Alþýðublaðið - 02.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.06.1942, Blaðsíða 8
Mtormaw&Amó Þri ?, ý.wí irflof?. 1 ÞOLINMÆÐI EDISONS »T» HOMAS A. EDISON, hug- * vitsmaðurinn heimsfrægi, var alþekktur jyrir þolinmæði sína og langlundargeð. Aldrei kom fyrír, að hann yrði gramur og eirðaralus, þegar hann var að gera langar og erfiðar til- raunir og rannsóknir. Einu sinni kom samstarfs- maður Edisons til hans og til- kynnti honum, að mikilsverðar rannsóknir hefðu mxstekizt þrisvar sinnum, en þær voru afar dýrar og erfiðar. Edison hlustaði á þessar tíl- kynningar og hrosti bara ósköp rólegur og hélt áfram vinnu sinni, Loks varð samstarfsmaður- inn hæði hryggur og reiður og hrópaði: ,J2ruð þér ekkert ergilegur yfir þessu, herra Edison?“ ,fHví skyldi ég vera það?“ svaraði hugvitsmaðurinn og brosti við. „Þér ergið yður fyrir okkur báða.“ * ÁRNl EYJAFJARÐARSKÁLD OG PRESTVRINN Á RNI Eyjafjarðarskáld var einhverju sihni við kirkju á Munkaþverá. Meðhjálparinn hét Kolbeinn. Presturinn lagði út af freistingarguðspjallinu þennan sunnudag. Það var vandi hans að spyrja börnin á kirkjugólfi eftir messu, hvað þau myndu úr ræðunni. Árni sat í krókbekk með Jóhannes litla son sinji á kné sér. Fer nú allt sæmilega fram. Presturinn er kominn í stólinn og lætur dæluna ganga og segir meðal annars: „Hann hafði hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýndi honum öll ríki veraldar og þeirra dýrð og sagði: „Þetta allt mun ég gefa þér, ef þú fell- ur fram og tilbiður mig,“ — en hvað áttir þú með það að bjóða honum öll ríki veraldar og þeirra dýrð, bölvaður hundur- inn þinn, sem ekki átt ráð á nema helvítis skítdbælinu, sem þú liggur í,“ — og til þess að gefa þessum orðum enn meiri áherzlu, slær prestur bylmings- högg með hnefanum ofan í Jcirkjubitann. En við höggið féll niður biblía, sem á bitanum lá, og kom í höfuðið á drengsnáða, sem sat þar undir. Ha.nn grípur um höfuðið báðum höndum og æpir hástöfum. Presti verður hverft við og hrópar: „Kol- beinn! Kolbeinn! Taktu upp biblíuno.. Ég drap drenginn!“ — Árni sá og heyrði hvað gerðist og hvíslar að Jóhannesi litla: ,JAundu þetta, Jói minn, þegar presturinn fer að spyrja þig.“ Þegar að því kemur, að prestur spyr Jóhannes, hvað hann muni úr ræðunni, gerir hann sig mjög reiðulegan og fer að þylja: ,JZn hvað áttir þú með það — Snýr prestur sér þá undan og segir: „Það er nóg, ekki rnelrar Var spurningum þar með lokið í það sinn. þegar ég kom og sá þig í rúm- inu í herbergi þínu. Svipur þinn hafði gersamlega breytzt. Skollinn sjálfur. Eg hefi ekki hugmynd um, hvernig í þessu liggur. ■— Eg sagði þér í morgtm, svaraði hún •— að ég er að verða gömul. Eg verð þrítug eftir þrjár vikur. Það er ald- urinn, sem þú sérð í augum mínum. — Nei, það er ekki það, það er ég sannfærður um, sagði hann. — Eg er vist asni, fífl og þöngulhaus. Eg verð það sem ég á eftir óiifað að velta því fyrir mér, hvað fyrir þig hef- ir komið hér. — Eg býst við því, Harry, svaraði hún. — Því næst sveiflaði hann svipunni og snéri hestunum í hring og stefndi niður eftir veginum. Bömin hölluðu sér út að vagngluggunum, brostu og veifuðu til móður sinnar, — þangað til vagninn beygði inn í trjágöngin, og þau gátu ekki lengur séð hana. Dona gekk gegnum auðan borðsalinn og út í garðinn. — Henni virtist húsið þegar hafa fengið framandi, tómlegan svip, eins og sál hússins hefði flogið út um gluggann með grun um, að bráðum yrði á- klæði breytt yfir borð og Stóla, til þess að vama því, að hús- gögnin rykféllu, hlerum yrði skotið fyrir gluggana, slag- bröndum fyrir hurðímar, og ekkert yrði þar inní lengur annað en auðn og tóm og myrk- ur: ekkert sólskin, engar radd- ir, engir gjallandi hlárar, ekk- ert glamur í silfurborðbúnaði, enginn glasaglaumur eða skálaræður -— aðeins minning þess, sem einu sinni var. Þama, undir trjánum, hafði hún hvílt á bakinu í sólskininu og horft á fiðrildin, og þar hafði hún verið, þegar Gíodolph- in heimsótti hana í fyrsta skipti, þar sem hann kom henni á óvart með hárið allt í óreiðu og blóm bak við eyr- ub, þar eð hún hafði verið að leika við börnin. Og í skógun- um höfðu verið bláfjólur, en þær voru nú horfnar. Hins veg- ar voru litlu viðarteinungarnir frá í vor orðnir dökkgrænir og náðu henni upp í mitti. Svo hverfull er allur yndisleiki, kemur fljótt og hverfur skjótt, og hún vissi, að í hjarta hennar var setzt að hið síðasta haust, og hún myndi aldrei koma til Navronhúss framar. Samt myndi hluti af henni dvelja hér til eilífðar: létt fótatak síðla kvölds, hratt fótatak um nótt niður til víkurinnar, spor í sandi, bælt gras, gamlar hlóðir. Og ef til vill einhvem daginn, eftir mörg ár, myndí einhver reika hér um í þögn næturirm- ar, eins og hún hafði gert, og ef til vill myndi hana dreyma sömu dagdrauma og hana hafði dreymt undir sumarsól og heið- um himni. Svo sneri hún baki að garð- inum, kallaði á léttadrengirm og bað hann að ná í hestinn út á engið og söðla hann, því að bún væri að fara í útreiðartúr. XXH. KAFLI Þegar Dona kom til Gweek, sneri hún hestinum inn í skóg- arþykknið að litlum kofa, sem þar var um hundrað metra frá aðalveginum. Einhvern veginn fann hún það á sér, að þetta var húsið, sem hún leitaði að. Hún hafði einu sinni farið hér um áður og þó hafði hún séð konu standa hér á þröskuldin- um. Hún var ung og lagleg og William hafði heilsað henni um leið og hann fór fram hjá. — Það hafa borizt Ijótar sög- ur um, að þeir hafi náð á vald sitt konum hér í nágrenninu, hafðí Godolphin sagt, og Dona brosti með sjálfri sér, þegar henni varð hugsað til þess, að stúlkan blóðroðnaði, en Willi- am varð einkennilegur á svip- inn, án þess að vita, hversu mikið húsmóður hans grunaöi. Það leit svo út sem húsið væri í eyði, og Donu, sem hafði stigið af baki og barið að dyr- um, datt í hug, að ef til vill hefði hún íarið húsavillt. En þá varð hún þess vör, að einhver hreyfing var úti í garðinum, því næst var læðst fi*am að hurð- inni og slegið slagbrandi fyrir hana. Hún barði aftur hægt á dyrnar og sagði: — Verið ekki hrædd. Þetta er frú St. Columb frá Navron. Eftir ofurlitla stund var slag- brandurinn dreginn frá aftixr og William stóð á þröskuldin- um, en á bak við hann stóð kona rjóð í kinnum og gægðist undir handarkrika hans. — Frú mín, sagðí haim og starði á hana undrandi. Hún áleit snöggvast, að harrn ætlaði að hníga niður. En hann herti sig og opnaði hurðina upp á gátt. — Farðu upp, Grace, sagði hann við stúlkuna, — frúin þarf að tala við mig einan. Stúlkan hlýddi honum þegar í stað, og Dona gekk á undan William inn í eldhúsið, þar sem hún fékk sér sæti og horfði á hann. Hann hafði enn handlegginn í fatla, og hann hafði bindi um höfuðið, en enn þá var hann hinn sami William, sem beið eftir skipunum hennar. — Prue kom með skilaboð frá yður, William, sagði hún. En hann stóð eins og stein- gervingur, svo að hún brosti hlýlega til hans. — Frú mín, sagði hann, roðn- aði og leit niður. — Ég hefði átt að berjast fyrir yður til síð- asta blóðdropa þetta kvöld, ea í stað þess lá ég máttvana á ■ NtM BM m Bléfl §§ saBðer (Blood and Sand) Ameríksk stónnynd gerð eftír samnefndri skáldsögu eftir Vkente Btasco Shauer Aðalhlntverk leika: TYKONEPOWEE, LJNDA DARNELL. . .Sýnd kL 6.30 og 9. Börn yngri en 12 óra £á ekki aðgang. Sýning kl. 5. RAUÐKLÆÐDA KONAN (Woman in Bed). Skemmtileg mynd með BAHBARA STANWYK og GENE RAYMOND gólfinu í bamaherberginu. — Þér gátuð ekki gert að því sagði hún. —- Þér voruð máttvana af blóðmissi, og fangi yðar reyndist yður ofjarl, bæði að slægvizku og snarleika. En ég kom ekki hingað til þess að tala um það. Hann starði á hana, en hún hristi höfuðið. — Þér þurfið einskis að spyrja. Ég er heil heilsu og ómeidd. Sir Harry og Prue fóru með börnin burtu frá Navron í dag. Nú verðum við aðeins að hugsa um það, hvem- ig við getum bjargað húsbónda yðar. Þér vitíð, hvað kom fyrir? — Já, ég veit það, frú mín. Það gerði ekki betur en skipið kæmist út með skipshöfnina innan borðs, en húsbóndi minn er fangi Godolphins. — Tíminn er naumur, Willi- am, því að lávarðurinn og fé- IGAMLA Btð Br. Ríldare. (Calling Dr. KiIdBre). Lew Ayres. Lana Turnei'. Lionel Barrymore. Sýnd kL 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3Vá— GAJVILAR GLÆDUK. (Married and in Love). Alan Mar&hall. BarBara Bead. lagar hans ætla sjálfir að dæxoa hann og framkvæma refsábag- una, áður en hermennimir, sem eiga að sækja hann, koma fra Bristol. Við höfxxm aðeins fáa klukkutíma til stefnu, og við verðum því að hafa hraðan é. Hún lét hann setjast á sftól rétt hjá eldstæðinu, og htm sýndi honum skammbyssuna, sem hún hafði falið í fötuoi sínum. Enn fremur hafði hún náð i hníf. — Skammbyssam er hlaðin, sagði hún, — og þegar ég fer héðan, mun ég heim- sækja Godolphin lávarð, og ein- hvern veginn mun ég fá leyfi til þess að heimsækja fanganB- Það ætti ekki að verða mjög erfitt, því að lávarðurnm er heimskur. — Og hvað svo, frú mín'? spurði hann. — Svo býst ég við því, 'Æ // 'tfwt/Ma/Jvnot, LITLU MDÍÁMARNIR Maðurinn hraðaði sér nú yf- ír flötina fyrir neðan og klof- aði yfir girðinguna og gekk út í móana. Palli og Magga fóra í humátt á eftir honum, en læddust eins nálægt girðingu og hægt var, svo að þau sæjust ekki. Maðurinn gekk hratt yfir móana og hvarf inn í skógar- j kjarr, sem var handan við þá. Börnin fóru á eftir og sáu, að það var auðvelt að fela sig í skóginum. Þetta var afar spenn- andi. „Þetta er alveg eins og við værum alvöru-Indíánar,“ hvísl- aði Palli. „Ó, Magga, væri það ekki gaman, ef þessi maður ræri ræningi eða eitthvað þess háttar?“ „Hann lítur nú blátt áfram út fyrir að vera það,“ svaraði Magga. „Afskaplega er maður- inn svipljótur! Sérðu ekki stóra örið á hægri hendinni á honum, Palli? Sjáðu, nú kveikir hann sér í sígarettu — Örið sést greinilega." „Á hvað er hann að hoi*fa?“ hvíslaðí Magga. „Hann hlýtur að vera að horfa á gamla sýslumannssetr- ið,“ svaraðí Pallí. „Ég sé þang- að líka. Kannske ætlax hann að brjótast þar innr* „Húh! Þetta er nú karl, sem segir sex,“ hvíslaði Magga. „En. ef hann ætlar að brjótast innp ættum við að geta gripið hann. Við verðum að fylgjast með því, hvað hann gerir, Palli.“- „Já, auð\dtað,“ svaraði Palli. „Ha-ha, hann veit lítið um það, þorparinn, ao Svarti-Fálkinn og félagi hans, Rauði-Refnjinn, eru á hælum hans. Rn heyrðu, Magga, er ekki komið að kaffi- tíma?“ ,.Jú, bráðum,“ sagði Magga og leit á klukkuna sína. „En það er ómögulegt, ao við förum héðan, Palli, þetta er svo spenn- andi. Við skulum doka við. Ef mamma verður reið við okkur, verðum við að segja henni, að við hefðum mátt til að að hafa gát á ræningjanum til þess að sjá, hvað hann ætlaðist fyrir.“ „Sjáðu! Hann sezt niður!“ hvíslaði Palli. „Hann lilýtur að vera að bíða eftir einhverju. Niður með höfuðið, Magga! Hann gæti komið auga á fjaðr- imar á kollinum á þér.“ Ókunni maðurinn skimaði í allar áttir um leið og hann sett- ist niður. Svo tók hann eitthvað úx vasa sínum, það líktist mest landabréfi. Hann skoðaði þetta blað mjög gaumgæfilega. Pallí hnippti í Möggu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.