Alþýðublaðið - 27.05.1942, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 27.05.1942, Qupperneq 7
27."itiáí.’l942. aMaHMMMHÍHMlrinBéaMfeaailÍBléHáMMMlHtalMlMMa AM»YPUBtAPH> 1 i 't jBærinn í dag.] Nœturlaeknir er Halldór Steí- ánepn, Rónargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. , . . ÚTVARPIÐ: 12,15—13,00 Hádegisútvarp. 15,3(L—16,00 Miðdegisútvarp 19.25 í>ingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Upplestur: Úr minnisblöð- um Finns á Kjörseyri (f. 18, maí 1842) (J. Eyþ.). 20,55 Híjómpötur: Létt lög. 21,00' Erindi: CJm vindrafstöðvar • . (Guðmundur Marteinsson . vérkfræðingur). 21.25 . Útvarpshljómsveitin: Frönsk alþýðulög. Einsöng- ur (ungfrú Kristín Einars- dóttir): a) Sig. Ágústssom: Brimhljóð. b) Bjarni Böðv- arsson: Dunar í trjálundi. c) Merikanto: En barnsaga. d) Schubert: 1. Der Tod und das Mádchen. 2. Standchen. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. 50 ára varð í gær Héðinn Valdimarsson •slþmgismaður. Áskeil Live hefir nýlega tekið háskólapróf í erfðafræði og grasafræði við há- skólann í I.undi í Svíþjóð. Þriðja flokks knattspyrnumótið. í kvöld verður háður úrslita- kappleikur á gamla íþróttavellin- um í þriðja flokks mótinu. Keppa þá KR og Fram. Dómari verður Guðmundur Sigurðsson. Silfurbniðkaup eiga í dag Una Guðmundsdóttir og Einar Guðmundsson múrara- meistari, Bergþórugötu 67. Höskuldur Björnsson listmálari hefir undanfama daga haft málverkasýningu í Safnahús- inu og hefir hátt á annað hundrað manns þegar séð hana. Um 20 myndir hafa selzt. Revyan 1942, Nú er það svart, maður, verður sýnd í kvöld. Framhaldssýningin, sem Gamla Bíó sýnir núna, heit- ir: Hver myrti Stellu Trent? Blóð og sandur heitir mynd um nautaat, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er hún gerð samkvæmt skáldsögu eftir Vicente Blasco Ibanez. Aðalhlutverkin leika Tyrone Power, Linda Dam- ell og Rita Hayworth. Heitt blóð heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er það litmynd með Ray Millarid, Patricia Morison og Akim Tamiroff í aðalhlutverkun- um. Hjónaband. Á hvítasunnudag voru geíin saman í Keflavík Guðný Eiríks- dóttir frá Keflavík og Þórður Jón Pálsson kennari. Heimili þeirra verður á Sellandsstíg 18. Banaskotið á htltasnnnadaginD. Kmipi gull Lang hæsta verði. Sigurpér, r - Hafnarstræti Framh. af 2. síðu. næst tor JÖn upp í litinn bíl, sem stóð við girðinguna, rétt hjá varðma'foninum. Jón fiktaði við stýrið á bifredðirini, en gerði ekki ánnað. Varðmaðurinn kom þá ut úr skýlinu og kallaði til Jóns og fór Jóri þá niður úr bílnum. Þá vildi ég fara heim, en Jón sagði, að við skyldum bíða til kl. 12, því þá mundu hermennirnir gefa okkur epli, það væri hátíðisdagur hjá þeim í dag. Ég var til með að bíða. Við stóðum svo þarna á götunni og töluðum eitthvað saman. Svo fór Jón aftur upp í sama bííinn og áður og fór þá að starta bíln- um. Varðmaðurinn kom þá aft- ur út úr byrginu, gekk að bíln- um og skipaði honum út úr bílnum, að því er mér skildist. Jón hlýddi því strax og fór út úr bílnum. Jón fór svo upp að girðingunni bak við bílinn og ég kom þangað til hans. Varðmað- urinn var með st&ra byssu, ég heyrði og sá að hann spennti byssuna upp. Þd var hann götu- megin við bílinn. Svo gekk hann að Jóni og beináx byssu- hlau-pinu að höfðinu á honum, svo reið skotið af, Jón féll í göt- una og ég sá að. blóð rann úr vitum hans. Varðmaðurinn gekk svo í burtu án þess að hreyfa neitt við Jóni, en ég hljóp í burtu niður á Ingólfs- stræti og svo skemmstu leið heim til mín.“ Lík litla drenjgsins var flutt í herspítalann að Laugarnesi. Þangað fylgdi einn af lögreglu- foringjum setuliðsins föður drengsins. Tfirlýsing setulidsins Strax þegar rannsóknin var nokkuð á veg komin, kallaði sendiherra Bandaríkjanna blaðamenn á sinn fund. Var sá fundur haldinn í sendisveitar- skrifstofunum klukkan 8 á hvítasunnudagskvöld. Var blaðamönnum þá afhent eftir- íarandi tilkynning: ,,Jón Hinrik Benediktsson, tólf ára, sonur Benedikts Jóns- sonar, Ingólfsstræti 21 A, varð fyrir skoti varðmanns við Ing- ólfsherbúðirnar kl. 11,15 árdeg- is í dag, og dó að heita má sam- sturidis. Varðmaðurinn heldur því fram, að hér hafi verið um ó- viljaverk (slys) að rseða, en am- eríksku heryfirvöldin létu þeg- ar setja varðmanninn, korpóral þann og undirforingja (ser- geant), sem báru ábyrgð á varð- gæzlunni, er þetta gerðist, í varðháld, méðan gagnger og ströng rannsókn fer fram. Á blaðamannafundi, sem háldinn var í skrifstofum amer- íksku sendisveitarinnar, gaf offursti sá. sem fer með þau mál anrieríkska hersins, er sérstak- legá varða íslendinga. þessár upplýsingar. Sendiherra Banadríkjanna, Lincpln McVeagh, lét í ljós hina méstu hxyggð yfir því, sem gerzt hafði, og atburðurinn hefði haft þau áhrif á sig per- sónuléga, að hánn væri harmi lostinn. Sendiherrann bætti þvi við,- að þegar í stáð, er hann hefði fengið vitneskju úm, hvað gerzt hafði, hefði hann farið á fund forsætisráðherra, til þess að látá í ljós hryggð sína og st-jórnar sinnar .-yfir þessu máli.“ Ávitrp setndiisepr»ns. Þá barst Alþýðublaðinu í íyrrakvöld efíirfarandi ávarp McVeaghi sendiherra Banda- ríkjanna, til íslenzku þjóðar- innar, sém það kvöld var lesin upp í útvarpinu: Allir sannir Bandaríkjamenn eru harmi lostnir vegna þessa sorglega atburðar. Vér erum hér a landi sem vinir íslands til þess að láta gott af oss leiða, en ekki illt, og vér viljum vera til aðstoðar á hvern þann hátt, sem unnt er. Vér teljum oss það heiður að vera hér og okkur tekur það mjög sárt, að af komu okkar leiði, að nokkrum íslend- ing verði harmur búinn. Rannsókn fer nú fram á öllu varðandi mál það, sem hér er um að ræða, én það má taka fram nú þegar, að það er hinn hræðilegasti atburður í augum Bandaríkjamanna, sem unna börnum, að ungur drengur hef- ir verið skotinn til bana. Hinir syrgjandi ættingjar drengsins og allir íslendingar, sem harm- þrungnir eru, mega vera þess fullvissir, að ótölulegur grúi Bandaríkjamamia samhryggist þeim í hjörtum sínum. (Sjá enn fremur leiðara blaðsins á 4. síðu.) F Hringíð í sima 4006 fog gerist áskrifendur að Adolf Bjðrnsson kominn fraw. RÁ því var skýrt í Alþýðu blaðinu s.l. laugardag, að Adolf Björnsson bankaritari væri horfinn og hefði verið ha.f- in leit að honum. En á laugar■ dag kom Adolf niður í Hafnar- fjörð, illa til reika. Hafði hann farið aðfaranótt s.l. fímmtudags upp Öldugötu í Hafnarfirði, en dottið þar og fengið höfuðhögg svo mikið, að hann fékk snert af heilahrist- ingi. Fór hann þó upp í bifreið sína og ók spölkorn, en fann til vanlíðunar, stöðyaði bifreiðina og gekk út í hraun til að jafna sig. Þegar út í hraunið kom, féll hann ofan í sprungu og lá þar í yfirliði um stund, en reyndi því næst að komast upp úr aftur og gat það loks, þegar hann hafði hlaðið undir sig og kom hrufl- aður og rifinn til Hafnarfjarð- ar. Gerði læknir þar að áverk- um hans og átti blaðið tal við lækriinn. Adolf hefir nú náð sér ' Og iKim hefja' vinnu í bankan um f 'dag eða 'á morgun. Elsku litla dóttir okkar, ’ ‘'V' i VIKTORÍA SIGURLAHG, andaðist 25. þessa mánaðar. Viktor Ström. Björg Jónsdóttir. Konan mín, ; • •■) • '1 HALLBJÖRG ÞORLÁKSDÖTTIR (frá FífúhVaftuni) andaðist að Landsspitalanum 23, þ. m. Grímur Jóharmsson. Sonur okkar og bróðir, JÓN HINRIK BENEDIKTSSON. andaðist á hvítasunnudag, þann 24. þ. m. Þórey lúgibjörg Jónsdóttir, Benedikt Jónsson og systkinL SIGL) NGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar um vörasendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. TILKYNNIN6 frá Bifreiðastöð Steindórs. Framvegis verða farseðlar seldir á afgreiðslu vorri á allar sérleyfisleiðir vorar, farþegar eru áminntir um að taka farseðla tímanlega; að öðrum kosti eiga þeir á hættu að komast ekki með sökum vagnaskorts. Steindór. SÍDUSTU FUNDIR ALÞINGIS Framh. af 2. síðu. þykkt nema af sjö þingmönnum af sextán, sem í deildinni eiga sæti, það er að segja af minni hluta deildarinnar. Þeir, sem sögðu já, voru: Bjarni Snæbjörnsson, Jóhann Þ. Jósefsson Ingvar Pálmason, Jónas Jónsson, Magnús Jónsson, Páll Hermannsson og Þorsteinn Þorteinsson. Nei sögðu Sigurjón Á. Ólafs- son, Erlendur Þorsteinsson og BrynjólfYr Bjamason. fljá sátu: Bernhard Stefáns- son, Ámi Jónsson og Magnús Gíslason. En fjarverandi voru Hermaiín Jónasson, Einar Áma- son og Páll Zophoníasson. Rétt er að drepa einnig á það “á'- sambandi við þinglokin, að hífi- bráðabirgðalögin frá 'því í .já’núar í vetur, um frestun bæj- ' ar?t j órnarkosninganna hér j Reykjavík, fengu aldrei staðf ftístingu þingsins. Þau komust ekki nema til 2. umræðu í neðri deild. Og geta menn nú velt þvi fyrir sér, hyort bæjarstjórn Rpvkjavíkur geti yfirleitt talizt ; lpgleg, eftir að þannig er farið fyrir þeim „lögum“,‘ serii hún ■'•Var kosin eftir! ’ Málverkasýning Hðsknldar. IjrÖSKULDUR BJÖRNSSON frá Dilksnesi í Hornafirði heldur málverkasýningu í Safnahúsinu þessa dagana. Höskuldur er sérstæður meðal íslenzkra málara. Hann er mál- ari fuglalífsins. Þarna eru grá- gæsirnar, þegar þær koma fljúgandi sunnan úr heimi upp að Vestra-Horni. Himbrima- hjónin kljúfa straumvatnið sterklega. Músarrindillinn situr í litskrúði haustsins á reynivið- .argrein. Lundarnir sitja á klettasnös og góna virðulega út á djúpið. Myndir Höskuldar eru fjölskrúðugar. Sumt eru svartar teikningar, en svo lif- andi, að það er eins og tjaldur- inn hafi sjálfur sporað á papp- írinn. Sumt eru vatnslitaðar teikningar, iðandi af fjöri ,og Jitskrúði. Hinar stærri myndir eru olíumálverk, og þó létt og . lvrisk. eins og Höskuldur í allri sinni list..Eók ætti ekki að sitja sig úr færi með að skoða sýn- ingu Höskuldar Bjömssonar. Þar er eitthvað, sem allir geta notið, ungir ög gamlir. Sýningin t,er,.opin frá kl. 10 f. h. til kl. 10 ,e, h.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.