Alþýðublaðið - 03.06.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.06.1942, Blaðsíða 6
♦, 6 AUafDUUJWW Olía brennur. Fyrir nokkru varð mikill bruni í olíugeymslu Penn Service öil Company í Reading í Banda ríkjunum Brunamenn börðust við eldinn í fimm kiukkustundir. áður en }>eim tókst að ná valdi á honum. I HANkES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. Hvemig skyldi E. O. verða við, ef Kuusinen leyfði sér að kalla Jón forseta „verkalýðsboðul' eða öðr- um slíkum ónefrium?1 „ER ÍSLAND komið í stríðið?" segir „Ólafur" enn fremur. „Ef svo er: Hverjir eru þá óvinirnir? Hvenær var stríðsyfirlýsingin op- inberlega tiLkynnt? Og hvers vegna hefir Alþýðublaðið . ekkert birt um þettá? Ástæðan fyrir spumingum mínum er sú, að fyrir nokkrum dögum var sagt í inn- lendu fréttunum í útvarpinu, að . óvina flugvél hefði sézt yfir Aust- fjörðum.“ ,4>Á ER ÞAÐ FJARAN. Það , væri ekkert á móti því eð eftirlitið með henni yrði aukið, ég meina inn hjá Rauðará, því ég hefi haft nokkur kynni af henni þar. Þang- að sækja drengir á aldrinum 5— 12 ára og það er alls ekki hættu- laust fyrir þá, en ein aðalástæðan fyrir þessum heimsóknum þeirra eru dósir og blikkafgangar frá Dósaverksmiðjunni, sem öllu er hent þarna. Ef það er nauðsynlegt að henda því þar, þá er það jafn nauðsynlegt að girða fyrir það é einn eða annan hátt, en samt væri bezt ef bærinn teldi sig það vel stæðan, að hann gæti girt þá .npkkra metra, sem setuliðið hefir ekki girt, því þar fara dreng- hnokkarnir alltaf niður í fjöru.“ VFYRIR NOKKRUM DÖGUM sá ég dreng, sem ekki hefir verið eldri en 8 ára, vaða í sjónum upp að hnjám, og var hann í lágum skóm. .Hvað skyldi móðirin hafa sagt? LOKS VIL EG MINNAST Á eitt af áhugarriálum höfuðstaðar- búa, en það er höfnin. Það má gera ráð fyrir að núverandi, höfn reynist of lítil í náinni framtíð, og þá er ekki annað að gera en að stækka hana, og hvað væri þá héppilegra en að gera núverandi höfn að viðgerðarstöð og smábáta- höfn, en tengja svo Engey við land jnn við Höfða eins og Órfirisey og hafa innsiglinguna á milli eynna. En hvað verður þá um allar verk- smiðjumar, þær byggðu og þær, sem eru í smíðum, eða hvar ættu geymsluhús að standa, sem alltaf eru ómissandi við hverja höfn?“ „HÚSMÓÐIR" skrifar mér: „Mér er sagt að herstjórn Banda- rikjanna hafi gert Mjólkurbúi Flóamanna tilboð um að kaupa álla mjólk, sem búinu berst. Er þetta rétt og ætlar Flóabúið að taka þessu tilboði? Eí þetta er rétt vil ég ■’strax segja, að slíkt væri gersamlega óforsvaranlegt og skii ég ekki í öðru en að ríkisstjórnin komi í veg fyrir slíkt. Þó að her- inn kunni að þurfa að fá mjólk, þá ættu allir að sjá það sjálfir, að við getum ekki verið án hennar.“ EFTIR ÞVÍ, sem ég bezt veit. er þetta ekki rétt. Ég hafði í gær tal af forstjóra Mjólkrirbús Flóa- manna og spurði hann urti þetta. Hann sagði að þetta væri alls ekki rétt. „Herinn vill gjaman kaupa þó mjólk, sem við getum verið ón, en vitanlega fullnægjum vjð fyrst innlenda markaðinum.“ HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Franih. af 4. síðu. „Sjálfstæðisflokkurinn rauf eþtta grundvallaratriði : stjómar- samvinhunnar, þegar hann ákvað að gera kjördæmamálið að aðal- máli sínu. Hann vissi að þáð. var alveg sama og að Segja slitið friðn- um við Framsóknarflokkinn. Hann vissi að Framsóknárflokkurinn, sem er aðalfarsvari dreifbýlisins, hafði þá ekki nema um tvo kosti að velja: Að beygja sig fyrir of- beldinu eða bjóða því byrgin eins og Norðmenn gerðu, þegar .á þá var ráðizt.“ Já vissuléga var Framsóknar- flokkurinn svikinn af Sjálf- stæðisflokknúm.En hvers getur sá vænst sem sjálfur er búinn að leika sama leikinn á undan? Eða vissi ekki Framsóknarflokk urinn, þegar hann gerði gerð- ardóminn áð áðalmáli sínu í vetur og tók höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn um stofnun hans, að það var álveg sama og að segja friðnum slit- ið við Alþýðuflókkinri? Og vissi hann það ekki líka, að Alþýðuflokkurinn, sém er aðal- forsvari launastéttanna í land- inu, hafði þá ekki nema um tvo kosti að velja: að beygja sig fyrir ofbeldtnu eða bjóða því byrgin eins og Norðmenn gerðu, þegar á þá var ráðizt? Væri ekki heilsusamlegt fyrix þá Fram- sóknarmennina, að hugleiða þetta og öll sín svik í þjóð- stjórnarsamvinnunni áður én þeir gera meira að því að brigzla öðrum — og skal þó sízt nokk* ur fjöður dregin yfir ræfUdóm og óorðheldni Sj álístæðisflokks- ins.. Edd um reikninga Menuíngarsjððs. Alþýðubiaðinu hefir borizt eftirfarandi yfirlýsing imdir- rituð af öllum meðlimum Menntamálaráðs: I MORGUNBLAÐINU 28. ■* f. m. segir prófessor Sig- urður Nordal, að Menntamóla- ráð hafi samhljóða gefið út rangt vottorð. Eru óbreytt orð hans þannig: “ , . . . þegar hann lætur Menntamáiaráð sam- hljóða gefa út rangt vottorð.” Þessi alvarlega ákæra um rangt vottorð hefir við engin rök að styðjast. Hún er ber- sýnilega miðuð við niðurlags- greinina í yfirlýsingu Mennta- málaráðs 7. maí 1942. Yfirlýs- ingin var gefin til þess að hnekkja dylgjum og sakargift- um, sem beint hafði verið að Menntamálaráði um meðferð Menníngarsjóðs, svö sem að reikningar hans hefðu aldrei síðan 1936 verið sendir til venjulegrar endurskoðunar í fjármálaráðurieýtiriu. En niður- lagsgrein yfirlýsingarinnar var svona: „Þess skal ennfremur getið, að samkvæmt skjölum Mennta- málaráðs voru reikningar þess alls ekki sendir til endurskoð- unar fyrstu þrjú árin. Var það fyrst gert 1931, eftir að Barði Guðmundsson varð formaður Menntamálaráðs.” Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að hér er auð- vitað átt við þá endurskoðun, sem fyrirskipuð er í 7. gr. laga um Menntamálaráð frá 7. maí 1928, en þá grein tókum vér upp í sjálfa yfirlýsingúna. Lítum nú á þau skjöl Mennta málaráðs, sem vitnað er til í niðurlagsgreininni. Samkvæmt fundargerð Menritamálaráðs frá 22. sept. 1931 „samþykkti ráðið að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar, að aílir reikningar Menningar- sjóðs og listakaupasjóðs, þeir, er nú liggja fyrir frá fyrrver- andi formanni, verið endurskoð- aðir af endurskoðunarmönnum um laga um Menningarsjóð.“ Daginn eftir skrifaði hinn nýi form. Menntamálaráðs, Barði Guðmundsson, svohljóð- andi bréf til fjármálaráðuneyt- isins: Reykjavfk, 23. sept. 1931. Með því að svo virðist, að reikningar Menningarsjóðs fyr- ir árin 1928—1929, 1929—1930 og 1930—1931, ásamt reikning- um listadeildar Menningarsjóðs fyrir sömu ár, hafi ekki verið endurskoðaðir, þá leyfir Mennta málaráð sér hér með að senda hinu háa fjármálaráðuneyti þessa reikninga, ásamt öllum fylgisskjölum, og æskja þess, með tilvísun til 7. gr. laga nr. 54, frá 7. maí 1928, að reikn- ingar þessir verði endurskoðað- ir hið allxa bráðasta. Jafnframt leyfir Menntamálaráð sér að æskja þess, að athugasemdir, er fram kynnu að koma við reikninga þessa, verði sendar til ráðsins. Barði Guðmundsson. Stefán Jöh. Stefánsson. 1. okt. 1931 sendir svo fjár- málaráðuneytið form. Mennta- málaráÍ5s kvittun fyrir reikn- ingum Menningarsjóðs og lista- deildar yfir árin 1928—’31 á- samt athugasemdum. Geta raenn nú sjálfir séð, hvort yfirlýsing Menntamála- ráðs samkvæmt skjölum þess er röng. Reykjavík, 2. júní 1942. Ámi PálsÁon. (Sign). Barði Guðmundsson. (Sign.). Guðm. Finnbogason. (Sign.). Jðnas Jónsson. (Sign.). Pálmi Hannesson. <Sign.). Stór skipalest komin til Mur- mansk. London í gærkveldi. MIKIL skipalest Banda- manna er komih til Mur- mansk í Norður-Rússlandi og voru gerðar á hana nær stöð- ugar árásir i fimm sölarhringa, ennú er orðið svo bjart í norð- urhöfum, að enginn munur er dags og nætur, og hafa Þjóð- verjar óspart notað sér það. — Flugvélar allra tegunda, steypi- flugvélar, tundurskeytaflugvél- ar og sprengjuflugvélar tóku þátt í árásunum á skipalestina, svo og kafbátar og tundurspíll- ar. Þrátt fyrir þetta állt Jcomst hún á ákvörðunarstað sinn án þess að bíða alvarlegt tjón. RITSTJÓRIDREPINN í PARÍS London í gærkveldi. Útvárpið í París skýrði frá því í dag, að Albert Clement, sem er ritstjóri þekkts blaðs í París og heíir verið meðmæltur sam- vinnri við Þjóðverja, hefir verið skotinn til bana á götu í París. Árósafmaðurinn komst undan á reiðhjýli. Mlðvflcmlíigur X júaí 1M2, fiUÍ- 0s hvUdarheimUi ina til þess. að eyða stundum sínum sér til gagns og . gleði. Heimili þar sem ylur og kær- leikur mætir hverjum, sem þar dvelur. Getur þjóðfélagið á axm an betri hátt launað sjómannin- um langt og dyggilega unnið starf er búinn er að slíta kröft- um sínum og farið hefir svo margs á mis, af lífsins gæðum, og þeir einir fá að njóta er sól- armegin búa í lífinu. En til þess að þetta megi ræt- ast, treystum við á fórnfýsi landsm. í góðærinu um að styðja sjómannastéttina í þessu máli. Gjöfum veitir móttöku gjald- keri samskotanefndarinnar, Björn Ólafs skipstjóri Mýrarhús um. Fyrir þær upphæðir sem þegar hafa verið gefnar vil ég fyrir hönd söfnunamefndarinn- ar flytja gefendum beztu þakk- ir. Sigurjón Á. Ólafsson. Samsæti fyrir Jóu Guðnasou. JÓN GUÐNASON fiski- kaupmaður varð 65 ára 27. maí s.l. eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. í tilefni þessa afmælis hélt stúkan „Víkingur“ honum veg- legt samsæti í fyrrakvöld í söl- um Verzlunarmannafélagsins við Vonarstræti. Voru þar mættir nær sex tigir manna — karla og kvenna — flest úr st. „Víkingi,“ en ; þar hefir Jón starfað rúm 37 ár. Auk þeirra voru ýmsiir æðstu embættis- menn Reglunnar þar mættir. Ekki færri en 12 ræður voru fluttar til heiðursgestsins, konu hans, bama og tengdabarna, einnig voru boðin í hóf þetta. Mæltist þar flestum vel. Jón er maður vinsæll og dáður fyr- ir fórnfýsi í þágu félaga og mannúðarmála, Skapfestumað- ur mikill er hann og tryggur mönnum og máléfnum, er hann hefir tekið ástfóstri við, að vart munu aðrir honum fremri í því efni. Eins og Góðtemplararegl- an á honum mikið upp að unna, þá má sjómannastéttin ávallt minnast hans með þökk og virðingu hér í bæ. Braut- ryðjandastarf háns um stofnun Sjómannafélagsins mun í heiðri haft og starf hans í þágu þess fyrr og síðar. Jóri háir frá fyrstu tíð verið Alþýðuflokks- maður og aldrei hefir hann hopað af verðinum, þótt storm- ur hafi nætt um flokk hans og gefið hafi inn á bæði borð, sem skolað hefir út ýmsuin, sem þar höfðu tekið sér rúm’ Jón hefir þar sem annars staðár staðið óhvikull, trúr sínum æskuhug- sjónúm og málefnutn. Aldurinn ber hann vel. Muridu margir telja hann fimmtugan heldur en 65 ára. Er hann éítt hið glöggasta dæmi urii hVe reglu- samt líf gerir menn únga fram á efri ár, — um loið talandi tákn þess, hve reglusemi og hófsemi, gerir menri áð sönnum mönnum. ■■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.