Alþýðublaðið - 30.05.1942, Page 6

Alþýðublaðið - 30.05.1942, Page 6
ALPYPilBLAOfP Liagardagw 3t. mai t94S. ■' ■ 1-j 1 'í ;/■ í til útgerðarmanna og skipaeigenda. Þeir útgerðarmenn sem hafa í hyggju að gera út skip á síldveiðar til soltunar í sumar. eru beðnir að tilkynna Síldarútvegsnefnd tölu skipanna tilgreina nöfn þeirra einkennistölu og stærð og gefa upplýsingar um hvers konar veiðaríæri. rek- net, herpinót) eigi að notast til veiðanna. Ef fleiri en eitt skip ætla að vera saman um eina herpinót óskast það tekið fram sérstaklega. Tilkynning þessi sendist Síldarútvegsnefnd Síglufirði fyrir 20. júní 1942. Það athugist að skip, sem ekki sækja um veiðileyfi fyrir þann tíma, sem að ofan er tiltekinn (20. jún 1942) eða ekki fullnægja þeina reglum, sem sett kunná að verða mn meðferð síldar um borð í skipi, mega búast við að þeim verði ekki veitt leyfi til söltunar. Siglufirði 23. Maí 1942. SÍLDAKÚTVEGSNEFMÐ.. vextir og vaxtavextir, sem sjóðnum áskotnast, eru afleið- ing þeirra fjárupphæða, sem honum eru nánast gefnar. •Þá vil ég fara nokkrum orð- um um hugmyndina, að Fram- farasjóður skuli aldrei verða eyðslueyrir, heldur æ og eilif- lega hrúga upp peningum, sem raunverulega eru einskis eign, þ. e. eignarrétturinn er tapaður þeim, sem leggur upphæðimar fram. Slíkt sem þetta er alveg óhugsanlegt, og á sér enga stoð i veruleikanum, það að einhver svipti sjáKan sig eignarréttinum yfir sínu eigin fé, er sama sem að neita sér um að lifa, og þetta verður útkoman með Framfara- sjóðinn gagnvart bæjarfélaginu. Skal ég skýra þetta nokkru nánar og kem ég þá að síðara at- riðinu, sem Ó. B. Ó. reynir að hnekkja grein minni með. Hann segir svo: , Annars er nærtæk- asta dæmið nægjanlegt og ó- véfengj anleg rök á móti málstað Arnmundar, og má spyrja: Hefði Akranesi ekki verið hagkvæmara, að hafa átt á s. 1. árl þær 250 þúsulnd krónui* í. sl'íkum framfarasjóði, sem fengnar voru að láni til vatns- v.eitunnar hjá einstaklingum, og hafa þannig- nánast greitt sjáHum sér vexti og afborganir af slíkri fjárfúlgu, og þannig raunverulega- átt vátnsveituna skuldlausa? Hvort hefði verið meiri hagsýni? O jæja: Ég held það hefði verið meiri hagsýni að bæjarsjóður hefði átt þessa upphæð sjálfur. Það er augljós blekkfng að halda því fram, að við hefðúm ■ raunverulega átt vatnsveituna skuldlausa, og nánast borgað okkur sjálfum vexti og afborganír af þessari upphæð, ef hún hefðl verið fengín úr Framfarasjóði. Framfarasjóður hefði veitt þessa upphæð sem lán, sem orðið hefði að endurgreiða honum eins og hverjum öðrum lánveit- anda, með álögðum vatnsskatti, og það hefði orðið: nákvæmlega sama gagnvart húseigendxim hvort þetta lán var tekið hjá Framfarasjóði eða einhverri annari lánstofnun. Nú ætla ég að sýna þann eðlis mun, sem er á Framfarasjóði og bæjarsjóði, og jafnframt að sanna það sem ég ‘hefði 'sagt hér að framan um Framfara- sjóð. Ég vil þá taka sem dæmi vatnsveituna. Það sýnist að vísu vafasamt að Akranesingar hefðu verið búnir að safna í sjóð 250 þúsund krónum, jafnvel þó þeir hefðu byrjað fyrir 40—50 árum, að minnsta kosti hefðu þeir þurft að leggja hart að sér til þess, og fullnægingu lifs- þarfa þeirra hefði orðið mjög stillt til lágmarks, ef þeir hefðu gert þetta, En setjum svo, að búið hefði verið að safna þessari upphæð á s. 1. ári og hún. verið í Framfarasjóði, þá er ég búinn hér að framan að lýsa gagni hennar eða öllu heldur gagn- leysi, við hefðum staðið ná- kvæml. eins að vígi og þótt upp- hæð þessi hefði ekki verið til. Hefði aftur á móti þessi upp- hæð verið eign bæjarsjóðs, — þá — og aðeins vegna þess, hefði verið hægt að koma upp vatns- veitunni sem skuldlausri eign okkar, og þá hefði ekki þurft að leggja á neinn vatnsskatt. Annað mál er það, að sjálf- sagt hefði verið í nefndu tilfélli að leggja á einhvem vatnsskatt, því það er ekki nema réttlátt að greiða gjöld fyrir afnot gagn- legra framkvæmda. En hitt er annað, sá skattur hefði getað verið mun lægri, og ibúunum ekki eins þung byrði, eins og hann verður nú, og hefði orðið, ef lánið hefði verið tekið í marg- umræddum. hugsuðum Fram- farasjóði. Og þá kem ég að þessu alveg „sérstaka og áðúr óþekkta“ með Framfarasjóðinn, sem er dauði punkturinn í honum, það er: •Að ef ekkert fjárhagslegt upp- gangstímabil hefði komið yfir okkur, en kannske þvert á móti verið mjög örðugir tímar, já þá hefðum við alls ekki getað komið upp vatnsveitunni, þó: við hefðum átt alveg fyrir henni í Framfarasjóðnum. Því á þeim: tímum, sem þarf að reyta menn '' seml sagt inn að skyrtunni til, þess að fá til allra nauðsyn- legustu útgjalda bæjarfélagsins, svo sem fátækraframfæris, heilbrigðismála, menntamála og; þess háttar, þá.er ekki hægt að leggja í neinar framkvæmdir, sem auka byrðar fólksins, hvað; mikil nauðsyn, sem það annars kann að vera, ekki einu sinni þó, að til séu peningar í ein- hverjum „Framfarasjóði“ við- komandi bæjcu-félaginu. Það væri bara nafn á lánsStofnun, sem vill hafa sitt tryggt. Bæj- arsjóður gæti á vissum tímum verið illa stæður, og geta bæjar- búa til að taka lán alls engin, og þá ræki að því sama, að ætíð ; þegar mest lægi á að bjarga sér, þá væri þessi farsæla stofnun lokuð bæjarbuum, og þarna er þó fé, sem tekið er úr bæjar- sjóði og ráðstafað á þenna s,kyn- samlega hátt, eða hitt þó heldur. Fé sem talið er vera eign bæjar- ins. ■Ég sagði í grein minni 2: maí að í þessu framfarasjóðsfrum- frumvarpi væru ljósir punktar, þá var ég ekki búinn að ígrunda frumvarpið nægilega, en éftir i að hafa kynnt mér það nánar, sé ég að þetta er ofmælt. Ég leit í fljótu bragði svo á, að ef lán úr þessum sjóði væru aðeins tekin til arðbærra framkvæmda og með því að honum fálla til vextir, sem færu til annara lán- stofnana, sem lánin annars ýrðu tekin hjá gæti þetta orðið bæn- um eihhver upplyfting þegar fram í sækti. En þetta er líka sínum takmörkum bundið. Framkvæmdir verður þó altaf að miða við fólkið, en fólkið ekki við framkvæmdirnar, og þar sem það verður að standa fjárhagslega straum af fram- kvæmdunum með því að greiða afnotagjald, þá er fjáraukning Framfarasjóðs til þessara hluta einskis virði, því of miklar framkvœmdir verða byrði á fólkinu, sem það rís ekki undir. Fjárhagslegt öryggi bæjarins eykur sjóðurinh heidur ekki, því hann er í raun og veru sín eigin eign. Ég þykist nú haía fært rök fyrir því, að stofnun nefnds Framfarasjóðs sé hin mesta f jar- stæða, ög síður en svo að hann geti orðið bænum til hökkurrar uppbyggingar. En þar sem mér er ekki grunlausí um að for- mælendum nefnds frumvarps sé það nokkurskonar sáluhjálp- aratriði að koipa því í gegn, og að þeir'muni gera allt sem hægt er til þess, þá langar mig til að gera frumvarpinu ennþá nokkur skil. ‘ 1 Ein grein frumvarpsins hljóð- ar um þáð að lána megi Vk a£ handbæru fé sjóðsins til út- gerðar svo sem byggingar eða kaups á vélbátum eða öðrum skipum, og má lána í þessu augnamiði/ til einstaklinga og f élaga! DálítiÖ finst mér það ein- kennilegt að eitt bæjarfélag skuli ætla að setja á laggimar lánstofnun til slíkra hluta. Eru ekki til nógar lánstofnanir, sem annast um þetta? Og ekki virð- ist það bæjarfélag hafa mikla þörf fyrir tekjur sínar, að það skuli ætla að leggja hluta af þeim fram til slíks, og ég vil spyrja: Hefir bæjarstjórnin leyfi til þess að taka fé úr bæj- arsjóði, og stofna því í áhættu með svona lánum til eins og annars manns eða félags? En hún er ef til vill ekki að fást um það. Trygging sjóðsins á lánum til útgerðar er víst lík og tíðkast hjá öðrum lánsstofnun- um. En benda má á það að.tölu- verð áhætta er alltaf við' slik lán, því eins og við vitum hirða útgerðarmenn yfirleitt í eigin vasa arð góðu áranna, borga að- eins af lánum sínum það, sem þeim ber, en svó*"á aflaleysis- árum og,erfiðleikatímum verða lánsstofnanirnar að taka við meiri og minni töpum. Kannske Framfarasjóður eigi líka að hafa það hlutverk að létta á bönkun- um í þessu efni — verða bjarg- ráðasjóður fyrir þá? Það eitt er víst að ekki ætlast formælendur frumvarpsips. lil að sjóður þessi leggi til lán í útgerð fyrir bæ- inn, þó þeír vissu svo fyrirfram að það færði honum meiri arð á einu ári, en sem næmi þeirri upphæö sem. á, að stofna Fram- farasjóð með, iþað væru þó pen- ingar, sem væru frá engum teknir. En. slíkar tekjur eru eit- ur í beinum þeirra, það verður að vera eitthvað, sem pressað er út af fólkinu, hluti af launum ■ þess. ’ Að lokúm betta: Það er lík- lega alveg einstætt fyrirbrigði, "að bæjarstjómarmeirihluti skuli' vegna þess að bæjarfélagið héf- ir nú í góðærinu yfir alhniklum tekjum að ráða, berá slíkt dauð- lamandi vantraust til sjálfs sín um það, að fara með fé þetta á skynsamlegan og hagkvæman hátt, — að hann hmgur niður á afturendann og fer í ofboði að leggja heila sína í bleyti til að finna einhver ráð, til þess að hann fleygi'ekki fé bæjarsjóðs í éyðslu eða^vitleysu, því hug- ••.myndin úm stofnun Framfara- sjóðs Akranes virðist vera sprott in af þessu eftir því, sem næst verður komizt. En mín trú er — að ef þessir menn ekki kunna fótum sínum forráð í fyrsta tilfellinu kunni þeir það ekki fremur í hinu síðara. A. G ..... ■■■■ I ........... Látið mig pressa fatnað yðar Tek einnig í kemiska hreinsun. Fatapressua P. W. BieriQg Smiðjustíg 12. Sími 4713; --------------------, Kaupi gull Lang hæsta verði. Sfgurpér, Hafnarstræti HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Framh. af 4. síðu. • .V,. ■ . ■<■■!*■ •■.•.- höíundar Njálu“. Hins vegar var hcHium svo fávizkúíeg|. skjall ekki ,. nóg. Hann gekk alltaf með þá tií- finningu, að hann skoarti eitthvað : af þeirri menntun, sem hann vildi fyrirlíta, og viðurkenningu iiinna' skólagengnu, sem hanr. ( var að gera lítið úr.“ Hér kemur fram næsta.. mérkilegúr dráttilr í pólitískri: ásjóriu Jönasar Jþiissöfiar, sém mQÍnúa héfir borið "a á þeini myndum, sem okkur hafa verið • sýndar af honum hingað til. Mun enginn lá Jónasi, þoit hon- • um ‘éé lítt úrii þessar mýndir, .f tefenar updir, smásjþnpi.j/j Þp^rv eru ekki eins. „flatterand.i“j ogu i ýinsai' aðrar, svo sérii við höfúrii1 átt að venjast í dálkum Tímans‘.:! HANNES Á HORNINU . V.'-mH Framh. af 5iiSiíðu,i verði að, lögum fyrir næsta sinnar. AF TILEFNI þessa hréfs vildi ég segja þetta við verkamenn: Ég" veit að þið ræðið margt saihan í vinnuflókkúnum. Ég er þess albú inn að svara fyrirspurnum frá ykkur eftir beztu getu. Skrifíð mér um áhugamál ykkar. „KARL“ SKRIFAR: „Geturðu sagt mér, hvort það sé í raun og veru nokkur æfing fyrir loftvama- nefnd að halda fólki tímum sam- an í loftvarnabyrgjum. Á æfing- in ekki fyrst og fremst að vera æf- ing fyrir starfssveitir loftvam- anna. Ég get ekki séð að nein nauð- syn beri til þess að æfa almenn- ing í því að hanga í loftvamabyrgj- unum. Eg er alveg sannfærðtir um að fólk þyrptist af sjálfu sér í byrgin, éf loftárás er gerð.“-' EG ER Á SÖMU skoðun. Það virðist ekki þurfa að reka fólk í loftvamabyrgin eins og ákveðið er og gert hefir verið, þó að æfingar séu. Hlns vegar er alveg nauð- synlegt að fólk sé ekki að flækj- ast á götum úti. Það gætí tafið starf sveitanna. Þegar æfingamar eru, vefða göturnar að vera frjálsar. Hannes á horninw. tagtfstt i iiMðabhrttan

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.