Alþýðublaðið - 06.06.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.06.1942, Blaðsíða 6
AU>YDUB1_AÐ1Ð ier komnn. Garðeigendur eru beðnir að sækja harni sem lyrst. Opið daglega frá kl. 9 f. h. til kl. 10 e. h. á Vegamótastíg NB. Fólk ámirmt um að hafa með sér strigapoka undir áburðinn. Garðyrkjuráðunautur bæjarins. KVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. Þjóðviljinn fyrir sér í því, að Jan Valtin sé „samvizkulaus þorpari og lygari“? Það rök- styður Þjóðviljinn með þeirri staðhæfingu, að Valtin hafi nú játað, að bók hans sé ekki sjálfs- æfisaga. Farast Þjóðviljanum þannig orð um þetta; „Bandaríkjablaðiö „New York Times" flytur 27. sept. 1941 þá fregn af fundi þessum, að Herra Valtin hafi játað, að við samningu „æfisögunnar“ hafi raunar ekki allt efnið, sem hann notaði, verið úr hans eigin lifi. Og að því er „New York Times“ segir, gaf hr. Valtin þama þá yfirlýsingu, að Jiann hefði auk atburða úr eigin lífi notað reynslu annarra manna, svo bókin mætti verða eins áhrifa mikil og hægt væri“. Já, hvílíkur „þorpraskapur“, að nota í bókinni auk atburða úr eigin lífi einnig reynslu ann- arra manna! Hvað skyldu þær vera margar sjálfsæfisögurnar, sem samdar hafa verið án þess að taka tillit til hennar? En svo vitstola eru kommúnistarnir enn af vonzku yfir bók Valtins, að þeir sjá ekki einu sinni hve hlægilega þeir gera sjálfa sig með slíku þvargi. HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. í GÆB FÉKK ÉG eftirfarandi fréf frá „Bíósækjanda“: „Eitt at- riði í sambandi við bíóin vildi ég leyfa mér að biðja yður fyrir. Það eru mikil brögð að því að kven- fólkið okkar fari í bíó með svo háa og barðastóra hatta, að ógern- íngur er oft fyrir menn að sjá myndina, sem er verið að sýna,1 vegna þessa. Karlmenn verða að gera svo vel og taka ofan sína hatta í bíó; en ég veit að þeir eru eklci eins vandlega festir niður með alls konar tækjum, og karl- imenn þurfa auk þess ekki spegla til þess að setja á sig hatta. Vildi ég nú mælast til þess við kvenfólk- ið áð það noti alls ekki svona hattá í bíóferðum sínum, því oft blótar maður í hljóði yfir því að fá ekki hálf not af myndinni. Og áð lokum finnst mér, að kvenfólk þurfi ekki að halda sér neitt til- fakanlega mikið til, þó þær fari í bíó.“ Hannes á horninu. Fiimnta herdeild Hitlers á Spánl. Framh. af 5 s íðu. Madrid er vel skipulagður. Einu búðimar, sem mikU viðskipti eru við í Madrid, efu eign Þjóð verja, og þýzka sendisveitin í Madrid hefir 220 menn í þjón- ustu sinni. Að minnsta kosti 80.000 Þjóðv. eru á Spáni og er engin skýring til á því, hvers vegna allur sá fjöldi dvelur þar. Þjóðverjar eru miklu dug- legri í áróðri sínum en ítalir. Þýzki blaðafulltrúihn í Madrid, Lazard, hefir ekki einasta hrós- að sér af því að hafa keypt spænsku blöðin, heldur einnig því, hversu lítið þau 'hafi kostað. Franskur herforingi, sem var í herforingjaráði Franco’s hefir lýst því ýfir við franskt blað, árið 1939, að: , J>jóðverjar hefðu allt á sínu valdi. Þeir hefðu afl- stöðvamar, símstöðvamar, efna gerðariðnaðinn o. m. fl“. * Þjóðverjar hafa kennt spænska hernum hernað. Árið 1931 voru þýzkir foringjar að kenná spænskum foringjum, og þeir kenndu í júnímánuði 1939 við almennan herskóla á Spáni, þar sem 50.000 Spánverjar tóku þátt í námskeiði. Nú orðið eru allar heræfingar á Spáni látnar fara fram undir eftirliti þýzkra herforingja." Á Suður-Spáni eru þýzkir verkfræðingar að láta byggja flugvelli, svo sem við Huelva og Coolis. Á Spáni eru einnig framleiddar sprengjuflugvélar undir eftirlití Þjóðverja. Og síð ast en ekki sízt má geta þess, að spænskar flugleiðir, svo sem flugleiðin til Marocco og Kana- rieyja er undir eftirliti Þjóð- verja. Spænski flotinn, sem telur 6 heitiskip, 19 tiindurspilla, 24 tundurskeytabáta og fallbyssu- báta, yrði Þjóðverjum kærkom- in viðbót Við þýzka flotann. Þjóðverjar hafa fullan hug á því að nota Spán til hins ýtrasta í þeirri baráttu. sem nú stendur yfir. fierðardómurioD: Bráóabirgðalilgio ViKan. sem kóm út í fyrradag, flytur m. a. grein ttm Stýrímahnáskól- ann. Sumarkossar hejtiír snaásaga eftir Octavíus Ray Cohen. Þá eru framhaldssögumar: Bréf drottn- ingarinnar og Leyndardómur hringsins, auk þess myndir og smágreinar og loks smásaga eft- ir Huldu: Steinninn. Framh. af 4. síðu. ar Sjálfstæðisflokksihs þá leið- ina að gefa út bráðabirgðalög um þessi efni, og að nokkrum vikum eftir að alþingi hafði fellt lög sama efnis, í von um að nokkrir þingmenn mundu ger- ast svo lítilssigldir að ganga frá fyrri skoðunum um þetta mál og hlíta vilja forystumannanna, enda sýndi það sig að svo varð. Af sömu ástæðum var það sem ráðherrax- Sjálfstæðis- flokksins leyfðu sér að koma í veg fyrir framkvæmd heimild- arlaganna frá 1941 og þá sér- staklega um útflutningsgjald á ísfisk, sem beinlínis snertu hagsmuni einkafyrirtækis nú- verandi forsætisráðherra. Það er vitað, að forystumenn flokks- ins, sem stóðu að gerðardóms- lögunuih gerðu það í trássi við ýmsa þingmenn flokksins og á- reiðanlega í fullri óþökk margra flokksmanna. í Vest- mannaeyjum t. d. þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir til þessa haft öruggt fylgi, báru bæjarfulltrúar hans fram til- lögu á almennum fundi þess efnis, að víta þessar ráðstafan- ir. Vegna ofríkis Eysteins Jóns- sonar, sem staddur var á þeim fundi, fékkst sú tillága þó ekki borin undir atkvæði. * Alþýðuflokkurinn hafði vorið 1941 beitt sér eindregið gegn launaskatti Eysteins Jónssonar og tekizt að stöðva hann. Hann hafði beitt sér gegn lögbind- ingu kaupsins haustið 1941 og tekizt að koma í veg fyrir hana. Það var vitað, að hann mundi eins beita sér gegn setningu svipaðra laga um seinustu ára- mót, og að setning slíkrar lög- gjafar mundi verða þess vald- andi, að ráðherra hans í ríkis- stjórninni segði af sér. Með því að setja slík lög með bráða- birgðalögum var auk þess al- gerlega rofið það samkomulag, sem gert var, er þjóðstjórnin var mynduð, þar sem því var yfirlýst, að engin bráðabirgða- lög skyldu gefin úf nema allir ráðherrar væru þeim samþykk- ir í meginatriðum. Hermann , Jónasson vissi því hvað við lá, og þá jafnframt að Alþýðu- flokkurinn mundi beita öllum kröftum sínum að því að gera þessi lög þýðingarlaus og fá þau afnumin. Hitt mun sönnu nær að bæði Hermann Jónas- son og Ólafur Thors hafi talið sér trú um það, að andstaða Al- þýðuflókksins mundi verða máttlaus og einskis megnandi, og að Alþýðuflokkurinn væri, eins og þeir á þeim tíma reyndu að telja sjálfum sér og Öðrum trú um, „deyjandi flokkur“. Má einnig vera að þeir hafi álitið að andstaða hans yrði jafnmátt- laus og andstaða sú, sem nokkr- ir andstæðingar gengislaganna frá 1939 reyndu að koma af stað. En þar skjátlaðist þeim stórlega. Andstaða Alþýðu- flokksins gegn gerðardómslög- unum hefir orðið til þess, að sem betur fer hafa þau alger- lega runnið út í sandinn í stór- um hlutum landsins. Andstaða fólksins gegn þeim vex dag frá degi og mikill meiri hluti lands- manna lítur á þau sem hrein- ustu óþurftarl,ög og ranglæti. * Pólitískir andstæðingar Al- þýðuflokksins hafa í umræðum um þetta mál og pftar gert sam- anburð á þessum lögum og gengislækkunarlögunum frá 1939, og komizt að þeirri nið- urstöðu, að af því Alþýðuflokk- urinn fylgdi þeim lögum, hefði hann einnig átt að fylgja þess- um lögum. í því pólitíska sið- leysi, sem ríkjandi er hér á landi, kemur það ekki á óvart þótt reynt sé að rugla dóm- greind almenpings í þessum efnum, jafnvel af þeim, sem vöru líka með gengislögunum 1939. Að fyrrverandi samstarfs- flokkar Alþýðuflokksins, sem að þeim lögum stóðu, skuli gera hið sama, sýnir fádæma skort á drengskap og siðleysi á hæsta stigi í umræðum um op- inber mál. í fyrsta lagi var ekki settur á stofn gerðardómur árið 1939, er um langan ákveðinn tíma skyldi ákveða kaup og kjör verkamanna og launþega, held- ur var ákveðið kaup launþega, I en jafnframt það sem mestu | máli skipti fyrir verkafólk og ' launþega, að allar innlendar I neyzluvörur skyldu vera í sama í verði og þá var, og jafnframt reynt að koma í veg fyrir verð- hækkun aðfluttra neyzluvara. j Enda var þáð líka þá fyrst, er Framsóknarflokkurinn sveik ákvæðin um verðlag innlendu afurðanna, sem dýrtíðar fór að gæta. Aðstaða atvinnuveganna þá, þeirra sem við sjávarútveg AlHýðuflokksins er í Alþýðuhúsinu 2. hæð (gengið inn frá Ingólfsstræti). Alþýðuflokksf ólk ! Athugið hvort þið eruð á kjorskrá. Látið skrifstofuna vita, ef þið farið úr hænum fyrir kjðrdag. Látið einnig vita um þá, sem þegar ero farnir úr hænum. — Simt 2931. Láugaráágta- 6. 'júnf fengust, var svo, að flest þeirra -voru -mjög-illa stödd, fjárhags- lega. Gengislækkunin var raun- : verulega'koinih á áður en hún' var samþykkt. Landið var gjaldeyrislaust erlendis, m. a. vegna þess að ýmsir framleið- endur neituðu að láta gjaldeyri af hendi fyrir hið lögskráða verð, og jafnvel að hætta fram- leiðslu, éf því yrði ekki breytt. Þess vegna var setning gengis- laganna 1939 raunverulega ekki annað en að viðurkenna stað- reyndir og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir Jjárhagslegt hrun landsins og álitshnekki er- lendis. Sjómenn höfðu um lang- an tíma borið skarðan hlut frá borði vegna hins lága verðs á fiskafurðum, sem stafaði af ó- réttlátri gengisskráningu. Þeir fengu hlut sinn bættan að nokkru með þessum lögum. Að vísu á kostnað verkamanna og launamanna, en þessir aðilar létu sér slíkt vel líka meðan sýnt var að byrðarnar komu nokkurn veginn réttlátlega nið- ur á öllum þegnum þjóðfélags- ins. Launamennirnir og verka- fólkið, sem færði fórnimar 1939, hafa ekki talið þær eftir, en þessir aðilar hafa ætlazt til þess að eftir þeim verði munað, þegar hagur þjóðarinnar batn- ar, og að þeir fái nokkra hlut- deild í því peningalega góðæri, sem nú er. Þeir hafa ekki búizt við því að aðstoðih frá 1939 yrði af valdhöfunum laimuð með því að Velta byrðum sívax- andi dýrtíðar á þeirra bak, en hlífa þeim, sem geta og eiga að borga, stórútgerðar- pg stríðs- gróðamönnum. Alþýðuflokkur- inn hefir líka ætlazt til að þess- ar stéttir fengju endurgoldna aðstoðina frá 1939, og þess vegna borið fram frv. um geng- ishækkun, sem vitanlega er lang-áhrifaríkasta aðferðih til þess að bæta aðstöðu þessara stétta. Sú ástæða er ekki leng- ur fyrir hendi að skortur gjald- eyris sé fyrir hendi, eða samn- ingar við erlend ríki. Þrátt fyrir þetta hafa ennþá engar undirtektir fengizt frá hinum flokkunum um þetta mál, þvert á móti svæfðu þeir það á hinu nýafstaðna þingi. Hagsmunir stórútgerðarinnar ráða þar sem í fleiri málum. Hvort man nú enginn lengur skrif þess lýðskrumara Sjálf- stæðisflokksins, sem oftast hef- ir verið sendur til sálnaveiða í hóp verkamanna og launa- manna, Bjarna Benediktssonar borgarstjóra, sem hann viðhafði haustið 1941, er hann sagði að því aðeins væri hægt að krefj- ast fórna af verkalýðnum og launastéttunum þegar • illa gengi, að, þessar stéttir fengju hag sinn bættan þegar vel ár- aði. Svik Sjálfstæðisflokksins eru í þessu máli auðsæ. Krefjast fórna af verkalýðnum þegar illa gengur og velta öllum byrðiim dýrtíðarinnar á bak hans þegar vel gengur svo stórútgerðar- mennirnir fái haldið stríðsgróða sínum óskertum. Eins og Bólu- Hjálmar sagði á sínum tíma. Þessum stéttum er ætlað að bera þyngstu byrði hvers tíma. Loforð öðrum megin. Svik hin- um megin. 1 Niðurlag ■ næst.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.