Alþýðublaðið - 28.05.1942, Page 5

Alþýðublaðið - 28.05.1942, Page 5
Fimmtndagur 2g. maí 1942. AJLI»ÝmiBLAÐIÐ ■5 EG FÓR FYRST TIL Hol- lensku Austur-India sem nýgift kona, og ég átti þar heima í meira en fimmtán ár. Ég vildi, að ég gæti látið yður kynnast Austur-Indium, eins og ég þekki þær. En það er ekki auðvelt: í fyrsta lagi býst ég ekki við því, að fólkið geri sér ljóst, hversu stórt og víðlent flæmi Austur-Indíur eru. Það er jafnstórt og frá írlandi til Rússlands og Frakklandi til Norður-Afríku. Fjarlægðirnar eru mældar í svo og svo margra daga siglingu milli eyjanna. En milli staða á eyjunum verður stundum að þræða skógargötur. stundum á hestbaki, en oftar á burðarstóli, sem drengir bera á stöngum, eða farið eftir ám á bátum og flekum, stundum verður að ferðast yfir fjöll. Það er þvá ekki furða, þó að siðir, tungumál, hús og heimili séu mismunandi á öllu þessu flæmi. Jafnvel í borgunum eru mis- munandi þjóðflokkar: Evrópu- menn, Malayar, Kínverjar, Jap- anir og Arabar. Ég taldi mig heppna að mega, sem eiginkona hollenzks emb- ættismanns, ferðast til margra staða á þessum eyjaklasa. Stjómin kann að meta hina lítið áberandi aðstoð konunnar og væntir þess, að konan fari hvert á land, sem eiginmaðurinn er sendur, stofni heimili þar og ali böm sín og ali þau þar upp — að minnsta kosti þar til þau eru tólf ára og send til Hollands til æðra náms. Það getur því þannig farið, að kona eigi heima á fyrstu hjúskaparárum sinum í fenskógunum, en seinna gefur hún nptið allra þæginda borgar- lífsins í Batavíu, Surabaya eða Macassar. En hvar sem þær eru, hollenzku konurnar, vinna þær trúnað, æðri sem lægri, og líta eftir velferð bamanna, leggja eiginmönnum sínum Iið við stjómina og skipulagninguna. Nú ætla ég að skýra frá því, hvernig koma mín var til Vest- ur-Sumatra. Frá því er ég gekk af skips- fjöl og þar til ég kom til hins tilvonandi heimilis míns, var ég full eftirvæntingar. Allt var svo ólíkt því, sem þaö var í Hollandi. Mér var það eins og að koma til annars lands, til ævintýralands. Himininn djúpblár, trén risa- vaxin, vaxin grænum, rauðum og pm-puralitum blöðum, blóm- in stór, pálmarnir háir og vagg- andi. Hinir innfæddu vom lág- róma og gengu berfættir. Börn- in voru með flauelsrnjúk augu og mæðurnar báru þau í eins- konar fatla á mjöðminni. Húsin eru úr bmabus, markaðstorgin vöktu athygli mína, gistihúsin, Höfn í Austur-Indíum Mynd þessi var tekin fjTÍr stríðið í hafnarborg í Austur-Indíum. Konur í E FTIRFARANW grein um siði og hætti í Aust- ur-Indíum er eftir hollenzka konu, Mariu van Ooström Ovede, en hún var gift hol- lenzkum embættismanni, sem dvaldi eystra í 15 ár. Greinm er þýdd úr blaðinu „The Listener“. hrísgrjónarétturinn og margt fleira kom mér ókunnuglega fyrir sjónir. Það þarf ef til vill að minn- ast meira á hrísgrjónaréttinn. Hrísgrjónin koma í staðinn fyr- ir, og þau eru guíusoðin í salti, þangað til þau þrútna út og eru sundurlaus. Auk þess er borið fram kjöt, kjúklingar, villi'bráð, fiskur, soðinn í kókosotíu eða kókosmjólk steiktar baunir og ýmiskonar ávextir, svo sem steiktir bananar. Með öllum réttunum eru borðuð hrísgrjón, og rauður pipar og ýmiskonar ídýfur. Sumar ídýfurnar eru mjög sterkar, en þá er ráð að borða lítið af þeim. Menn þurfa ekki að óttast einhæft fæði. Þeg- ar heitt er í veðri, eru bornir fram svalir og hressandi drykk- ir. Fyrsta ferðalagið mitt inn í landið birti mér ný undrunar- efni. Fyrst, fór ég með járnbraut arlest, því næst var ferðast gegnum djúpa dali, gil, gljúfur, sem voru rök af úða fossanna, Bikavarðarstaðan við Bæjarbókasafn Reykjatvíkur er láus til umsóknar. Byrjunarlaun kr. 5100.00 á ári, auk verðlagsupp- bótar. Umsóknir sendist til skrifstofu minnar fyrir 10. júní næstkomancv — Bargarstjórirm í Reykjavik, 26. mai 1942. Bjami Benediktsson Indium (9 en upp yfir gnæfðu í'jallahnúk- arnir. Lengi fannst mér ég vera eins og í draumi, en. starfið svipti mér aftur inn í heim veru leikans. Ég hafði iært Malayatungu á Hollandi og talaði hana á skip- inu á leiðinni. Á afskekktum stöðum getur svo farið, að em- bættismaður stjórnarinnar sé eini hvíti maðuirinn á löngu svæði. Hann verður því að kunni ofurlítið til lækninga. Sé hann kvæntur maður, lætur hann konu sána annast þann þátt starfsins. Stjórnin lætur hann hafa lyf jakassa og lækn- ingabók. Með lyfjakassann, læfcningabókina og hina tak- mörkuðu kunnáttu í málinu revndi ég að gera það, sem ég gat. Brátt hafði ég komið upp ofurlitilli lækningastofu, og að- sókn varð fljótlega svo mikil, að ég varð að biðja sjúklingana að skipta heimsóknum sínum niður á vikudaga. Þetta voru fyrirmyndar sjúklingar, sem k vörtuðu ekki, hvað sem á dundi. Og þeir voru mjög þakk- látir. Drengur einn hafði meiðst á fæti og var læknaður eftir þrjá mánuði. Hann var svo þakklátur, að hann gekk heim í fæðingarþorp sitt, sem var í einnar dagleiðar fjarlægð, og kom aftur með knippi af banön- um. Nú eru bananar mjög al- gengir á þessum slóðum, en þessir uxu á hans eigin slóðum, og þannig lét hann í ljós þakk- læti sitt. Nú skyldu menn rgtla, að meðal þessara austrænu þjóða væru ahrif konunnar mjög lítil. En reyndar er því ekki þannig farið. Jafnvel þótt kona væri seld fyxir land eða fáeina uxa, var hún ekki metin beiulínis sem verzlunanmra, heldur einnig sem móðir. Þegar dóttir giftist, yfrgefur hún ekki móð- ur sína. í þess stað er nýrri vistarveru -bætt við hina gömlu og þangað flytur tengdasonur- inn. Á húsaþökunum er hægt að sjá, hve margar giftar dætur móðirin á. Á daginn þorir vesl- ings eiginmaðurinn ekki að j koma inn í híbýli sín. Allar eignir erfast í kvenlegg. * Meðal Kínverja eru fjöl- j skylduböndin sterk, og konrnn ■ er unnað mikils frelsis. Þær eru ; ágætis mæður og húsmæður. Þær koma að vísu ekki oft fram á opinberum vettvangi, en þær hafa mikil áhrif bak við tjöldin. Japönsku konumar eiga ef til vill við mest órétti að búa. Margai* neyðast til þess að gerast gleðikonur. Þær lifa hinu j ömurlegasta lífi í hafnarborg- S unum, þar til þœr hafa urinið sér inn nægilega peninga, tU þess að geta komizt upp í sveit, þor sem þær reyna að giftast sem heiðvirðar konux. Smámsaman hefir sá siður komizt á hér á eyjunum, að konur hinna innfæddu flýi til hinna evrópisku kvenna meS vandamál sín. Oft hefi ég verið ljósmóðir. í þakkarskyni hafa konurnar stundum látið heita í höfuðið á mér, ef bamið hefir verið telpa. Margskonar hjátrú er ríkjandi á þessum slóðum í samlrandi við börnhi. Ef móðir á Java missir barn sitt í bemsku álítur hún, að „vondu andarnir“ hafi tekið það. Til þess að biekkja þessa illu anda verði hún að „skipta um eignarétt" á barninu, jafnvel áður en það fæðist, og útnefna aðra konu móður þess. Ég var áliíin kona, sem ,gæfan fylgdi“. Oft var ég kvödd til sængurkvenna og mér var fengið bamið um leið og það var í heiminn borið. Stundum var barnið skilið eft- ir á húsþrepunum. I>ví mæst varð ég að fara með móðurina inn í íverustofu hinna inn- fæddu í húsi mínu og fela barn- ið hennar umsjá þar. Hún lét þá sem hún hefði aldrei séð bamið áður og hrósaði því. — En hve þetta er yrdislegt fearn! Er það ekki dásamlegt! En þegar börn fæðast í Atjeh, kemur faðirinn að rúminu og tekur á mótin hamingjuóskum og gjöfum. En þessir siðir eru nú að deyja út. Okkur finnst fólkið og siðir þess einkennilegir, en við meg- um ekki gleyma því heldur, að við emm því gjörsamlega fram- andi. Mér verður alltaf á að Framh. á 6. síðu. Gætið barnanna, áminnið þau um að fara ekki í her- mannabúðirnar. — Séra Jakob fer ekki ti! ísafjarðar. — Þorsteinn sýslumaður gerir Einar forseta reiðan. ÉG VEL ENN, að gefnu tilefni, vekja máis á því, að foreldr- ar og aðrir aðstandandur barna og unglinga, brýni það fyrir þeim, að heimsaíkja ekki herbúðirnar og hafa yfirleitt, sem, ailra minnst afskipti af hermöniiunum. Þetta er afskaplega nauðsynlegt. Þaö er beinlínis lífshætta fyrir unglinga og alveg eins fullorðna r.ð hafa of náin skipti við hermennina. ÉG SKAL JÁTA, að mig stór- furðar á þvf, hvað fólk virðist hafa litinn skilning á þessu. Þó ætti reynslan að vera búin að kenna fólki. Með þessu er ég alls ekki að segja, að það muni takast, ein- göngu fyrir okkar atbeina, að forða slysum í sambúð okkar við hiixn erlenda her, en við getum ef til vill dregið verulega úr hætt- unni með því að gleyma því ekki, að okkur stafar hætta af hinum framandi mönnum og hinum marg víslegu vopnum þeirra. ÞÁ VEL ÉG í þessu sambandi, minnast á útivenir barnanna á kvöldin. Mig furðar einnig á þvf, hvað börn, sérstaklega drengir, eru seint úti á lcvöldin og hvern- ig þeir haga sér. Þetta er sórstak- lega áberandi við Lækjartorg, — Hótel Heklu og þar í grennd. — Þarna ílækjast drengir auri orpn- ir og nagandi vfnarbrauð og ann- að slíkt allt fram undir kl. 11 á kvöldin. Ég vil láia taka slíka drengi úr umferð og síðan verði aðstandendur þeirra látnir sækja þá í hendur lögreglunnar. Eins og er, er ástandið algerlega óþolandi. SÖGUR HAFA GENGNIÐ um bæinn undanfarið um að sfra Jak- ob Jónsson hefði sótt um brauð á ísafirði, en prestakallið þar er nú iaust, vegna brottfarar séra Marinos Kristinssonar. Hafa þess- ar sögur um séra Jakob vakið all- mikia athygli. ÉG SPURÐI séra Jakob um þetta í gær. Hann sagði: „Þetta er alveg tilhæfulaust. Mér hefir aldrei dottið þetta í hug. Hér er ég og hér verð ég og hér kann ég ágætlega vi<* mig. Starfið í Reykjavík er iiikið og ánægju- legt.“ STARF' EFRI DEILDAR alþing- is, síðaste 'ginn tókst ekki höndugleg". örsetinn, Einar Árnason, . . úr forsetastóli og hafðí þau ummasli, að hann myndi ekiu koma aituv í forsetastólinn. Ástæðan fyrir þessari ákveðnu yfirlýsingu hins virðulega forseta var sú, að Þorsteinn Dalakari flutti ræðu, sem var að efni og búningi á þánn veg, að forseti taldi ekki deildinni samboðið. Fraxnh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.