Alþýðublaðið - 03.06.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.06.1942, Blaðsíða 3
IS$vlkudagur 3, júiví IM2. AO»YIHJlBIJUMÐ T>essír tveir menn, sem eru þarna I "hjartanlegum samræðum eru flugkappinn Lindberg, sem lætur lítið í sér heyra, síðan Bandaríkin fóru í stríðið. og Henry Ford, sem nú framleiðir eina sprengj uflugvél á hverri klukkustund i . . verksmiðjum sínum. Hersveitir Rommels gera gagnáhlanp i libp. ■■■... ♦ —--- Mísheppnuð tilraun Þjéðverja til ianrásar af sjé I Libyu. ------». Nýjar byssur, nýir skriðdrekar. |m| JÓÐVERJAR hafa gert gagnáhiaup í Líbyu, en.enn er ekki hægt að sjá, hvort hér er um að ræða alvarlega «ndumýjun sóknarinnar eða hvort áhlaupið er gert til þess að hlífa aðalhemum, sem hörfað hefir gegnum hliðin á sprengjubeltum Breta vestur fyrir aðalvarnarlínur þeirra. £nn standa yfir mjög harðar orrustur, því að mikið er eftir af skriðdrekum Rommels austan við varnarlinima. Georg Bretakonungur hefir sent Auehinglech, yfirhers- höfðinga og Ritchie, foringja 8. hersins þakkarsk., þar sem lýst er aðdáun á frammistöðu hersveita þeirra, er þær hafi hrundið algerlega sókn öxulríkjanna. Auchinlech hefir sent Churchill all ítarlega skýrslu um gang hardaganna það sem af er orrustum. Segir hershöfðinginn þar, að Bandamönnum hafi verið kunnugt um fyrirætlanir Rommels og því: verið viðbúnir. Auchinlech bendir á það, að áætluix Þjóð- verja hafi algerlega verið tvístrað og þeir hafi ekki náð enn 'fyrsta takmarki sínu: Töku Tobrukborgar. INNBÁSARTILRAUNIR AF SJÓ Þá segir herforinginn, að Þjóðverjar hafi gert tilraun til þess að gera innrás af sjó í Marmarica héraðinu ,en brezki flotinn hafi algerlega hrundið þessari árásartilraun og hafi ekkert af liði Þjóðverja komizt á land. Skýrslan um bardagana, en Churchill las hana í neðrimál- stofunni í gærmorgun, er afar ítarleg og getur meðal annars um það, að áuk Breta hafí ind- verskar og franskar hersveitir tekið þátt í orrustunum Þegar bersýnilegt var, að Þjóðverjar urðu að hörfa í gegn- um hliðin á sprengjusvæðinu með mestan hlut hersveita sinna ákvað yfirforingi brezka flug- 1036 flngvélar lSgðn af stað í ‘ ðrásina, 1001 komn aftnr. --:--- --» —.. Yfirlýsing Churchills i þinginu. K YKKIR REYKJARMEKKIR lágu enn yfir Köln eftir ^ stórárásina aðfaranótt sunnudags, þegar 1036 brezkar sprengjuflugvélar flugu í fyrrinótt yfir Ruhrhéraðið og gerðu á það mestu árásir, sem þetta mikilvæga iðnhérað hef-; ir orðið fyrir. Flestar flugvélarnar voru yfir iðnborginni Essen, þar sem hinar fægu Kruppsverksmiðjur eru. Tjónið var geysilegt og stórkostlegir eldar komu upp í borginni. Um leið gerðu aðrar flugvélar árásir á aðra staði í Ruhr- héraðinu, aðallega til þess að draga athygli orrustuflugvéla Þjóðverja frá meginárásinni. Churchill var hýr í bragðí, er hann tilkynnti þetta í: neðri málstofunni í gærmorgíxn og hann hafði fleiri góðar frétir að færa, eins og sagt er frá í Lybufréttunum. Churchill sagði, að öll fyrri met í næturárásum hefðu ver- ið bætt margfa.ldlega í árásinni á Köln og nú í árásinni á Essen. Það má þó ekki búazt við, að- allar árásir i framtíðinni verði fjögurra-talna-árásir, eins og þeir kalla þær, ef 1000 eða fleiri flugvélar taka þátt í þeim. Churchill sagði ennfremur, að hýtt tímabil væri hafið í loft sókn brezka flughersins, og á- rásirnar mundu aukast, þegar ameríksku flugsveitirnar kæmu til Bretlands til að taka þátt í sókninni með Bretum. Allar flugvélarnar, sem tekið hafa þátt í árásum þessum, hafa verið smíðaðar í Bretlandi., en flugmennirnir eru frá ýmsum lönd.um, Englandi, Kanada, Rhodesíu, Ástralíu, Suður-Af- ríku o. s. frv. Sir Archibald Sinclaire, flug- málaráðherra Breta hefir sent foringjum þeim, sem skipu- hersins í Libyu að beita nær öllum flugvélum sínum á svæð- inu þar sem skriðdrekarnir streymdu í gegn. Var því svart loftið af Kittyhawk, Tomahawk, Spitfire og Hurricaneflugvélum þar yfir og mikið eyðilagt fyrir Þjóðverjum af skriðdrekum óg flutningabifreiðum. Alls er tal- ið, að um 1000 bifreiðar og 250 skriðdrekar hafi verið eyðilagt það sem af er sókninni. NÝIR SKRIÐDREKAR NÝJAR BYSSUR í skeyti, sem Auchinlech sendi Churchill, getur hann þess, að Brétar hafi undanfarið' fengi mikið af ameríkskum skriðdrekum hinni svonefndu General Grant-gerð og hafi þeir reynzt mjög vel. Þeir eru 28 smálestir og geta farið með 25 mílna hraða á klst. eru vopnaðir 75 og 37 mm byssum. Ennfremur hafa Bretar tekið í notkun nýja tegund skriðdrekabyssna, sem eru þyngri og stærri en eldri byssur. Brezki herinn í Libyu héf ir fengið allmikið af þessum voþnv um án þeas að Þjóðverjar virtust verða varir við það. lögðu og stjórnuðu árásunum heillaóskaskeyti. Hann hrósar mjög öllum, sem að þeim stóðu, ekki aðeins flugmönnunum, heldur og vélfræðingunum á flugvöllunum, verkamönnunum —- sem smíðuðu flugvélarnar o. s. frv. Morrison, öryggismálaráðh.' Breta hefir ávarpað alla þá, sem eru í loftvarnasveitum og sagt, að þeir verði að vera viðbúnir hvaða árás á England, sem Þjóðverjar geti gert. ,V' - ' . : FLUGVELATJÓN OG ' MANNTJÓN. Bretar misstu í árásinni j í fyrrinótt færri flugvélar en: í árásinni á Köln, eða 35 alls. Fóru 1036, en 1001 komu aftur til stöðva sinna. Stórblaðið N.Ý. Times ræddi í gær nokkuð um árásina á Köln og manntjón Þjóðverja í henni. Telur blaðið, að 20.000 manns hafi farizt og 50.000 særzt, og segir, að tölur þessar séu eftir óopinberum heimildum. Enn- fremur segir blaðið, að þrír fimmtu af borgarbúum hafi ver- ið fluttir á brott og mun það vera um 450.000 manns, því að alls . eru íbúar borgarinnar um 750.000. Ern Þjóðverjar að taka við fransba flotanum? Giano anðngasti maðnr á ítaliu. Viil heldar vanpdans m stjómmálaráðstefnQ. y ÆNSKA skipið Drottning- holm er nú komið hirig- New York, í gærkv. ÞÆR fréttir hafa borizt frá Sviss, að mikið lið þýzkra sjóliða hafi undanfarið verið við æfingar, sem eigi að undirbúa þá undir að táka við franska flotanum. Það vekur aUmikla athygli, að Laval hefir undanfama daga verið á ferS og flugi og ýmist hafzt við í París eða í Viehý. Eru margir þeirrar skoðunaty að hann sé að vinna að þesáu máli og reyni að koma á eins kónar samkomulagi eðá firra þeim afleiðingum, sem það o-' hjákvæmilega hefir í för með sér, ef Þjóðverjar taka við flót-.- anum. • að frá Evrópu og voru með því 908 farþegar, mestalli ame- ríkskir borgarar, sem verið hafa í Evrópu, síðan stríðið brauzt út. M.eðal þeirra er sendiherra Bandaríkjanna í Vichy, Lehy áðmíráll, og Uk konu hans, sem eins og Jctrntv- ugt er, lézt í Frakklandi fyrir skömmu. Einnig voru með skipinu allmargir blaðamenn, þar á meðal fréttaritari New York Timés í Róm, Richard G. Mas- sock, sem hefir skrifað' í blað sitt um ástandið á Ítalíu. Tengdasonur Mussolini, Ci- ano greifi, er á góðum vegi með að verða ríkasti maður á allri Ítalíu og er það stórhneyskli, hversu hratt og stórkostlega hann hefir lauðgazt. Staða Ci- ano’s gefur honum hin beztu tækifæri til að safna auði, m. a. kaupir hann ameríksk hluta- bréf fyrir . gjafvirði vegna þess hörmungarástands, sem nú rík- ir í fjármálum landsins. Ciano og Edda Mussolíni, kona hans, sjást nú nær aktreí saman og er það á almanna- rómi, að þau búi ekki saman. Greifinn er talinn hafa meiri á- huga á að hafa hóp af blóma- rósúm í kring um sig og dansa vangadans, en að sitja á ráð- stefnum. Hann mun hafa komið fyrir svo miklu fé bæði í Sviss og í Argentíu, að hann geti lif- að áhyggjulausu Hfi, ef útlegð- in á eftir að liggja fyrir hon- um. Annar fréttaritari frá N. Y. Times var einnig með Ðrottn- ingholm. Er það C. M. Cain- ferra, sem lengi var í Grikk- landi. Hann segir . svo frá, að fæðingum hafi fækkað um 70 af hundraði í Grikklandi vetur- inn sem leið, ef miðað er við veturinn 1940—41. Þjóðverjar rændu landið svo gersamlega, að ítalir fundu hvert einasta I þorp og hvem einasta bæ ger- A sneyddan og rændan ölliun auði og öllu matarkyns, er þeir komu og tóku við af banda- mönnum sínum. fbúar Grikklands eiga emi sem fyrr við hörmjmgarkjör að búa og er ástandið verst í hér- aðinu umhverfis Aþenu. t borg- inni er ekkert hægt að fá á veitingahúsum nema blávatn. Matur er enginn. Þegar sænska skipið, sem Rauði Krossinn sendi fyrir nokkru til Aþenu raeð matvæli, kom þangað, sá skipstjórmn, Karl að nefni, að menn krupu á kné og tár runnu niður eftir kinnum. þeirra, er þeir þökk- uðu honum fyrir það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.