Alþýðublaðið - 29.05.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.05.1942, Blaðsíða 8
9 : VIÐ erum brjóstumkennaiu legir, karlmennimir. Þeg- ar við jæðumst fá mæður okk- ar öll blómin og gullhamrana. Þegar við kvænumst fá brúðir okkar gjafirnar. Og þegar við deyjum fá ekkjur okkar líf- tryggingargjaldið. 1 * “HALLÓ” í HOLLANDl OLLENZKÚR föðurlands- vinur í Arnhem sá naz- izta ganga fylktu liði fram hjá. Hann hrópaði: ,,Halló,“ og var dæmdur í þrælkunarvinnu fyr- ir. ,Jíalló“ er algengt orð í Hol- landi, en er tvírætt. í orðinu eru upphafsstafimir í orðun- um .hang ailo landverraters op‘, sem þýðir: hengið alla land- ráðamenn! • GAPASTOKKUR t RVÍK. ER getið 101/7 um gapastokk í R.- vík. En í hann voru menn sett- ir fyrir óspektir og aðra óknytti. Er t. d. getið um, að Óltzfur nokkur Jónsson í Suðurbænum hafi verið settur í gapastokk- inn eina klukkustund fyrir. slagsmál. Annar maður var settur í hann fyrir stuld á hesti til brúkunar. Þá voru hér tveir lögreglu- þjónar, báðir danskir, og ann- ar þeirra skómakari að iðn. — Þeir gengu .í einkennisbúningi, var það rauður kjóll með græn- um kraga. Næturvörður hafði þá verið hér í bænum í mörg ár. Embættistákn hans var „vaktarastaung“, þ. e. gadda- kylfa. Hann átti að vera kom- inn á plássið kl. 10 á kvöldin og vakta til kl. 5 á morgnaua. Fyrsta „býfógeta“ sinn fékk Reykjavík árið 1803. Þá.voru íbúar bæjarins rúmlega 300. * ' ROSSEV-ELT FORSETI HEFIR MIKLAR MÆTUR Á ÞESS- ARI SÖGU: OKKRIR NEGRAR gengu um götu í Washingion. Þá heyrðist allt í einu þytur í lög- regluflautum og svört bifreið kom þjótandi eftir strætinu, en átta bifhjól fylgdu henni fast. Einum negranum ofbauð þessi gauragangur í lögreglunni og spurði félaga sinn, hver væri í bifreiðinni. ,JÞú ert meiri sveitamaður- inn,“ sagði hinn, „þetta er for- seti Bandaríkjanna.“ „Svo, aumingja maðurinn,“ sagði þá sá, sem spurði. „Hvað hefir hann nú gert af sér?“ * FLJ ÓTSDALSH ÉRAÐ. G hefi spurt þrjá menn, sem farið höfðu um allt ísland, hvar þeim þætti fríð- ast. Þorkell Hoppe og Jónas Hallgrímsson sögðu hiklaust: í Fljótsdalshéraði, en Bjöm Gunnlaugsson hugsaði sig um og sagði: „Ég held á Fljótsdals- héraði.“ (P. Melsted). Ai-ÞYPUBtAPH) fangamun, og tíxninn var mik- ils virði. •— Rockinghaxn hlýtur að sagði Harry. — Þess sáust merki í berbergi hans, og blóð- slóðin lá fram ganginn, en þar hvarf hún skyndilega og við fundum hann hvergi. Hann hlýtur að hafa komizt undan og ef til vill farið með þorpur- unum á skipinu, enda þótt ég efist um það. Þeir hljóta að hafa notað einhverja vík við ána sem hæli og felustað tím- um saman. Bara að við hefð- um vitað um það, þá hefðu þeir fengið ósvikna i*efsingu. Hann strauk á sér handar- bakið og minntist nú þess allt í einu, að Mk stóð uppi í hús- inu, og það var ekki viðeig- andi að tala hátt og blóta í nær- veru dauðans. Hann lækkaði því röddina og sagði: — Vesl- ings Rockingham. Ég veit ekki, hvernig við förum að komast af án hans. Loks tók hún til máls og röddin var ókennileg, eins og hún væri að þylja lexíu, sem hún hefði lært utan að. — Hvernig náðist hann? spurði hún, og nú var hundur- inn aftur farinn að sleikja hönd hennar, en hún varð þess ekki vör. — Þú átt við franska ræn- ingjaforingjann? sagði Harry. — Viö héldum, að þú myndir geta gefið okkur einhverjar upplýsingar um það, af því að þú varst hjá honum inni í saln- um. En við gátum ekki spurt þig, þú varst svo undarleg. Eg sagði við Eustick, að þú hefðir orðið að þola svo mikið þessa nótt, að það væri bezt að loía þér að jafna þig. Seinna skyldi ég spyrja þig að því. Hún spennfi greipar í kjöltu sér og sagði: — Hann fékk mér aftur eymahringana mína, það var allt og sumt. — Jæja, sagði Harry — var það allt og surnt? En þá hlýtur hann að hafa komið aftur og reynt að elta þig upp stigarm. Ef til vill manstu ekki, að það leið yfir þig á loftinu yfir stig- anum. En þá hefir Harry komið að í því og gizkað á, hvað þorp- arinn hafði í hyggju, því að hann hefir ráðizt á þrjótinn og í þeim bardaga hefir hann látið lífið. Dona þagði stúndarkom og horfði á hönd Harrys, en hann var að strjúka hundunum. — Hvað gerðist svo spurði hún um leið og hún léit und- an og horfði yfir engin. — Rockingham sá líka fyrir því. Þetta var allt frá upphafi ráðagerð hans. Hann stakk upp á þessu við Eustick og Godolph- in, þegar við hittumst í Helston. — Setjið mexm á vörð við ströndina, sagði hann — og hafið báta tilbúna, og ef skip er uppi í ánni, þá siglír það einhvemtíma út með flóði, og þá ætti að vera hægt að ná því. En í stað þess að ná skip- inu, náðum við ræningjafor- íngjanum. Og hann hló og kleip í eyr- un á hundinum. —Já, við náðum ræningja- foringjanum, og við héngjum hann fyrir rán og morð. Og eft- ir það getur fólk fengið að sofa í friði. Dona sagði: Var hann særður? Ég skil ekki vel, hvem- ig þið hafið náð honum. — Særður! Hamingjan góða! Nei, ég held nú síður. Hann fékk enga skrámu og verður hengdur í heilu lagi ,svo að hann gæti fengið að kynnast því, hvernig það er, þegar snaran fer að þrengja að. Þetta ferðalag hans hingað upp eftir hefir tafið fyrir honum, og liann og þessir þrír þorparar, sem komu hingað voru á leiðinni niður að Helford til þess að komast um borð í skipið, sem var úti á miðri á. Hann hlýtur að hafa sagt skipshöfn sinni að sigla af stað, meðan fcann væri fjarver- andi. Þegar Eustick og hinir komu á staðirm, þar sem þeir höíðu ákveðið að hittast, var sldpið úti í'' miöri ánni, og fé- lagar hans vom að synda út að því, en hann stóð á ströndinni, stálharður, og barðist við tvo af mönnum okkar, meðan menn hans syntu burtu. Hann kallaði til þeii'ra, meðan þeir voru á leiðinni, og enda þótt bátarnir okkar væru tilbúnir á strönd- inni, urðum við þó of seinir á okkur og náðum ekki þorpar- unum og misstum af skipinu. Það sigldi út úr mynni árinn- ar með stórstreymi og æsibyr þandi seglin og ræningjaforing- inn borfði á það sigla burtu, og hann hló, að því er Eustick sagði. Meðan Harry lét dæluna ganga, fannst Donu hún geta séð fyrir hugarsjónum sínum ána, þar sem hún breikkaði og íéll út í sjóinn, og hún heyrðí vindinn þjóta í reiðanum á Máf- inum, þegar hann sigldi í óska byr burtu, en í þetta skipti sigldi hann án skipstjóra, í þetta sinn vantaði sjóræningj- ana foringja sinn. Pierre Blanc, Edmont Vacquier og hinir höfðu skilið hann þarna eftir á ströndinni, af því að hann hafði skipað þeim það, og hún gizk- aði á hver orð hans hefðu ver- ið, þar sem hann stóð þarna á ströndinni andspænis óvinum sínum, roeðan þeir syntu út í skipið. Hann hafði bjargað á- höfn sinni, hann hafði bjargað skipi sínu og jafnvel núna, í hvaða fangelsi sem hann væri, var hann að hugsa eitthvert ráð til þess að sleppa, og henni var það ljóst, að hún var ekki hrædd lengur, því að það, — hvemig hann hafði verið tekirm fastur, hafði kæft allan ótta hennar. — Hvert hafa þeir farið rneð hann? spurði hún og stóð nú I Fostudagur 29. maí liM&. ■B NYJA bio b s BGAMLA BföBI Blóð og miw Heitt blóö CBIood and SandQ Axneríksk stórmynd gerð (Untamed) eftir samnefndri skáldsögu Aðalhlutverk leika: eftír Vicente Blaseo Shauer Ray Milland Myndin er tekin í eðUiegum Patrkia Morison litum Akim Tamiroff Aoainlutverkín ieika: Tyrone Power Sýnd kl. 7 og 9. Linda Damell Framhaldssýning Rita Hayworth kl. 3Mi—ðVi. HVER MYRTJ Sýnd kl. 4, 6,30 og 9. I STELLU TRENT? I Börn innan 12 ára fá ékki Böm yngri en 12 ára fa ekki | aðgang. aðgang. á fætur og fleygði á jörðina sj.il- inu, sem Harry hafði sveipað um herðar henni. Hann sagði: George Godolphin hefir hann i sinui vörzlu, og hans er strang- lega gætt, og þeir ætla að flytja hann til Exeter eða Bristol þegar liðssveitin kemur efíir honum, eftir tvo sólarhringa. — Og hvað svo? — Og hvað svo? Auðvitað ætla þeir að hengja hann, — Dona, nema Eustick og George taki ómakið af hermönnum hans hátignar og hengi hann um hádegi á laugardag. öðrum til viðvörunar. Þau fóru inn í húsið, og nú stóð hún þar, sem liún hafði staðið, þegar hann kvaddi hana, og hún sagði: — Yrði það ekki andstætt: lögum og réttarfari? — Að vísu.r svaraði hann, en ég býst ekki við því, að hans hátign myndi. taka hart á þeim fyrir það. Það verður að hafa hraðann á, hugsaði hún, og eitthvað verður að gera. Hún mimitist þess, sem hann hafði sagt, að það, sem stundum virtist mest áhætta, heppnaðist oft vonuxn. framar. Þetta var ráð, sem hún. varð nú að fylgja og endurtaka með sjálfri sér hvað eftir ann- að næstu klukkutímana, því a‘ö ef nokkuð virtist með öllu von- laust 1 þessum heimi, þá var LATI SNATI. eru búnir að eyða öllum músum, svo að hér hafa kettirnir ekjkert að gera“. „Það var skemmtilegt að heyra, eða hitt þá heldur!“ sögðu hirðmennirnir. „Hvað eigum við nú að gera^ Við verðum að komast til Álfheima fyrir sclarupprás. Við höfum lofað að borða morgunverð með álfakónginum og drottn- ingunni.“ Álfakónginum og drottning- unni! En hve Snata langaði til að sjá þau! En ailt í einu datt honum dálítið gott í hug. Það var að bjóðast til að draga vagninn í staðinn fyrir halta köttinn. Þá kæmist hann til hallar álfakóngsins og þar sæi hann konungshjónunum kann- ske bregða fyrir rétt sem snöggvast áður en hann snéri aftur heim í óvistlega heliis- skútann sinn. „Ég skal koma í staðinn fvr- ir halía köttinn/1 sagði hann við ferðamennina. „Þú!“ hrópuðu þeir. „En þú ert álfahundur og allt of fínn til þess að draga vagn eins og dráttarköttur," „O, sei, sei, nei, nei, ég er ekkert of fínn,“ sagði Snati lít- illátur. „Ég hélt einu sinni, að ég væri voða fínn, en nú veit ég vel, að ég er það ekki. Mér er sönn ánægja að því að gera þetta fyrir ykkur.“ Kóngssyninum, sem stjóm- aði ferðinní, var sagt frá þessu, og hann samþykkti það, að Snati kæmi í staðinn fyrir halta köttinn. Svo voru aktygi lögð á litla hundinn og lagt af stað aftur. Áður en langt um leið komu þeitf að hliðum Álfheima og Snati gelti af gleði, þegar hann sá álfana aftur, og faann hljóp eins hart og hann gat. eftir þjóðveginum. Og kettirnir ,sem drógu vagnana með honum, hlupu: líka hart, svo að þeir þutu eftir veginum eins og stormbylur. Þeir brunuðu heim á hiaðið hjá kóngshöllinni rétt í sama mund og hringt var til morgun- verðar, og kóngssonurinn * lét þeyta lúður til þess að tilkynna komu þeirra. Konungshjónin komu fram á tröppurnar, til að taka á móti gestunum. Ingibjörg litla, dótt- ir þeirra hoppaði niður tröpp- urnar og það fyrsta, sem hún. sá, var Snati — og hugsið ykk- ur bara, — hann var allux* mjallahvítur, frá trýni og aftur á rófubrodd! Hausinn á honum hafði skipt um lit á leiðinni inn. í Álfheima! „Sko, iítið þið bara á!“ hróp- aði Ingibjörg. „Þettá er hann Snati okkar! Hann var kola- bik-svartur þegar hann fór frá okkur, en nú er hann orðinn snjóhvítur eins og hann var áð- ur. Elsku Snati minn, ég hefi saknað þín svo mikið!“ ,,Þessi litli hundur fcauðst til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.