Alþýðublaðið - 29.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.05.1942, Blaðsíða 7
Fð£tudag’ur :29.: ínaí 1942. aLþyðublaðið ? Bærinn í dag. j Næturlaeknir er Þórarinn Sveins son, ÁsvallagötU 5, sími 2714. Næturvörður er í Laugavegs apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,15.—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Um Chopin (Þórður Kristleifsson söngkennari). 20,55 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir Chopin. 21,10 Erindi: Um lífgun drukkn- aðra manna (Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi). 21.25 Hljómplötur: Píánósónata í c-moll eftir Chopin. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Gjöf til Kvennaskólans. Kona hér í bænum, er stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykja- vík órin 1914—15 og 1916—17, færði mér í gær gjöf, að upphæð 300 kr. i systrasjóð námsmeyja skólans. Ekld vildi gefandinn láta nafns síns getið. Gjöfina og rækt- arsemi þá, sem á bak við liggur í skólans garð, þakka ég kærlega. Forstöðukona. Ðagsbrúnarfundnr verður næstkomandi sunnudag kl. 1% e. h. í Iðnó. Timarit Verkfræðingafélags íslands, gef- ið út af stjorn félagsins, 6. hefti 26. árgangs er nýkomið út. Efni: Um möguleika til öflunar neyzluvatns í Vestmannaeyjum, eftir Trausta Einai’sson, Um hverarannsóknir dr. Þorkels Þorkelssoiiar, eftir sama, Verkfræðideild Háskóla ís- lands, Reikningar Húsmæðrasjóðs V.F.Í. 1940 og 1941 o. fl. Fálkinn, sem kom út í gærs flytur for- síðumynd af Skutulseyri við ísa- fjörð. Þá er grein um S. A. Friid blaðafulltrtúa, grein’ um enskar dómkirkjur _ Durham, York og Lincoln og Fyrsta mótlætið, smá- saga eftir Per Kellberg, Flugher- inn er lykill að sigriniun, Fyrsta loftárásin, Hann félck það, sem hann vildi, smásaga eftir Leif Kloed Brein, Prinsessan með langa hárið o. m. fl. • Operettan Nitouche var sýnd annan hvítasunnudag við ágætar undirtelctir áhorfenda. Þessi skemmtilega óperetta liefir unnið sér miklar vinsældir hér sakir léttrar gamansemi og hinna skoplegu söngva. Meðferð leikara er með ágætum og leikstjóm hin prýðilegasta. Operettan iverður sýnd nokkrum sinnum og má bú- ast við, að húsfyllir verði á hverri sýningu. Skátar vígðu skála simn að' • Úlfljóts vatni s.l. sunnudag. Fóru iþá 65 skátar þangað austur eftir til þess að undirbúa þar sumardvöl skáta Jafnframt tóku þeir til afnota vél- bát, sem skátum hafði verið gefinn. Leiðrétting. í grein Finns Jónssonar I blaðinu í gær var villa. Átti að standa „rúnnfiskur“, en ekki grunnfisk- tir. Barnavinafélagið Sumargjöf rekur sumardag- heimili fýrir börn á aldrinum 2V2 —5 ára frá 1. júní n.k. í Grænu- borg, Vesturborg og Tjarnarborg. Innritun fer fram næstu daga frá kl. 1—3 í Grænuborg, sími 4860, og í Tjarnarbörg', sími 5798. Revyan Halló, Ameríka! sem skemmt hefir fólki í vetur, verður sýnd í kvöld í síðasta sinn. Aðalkraftar revyunnar eru nú að fara úr basiium, svo þetta vérður síðasta tækifærið til þess að hiæja sig máttlausan að þremenningun- um Halla, Brynjólfi og Alfreð, aö Lárusi Ingólfssyni ógleymdum í öllum haiis gerfum. Frh, af 2. síðu. spilla árangrinum af starfi okk- ár.“ Þetta ságði framkvæmda- stjóri lóftvarnanefndar. Al- menningur mun þó ekki sann- færast af yfirlýsingu hans um það, að loftvarnaæfing þurfi að vera svo löng, sem hún var á miðvikudagskvöld. Það er ótrú- legt í meira lagi, að ekki sé hægt að anna fyrirfram ákveðn- um verkum, sem auk þess eru eingöngu til þess að sýnast, á styttri tíma en tveimur klukku- stundum. Og þó að almenningur myndi að sjálfsögðu í alvörutil- felli ekki æðrast yfir því, að þurfa að vera tvo klulíkutíma í loftvarnabyrgjum, mun hann á- reiðanlega frábiðja sér aðra slíka loftvarnaæfingu. Flugmálin Frámh. af 2. síðu. Launagreiðslur kr. 55 073,09. Benzín og olíur kr. 52 452,57. Vátryggingar kr. 29 436,75 og afskriftir kr. 41 527,91. Framkvæmdastjóri gaf skýrslu um flugið á árinu. Sjóflugvélin TF—SGL flutti 863 farþega; landflugvélin TF—-ÖRN flutti 199 farþega eða samtals 1062 farþegar fluttir á árinu. Fluttur var póstur með flug- vélunum, er nam samtals 1386 kg. Annar flutningur nam tæp- um 11 smálestum. Flugdagar á árinu voru: Sjóflugvélin TF— SGL 184. Landflugvélin TF— ÖRN 49, eða samtals 233 flug- dagar á árinu. \ \ • Alls hófu flugvélarnar sig til flugs 766 sinnum og flugu þær samtals 967 klst. eða ca. 177000 km. Sðían gaf framkvæmdastjóri skýrslu um kaup á hinni nýju flugvél félagsins. Stjórn félagsins var öll end- urkosin, en hana skipa: Bergur G. Gíslason formaður, Jakob Frímannsson, Kristján Krist- jánsson, Agnar E. Kofoed Han- sen og Örn O. Johnson. Varamaður var kjörinn Vil- hjálmur Þór bankastjóri. End- urskoðendur voru kosnir þeir Magnús Andrésson fulltrúi og Svanbjörn Frímannsson aðal- gjaldkeri. Bárnakórinn Framh. af 2. síðu. kórsins,'; ;.og stjórnandá hans, Guðjón Bjarnason, og spurði hann um þessa fyrírhuguðu ferð Hann sagði: ..Við höfum lengi haft í huga að efna tiLfárar út um land. Og nú verður loksins af því. Við verðtim 28 saman í förinni, þar af 27 böón, :Það yngsta er 10 ára og það elzta 14 ára. Ýngsta barnið er helzti einsöngvari pk-kar', lítill, efnilegur söngvari. Við bVrium þessa för okkar með því að fara á föstudagskvöld. til Vifilstaða og þar munu börn- in syngja'fyrir sjúklingana. Við teljurh að árnaðaróskir 'sjúkling anna á Vífilsstöðum muni reyn- ast okkur gott vegánesti. Við höfum líka' í hyggju að heim- sækja hvert eitt og einasta sjúkrahús, sem verður á vegi okkar og syngja fvrir sjúkl- inganna. Við förum með Fagra- nesinu á lagardágsmorguninn, snemma, upp á Akranes. Þar tökum við svo bifreið, sem verð- ur með okkur í allri ferðinni. Við syngjum svo á Akranesi, í Borgamesi, á Blönduósi, Sauð- árkróki, Akureyri, Dalvík, Húsa vík, Reyðarfirði og Norðfirði og Seyðisfirði, ef við komumst þangað“. —- Og hvað ætlið þið að syngja? ,,Við syngjum aðallega lög, sem vel éru fallin fyrir barns- raddir. Flest eru það alkunn kvæði og alkunn lög, ákaflega heillandi .og mjög vjnsæl með þjóðinni. Ég vil taka það fram, að þessi för okkar hefir verið vel undirbúin. Allstaðar, þar sem við komum hafa skólastjór- arnir undirbúið kornu okkar. Við munum svo, reyna að láta komu okkar ekki skapa von- brigði. Börnin mimu einnig skemmta með hljóðfæraslættí, bæði með því að ieika á strengja hljóðfæri og á píanó.“ j — Það er ekki ólíklegt að : ferðasaga ykkar gæti orðið I skemmtileg. ,,Við höfum líka efnt til sam keppni um 'beztu ferðasöguna og fengið góða rnenn til að dæma um.“ Reykvíkingar munu óska hinum ungu söngvurum góðrar ferðar. Bengalflói. X -*9. & \ * RANGOON*- \ r- 3 MARTAUAN > Marlal i Kort iþetta sýnir Bengalflóa, þar sem Japanir sækja með- fram ströndinni til Indlands. Örin sýnir sjóleiðina til hafn- arinnar Akyag, sem er á valdi Japana. Jarðarför mannxins mins BJÖRNS BJARNASONAR byggingameistara fer frain frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 30. maL Athöfn.iu hefst að heimili hans, Séivógsgötu 3, kl. Z eftir hádegL Guðbjörg Bergsteinsdéttir. Jarðarför mannsins míns- . • ... . . BERGS JÓNSSONAR fyrv. skipstjóra fer fmin. fxri Dómki.rk.þmni laugardagimi 30.' maí. Athöfnip. hefst að heimili hans, Bókhlöðustíg 6 C, kl, IVz eftir hádegi. Jarðáð verður í gamla kirkjugarðinum. Þóra Magnúsdóttir. Skrifstofur vorar 1■ \ . eru lokaðaic i dag 'kl. 2 — 4 vefiaia jarðarfararo Vélsmiðjan Héðini h. f. Uiiollogar geta fengið atvinnu við að bera Alþýðublaðið út til kaupenda. Talið við afgreiðsluna sem fyrst. Ljóðmæli Magnðsar Gíslasooar. NÝLEGA eru út komin Ijóð- mælí eftir Magnús Gísla- son frá Króki í Grafningi. Er Magnús fyrir löngu kunnur orð- inn fyrir kveðskap sinn, og mun þessi bók hans auka skáldheið- ur hans en skerða eigi. Ég hefi að vísú ekki átt þess kost að bera hana saman við fyrri kvæðabækur hans, en hefi þó ástæðu til að ætla, að hún segi frá meiri þroska, bæði í hugsun og máli, en hinar fyrri. Sum kvæðin í þessari bók eru gamlir kunningjar, svo sem „Nótt“ og „Stjama, stjörnu fegri“, en bæði þau kvæði eru alþekkt. undir hinum fögru lögum, sem tónskáldin haí'a sarnið við þau. Mér virðist aðalstyrkur Magh- úsar skálds frá Króki vera fólg- inn í allmikilli rímleikni og í hæfileika til að vera stuttorður og gagnorður (kjarnorður), og eru því í sumum kvæðum hans góðir glampar, sem sætta les- andann við annað, sem ef til vill hefði að skaðlausu mátt missa sig. Allur mannjöfnuður er afar hæpinn og verður aldrei réttlát- ur, og hið sama er að segja um ■skáldin. Þau á að dæma, hvert fyxir sig, með tilliti til þess, hver' þroskaskilyrði þeirra eru og hafa verið, og hvernig þeim hefir tekizt að vinna úr þeim þroskaskilyrðum. Flest skáld hafa og til síns ágætis nokkuð, þótt svo ólík séu, að næstum því megi tala um algerar and- stæður, og hefi ég aldrei getað skilið þá menn, sem virðast vilja setja öllum skáldum sömu reglur og „standardisera“ allan skáldskap, bæði að efni og formi. Þegar tekið er tillit til þess, hver lífskjör Magnús Gíslason frá Króki hefir átt við að búa u mdagana, verður niðurstaðan sú, að hann sé skáld, — meira að segja gott skáld. Grétar Fells. Kappleikirnir ' Frh. af 2. síðu. opnar í kvöld til klukkan 8 hefst kappleikurinn milli KR og Víkings, sem verður í kvöld, ekki fyrr en klukkan 9. Annað kvöld keppa svo Frara og Valur, en enn hefir V nn ekki verið ákveðinn. vita að æfilöng gæfa fylgir hringimum frá SIGURÞÓR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.