Alþýðublaðið - 30.05.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.05.1942, Blaðsíða 5
La-ugartiag-ur 30- nwí 1&4& AU»Vf»UBLA0IÐ Píus páfi tólfti getur bæði verið alvarlegur og gamansamur. Þrjár myndir af hinum núverandi pái'a í mismunandi stellingum. MEÐAN fainn hluti heimis- ins hefir raunverulega, ef ekki lagalega, horíið frá hlut- leysi, er til lítið ráki, sem hefir haldið sér utan við allt þras og enga afstöðu tekið í núverandi styrjöld. Eitt órð frá þeim manmi, sem ræður þessu ríki, getur haft meiri þýðingu en margar orrustur á vígstöðvum. Það var því engin furða, þegar Þýzkaland réðist á Rússland, að möndulveldin óskuðu þess, að Píus páfi XII. sagði, að þetta værí „krossferð". Það var ekki héldur nein furða þö að for- seti Bandaríkjanna og forsætis- ráðherra Stóra-Bretlands ósk- uðu eftir því, að sami maður segði eitthvað, sem gæti orðið þeim að liði í baráttunni gegn nazismanum. Hið sama gildir um páfa og konunga, að maður, sem ber kórónú; á ónæðissama daga. Píus páfi var kosinn í embætti tiltölulega ungur, eða sextíu og þriggja ára gamall. Nú er hann sextíu.og sex ára og heimsstyrj- öldin hefir lagt honum miklar byrðar á herðar bæði andlegar og efnalegar. Það hafa gengið sögur um, að 'hann væri veikur, og hefði jafnvel fengið tauga- áf all. Þær sögusagnir eru á eng- um rökum reistar. í meira en tvö og hálft ár hef ir hann ekki vantað á skrifstofuna einn ein- asta dag. Hann vinnur frá því klukkan sex á morgnana þang- að til fram yfir miðnætti hvern einasta virkan dag. * Það er augljóst mál að aðeins Sveínpokar. Bakpokar. Vattteppi. Ferðatöskur. VERZL Grettisgötu 57* hinar daglegu heimsóknir taka langa tíma. Að vísu eiga þær aðeins að vera á fimmtudögum, en í reyndirmi eru þær alla daga vikunnar. Á"fimmtudög- um flykkjast að páfahöllinni þúsundir manna: brúðhjóh, nunnur, munkar, prestar, öld- ungar, kerlingar, konur, börn, ítalskir og þýzkir hermenn. Klukkustundum saman þarf páfinn að ganga fram og aftur vun sali pafahallarinnar og lofa fólki að kyssa hring sinn, tala við það, blessa það, en' altaf þarf hann að vera jafnalvarleg- ur á svipinn og hátíðlegur. Það eru ekki allír sextíu og sexára menn, sem geta afkast- að shku. Á allri ævi sinni hefir páfinn aðeins veikst tvisvar simium alvarlega. Hann fékk berkla skömmu eftir að hann var orðinn prestur, og árum saman varð hann að vera á hæli, en þó hlaut háiin fullkomna lækningu. Um tíu ára skeið var hann haldinn magasjúkdómi. Síðan hefir hann ekki mátt borða nema sérstakan mat — og Píus páfi XII. fylgir öllum þeim reglum, sem læknar hans setja faonum. Hann borðar varla annað en grænmeti. Aðeins einstöku sinnum borðar hann kjúklinga, og þó ekki nema sam- kvæmt læknisráði. Milli mál- tíða borðar hann ekkert en a hverju kvöldi drekkur hann gfas af ávaxtasafa. Páfimn lifir mjög reglusömu lífi. Hann fer á fætur klukkan sex á morgnana og syngur messu í einkabænahúsí sínu. Þegar hann hefir neytt morg- unverðar síns, sem er einungis úvextir, gengur hann til skrif- stofu sinnar, sem er t>eint á móti Péturskirkjuiini. Þar fá kardinálarnir áheyrn, yfirmenn safnáðar hans og tignir gestir. Sérhver þeirra fær sinn á- kveðna tíma. Páíinn lætur gesti sína aldrei bíða lengi eftir ser." Menn undrast það, hversu •miklu hann getur afrekað þennan tíma, sem hann er á skrifstofunni, því að sjálfur hefir hann úrskurðarvald í öll- um málum, sem snerta páfa- ríkið. Þáð reyhir því mjög mikið á stjórnmálahæfileika "hans. í fjórtándu grein Lateran-samn- ingsins hefir páfinn vextt sjálf- um sér þann rétt að gera vald sitt^gildandi í öllum veraldleg- um og andlegum efnum. Páfinn *verður að vinna að friðsamlegri úrlausn mála og honum veitist erfitt að taka afstöðu til styrj- aldaraðiia. Hann neitaði að lýsa því yfir, að stríð Hitlers gegn Rússlandi væri „krossferð". og olli það mörgum katólskum mönnum miklum vonbrigðum. Um klukkan tvö á daginn' borðar páfmn hádegisverð, og að honum loknum gengur hann í klukkutíma úti í garðinum kringum páfahöllina. Píus páfi XII. er áð vísu ekki mjög mikið gefinn fyrir garðyrkju, og eftir að hann var gerður að páfa lét hánn hætta við hinar miklu framkvæmdir í páfagarði. Þó gengur hann um garðinn á hverjum degi, hvernig sem veð- ur er. En ef mikil rigning er, fylgir honum þjónn, sem heid- ur, á regnhlíf hans. Að lokinn gongu tekur haim til starfa í skrifstofu sinni, en á þeim tíma þarf hann þó stund- um að veita aheyrn. Eftir að kvöldbænum er lokið þarf hann oft að sinna ýmsum erindum, en meðan á beim stendur dirf- ist enginn að ónáða hann — jafnvel þótt kvöldblöðin séu borin inn til hans. Ekki þó svo að skilja, að hann fyrirlíti blöð- in, heldur les hann þau, meðan hann borðar. Hann les hina daglegu skýrslu páfastólsins, sum ítölsku blöðm og „Journal de Genéve". Páfinn neytir kvöldverðar venjulega klukkan hálf níu á kvöldin. Því næst gengur hann til vinnustofu sinnar og vinnur par þangað til fram yfir mið* nættt Stundum leyf ir hano. sér að hlusta á tónlist í einh eða tvo klukkutíma á kvöldi. Hann hefir mjög mikið yndi af tón- list og metur Wagner meira en alla aðra tónsnillinga. Hann hlustar á tóhlist af grammófón- plötum, því að hann. hlustar aldrei á útvarp, nema þegar menn eins og Roosevelt, Churc- hill, Hitler eða Mussolini halda ræður. Páfinn er einn í her- berginu þegar hann hlustar á, lög eftir Wagner. Þjónn hans leikur plötu eftir plötu. Þjón- inn heitir Giovami Stefaniri og hefir þjónað núverandi páfa í tuttugu og tvö ár. * Páfinn hefir lítinn tíma til þess að sinna vinum sínum. Þó á hann einn ágætan vin^ KLaas að nafni, sem var um skeið yfir- maður kaþólskra manna í Þýzka landi. Hitler rak hann úr Þýzkalandi því að hanín var enginn nazistavinur, Qg hann flýði til páfaríkisins. Páfinn ætlar sér sex klukku- tíma til svefns í hverjum sólarv hring, og sem stendur er hann svo að segja fangi innan múra páfaríkisins. En þegar friður er kominn á er ekki ósennilegt, að páfinn noti frelsið og ferðist. Meðan hann átti heima í Þýzka- landi hafði hann gaman af flug- ferðum, og hann sér enga á- stæðu til þess að hætta slíkum skemmtunum, íþótt hann sé orðinn páfi, ef tækifæri gefst:. Fyrirspurn frá verkamönnuin um orlofsfrtunvarpið og nokkur svör við henni. — „Karl" skrifar um loftvarnaœfinguna. VEKK.AMAÖUB mér á þessa Ieið: skrlfar ,Kæri vin- ur. í ðag; var allmikið rætt i vinnuflokki, sem ég vian í, um or- lofsfrumvarpið, sem nefnd samdi og Sigurjón Á. Ólafsson bar fram á alþingi. JÞað kom fram við um- ræðurnar að félagar minir höfðu haft vonir um að máiið næði fram að ganga, en nú vitum við ekkert um hvemig málinu líður." „ÞA0 VAEÐ að samkomulagi að biðja þig að upplýsa hið rétta og var mér falið að skrifa þér og biðja þig að gera þetta að umtals- efni, svo að við fengjum að minnsta kosti að vita, hvort nokk- ur von.er um, að málið nái fram *að ganga og hvers vegna ekki heyrðist neitt um það á því al- þingi, sem nýlega hefir lokið störf- um." MÉR ER LJÚFT að svara þess- ari fyrirspunn. Eins og ykkur mun kunnugt, skipaði Stefán Jóhann Stefánsson, meðan hann var fé- lagsmálaráðherra, nefnd til að gera tillögur um orlof fyrir verka- fólk. Nefndin starfaði og klofnaðí. Meirihlutann skipuðu fjórir nefndarmanna, þó höfðu tveir fyr- irvara. í mimúhlutanum var að- eins eiiui nefndarmanna, Eggert Claessen framkvæmdarstj. Vinnu- veitendafélags íslands. Vildi hann hafa sumarleyfi miklu styttra en meirihlutinn. Báðir nefndarhlut- arnh- skiluðu síðan áiíti til ríltís- stjórnarinnar, að minnsta kosti skilaoi meirihlutinn Allti aSaxu í frumvarpsformi. EÍKISSTJÓRNIN vildi ekki flytja frumvserpið sem stjórnar- frumvarp vegna þess, að nefndia gat ekki orðið einhuga. Þegar út» séð varð um það, ákváðu fulltrúar Alþýðuflokksins í efri deild, þeir Sigurjón Á. Ólafsson og Erlendur Þorsteinsson að bera frumvarpið fram á alþingi. En eins og kunnugt er, var mikið ios á þingi, og ollu gerðardómslögin því og ofbeldið, sem því fylgdi. -Málið fór til alls- herjarnefndar efri deildar — og kom þaðan ekki aftur. Enda voru engin tök á að fá málið fram eftir það los, sem komið var á þingið. ÉG Á ERFITT með að svara því hvaða likur eru til þess að fá mál- ið fram. Hins vegar veit ég, að Al- þýðuflokkurinn heldur áfram bar- áttunni fyrir málinu. Það mun aS líkindum ekki koma fram á sum- arþinginu ef tir þær kosningar, sem fram fara 5. júií. En það verður tekið upp á haustþinginu, þegar búið erað kjósa samkvæmt Mnum breyttu kosningalögum. ÉG HEF hvað eftir anaað orð- ið var við það í vor, að verka- menn hafa almennt va}£r. ^rúlúrm áhuga fyrir þessu mall Þ-&H ét líka eðlilegt. Þeir geta Ifks .; it mjðg að því, að máíið komist íram fljótlega. Það geta þ«ir gert með því að halda uppi sterkum éróðri fyrir því. Gerið það verkamenn, talið um málið í vinnuí'lokkunum og látið það berast til manna ús ölium stjórnmálaflokkum að þiS óskið eindregið eftir því, að orlofiO Framh. á 6. stðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.