Alþýðublaðið - 30.05.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1942, Blaðsíða 4
ALÞY&UBiAOte Laugardagur 30. mai 1942» ÚtgetraMi AIþi#nflokkoitBU KHatjdrt: Stefán PJetnxsson RttetJóra og afgreiðsla 1 Al- þýðuhiúsinu viö Hverfisgötu Sfmar ritetjótrrar: 4901 og 4802 Símar afgreiðslu: 4000 og 4066 VerS í lausasolu 25 aura. AS^ýSnjHreatsBSiSjaB &. 1 Sumar án sumarleyfis. NÚ virðist sumarveðráttan vera að koma, eftir hvíta- sunnugarðinn. „Strætin syngja. Gatan glóir. Grasið vex á Arn- arhól." Allir, serh búa í binni rykugu og illa hirtu höfuðborg, hugsa nú um sumarferðir og sveita- dvöl, því að þrátt fyrir fullyrð- ingar Framsóknarburgeisanna hérna/í Reykjavík um fyrirlitn- ingu okkar malarbúanna á sveitunum og „dreifbýlinu," þráum við öll að komast á grænan blett um hásumarið, og 'heimsækja ættíngja okkar og vini, sem í sveitinni búa. Og stríðsgróðabraskararnir, útgerðarburgeisarnir, ' sem græða á stærstu útflutnhigsaf- urðum okkar, heildsalarnir, sem græða á vörum, allt frá brýnustu nauðsynjavörum nið- ur í 150 krónu brúður, menn- irnir, sem Framsóknarbrodd- arnir hafa verið að hlaða undir í skattalöggjöf ár eftir ár, á kostnað #bændastéttarinnar og verkamannastéttarinnar, — þessir menn eru ekki í vand- ræðum með að njóta góðs af sólu og sumri. Nú senda þeir vikapiltinn sinn út, til þess að fægja 30 þúsund króna bílinn, og eftir 10 mínútur bruna þeir upp í sveitasetur sín, sumarvill- urnar, renna færi í á, sem þeir leigja fyrir nokkur þúsund krónur á ári, og taka lífinu ró- lega. Þeim er óhætt, þessum mönnum. Þeir hafa tryggt það, að það er unnið í Reykjavík, þótt þeir bregði sér frá. Þeir hafa tryggt sér völd með at- kvæði sínu, en þó umfram allt með fjármagni sínu. Þeir hafa fulltrúa á löggjafarsamkomu þjóðarinnar og í þýðingarmikl- um nefndum, sem eru þess um- komnir að drepa þurftarmál verkalýðsins. —, í dag skrifum við ártalið 1942, en verkalýður ísíands á engan rétt til sumar- leyfis. Mennirnir, sem þjóta í „lúxusbílunum" milli „lúxus- hallanna" sinna í höfuðborg- inni og „lúxusvilla" sinna í sveitinni, hafa séð fyrir því. Fulltrúi Alþýðuflokksins í samstjórninni, sem sat fram yfir síðustu áramót, gerði ráð- stafanir til undirbúnings lög- gjafar um orlof verkamanna, og þingmenn Alþýðuflokksins höfðu flutt málið og fylgt því eftir á alþingi. Milliþinganefnd var seli í málið, og þeír sem vildu það feígt, þorðu ekki að láta það upp fyrst í stað. En fulltrúi Vinnuveitendaf élagsins í þessari nefnd sýndi fljótt Annnupdur Gislason: Framf arasióðnr ikranes og ðlafnr B. Bjðrnsson. ÞANN 11. þ. m., í 2. tbl. „Akraness", skrifar Ólaf- ur. B. Björnsson nokkrar línur, sem eiga að vera svar við grein minni í Alþýðublaðinu 2: maí s. 1., sem fjallaði um frumvarp hans um stofnun Framfárasjóðs Akraness. í þessu svo kallaða svari sínu leikur hann allmjög á lægri nótur, en þegar hann fylgir frumvarpinu úr hlaði, því nú talar hann aðeins um 30— 40 þúsund krónur, sem stofna eigi sjóðinn með, og að minnsta kosti kr. 5000.00 — fimm þús- und krónur — árlega úr bæjar- sjóði. Hversvegna að fylgja ekki 5% ákvæðinu, ef þetta er eins mikill bjargráðasjóður og hann heldur fram? Því meiri farsæld ætti hann að leiða yfir Akranes, sem meira væri í hann lagt: jafnvel ætti að leggja öll útsvör og allt, sem bæjarsjóði fellur til í gjöldum í þennan sjóð, og taka svo bara lán hjá honum eftir því, sem bærinn þyrfti með, þá mundu Akranesingar víst ekki þurfa að kvíða fram- tíðinni. Ekki get ég séð, að'þessi litla upphæð, 30—40 þúsund krónur, að viðbætttim kr. 5- þúsund árlega verði á næst- unní slík f járfúlga að hún þekji Akranes gulli og grœnum skóg- um, enda virðist hugmyndin í frumvarpinu vera meira sú, að hugsa um hag óborinna kyn- slóða, en okkur, sem nú lifum. Er þetta að vísu göf ugt og gott og nær sjálfsagt lengra en sú dyggð, að hugsa meira um aðra, þ. é, samtfíðaranenjn sína, en sjálfan sig. Þarna, skilur okkur Ólaf nokkuð á. Ég er þeirrar skoðunar, að hverri kynslóð sé það fyrir beztu að brjóta ísinn, og ráða fram úr sínum" vanda- málum sjálf, og vera ekki bund- in um það neinum skorðum af forfeðrum sínum, énda treysti ég því, að kostir okkar, sem nú lifum, þar á meðal vit og fyrir- hyggja muni ganga í erfðir til afkomendanna, og sé því á- stæðulaust að bera kvíðboga fyrir afkomu þeirra. Þá vil ég snúa mér að svafi 01. B. Björnssonar, sem er mjög stutt og hnekkir í engu því, sem ég sagði í grein minni 2. maí. Þetta svar hefir inni að halda tvær blekkingar, að vísu ekki fyrirferðarmiklar, en talsvert ísmeygilegar. Hann segir: „Hug- mynd Arnmundar er sú, að þær 30—40 þúsund krónur, sem hugsað er'að stofna sjóðinn með, og árlegum greiðslum til hans, sé betur varið til lækkunar ár- legum útsvörum, — og það er rangt að upphæðin sé bundin við 5%." í grein minni hafði fallið úr í sambandi við árs- greiðsluna ,,allt að", sem gefur þó heimild, enda má sjá það síðar í grern minni að ég hefi þetta í huga. Ég segi þar á ein- um stað: „Ef 5% ákvæðinu er fylgt." Þessi niðurstaða Ól. B. Björnssonar um hugmynd „mína" er hreinasta blekking, og gerð til að koma sér undan að ræða málið frá raunsæju sjónarmiði. Ég minnist hvergi á það í grein" minni, að ég vilji ekki að þessar upphæðir séu lagðar til hhðar. Nei, slíkt er alls fjarri mér, Ég tel brýna nauðsyn á því, að hrepps- og bæjarfélög geti lagt fé í sjóði, þegar vel árar, og að þeim beri að gera það. En ég vil, að það sér hægt að leggja slíkt af- gangsfé í bahkastofnanir eða ávaxta það á annan hagkvæman hátt í nafni bæjarins eða hrepps ins sjálfs, og þá féllu auðvitað vexjbir og vaxtavextir af þessu fé til bæjarsjóðs í þessu til- felli og er ekki annað hægt að sjá, efr að þetta gerði sama gagn, hvað framkvæmdir snert- ir, eins K)g þótt stofnaður væri sérstakur sjóður í þessu skyni. Þegar Ólafur, hefir skýrt frá hver sé mín hugmynd, kemst hann svo að orði: „Sjónarmið okkár hinna, — ég held að með- töldum flokksbræðrum Arn- mundar, er hinsvegar alveg gagnstætt þessu" — „Við teljum að fjárhagsafkoma almennings og bæjarfélagsins leyfi þetta einmitt nú, — þrátt fyrir stór- auknar framkvæmdir. — Við teljum bæjarfélaginu heldur heldur ekki ofvaxið að leggja fram a. m. k. 5000 krónur á ári í slíkan sjóð — og þá fyrst og Nú er tækifæríð að ráða sig í kaupavinnu KONUE OG KAKLMENN geta valið úr stoðnm víðs,s;.v^gaí^am landið. —Dragið ekki að ráða ykkiur, ef þið ætlið að vinna við landbúnaðar- störf, þar til það erum seinan. Nokkrir tugir pilta^ ,12-—1.4 ára, geta fengið atvinnu nú þegar. RÁÐNINGABSTOFA LANDBÚNAÐAEINS er opin frá kl. 9—12 og frá 12^—6 og frá kl. 7—8 e. h. frá og með 1. júní. Ráðningarstofa landbúnaðarins. Hás Búnaðarfélags ísiands, Lækjargöta 14 B. Sínii: 2718. fremst af því, að það á ekki að verða eyðslueyrir". Ég er 0. B. B. sammála um það, að betri tímar til að leggja fé til hliðar séu ekki og munu ekki verða en einmitt nú, en ég vil ekki að það sé gert á sama hátt og hann hugsar sér, held- ur eins og ég hefi minnzt á hér að framan. Sumir virðist haldn- ir þeirri hjákátlegu trú, að það, að safna fé í vissa sjóði, sé að skapa peninga., Að þetta komi sem sagt ekki við neým mann fjárhagslega, og að þeir pen- ingar, sem þarna safnist, væru að öðrum kosti alls ekki til. Auðvitað er þetta hin herfilegi asta fjarstæða. Enginn eyrir safnast svo á hönd eins, að ein- hver annar hafi ekki eyrinum minna — þeim mun meira, sem ein verzlun græðir vegna o£" hárrar álagningar, þeim muE minni peningar eru afgangs. hjá viðskiptavinunum, þv£ meira sem eitt fyrirtæki græðir vegna hárra vax%a, þeim mua erfiðari eru kjör lántakendanna o. s. frv. Nákvæmlega gildir sama um Framfarasjóðinn — því meira, fé, sem í hann er lagt, og því meira, sem í hann safnast, a8 undanteknum beinum einka- gjöfum — þeim mun minna fé- hefir bæjarsjóður umleikis, þv£ allt 'það fé, sem Framfarasjóð-- ur hefir í sínum fórum, er frát bæjarsjðði runnið, nema einka- gjafir, ef um er áð ræða, — þv£ Framh. á 6. síðu. hvers er að vænta úr þeirri átt. Hann gerði ágreining og sýndi berlega, að hann og umbjóð- endur haps i>áru fjandskapar- hug í brjósti til málsins. En meirihlufci nefndarinnar skilaði áliti um orlof verkamanna. Kröfurnar voru hóflegar, 12 daga orlof á ári fyrir erfiðis- mennina, Norðurlandaþjóðirn- ar, sem lengst hafa komizt allra þjóða í verkalýðslöggjöf, hafa hliðstæð ákvæði um orlof. Málið virtist því enn á góðri leið, þrátt fyrir mótstöðu at- vinnurekenda. En þá reyndist erfiðasti spölurinn eftir. Miilið var kæft á hinu nýafstaðna þingi, þrátt fyrir örugga baráttu Alþýðuflokksþingmanna. Eggert Claessen og þeir, sem hann er fulltrúi fyrir,.höfðú'sitt"fram — í bili. Andstæðingar verkalýðs- hreyfingarinnar í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum segja, að verkamenn velti sér í peningum. Þess vegna berj- ast þeir við að láta byrðar dýr- tíðar og stríðs lenda á herðum verkalýðsins. Þeir geta ekki unnt þessu^. „tekjuháu" verka- mönnum þess að fá hálfrar ann- arrar viku frí frá stritinu, sem virðist þeim þó næstum of gott. En þetta m£l er vakið verka- menn, og við látum það ekki niður falla. *** JÓNAS FRÁ HRIFLU hefir nú um skeið verið undir smásjá — ekki aðeins tveggja stórvelda, eins og við allir, héld- ur og Sigurðar Nordak prófess- ors, og höfum við þegar fengið að sjá nokkrar einkar eftirtekt- arverðar myndir af Framsókn- arhöfðingjanum, sem prófessor- inn hefir tekið við þá skoðun. Hér á eftir fer sú síðasta, sem birt, var í Morgunblaðinu í fyrradag: „Kunnugir meam vita, að hann (þ. e. J. J.) ætlaði sér í æsku að brjótast gegnum menntaskóla og afla sér háskólameimtunar. Hon- um var synjað um inntöku í meimtaskólann fyrir misskilning þáverandi rektors og tók þá synj- un í einangrun sinnl fyrir norðan sem fullan úrskurð. Þetta var ranglæti, óhappaverk. Bæði Jónasi og þjóðirmi má vorkenna, að það skyldi eiga sér stað. En afleiðingar þess urðu verstar vegna skapferlis J. J. sjálfs.", „Jónas gat ekki gleymt því, að hann'vár ekki stúdent og háskóla- genginn. Þegar skarst í odda með honum og andstæðingum hans í istjórnrnálum, sat alltaf um hann sá grunur, að sumir þeirra litu niður á hann af menntunarhroka. Beiskja hans vegna pessa gerði hann ill- skiptnari, óvandari að bardagaað- ferðum. Áttu þá ýmsir högg í ann- ars garð. Hefði Jónas nú veri^ heilli maður og einlægari við; sjálfan sig, hefði hann orðið meiri maður við þessa baráttu, tekið t lurginn á yfirlætinu, haldið áfram að mennta sig sjálfur, losnað viS> 811 ör eftir vonbrigði æsku sinnaí' með vaxandi gengi og metorðum. En hann tók aðra stefnu. Hann fór að gera sem minnst úr allri mennt- un og sérþekkingu. Hann komst að raun um, að þetta var vel þeg- ið af lítilsigldum mönnum, semi gengu með sams kohar vanmat og: hann sjólfur. Það stælti hann upp í þessu. Aðalsmerki allra menht- aðra manna, hvort sem það eru- sjálfmenntaðir alþýðumenn eða- skólagengnir menii, sem aldreí verða neins virði án sjálfmenntun- ar, er einmitt þrá til meiri sannr- ar þékkingasr og menntunar og. virðing fyrir henni. Þessa virðingœ reyndi Jónas að bæla niður hjá^ sjólfum sér og kæfa hana hjá öðr- um. f því var fplgið það tjon, sem hann beið á salu sinni. Eftir þvf sem hann varð hirðulau&íuri ur» þekkingu, meiri gutlari, óv;«idaðri um það, sem hann talaði og sltrif- aði, ágerðist ósamrasrdíí Vnnarsr vegar vildi hann -tó;-: <.*ðsá Sér fyrir andlega yfirburtii suia. Hana klígjaði ekki við smániunurA Tím- inn birti ritdóm um, bók lians^ Merka samtíðarmenn (greinar, sem enginn getur ætlast til, að standi lengi í gildi), þar sem Jónasi er líkt við Stuxlu Þórðarson og kall- aður „andlegur erfihgi Snorra og Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.