Alþýðublaðið - 27.05.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.05.1942, Blaðsíða 4
 At*»YBtia4Jfc&t0 Mi8vikaA&gœ' Zt, maí í 942. titfefaað!; AlþýVaflofcknrlaa Bttstjóri: Stefáa PJetarssoa Bitstjórn og afgrelðsla f Al- þyí^úsinu við Hverfisgðtu Simar ritstjórnai-. 4901 og 4802 i Sfmar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð I lausasöiu 25 aura. AlþýðeprentsmiSían fe. f. I FÍBHur Jónssons Hryllilegur atburður *—¦• * !'l HMIN HRYLLILEGI AT- t. BURÐUR, sem gerðist hér á hvítasunnudaginn, þegar ameríkskur hermaður skaut tólf ára dreng til bana, hefir slegið meiri óhug á menn en nokkuð annað, sem gerzt hefir í sambúð okkar við Mnn erlenda her hér á landi. Það er að «vísu ekki í fyrsta sinn, sem við hof um beðið mann tjón í þeirri sambúð. Tvisvar áður hefir það komið fyrir, að hermenn einnig úr hinu am- eríkska setuliði hafa vegið fyrir okkur menn fyrir harla litlar sakir, að því er okkur sjálfum virðist. En það hafa að minnsta kosti verið fullorðnir menn enda þótt það sé í sjálfu sér lítil afsökun fyrir vopnaða her- menn, að vega að vopnlausum mönnum. Ennú hefir á hrylh- legan hátt verið vegið að óvita barni með þeim hörmulegu af- leiðingum, sem kunnar eru. Við getum ekki séð, að slíkur verkn- aður verði á nokkurn hátt varinn með skírskotun til heraga. Við eigum yfirleitt erfitt að skilja, að nokkur maður með fullu ráði geti framið svo ægilegt ódæðis- verk. Það væri ekki rétt að skella skuidinni á þessu ihrýllilega at- viki á* ameríksku her- mennina yfirleitt, og það væri illt verk og hættulegast fyrir okkur sjálfa að stofna til æsinga gegn þeim út af þvá. Það er eng- in ástæða til að ætla annað, en að bæði ameríksku herstjórnina hér og ameríksku hermennina yfirleitt taki það, sem skeð hef ir, jafnsárt og okkur sjálfa og for- dæmi það á nákvæmlega sama hátt. En það er oftast nær mis- jafn sauður í mörgu fé, og þeg- ar þar að auki er um vopnáð lið að ræða, er erfitt að fyrir- byggjá með öllu slík óhappa- verk. Það mun einnig vera reynsla' flestra þjóða á þessum síðustu ög verstu tímum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu til ameríksku hérstjórnar- innar, að strangasta rannsókn verði látin fara fram í þessu máli, eins og þegar hefir verið lofað, og refsað verði fyrir ódæðisverkið á þann hátt, sem herlög standa til. Það heimtar ekki aðeins okkar eigið öryggi, heldur og álit ameríkska setu- liðsins sjálfs, setn allt yeltur á, að ekki verði spillt af einstök* um svörtum sauðum jþess, ef friðsamleg samibúð áað haldast milli þess og okkar þarui tíma, *em það þarf að vera hér. Hlofarsiðmenn og smáútvegsmenn fð verðlækknn i stað verðlagsnppbötar. Eina stéttin sem hefir haft lækkandi tekjur s. L ár HLUTARSJÓMENN og smá- útvegsmenn hafa orðið fyr- ir því að kaup þeirra hefir verið lækkað á sama tíma og aðrir landsmenn hafa fengið fuHa dýrtíðaruppfoót og ýmsir tals- verða grunnkaupshækkun. Þetta er árangur forezka samn- Þegar samningurinn gekk í gildi hinn 6. agúst 1941 lækkaði verðið á fiski þeim, er smáút- vegurinn veiðir, mjög verulega frá því, sem verið hafði á ver- tíðinni þá um veturinn og vorið. Eftir því sem tímaritið Ægir ingsins, sem Ólafur Thors var j skýrir frá var fiskverðið á árinu ánægðastur með. ) 1941 sem hér segir: Brezki samning- Lágroarksv útflutníngsaefnd urínn 27. jan. / 27. feb. 1 apr. Þorskur sl. m. haus pr. kg. 37 » 40 35 — - hausaður — — «2 50 43% Ýsa slægð með haus — — 46 50 55 35 — — og hausuð — — \ 62 68 «3/« Rauðspretta yfir 250 gr. — 1.50 . 150 1.20 Þykkvalúra — — — — 1.50 1.50 1.20 Sandkoli — — — — 50 50 35 Útf lutningsnef nd haf ði aldrei sett neitt lágmarksverð á hinar ódýrari fisktegundir, sem mest eru veiddar af togurum, svo sem upsa, karfa og steinfoít, en þeg- ar brezki samningurinn var gerður brá svo við að upsinn, sem annars hef ir alltaf verið ódýr fiskur, á forezkum markaði, hækkaði upp í sama verð og ýsa, sem altaf hefir verið þar í háu verði. Þessi hækkun á upsanum, sem eingöngu er veiddur af tog- urum, stakk mjög í stúf við lækkunina, sem framkvæmd var á öllum^fiski bataútvegs- ins. Þessi lækkun er eins og skýrsla Ægis ber með sér ekkí neitt smáræði. Þorskur var lækkaður frá síðasta lágmarks- verði útflutningsnefndar um 15%, ýsa um 36,4% og flatfisk- ur annar en sandkoli um 20%, en sandkolinn um 30%. Með þessari gífurlegu lækkun á fiskinum sem gerð var með brezka samningnum var skotið loku fyrir það að smáútvegs- menn og hlutarsjómenn gætu bætt hag sinn að tiltolu við aðr- ar stéttir manna, eins og þá var komið dýrtíðinni í landinu, og síðan hefir þetta enn sígið á ógæfuhlið, því dýrtíðarvísitalan hefir hækkað úr 57% frá 1. júlí 1941, upp í 83% fram áð ára- mótum eða um 45%. Á þessum tíma hafa allar stéttir manna fengið fulla dýrtíðaruppbót hér á landi, nema smáútvegsmenn og hlutarsjómenn. Afurðir þeirra og þarmeð kaupgjald, voru lækkaðar í verði með brezka samningnum, sem gekk í gildi hinn 6. águst s. 1. og síðan hefir engin leiðrétting á þessu fengist, enda samningur- inn gerður til eins árs í senn. Tekjur þeirra manna, er þennan atvinnuveg stunda hafa því gengið niður á við með vaxandi dýrtíð, alveg gagnstætt við tekjur allra annara. Þetta hefir orðið hlutskifti hlutarsjó- manna og smáútvegsmanna. Reynslan af þessum atvinnu- rekstri hefir þá einnig orðið sú, að yfir haustið, meðan afliim var Mtill, var smáútgerðin rek- in með tapi, og hlutarsjómenn voru varla matvinnungar, þó einhleypir væru. Mun haustút- gerðin 1941 víða hafa etið Upp hagnað foann, er varð af vertíð- inni á því ári og stundum jafn- vel meira. Síðan kom léleg ver- táð á þessum vetri og vori, með enn aukinni dýrtíð og áuknum útgerðarkostnaði, samfara lágu fiskverði. Allt hefir hjálpast að, til þess að gera afkomu hlutar- sjómanna og smáútvegsmanna, sem allra lélegasta, enda er nú svo komið að þessi atvinnuvegur virðíst vera að stranda, ef ekki fæst einhver foót á ástandinu. Ofan á það sem að framan er talið hafa svo bætzt þau vand- ræði, að búið er að loka helstu fiskimiðum fyrir Vesturlandi og Austurlandi fyrir fiskveiðum. Vandræði hlutarsjómanna óg smáútvegsmanna vegna verð- lækkunar, aflatregðu og fisk- miðalokunar eru nú orðin svo mikil að þau geta varla lengur verið hinu opinlbera óviðkom- Og að endingu eitt. Væri ekki hægt að afstýra slíkum atburð- um, eða að minnsta kosti að draga mjög úr möguleikum þeirra, með því að flytja bú- staði setuliðsins alveg burt úr bænum? Því var lýst yfir af stjórn ameríkska setuliðisins, Kkömmu eftir að hún kom hing- að, að hún myndi ekki láta her- menn sína hafa foústaði eða bækistöðvar innan bæjarins. En því miður hefir nú verið út af því brugðið. Og áfleiðingarn- ar eru þegar orðnar þessár, sem öllum eru kunnar af því, sem gerðist hér á hvítasunnudaginn. Væri það ekki viturlegasti lærdómurinn, sem af því atviki yrði dreginn, að flytja her- mannabústaðina alveg burt úr bænum? Af okkur myndi slík ráðstöfun áreiðaplega verða skoðuð sem vottur einlægs vilja af hálfu ameríksku her- stjórnarinnar til þess að afstýra svo hörmulegum yiðburðum í framtáðkmi. andi. Þó er eins og érf itt sé að fá alþingismenn til þess að hlusta, þegar pessar stéttir eiga hlut að máli. Aðrar stéttir eiga sér þar öruggari fulltrúa. Má þar sem dasmi nefna að rétt fyr- ir þinglokin íluttu nokkrir þingmenn úr sveitakjördæmmn svohljóðandi tillögu til þings- ályktunar um verðuppbætur á útflutningsafurðir landbúnaðar- ins: „Sameinað alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fengnum tillögum Búnaðarfélags íslands að greiða úr níkissjóði verðupp- bætur á landbúnaðarafurðir, sem framleiddar voru til útflutn ings árið 1941. Verðuppbætur iþessar skal miða við það, að framleiðendur fái ekki lægra verð hlutfallslega fyrir þessar afurðir en þeir fengu fyrir þær árið 1940, miðað við verðlags- vísitölu beggja áranna." Tillögu þessari var vísað til fjárhagsnefndar. Vildi fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni láta vísa henni til ríkisstjórnar. til athugunar fyrir næsta þing, þar eð engar upplýsingar Iágu fyrir irm hversu miklá fjárhæð hér vaeri um að ræða, aðrar en bær, að uppbótin myndi nema einhvers staðar á milli einnai* °g þriggja milljóna króna. Þessi athugun fékkst ekki gerð og lagði þá Emil Jónsson til, f. h. Alþýðuflokksins að eigi yrði gert upp á milli útflutn- ingsafurða til sjávar og sveita og að tillagan væri orðuð svo: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að greiða verð- upplbætur á landbúnaðarafurð- ir, sem framleiddar voru til út- flutnings árið 1941, og fisk og fiskafurðir, sem seldar eru forezka matvælaráðuneytinu á tímafoilinu frá 1. ágúst 1941 til 30. júní 1942 fyrir fast verð á ísl. höfn samkvæmt samningi. Verðuppfoætur þessar skal miða við það^ að framleiðend- ur fái hækkun á verði fisks og f iskaf urða í samræmi við hækk- un verðlagsvísitölu frá 30. júlí 1941 til söludags og fyrir land- búnaðarafurðir hlutfallslega sama og árið 1940, miðað við verðlagsvfcitölu beggja áranna. — Leita skal álits og tillagna Fiskifélags íslands og Búnaðar- félags íslands áður en verðlags- uppbætur eru ákveðnar." Tillaga Emils var felld með 18 atkv. gegn 10. (AlþfL, 2 kom- múnistar, Héðinn og Jóh. Þ. Jós.) Móti henni gréiddu atkv. Bjarni Ásg., Bjarni Bjarnason, Eir. Einarsson, Gísli Guðm., Helgi Jónasson, Hermann Jónas son, Ingvar Pálmason, Jón ívarsson, Jón Pálmason, Jónas Jónsson, Jör. Brynj., Páll Her- mannsson, Páll Zóph., Skúli Framh. á 6. síðu. KÖRiI>ÆMAMÁLJI) er eim og verður að sjálfsögðu eitt af aðalumræðuafnum bla- anna þar til það hefir fengið fullnaðarsamþykkt á væUtan- legu sumarþingi eftir kosning- arnar, sem nú hafa verið boð- aðar. Morgunblaðið skrifar um foað langt mál í Reykjavíkur- bréfi sínu síðastHðinn laugar- dag og þykir Eramsóknarf lokk- urinn skilja illa tímanna tákn, að hann skuli taka upp svo ofstækisf ulla baráttu gegn jafn- réttinu, sem raun ber vitni um. Morgunblaðið segir í því sám- foandi meðal annars: ,J5agar sérréttiinda eru yfirleitt að líða. Bæði hér og annars staðar í -heiminum. Framsóknarmenn kunna ekki við þetta. Vilja ekki viðurkenna þessa staðreynd. Þeir urðu ókvæða við. í>eir hrópa nú hástöfum, að hér sé verið að vinna hið versta verk. Að diraga fram viðkvæmustu ágreiningsmál I á hættunnar stund. En þeir sjálfir vildu láta kosningar fara frant. Þeir heimtuðu það. Vegna lýðræð- isins sögðu þeir. En tilgangur þeirra var sannanlega sá, að láta aðra flokka loka augunum fyrir rangindúm þeim, sem Framsókn nýtur goðs af, gleyma áhugamálum suium, af því Framsókn hefði ekki fundið það tímabært e«n, að komá á fullu lýðræði í landinu." Já, Morgumblaðið segir það sennilega alveg satt, að „dagar sérréttinda séu yfirleitt að líða." En er það fyrst að uppgötva þetta nji á þessari stundu? Það eru ekki svo margar vikur síð- an það lét sér fátt um finnast frumvarp Alþýðuflokksins um að afnema sérréttindin og rang- lætið í kjördæmaskipuninni, og taldi það meira virði að fá kosningum frestað enn um oákveðinn tíma, þótt fóma yrði „réttlætismálinu" fyrir það. Og á þingi greiddu f lokksmenn þess allir, að tveimur undan- tekntrm, atkvæði með einu hróplegasta ranglæti, sem framið hef ir verið hér um langt skeið: gerðardómslögunum, sem sviftu launastéttir lands- ins lögfestum mannréttindum, svo sem samningsréttinum, og *«sköpuðu stríðsgróðastéttunum ný sérréttindi á kostnað þeirra. Heldur Morgunblaðið máske, að sóknin, sem nú er hafíh fyrir jafnréttinu og móti sérréttind- . unum láti staðar numið fyrr en þessi nýju sérréttindí terj . 'nnig fallin? Nei, „dagar ; : 'ttinda eru yfirleitt að líða." * Tíminn heldur áframað reyna að æsa menn upp gegn kjör- dæmabreytmgunni með þeirri folekkingu, að með stjórnar- Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.