Alþýðublaðið - 28.05.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.05.1942, Blaðsíða 2
 ALÞYÐUBUÐtÐ Fimmtuclagur 2il. maí 1942» Framboðsfrestnr fll 7. IGÆR voru gefin út bráðabirgðalög, sem heimila styttingu á framboðs- fresti til alþingaskosninga. Er svo ákveðið í lögunum, að framboðsfrestur skuli út- runninn 28 dögum áður en kosningar eiga að fara fram. Landslistum skal skila 27 dögum áður, og fyrirfram- kosningar geta hafizt 25 dög- um áður. Framboðsfrestur er því út- runninn sunnudaginn 7. júní næst komandi. Sakadómari kvað í fyrradag upp dóm yfir tveim mörmum fyrir að hafa aug- lýst hús til sölu, áh leyfis. Fengu þeir 300 kr. sekt hvor. Varðar við lög að annast sölu á fasteignum án löggildingar. Magnús Magnússon ritstjóri var fímmtug'ur í gær. Samningar sðlu á ðlln standa yfir nm síldarlýsi, síld- armjöli og porskalýsi okkar. Tveir amerikskir íriðskiptafnllfrdar, frá 'látns* og leiga nef ndinni9 nýlega komnir hingað. FYRIR NOKKRU eru komnir til Reykjavíkur þeir Mr. J - flhflrlps S flaffp ncr \Tr A W Andprcnn fnllfrni lúnc. 11 AlpýðDflokbsfand' ar í A’ YRIR NOKKRU eru komnir til Reykjavíkur þeir Mr. Charies S. Gage og Mr. A. W. Anderson, fulltrói láns- og leigunefndarinnar ameríksku. Eru þeir hingað komnir til þess að ræða við Hjálmar Bjömsson, fulltrúa fyrir U.S. Surplus Marketing Admmistration, um kaup á íslenzkum afurðum samkvæmt láns- og leigulögunum. Ameríksku fulltrúamir komu hingað frá London, en þar höfðu þeir verið að ræða við brezku stjómina um kaup á íslenzkum vörum. í>eir hafa báðir komið íhihgað áður. Mr. Anderson kom hér fyrir 15 árum síðan, en Mr. Gage hefir komið hingað nokkr- um sinnum síðustu árin. „Kaupin á íslenzkum afurð- um ganga mjög að óskum,“ sagði Mr. Gage í viðtali eftir komu 7 mánnði við nám á Englandi i Brltísb Coinsel. a vegn Páll Óiafsson, efnafræðingur sildar« verksmiðja ríkisins: segir frá. PÁLL ÓLAFSSON efna- fræðingur Síldarverk- smiðja ríkisins er nýkominn heim eftir 7 mánaða dvöl í Fnglandi, en þangað fár hann i síðastlíðnum október ásamt Karli Strand, lækni, í boði „British Council“. Alþýðublaðið hitti Pál Ólafs- son að máli í gær og spurði hann um dvöl hans og nám í Englandi. Hann sagði m. a.: } „British Council“ bauð á s.L sumri tveimur íslenzkum kandidötum að koma til Eng- lands og stunda nám við brezka háskóla. Við Karl Strand lækn- ir urðum fyrir valinu. Ég fór til Oxford og hefi stundað rann- 'sóknir í Biochemical Institute í lífefnafræði síðan, eða í tæpa 7 mánuði. Karl Strand dvelur enn ytra. Ég hef haft ákaflega gott af dvölinni. Ég starfaði við framúrskarandi góð skil- yrði og kynntist mörgum nýj- ungum í þessari vísindagrein, en hún tekur sífelldum fram- förtun. Ég átti líka því láni að fagna, að njóta leiðsagnar Pet- ers prófessors, en hann er af- burðamaður á sínu sviði. Vona ég, að þetta nám mitt verðimér til nhikils gagns í starfi mínu hjá Síldar verksmiðj um ríkis- ins. Ég vildi óska þess, að ísl. studentar hefðu möguleika á því að stunda nám við brezka háskóla, t. d. Oxford og Cam- bridge. Þessir háskólar eru á- kaflega fullkomnir og hafa hin fullkomnustu tæki; Við - þá starfa að eins afburða kennarar og skal ég getá þess t. að hver stúdent hefir sinn eigin kennara ,sem hann getur rætt við til hlítar um viðfangsefnin.“ — Eru brezkir vísindamenn ekki önnum kafnir vegna styrj- aldarinnar? „Jú, þeir leggja mikið að sér, og þó að vísindamenn starfi allt af mikið og uni sér aldrei hvíldar, þá hygg ég, að þeir leggi nú meira að sér en nokkru sinni áður. Eins og að líkindum lætur, verður líka að hervæða vísindin og brezkir vísindamenn starfa nú næstum eingöngu ýmist beint eða óbeint í þágu styrjaldarviðbúnaðar- ins.“ — Fóruð þér víða um Eng- land? „Ekki get ég sagt það bein- línis. Ég dvaldi nokkum tíma í Liverpool. Heimsótti ég þar stofnun, sem þar starfar í þágu olíu og lýsisrannsókna. Þar kynntist ég Hilditch prófessor, en hann hefir lagt grundvöllinn að þessum rannsóknum og er mjög frægur vísindamaður. — Ennfremur kynntist ég þar átrúnaðargoði meginlandsbúa, þar á meðal Þjóðverja, á þessu sviði, Pólverjanum Schönfeld. Hann er nú flóttamaður í Eng- landi og vinnur í þessari rann- sóknarstofu. Sagði hann mér að hann teldi íslenzkt síldar- lýsi mjög gott, hreint og tært. Ég get- bætt því við, að við íslendingar þurfum eklci að óttast, að við getum ekki selt síldarlýsi okkar í framtíðinni. Nauðsyn þess er alit af að verða mönnum ljósari og eftirspurnin eftir því vex stöðugt.“ :— Eru miklar' styrjaldar- skemmdir í Liverpool? Framh. á 7. síðu. sina hingað, „Allt er líka gert, sem hægt er, til að greiða fyrir íslenzkum vörukaupum í Banda- ríkjununn. Þannig Ehafa hag- kvæm kjör verið tryggð íslandi um kaup á gúmmii, stáli og öðr- um nauðsynjavörum, og jafnvel hagkvæmari en öðrum þjóðum.“ ,^Mér er það mikil ánægja,“ bætti hann enn fremur við, „að koma aftur hingað til íslands, því að hér á ég marga góða kunningja. Skipti mín við Thor Thors sendiherra og aðra full- trúa íslands í Bandaríkjunum hafa h'ka verið hin vinsamleg- ustu.“ Um þessar mundir er verið að semja um það, að þelming- urinn a£ íslenzku þorskalýsi verði seldur til Bretiands, en hinn helmingurinn til Ame- riku, svo og allt síldarlýsi og síldarmjöl. Allt síidarlýsið og síldarmjölið fer til Bret- lands. Þá hefir líka komið ti! mála að endurnýja fisksölu- samninginn. LÞÝÐUFLOKKSFÉ- LÖGIN boða til sameig- inlegs fundar í kvöld kl. 8 í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Umræðuefnið verðnr: Framboð Alþvðuflokksins I Reykjavík og störf síðasta al- þingis. Fastlega er skorað á flokks- fólk að mæta á fimdinum í kvöld. Ui3. Surpius Marketing Ad- ministration hefir þegar keypt 250 þúsund gærur og hafa þær verið f luttar til Englands. Samn- ingar um kaup á tfleiri íslenzk- um afurðum eru nú á döfinni. Sáðan Hjáhnar Bjömsson og Mr. Lewis settu skrifstofu sína hér á laggimar fyrir U.S. Sur- plus Marketing Administration fyrir hálfu ári síðan, hefir ís- land fengið meira en 84 milljón- ir 807 þúsundir króna fyrir fisk- afurðir, sem Bandaríkin hafa keypt. (Frétt þessi barst blaðinu í gær frá blaðafulltrúa ameríksku sendisveitarinnar.) S|ú»mannadagnrinn er snnnndaginn 7. júni. í>að er i fimmta sinn, sem sjómanna- dagurinn er haldinn hátíðlegur. SJÓMANNADAGURINN er sunnudaginn 7. júní. Það er í fimmta sinn, sem sjómenn halda sinn eigin dag hátíðlegan. Þátttakan hefir alltaf verið geysimikil í há- tíðahöldum sjómanna þennan dag, og má vona, að hún verði ekki minni að þessu sinni. ' Sjómannadagurinn hefir á- kveðið markmið. Tilgangur- inn með honum er að kynna sjómannastéttina og starf hennar, að auka kynningu og samúð sjómanna innbyrðis og að bera fram kröfur og á- hugamál þessarar þýðingar- miklu og giftudrjúgu stéttar. En auk þess starfar sjómanna- dagurinn að því, að koma upp veglegu hvíldarheimili fyrir gamla sjómenn, sem hættir eru störfum, en hafa eytt mestum hluta æfi sinnar á hafinu. Er það göfugt og nauðsynlegt hlut- verk, sem allir telja sér skylt að vinna að með sjómannastétt- inni. Alþýðublaðið hefir haft sam- tal við einn af þeim, sem á sæti \ í sjómannadagsráðinu, og spurt hann um fyrirkomulag hátíða- haldanna að þessu sinni. Þau verða í aðalatriðum á þessá leið: Hátíðahöldin verða með líku sniði og áður. Útifundur verður haldinn á íþróttavellinúm. Þangað á fólk að safnast um kl. 1—IV2. Sjómenn safnast hins vegar saman við Stýrimanna- skólann og ganga þaðan á 1- þróttavöllinn undir fánum sam- taka sinna og íslenzkum fánum. Útifundurinn á íþróttavellinum hefst klukkan 2Vé. Herra Sigur- geir Sigurðsson ibiskup talar þar fyrstur og minnist drukkn- aðra sjómanna. Síðan talar Hall- grímur Jónsson vélstjóri fyrir Framh. á 7. síðu. Bðrain í sveit: Fðrío að Rejkholtí gekk ðgætlega. Þao nrðn bilvcik, sem mest með sér af sæigætt BÖRNIN, sem dvelja á heimilum sumardvalar- nefndar, eru nú sem óðast að fara. í gærmorgun fóru um 100 böm að Reykholti í Borgar- firði, og í dag fara allmörg höm, sem eiga að vera f Stykkishólmi. Börnin, sem fóru að Reyk- holti, lögðu af stað klukkan 9V6 í gærmorgun. Þau fengu sæmi- legt ferðaveður; fengu þau mjólk og 'brauð að Ferstiklu. Að Reykholti komu þau klukkan rúmlega 5. Alþýðublaðið hafði tal af Arngrími Kristjónssyni skóla- stjóra, sem fylgdist með hópn- um. „Ferðin gekk skínandi vel,M sagði 'hann. .Jnítið bar á bílveikþ nema helzt hjá iþeim, sem fengu mikið sælgæti með í nestið —> og þó eru gosdrykkirnir lang- verstir. Nú eru bömin öll glöð og kát. EÞau eru að setjast að matborðunum í hinu veglegá skólaíhúsi. — Það er mikill hár vaði — og anikil kátína —■ og þau hlakka til matarins,“ sagðl Amgrímur að lokum. Svo bað hann Alþýðublaðið að skila kærri kveðju til allra frá börnunum. Loftvarnaæfiog, sem stóð í nrær klokka- stondir samfleytt. Hin fyrirvaralausa LOFTVARNAÆFING, er boðuð bafði verið, fór fram í gærkveldi og hófst með hinu venjulega hættumerki um kl. 9. Vissu menn þá auðvitað ekki, hvort hér var um raunverulega loftárás að ræða eða,bara æf- ingu, og flykktust, eins og vera var, í loftvamabyrgin. En þar var fólkinu haldið I hvorki meira né minna en tvo- klukkutíma samfleytt áður en merki var gefið um, að hættan væri liðin hjá og allir fengu að vita, að um æfingu var að ræða. Blöskraði flestum sú ótrúlega ó- nærgætni við fólk, að halda því, í æfingarskyni einu, svo lengi í loftvarnabyrgjunum og mun á- reiðanlega leitun á dæmum þesar, erlendis, að fólki hafi verið >boð- ið slíkt án þess að ástæða hafi verið til og brýn hætta talin yf» irvofandi. Leikfélagið sýnir GulLna hliðið annað kvöW kl. 8 í siðasta sinm. Bókavarðrraí; . ’ 1 við Ba j. ' .isafn Keýkjavíkur hefir veriu ^_;,}ýst laus til um- sóknai'. Umsóknir- á að senda tíl skrifstofu ix>rgarstjóra fyrir 10„ júní n.k. Leiðrétting. Aðalfundur ■ Útvegsbanka í»- lands verður . haldinn 5. júní n k. Dagsetnlngin hafði misprentazt f hów C VxlnRÍmi í rfwuxi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.