá tuttugu og átta ára tíl þrjáííu og tveggja, eðlis- fræðingar og hljómkviðuhöf- undar frá þrjátíu tíl þrjátíu og fjögurra, uppfinningamenn voru sk3rrastir í hugsun milli þrjátíu og eins og þrjátíu og fimm, smá- sagnahöfundar voru afkasta- mestir milli þrjátíu og þriggja og þrjátíu og sjö og stærðfræð- ingar frumlegastir og skarp- skyggnastir milli þrjátíu og fjögurra og þrjátíu og átta. Vin- sælustu óperurnar voru samdar af mönnum milli þrjátíu og fimm og þrjátíu og níu ára, en vinsælustu óperettumar af tón- skáldum á áldrinum frá fjörutíu ára til fjörutíu og fjögurra ára. Stjörnufræðingar voru starf- hæfastir milli fjörutíu og þriggja og fjörutíu og sjö ára. Auðvitað eru .þessar tölur al- menns eðlis og ná ekki til allra einstakllnga. Niðurstaða Leh- mans er sú, að bezti afreksaldur starfsgæðanna sé lægri en af- kastanna. Þrátt fyrir línurit þessi eru auðvitað til margar undantekn- ingar. Vel kunnug eru dæmin um unga snillinga, og er Mozart meðal þeirra, en hann samdi fjórar sónötur og eina hljóm- kviðu átta ára gamall.Winifred Sackville Stoner yngri frá Pittsburg var læs sextán mán- aða gamall og gat haldið dagbók á átta tungumálmn tveggja ára gamall. Sjö ára gamall byrjaði Macanlay að skrifa „Ágrip af veraldarsögu" sinni, og átta ára gamall skrifaði hann „Ritgerð um kristnu íbúana á Malabar“. Einstein kom fyrst fram með af- stæðiskenningu sína tuttugu og sex ára gamall, og Mendelsohn hóf tónsmíðar ellefu ára gamall. Horace Greeley hafði lesið Biblíuna alla áður en hann varð sex ára. Þá má nefna andstæðurnar. Verdi samdi stærsíu óperur sín- ar, Othello og Falstaff, milli sjö tíu og fjögurra og áttatíuvára, Titian málaði sum fegurstu mál- vérk sín níutíu og átta ára, og Milton, Locke, Beethovén, Ba- , con, Haydn, Descartes og Kant 1. S. L K. R. R. Afmælismót í. S. I. Á annan Hvítasunnudag fer fram fyrsta knattspyrnu- keppni ársins í meistaraflokki. Keppt verður um vand- aðan grip gefinn af dagblaðinu ,,.Vísi“. Kl. 8 keppa K. R. og Valur Kl. 9,15 keppa Fram og Víkingur Hvaða félag hlýtur þennan fagra grip? Reykvíkingar! Allir út á vöíl á 2. Hvítasunnudag! Blóm oo ávextir. Nú er tækifaerið að fá ódýr blóm fyrir Hvíta- sunnuna, t\ d. blómvendi fyrir kr. 1.75. — LÁTIÐ BLÓMIN TALA. Ungir hnefaleikamenn. Þetta eru óvenjulega ungir hnefaleikarar. Benny Deans, til vinstri, 18 ára gamall, en Boh Burns er 20 ára, iþeir börðust fyrir nokkru í innanhorgarkeppni í New York og sigraði Bob Burns. tilhevra þessum hópi snillinga. Við skulum láta sálarfræð- ingana hafa síðasta orðið. Sam- kvæmt kenningum þeirra er námshæfileiki manna á aldrin- um frá fimm til fjörutíu og fimm ára mestur um tuttugu og fimm ára aldur og smáminkar fram að fjörutíu og fimm ára aldri og jafngildir þá því, sem hann var um átján ára aldur. En það að menn glata námshæfi- leikanum eftir fjörutíu og fimm ára aldur stafar ekki af andlegri hrörnun, heldur af æfingar- skorti. ViS þingslitin. Á skammri stund skipast veður í lofti. Nokkur orð til kollega minna við blað kommúnista. INGINU verður líkast til slit- ið í dag, 23. maí 1942. — Þeíta hefir verið sögulegt þing. Það hófst með því að Framsúknar- og Sjálfstæðisflokkurinn lögðu fyrir það svo að segja með einni hendi, gerðardómslög sín gegn al- þýðunni í landinu og því lýkur með því, að ráðherrar þessara fiokka deiia einna helzt um það, hvor flokkurinn hafi átt mestan þáttinn í því að setja þessi lög, hvor hafi mest svikið í dýrtíðar- málunum, hvor þeirra eigi helzt skilið að njóta atkvæða þeirra manna, sem þeir skömmtuðu skit úr hnefa í vetur. ÞAÐ ER ÞVÍ engin furða, þó að karla eins og mig reki í roga stanz. Það má segja að á skammri stund hafi skipazt veður í lofti. Áður var blí.ða og sólskin allt í kringum forystumen-n þessara flokka, en nú er þar rosi og ruddi versti bölv- aður hraglandi og stundum alls ekki stætt nálægt þeim. — Við skulum ekki skipta okkuf af þessu. Látum þá bítast og berjast. Það er nóg að vita það, að gerða: dómsstjórnin hefir fallið á ei'gi verkum. KOLLEGAR MÍNIR við blað kommúnista kalla mig „undir- tyllu“ í blaði sínu. Mikil er sú sví- virðing, sem mér er gerð, og er ég reiður ákaflega! Ættu þessir menai þó að skilja, að það geta ekki allir verið húsbændur, eins og þeir. eða burgeisar ems og þeir, eða mekt- arbokkar eins og þeir. Það er spekingurinn Bryinjólfur, sem hefir gefið mér þetta nafn, enda stóð hann sig bezt við það, svo hátt ber hann að viti, mannkostum og mannaforráðum um 'þessar mund- ir. EN HVERNIG Skyldi öllum „undirtyllunum", sem vinna fyrir sér í þjónustu annarra, líka svona nafngiftir í blaði kommúnista? Ætli þeim finnist ekki að moldin sé farin að rjúka? EN SVONA ÁKAFLEGA reidd- ust þessir menn út af orðum mín- um um tilraun kommúnista til að koma í veg fyrir góðan árangur af Noregssöfnuninni. Þeir heimtuðu, að við færum að safna fé handa Rússum. En ég vil endurtaka það, sem ég sagði. Þeir mega skammast sín niður fyrir allar hellur. Til- raun þeirra er fyrirlitleg og óþol- andi. Hún er gerð til að spilla fyr- ir söfnuninni af því þeir hatast við norræna samvinnu.Hins vegar eru þeir ekki meiri bógar en svo, að >eir þora ekki að koma til dyr- ínna eins og þeir eru klæddir. Þeir :ru þeir hugleysingjar að klæða lálraun sína í hjúp hræsni og flátt- skapar. Það sýnir líka að þetta eru lélegir byltingamenn og brautryðj- endur, anda er ekkert rúra fyrir hugleysingja í þeim hóp. ÞAÐ ER VfÐAR sóðaskapur á götum bæjarins. Hannes á homlnn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.