Alþýðublaðið - 04.06.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.06.1942, Blaðsíða 2
2 ALfr: Y OUBJLAÐ tP TTT r l héríReykjavík! Sérstaknr Her- mannslisti á métf Hrif lnlistanum ! * — 1 P LLL VISSA er nú talin fyrir því, að Sigurður Jónasson forstjóri Tóbaks- einkasölunnar bjóði fram við kosningarnar hér í Rvík sér- stakan iista með sjálfum sér I fyrsta sæti, en hvatamaður og bakhjarl listans er sagð- ur vera Hermann Jónasson fyrrverandi forsætisháðh. Er almennt litið ,á þennan lista Hermanns sem samkeppnis lista inn Framsóknaratkvæðin í Reykjavík við hinn opinbera Framsóknar- eða Hriflulista, en eins og kunnugt er varð Sigurð- ur Jónassón að hröklast úr Fram sóknarflokknum nýlega fyrir ofríki Jónasar, mjög á móti vilja Ðermanns. Hefir Alþýðublaðið heyrt frá áreiðanlegum heimildum, að með Sigurði Jónassyni muni verða á Hermannslistanum 3 aðrir menn: Jón Guðlaugsson, bifreiðarstjóri, Þormóður Páls- son, starfsmaður Tóbakseinka- sölunnar og Hákon Guðmunds- son hæstaréttarritari. Sögur um að þessi listi væri í undirbúningi hafa gengið um bæinn undanfarna daga. En full staðfesting á þeim fékkst ekki fyrr en í gær, að nýtt blað, „Framtíðin“ kom út í fyrsta sinn, með Sigurð Jónasson að útgefanda og ábyrgðarmanni. Segir þar í ávarpi til lesend- anna, að ekki sé til ætlazt að þa$ komi út oftar en „einu sinni eða tvisvar í viku fram að næstu alþingiskosningum, Framh. á 7. síðu. Síldarverksmiðjur ríkisins hefja vinnsiu frá og með 5- júii næstkomandi. Framleiðslan er að mestu leyti síid. ■ ■ ♦ --— A KVEÐIÐ hefir verið að Síldarverksmiðjur ríkisins hef ji hóttöku og vinnslu síldar 5. júlí næstkomandi. Er það nokkru fyr en í fyrra, en þá byrjuðu verksmiðjurnar móttöku síldar 10. júlí. Jafnfram hefir verið ákveðið að verksmiðjurnar skuli greiða 18 krónur fyrir hvert mál síldar, sem selt er til verksmiðjanna, en kr. 15.30 fyrir hvert mál sem afhent er verksmiðjunum til vinnslu. Þeir sem afhenda síld sína þannig fá síðar fullt uppgjör. í fyrra voru greiddar' 12 krónur fyrir síldarmál, og hækkar verðið því um 50%. ur i mm. Ma«ðsyn|averk, sem lengl er báið að bíða MKLAR endurbætur standa fyrir dyrurr, á Srfr.ahús- inu. Aðalendurbæturnar eru fólgnar í nýjum hitaleiðslum og miðstöðvarofnum, sem byrj- að var að setja í húsið í þessari viku. Gamla miðstöðin í Safnahús- inu er ein sú elzta, sem sett var í hús hér á landi. Var hús- sett í það um leið. Voru leiðsl- urnar of mjóar og ofnamir full- nægðu ekki. Þeir, sem sótt hafa lestrarsal Framh. á 7. síðu. Eins og áður hefir verið sagt ♦ frá hér í blaðinu hafa undan- farið staðið yfir samningar milli íslenzkra viðskiptafulltrúa og fulltrúa Bandaríkjastjórnar um að Bandaríkjamenn keyptu íslenzkar afurðir. Hafa nú tek- izt samningar um að Banda- ríkjamenn kaupi handa Bret- um samkvæmt láns- og leigu- lögunum alla lýsisframleiðslu okkar í ár og auk þess 20 þús- undir smálestir af síldar- og fiskimjöli. í sambandi við þetta skal geta þess, að það mun láta nærri að öll síldar- og fiskimjölsframleiðsla okkar hafi í fyrra verið um 27 þús- und tonn, nokkuð notum við sjálfir og mun því hægt að á- lykta, að við höfum einnig selt alla mjölframleiðslu okkai; mið- að við að aflinn verði álíka mikill í sumar og hann var í fyrra. Verðið á lýsinu verður 828 krónur á smálest og er það rúm lega 30% hærra en í fyrra og verðið á mjölinu verður 515 krónur, og er það um 14% hærra en í fyrra. Ferðafélagið heldnr oppi lengri og skemmri ferðum í somar. ■■♦--- Til fegurstu staða á landinu og upp um dræfin. GERT er ráð fyrir, að allar bifreiðar og bifreiðastjór- ar hafi yfrið nóg að gera og verði því erfitt að fá farartæki til sumarleyfisferða í sumar. Þó mun það ekki verða ómögu legt, ekki sízt, ef margir halda hópinn. Ferðafélag Íslands ger- ir ráð fyrir að gangast fyrir að gangast fyrir sumarleyfis- ferðum, svo sem verið hefir. Kristján Ó. Skagfjörð, fram- kvæmdastjóri Ferðafélagsins gaf Alþýðublaðinu ef "rfarandi upplýsingar I ga-i: ■ Fyrsta ferðin veróur Mý- vatnsför, og hefst 4. j úlí að öllu forfallalausu. Ekið verður í bifreíðum og heimsóttir feg- urstu og merkustu staðimir. Lengst verður farið að Asbyrgi ■<'■■ og Dettifossi. Gert er ráð fyrir 8 daga útivist í þessari ferð. 11. júlí verður farin viku- ferð inn á öræfi. Fyrst í bif- reiðum að Gullfossi og Geysi, síðan ríðandi norður á Kjöl. Gengið verður á fjöll, ef veður er heppilegt. Önnur vikuferð hefst 18. júlí. Verður fyrst ekið í Þjórs- árdal, að Ásólfsstöðum. Síðan ríðandi norður á Arnarfell, en Iþaðan í Kerlingarjþ’öll, síðan til byggða. 25. júlí hefst 7—8 daga ferð í Öræfi. Farið verður í bifreið- nm eins langt og auðið er, svo ríðandi yfir sandana og um Ör- æfi. Farið verður í Bæjarstaða- skóg og ef til vill á Öræfa- Ferðafélag Akureyrar gengst fyrir ferð í Öskju og Herðu- breiðarlindir 17. júlí, verður Framh. á 6. síðu. Skotbríð á fisklmenn úti fyrir Grimsstaðpvilr ----#.--- Ameriskur varðmaður skaut mörgum skotum á bát þeirra, en mennina, sem i honum voru, sakaði ekki. u M ÞRJÚ LEYTIÐ I GÆR va rtrillubátur að koma að landi í vörinni við Grímstaði á Grímstaðaholti og voru tveir menn í honum, þeir Jón Eyjólfsson, Fálka- götu 36 og Árni Jónsson, Grímsstöðum. Þegar þeir voru um það bil 400 metra frá landi, var skyndilega hleypt af skoti sem kom rétt hjá bátnum. Þeir stöðvuðu bátinn, en þá var skothríð- inni haldið áfram og komu skotin í bátinn og sjóinn kringum hann, en mennina sakaði ekki. Amerikskur varðmaður, sem var skammt frá Grímsstöðum stóð fyrir skothríðinni og hætti \ lífi okkar. skammt frá bátnum. Við álitum þetta merki um það, að við ætt- um að stoppa og stöðvuðum vél bátsins. Ætluðum við síðan að róa til lands, en þá var skot- hríðin ni haldið áfram, svo að við sáum okkur þann kost vænstan, að hætt róðrinum. Við hugðumst þessu næst að reyna að lenda vestar, en þá var skothríðinni en haldið áfram og vissum við ekki hvað var á seiði. Höfðu nú mörg skot kom- ið í bátinn, því að skotríðin var mjög áköf og fannst okkur sem skotunum rigndi yfir okk- ur. Áttum við ekki annars kost en að halda til hafs, ef vera skyldi, að við gætum forðað hann ekki fyrr en menn komu að, og reyndu að sýna honum fram á, að mennirnir væru ís- lendingar og hefðu leyfi til að sigla þarna. Fólk, sem var í nágrenninu heyrði skotin og álíta margir, að þau hafi verið verið um 30, þótt enginn hafi talið þau. Sanatal við Jón Ey|ólfsson. Fréttaritari Alþýðublaðisns hitti þá félaga, sem í bátnum voru, að máli í gærkvöldi. Voru þeh við vinnu í vörinni. Árni er hálfáttræður öldungur, en lítur þó engan veginn út fyrir að vera það. Hefir hann reynt margt um ævina, en ekkert eins og þennan atburð. Jón stóð í sjó upp að mitti við bátinn, sem erm var ekki búið að draga á land, og var hann að hreinsa netin, sem þeir höfðu sótt. . „Við fór m út klukkan átta í morgun til að sækja net‘, sagði Jón, og komum aftur um þrjú léytið. Þega,r við vomm ipn 400 m. andan landi, var skotið á okkur riffilskoti, sem kom Við sátum báðir á fremri þóft- unni í bátnum, og kom eitt skotið á milli okkar, og var hin mesta mildi, að hvorugan sakaði Eru skotför í bátnum, sem sýna þetta ótvírætt. Eitt skotgat er á skutnum og tvö á kassanum, sem er utan um vélina. Þegar hér var komið komu menn út úr húsum, þar á meðal tengdadóttir Árna, sem með mér var, og báðu hermanninn að hætta skothríðinni, því að þetta væru íslenzkir fiskimenn. Var varðmaðurinn hinn þver- asti, og kölluðu menn þá á lög- regluna. Nú hlupu nokkrir menn nið- ur í fjöruna, þar á meðal var Englendingur einn, og settu þeir út kænu og hugðust að hjálpa okkur. Stóð þá ameríkski varð- maðurinn í fjörunni, en var hættur að skjóta. Þegar ég gekk upp fjöruna, heldur Jón áfram, „spennti hann upp gikkinn á byssimni rétt hjá mér, en skaut þó ekki. Meðan þetta var, stóð Árni við bátinn.“ Að lokum sagði Jón Eyjólfs- són: Frh. á 7. síðu. Fimmtudagur 4. maí 1942* 9 9 @a n barnið lifandi bjá benni. P FTIRFARANDI at- ■*—* t ~ur gerðizt hér í bænum í gær: Um klukkan 1 í gær- dag var hringt a lög- regluvarðstófuna og beð- ið um að sendir yrðu lög- regluþjónar í tiltekið hús hér í bænúm. Lögreglu- þjónamir brugðu þegar við og fóru á staðinn. Er þeir komu þangað, var þeim skýrt svo frá, að fyrir alllangri stundu hefði stúlka farið inn í baðklefa í húsinu, en er fólk hefði farið að lengja eftir henni og gætt aðs hefði hún ekki svarað, en hur'*"-i á baðklefanum var Ioimö ao innan verðu. Lögreglan braut nú upp hurðina og fann þá stúlkuna örerula á gólf- inu, en hjá henni lá ný- fætt, lifandi bam. Var það aðeins tilviljun að þakka, að barnið hafði haldið lífi. Stuikan var hjá venzlafólki sínu. Tveir læknar voru, þegar kallaðir á vettvang og var héraðslæknirinn. annar þeirra. Ný gatnanöin i ReykjavíL NÝJAR GÖTUR hafa feng- ið ný nöfn. Nú eigum við götur, sem heita m. a. Fjöru- tún, Stalckholt, Miklabraut og Efstasund. í fundargerð bygg- inganefndar segir um þetta: \ „Samkvæmt tillögum prófes- sors Sigurðar Nordals, prófes- sors Ólafs Lárussonar, og há- skólaritara Péturs Sigurðsson- ar samþykkir byggingarnefnd eftirfarandi götunöfn: Gata, sem ákveðin er frá gatnamótum Skúlagötu og Hringbrautar, að Sundlaugavegi heiti Borgartún, og gata, sem ákveðin er frá gatnamótum þeirrar götu og Skúlagötu, Sætún. Gata milli Borgartúns og Sætúns vestan Höfða heiti Steintún, og gata samhliða henni austan Höfða heiti Fjörutún. Gata, sem ligg- ur frá gatnamótum Borgartúns og Fjörutúns, samhliða Samtúni — heiti Sigtún. Qatan frá Borg- artúni að Skúlagötu (nyrðsti hluti núverandi Mjölnisvegar) heiti Skúlatún, en MjölnisVeg- ur ,sunnan Laugavegar heiti Mjölnisholt, og gatan, sem ligg- ur milli þeirra götu og Stórholts heiti Stakkholt. Samkv. till. sömu manna samþ. nefndin, að gata, sem leggja á frá fyrirhuguðu torgi, þar sem Hringbraut og Reykja- nesbraut mætast, að vegamót- Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.