Alþýðublaðið - 06.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.06.1942, Blaðsíða 8
t NÆRGÆTNl _ ¥ JM Bjöm sekretera Steph- L/ ensen á Esjubergi eru ýmsar skrýtnar sögur sagðar. Hér er ein: Skammt frá lnnra-Hólmi er engjastykki, sem Klömbrur heita; þar eru gamlar mógrafir uppgengnar og lítið vatn í, en for. Hjá gröfum þessum sást eitt sinn hestur á beit með þófa- reiði, en enginn maður. <— Bjöm var sendur að vita hverju þetta sætti. Þegar hann kom heim gaf hann þessa skýrslu. „Það er hann Gvendur Gísla- son, hann liggur þar í mógröf og sýnist fara vel um hann.“ „Drógstu hann ekki upp úr?“ „Nei, ég tímdi ekki að vekja hann.“ Gvendi var bjargað. (Sunnanf.) ❖ OUÐMUNDVR þessi Gísla- son var lítill auðnumaður, en þegar hann var 8 ára reið hann til alþingis með föður sín- um ^em var prestur. Þegar þeir riðu á Þingvöll sagði síra Gísli: „Nú ríður Guðmundur fyrsta sinni til þings; hér mun hann oft koma, skipa málum meo höfðingjum og frægur verða.“ /.ELLI sinni varð Guðmund- ur þurfamaður Magnúsar Stephensens konferensráðs. Þá voru þar að námi, báðir ungir, Sveinbjöm Egilsson og Olafur Stefánsson. Guðmundur hafði mildð skegg, en gat ekki rakað sig, og buðu þeir honum að raka hann og var það þegið.Þeir rök- tiðu annan kjammann vel og vandlega, en hættu svo, og gekk Guðmundur þannig hálfrakað- ur um sinn. Þá settu þeir fé- lagar honum þessi minningar- Ij'óð: „Hér er til hvíldar færður, heiðraður fyrr en komst á legg, biskup, lögmaður, lærður landfysikus, þá gekk með vegg, barón á barndómsskeiði burt reisti um lönd og geirn, kaupverzlan kænn við þreyði. kannaði víðan heim. Kom frá útlöndum aftur alla skilinn við prakt spéskorinn kampakjaftur kokkur á fiskijakt.“ ( Sunnanf.) JiÆANNl einum í Indlandi ■* var sagt, að iígrisdýr hefði ráðizt á tengdamóður hans. „Það er þá einu tígrisdýrinu færra í veröldinni,“ sagði hann. ÞVÍ læra börnin málið, það er fyrir þeim haft. að SELDU ekki skinnið fyrr en bjorninn er unninn. GAMAN er að börwunum, sagði karlinn, átti sjö böm og áttwnda umskiptlng. Zachariah Smith fangavörð, sem á fjórtán böm, langi til þess að skála við hann í tilefni af deginum. — Þér munið ekki gleyma þessu kvöldi, Zachariah, sagði fanginn. Fangavörðurinn setti glasið á bakkann, þurrkaði sér um munoinn og sagði: — Ef Go- dolphin lávarði fæðist sonur, verður svo mikið um dýrðir, að við gleymum að hengja yður á morgun. Dona tók teikningu, sein lá á borðinu, það var myndin af máfinum, og sagði: — Jæja, ég hefí valið mynd- ina. Og svo að lávarðuxinn sjái yður ekki hér með bakkann, Zachariah, ætla ég að fara nið- ur, og við skulum skilja fang- ann yðar eftir ásamt blýanti sínum og fuglamyndum. Verið þér sælir, franski ræningjafor- ingi, og ég vona, að þér getið komizt burtu á morgun jafn- auðveldlega og fjöðrin, sem fauk úr sænginní minni. Fanginn hneigði sig. — Það er allt undir því komið, sagði hann, — hversu mikið öl fanga- vörðurinn drekkur ásamt lækn- inum í kvöld. —- Læknirinn má vera harð- ur í hom að taka, ef hann þol- ir meira en ég, sagði fanga- vörðurinn um leið og hann opn- aði hurðina fyrir Donu. — Verið þér sælar, frú St. Columb, sagði fanginn, og hún >, stóð kyrr stundarkorn og horfði á hann. Henni'var það ljóst, að ráðagerðin, sem þau höfðu í huga, var sú glæfralegasta, sem þau höfðu tekið s,ér fyrir hend- ur fram að þessu, og ef hún misheppnaðist var úti um alit, því að í fyrramálið myndi hann verða hengdur í hæsta tréð í garði Godolphins. Svo brosti hann, og henni fannst þétta bros vera einkenni hans. Það var þetta bros, sem hún hafði elskað fyrst, og hún myndi aldrei framar geta gleymt, hvað sem fyrir kæmi. Aldrei myndi hún heldur geta gleymt Máfin- um, sólskininu og vindinum yfir hafinu, dölckum skuggunum yf- ir víkinni, eldinum á árbakkan- um, veiðiferðínni, þögn skógar- ins og sólaruppkomunni. Hún fór út úr klefanum, hnarreist, án þess að horfa á hann og hugsaði: — Aldrei mun hann vita, á hvaða stundu ég unni honum mest. Hún fylgdi fangaverðinum eftir niður stigann og henni var þungt um hjartað. Skyndi- lega var hún orðin dauðþreytt eftir ofvænið, sem hafði gripið hana, þegar hún var inni hjá fanganum. Fangavörðurinn glotti, lagði bakkann á borðið, sem var undír stiganum, og sagði: — Sá er kaldrifjaður. Ekki verður honum miMð fyrir því að deyja. Það er ekki útlit fj’rir að þeir séu mjög við- kvæmir menn, þessir Frakkar. Hún brosti við örlítið, rétti fram höndixxa og sagði — Þér eruð góður náungi, Zacharia. Og þér megið drekka mörg glös af öli í framtíðinni, þér eigið það skilið. Ég skal ekki gleyma að segja lækninum að líta inn til yðar. Þér munið, að hann er lágvaxinn maður. — En hálsinn eins og skólp- renna, sagði fangavörðurinn, því að hann minntist þess, að hún hafði sagt, að honum þætti sopinn góður. — Ágætt, frú mín, ég skal sjá um, að hann engist ekki af þorsta. En þér megið ekki minnast á það við lávarðinn, þér munið það. — Minnist ekki á það, Zacha- riah, því megið þér treysta, sagði Dona hátiðleg á svip, um leið og hún gekk út úr dimm- um ganginum og fram í sólskin- ið fyrir utan, og þarna kom Godolphin sjálfur niður eftir veginum á móti henni. — Þér höfðuð á röngu að standa, frú mín, sagði hann, og þurrkaði sveitt enni sitt. —■ Vagninn héfir ekki verið hreyfður úr stað, og læknirinn er enn þá hjá konu minni. Hann hefir ákveðið að vera hér leng- ur. Yður hlýtur því að hafa misheyrzt, frú mín. — Ég hefi þá sent yður heim að ástæðulausu, sagði Dona. — En hve það var heimskulegt af mér. En svona eram við kon- urnar. Hér er mynd af máfi. Haldið þér ekki, að Hans Há- tign lítist vel á myndina? — Þér eruð betri dómari um það mái en ég, frú mín, sagði Godolpbin, — eða ég býst við, að svo sé. Jæja, var ræningja- foringinn eins og þér bjuggust við? — Nei, hann hefir mýkst í fangelsinu, Iávarður minn. Eða ef til vill er það ekki fangelsis- vistin, sem hefir mýkt skap hans, heldur sú vissa, að í vörzlu yðar er flótti óhugsan- legur. Mér virtist svo, þegar hann leit á yður, sem honum virtist hann loksins hafa íundið jafningja sinn að gáfum og slægvizku. — Ó, virtist yður það? Það er einkennilegt. Stundum hefir mér virzt eínmitt hið gagn- stæða. En þessir útlendingar eru óútreiknanlegir. Það er aldrei hægt að vita, hvað þeir hugsa. — Mjög sennilegt, Iávarður minn. Þau stóðu fyrir framan þrep hússins, og þarna stóð vagn læknisins, og þjónninn hélt enn þá í hest Donu. — Þér verðið að fá einhverja hress- ingu, frú mín, áður en þér legg- ið af stað, sagði Godolphin. —- Nei, svaraði hún, — ég hefi þegar tafið allt cf lengi, því að ég hefi mikið að gera í kvöld, þar eð ég þarf að leggja af stað heimleiðis á morguri. Ég bið kærlega að heilsa konu yðar, og B NÝJA BIO ■ 11 ■ CUÉUBMB Lillian Rnssel r “ Axnerísk stórmynd er sýnir ! i Amerísk kvikmynd, er p&t- ist l Afrfku. söng og leikkonunnar frægu Pouglas FairbeBkSg Jri. þætti úr æfisögu /iunerisku Madeleine CarroÐ Lillian Russell Sýnd kl. 7 og 9. Aðalhhitverkin leika Alke Tage , Framhaldssýning ki 3Vi—6M. Don Ameehe HRÆDDUR VID Henry Fonda kvenfDlm ' Sýnd x dag kl. 4, 6.30 og ð.g með gamanleikaranum Joe Penner. ég vona, að áður en kvöldíð er liðið, verði hún búin að ala yður son, kæri Godolphin. — Allt er í hendi guðs, írú mín, sagði hann alvarlegur í bragði. — Bráðum í höndum læknis- ins, sagði hún um leið og hún steig á bak hestinum. — Verið þér sælir! Hún veifaði hendinni í áttina til hans og hleypti af stað um leið og hún sló í hrýss- una með svipunni sinni. Og um leið og hún þeysti fram hja tuminum, leit hún upp í glngg- ann og söng lagið, sem Rerae Blanc var vanur að leika 6 strengjahljóðfærið sitt. En Bns leið var fjöður fleygt út vim gluggann og sveif hún hægt ni5- ur frá glugganum. Þessi fjöðnr var slitin úr pensli. Hún greip f jöðrina og hirti ekkert mn þa^, þótt Godolphin sæi til faermar frá þrepum húss síns, og faésx veifaði aftur hendinni í kveðjn- skyni, stakk fjöðrinni í faatt sinn og reið hlæjandi út á þjóð- veginn. LITLIÍ IMDfiAMARNIE borgarinnar, og eftir tíu mín- útna ofsa-akstur sáu þau bif- hjól framundan. Axmar- lög- regluþjónanna tók upp kíki og gætti að númérinu á hjólinu. ,,OP618S!“ hrópaði hann. ,.Húrra!“ hrópuðu þau öll í kór. Svo tók lögregluþjónninn eitthvert einkennilegt verkfæri og drap á það fingrúnum hing- að og þangað. Böriiin fylgdust vel með öllum hreyfingum hans. „Hann er að senda loftskeyti til næstu borgar, um að lög- reglan þar eigi að loka vegin- um,“ sagði hinn lögregluþjónn- inn. „Nú gerist eitthvað bráð- um.“ s Og þetta reyndist rétt. Þegar þau voru rétt komin í næstu borg, sáu þau, að lögreglan þar hafði lagt stiga þvers yfir þjóð- veginn og stöðvað alla umferð. Bifhjólið grunsamlega hafði líka orðið að nema stuðar þarna, og þegar lögreglubifreið- in kom, hlupu lögregiupjónarn- ir til þjófanna tveggja og hand- tóku þá. Þeir litu fljótlega í pokann, sem var í körfunni, og fundu þar ýmis konar þýfi. Innan skamms kom stór, lokað- ur lögregluvagn og.þjófunum var ýtt inn í hann. „Ég geri ráð fyrir að þetta séu mennimir, sem þið voruð að njósna um?“ sagði stóri lög- regluþjónninn við Palla. „Já, þessi þama með örið á hendínni er óvinurinn, sexn við eltum, en hínn hefir hlotið að fela sig einhvers staðar í nánd við veginn, með bifhjólið “ — sagði Palli og var heldlur en ekki upp með sér. „Við emxm duglegir Indíánar, finnst þér ekki?“ „Það er enginn vafí á því,st sagði lögregluþjónnimx og fylgdi þeim aftur í bifréiðina. Svo var þeim ekið heim og nú ar mesti æsingurinn liðinn fajá. En þó var þessu æfintýri ektó . lokið ennþá, því að næsta 's/iktt kom stór lögregluþjónn faeirn. til barnanna og færði þeirn tvo stóreflis böggla. „Með ' beztu kveðjum. og þökkum til Indíánaforingjans Svarta-Fálkans og félaga hans,. Rauða-Refsins. Með vinsemd. Lögreglan.“ /: ■■ I ■■ ■ " cv' ■ '■■■'. Þetta stóð á spjaldinu, sém fylgdi bögglunum. Palli og Magga leystu utan aí þeim — og hvað haldið.þið aS hafi verið í bog'glunum? í öðr- um bögglinum var Ijómandi fallegur bátur, og hann var svo stór, að Palli gat róið honum k tjörninni, en í hinum bögglia- um var stórt og fallegt Indíána- tjald, og ýmsar skemmtilegar teikningar á því. „Ó!“ hrópaði Pallí í gleð* sinni. „Sjáðu bara þessa hluti,, mamma! Heldurðu, að við verðum ekki fírar Indíánar núna?“ „Það verðið þið áreiðanleg* — og þið hafið líka fyUilega unnið til þessara verðlauna,*4 sagði mammá. ' Finnst ykkur það ekki lika? ENDÍR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.