Alþýðublaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 5
?-4£UM«K4agux 7. frú»í 1943. AU»YPUSIJIIIft0 fpaihpnar. ISUSNDINGAIl eru án efa ein þeirra þjóða, sem mestan á~ feuga hefir fyrir stjórnmálum, Á það við um flestar eða allar stéttir þjóðarinnar. Oft hafa öldur stjórnmáladeilnanna risið hátt hér á landi. Eftir aldamótin má nefna sem dæmi deilumar um „uppkastið'1 svonefnda og þingrofskosningamar 1931. í fyrra skiptið var það sjálfstæð- iamálið, sem deilunum olli, í síð- ara skiptið kjördæmamálið. Bæði þessi mál eru nú aftur á dagskrá meðal þjóðarinnar x þeim kosningum, sem nú fara í hönd. Sennilega rísa ekki mikl- ar deilur út af sjálfstæðismálinu að þessu sinni, þar er þjóðin kominn að sameiginlegri niður- stöðu. Hún mun einnig innan skamms komast það í kjör- dæmamálinu, og sú niðurstaða hlýtur að verða, að allir viður- kenni sem sjálfsagðan hlut, að allir íslendingar eigi að hafa jafnan kosningarétt hvar í flokki sem þeir standa og livar sem þeir búa á landinu. Aftur- haldið, sem nú streitist á móti þessari réttlætiskröfu, mun verða sigrað, og það mun verða að sætta sig við þenna sigur hins framsækna nýja tíma, eins og afturhaldið verður jafnan að gera, fyrr eða síðar. Eftir að þjóðstjórnin sáluga var mvnduð árið 1939 virtist færast einkar einkennilegur doði yfir stjómmálalífið í land- inu, og stjórnmálaáhuginn, sem íslendingar eru frægir fyrir, virtist ibókstaflega vera að deyja út. Kommarnir voru að vísu að nöldtra eitthvað úti í homi, en meginþorri þjóðarinnar lét sig það lithi skipta, hvað umboðs- menn Stalins lögðu til málanna. En smámsaman breyttist við- horfið. Þjóðstjórnin sýndi sig ekki að vera hlutverki sínu og ábyrgð vaxin. Hún tók að sýna launastéttum landsins fyllsta gerræði til þess að geta hlaðið því betur undír stríðsgróða- braskarana. Það var barátta Al- þýðuflokksins gegn þessari ó- hæfu, sem á ný hleypti hita í stjómmálin. Gerðardómslögin vöktu ahnenning fyrir alvöru af dvala sínum. Sjálfstæðisflokk- urinn fékk að kenna á því vem- lega Við bæjarstjórnarkosning- amar um allt land. Franxsókn var þurrkuð út úr bæjarstjórn Eeykjavíkur. Á síðasta alþingi hóf Alþýðu- flokkurinn sókn á nýjum víg- stöðvum með því að bera fram frumvarp um breytta kjördæma skipun og leiða það til sigurs á þeim vettVangi. Þetta mái mun SIGLINGAR milli Bretiands og íslaixds halda áfram eins og að undanfömn. Hofom 3—4 skip í förum. Tilkynn* ingar um vörusendingar sendist Cullfford & Clark Ltd. BKADLEYS CHAMBEES, LONDON STKEET FLEETWOOD. að sjálfsögðu ósamt gerðardóms- pxálinu og gengismálinu verða aðaldeilumál kosninganna. Tólbak og smjörl&i. ALTAL.A© er, að 2 þekkt- ir fjárafla- og verzlunar- menn ætli að gera þessar kosn- ixigar dálítið óvenjulegar og skemmtilegar með því að öjóða fram „sprengilista“. Menn þess- ir eru Sigurður Jónasson, for- stjóri Tóbakseinkasölunnar og Ragnar Jónsson, forstjóri smjör- líkisgérðarinnar Smára, sem tal- inn hefir verið aðalmaðurinn á bak við útgáfu „I>jóðólfs“. Sig- urður Jónasson ætlar sjálfur fram í fremstu eldlínu; hann er hræddur um, að listinn yrði annars ekki tekinn alvarlega, en sagt er, að Ragnar ætii að hafa sig lítt í frammi sjáKur, en muni þó eiga sæti neðarlega á listan- um. Því hefir verið fleygt, að Hermann Jónasson stæði á bak við lista Sigurðar Jónassonar, og ættu betta að vera eins konar prófkosningar milli hans og Jón- asar. Öðrum þykir þó senni- legra, að Hermann ætli sér að gera upp við Jónas á öðruip vett vangi, enda sé hann ekki alveg viss um að Sigurður verði tek- inn alvarlega! Sé þessi síðari til- gáta rétt, verður .listinn tæplega skoðaður öðru vísi en senx einka fyrirtæki Sigurðar Jónassonar. Hér verður ekki úr því skorið, hvort nafnið er réttara: „Her- mannslistinn" eða „tóbakslist- inn“, en þessi tvö nöfn kvað list- imx þegar hafa fengið í bænum. Lista Þjógólfsmanna kalla gárungarnir „smjörlikislistann“ en þeir setn að honum standa, eru þó nánast alis konar „hrist- ingur“ — eins og þeir sögðu á Ísaíirði í vetur — manna með ó- líkustu skoðanir — og trúar- brögð. Hækkun átsvaraima. REYKVÍKINGAit hafa nú heyrt ávæning af því, hvað híður þeirra, þegar hin nýja nið- urjöfnunarskrá verður birt — I yæntanlega nokkru fyrir kosn- ingar, ef prentim hennar gengur ekki tiltakanlega seint. Eins og Alþýðublaðið hefir skýrt frá, er þar um að ræða stórkostlega hækkun útsvaranna — ekki á hátekjunum, stríðsgróðanum — heldur á útsvörum alls almenn- ings, Þetta er einn ávöxturinn sem Reykvíkmgar uppskera af samningum Sjálfstæðisflokksins við Framsókn. Samkv. nýju skattalögunum má engin útsvör leggja á þær tekjur, sem eru umfram 200 þús. kr., í stað þess að á þeim hefði aðalþungi út- svaranna átt að hvíla, ef ekki hefði verið tekið fram fyrir hendumai- á niðurjöfnunar- nefndunum og þær handjámað- ar. Það vita allir, að þessir samningar voru gerðir með vit- und og vilja Bjama borgar- stjóra; hann er hægri hönd Ól- afs Thórs, sem samninginn gerði og á sæti í miðstjórn Sjálfstæðis ílokksins, sem fékk samkomulag ið við Framsókn til meðferðar áður en frá því var gengið. Þessir samningar um skatta- málin tryggja Kveldúlfi að mega halda a. m. k. 40% af milljónagróða sínum 1941 ó- skertum, ofan á allar þær íviln- anir, sem hann fékk í fyrra hvað snerti gróða ársins 1940 og nam milljónum króna. Segjum að Kveldúlfxxr hafi grætt 6 milljón- ir króna árið 1941, sem varla fflun of hátt áætlað, þá fær hann að halda eftir tæpum tveimur og hálfri milljón króna, sem bæt- ast ofan á hinxx óskaplega stríðs- gróða ársins 1940. Foringjar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins vitna oft í önnur lönd, þegar þeir eru að réttlæta ofbeldissráðstafanir sínar. í Englandi er allur stríðs- gróði — .100% — tekinn til þarfa hins opinbera; þannig er samartburðurinn í skattamálun- um. En hér er verið að skapa heila stétt af milljónamæringum í fátækasta landi heimsins, og til þess að það geti orðið, verða út- svörin á almenningi í Reykjavík að hækka um 59—100%. Og hverjir ráða nú meirihlutanum í niðurjöfnunamefndinni? Sjálf stæðisflokkurinn eirm. Sigurður Kristjánsson. |TIÐ UMRÆÐURNAR um kjördæmamálið á alþingi sagði Sigxxrður ' Kristjánsson eitthvað á þá leið, að hann harm* aði það ekki, þótt „spyrðuband- ið“ á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins slitn- aði, því það væri ,,sjálfsmorð“ fyrir hvaða flokk sem væri að vinna með Framsókn. Það er ekki ósennilegt, að það hafi m. a. verið þessi ummæli og and- staða S. K. gegn gerðardómin- uni, sem höfðu nærri þvi kostað hann þingsætið í Reykjavík. Ólafur Thors og klíka hans, sem hyggst að endurnýja banda lagið við Jónas og Hermann eftir kosningarnar I haust eða jafnvel strax í sumar, treysta því ekki, að Sigurður fáist til að vera ríá'' -rnorðskandidat á nýj- , : :h, úr því honum tókst að losa liolú; sirrn úr „spyrðuband- inu“, sem Ólafxu: Thors reyndi að halda honum flæktum í, í lengstu lög. En það kom í ljós, að Sigurður átti fleiri skoðanabræður hvað snertir bræðralagið við Jónas og Co., heldur en þægilegt var fyrlr flokksstjórnarklíku þeirra Ólafs og Bjarna borgarstjóra. Þeir urðu að sætta sig við þá háðung að verða að undirgangast það jarðarmen a® taka Sigurð á list- ann, enda þótt þeir væru búnir að tilkynna honum, að flokkur- inn óskaði ekki að hafa hann í kjöri. Það er ekki í fyrsta sinnið sem þeir eta ofan í sig, Ólafur og Bjarni. En þó fengu þeir því ráðið, að Bjarni fékk að sitja kyrr á listanum, en afstöðu hans til „spyrðubandsins“ þekkja allir. Hins vegar var full- trúa kaupmanna, Birni Ólafs- syni, sparkað, enda mun hann nærri því eins óvinsæll á meðal Tímamanna og Sigurður Krist- jánsson. Há'lfan sigur við unn- um, geta þeir sagt, Ólafur og Bjarni. Nýr vinur verkalýðsins. ÞEGAR gengislögin voru sett 1939 og gengið lækk- að, vildi Hermann Jónasson ekki leyfa neinar kaupuppbætur, en Alþýðuflokknum tókst að fá þær fram eftir langar stymping- ingar. Hermann Jónasson lagðist á móti því, að greidd væri full dýrtíðaruppbót um áramótin 1939/40, þegar lögin voru end- urskoðuð. Fyrxr mjög harða baráttu Alþýðufl. fengust lögin nokkuð bætt, en hinir bezt launuðu verkamenn fengu þó dýrtíðina ekki bætta nema að hálfu og varla það, þar á meðal prentarar. Hermann Jónasson skýrði frá því síðar, að hann hefði verið að hugsa um að biðjast lausnar fyrir ráðuneytið af því að hanii hefði ekki viljað bera ábyrgð á því, að verkamenn fengju fulla dýrtíðaruppbót með frjálsum samningum við atvinnurekend- ur um áramótin 1940/41. Hermánn Jónasson samdi við Ólaf Thors um að leggja 10% launaskatt á alla launþega nokkru síðar. Aðeins skörp and- staða Alþýðuflokksins hindraði þetta. Ólafur át ofan í sig loforð- in, sem hann hafði gefið Her- manni, eins og oftar. Ilermann Jónasson stóð hálfu ári síðar að tillögum um að lög- binda kaupið algerlega, þ. e. leyfa ekki fulla verðlagsuppbót, og samdi um þetta við Ólaf Thors. Ólafur kyngdi loforðinu aftur, þegar Stefán Jóhann hót- aði að segja af sér, ef þetta yrði samþykkt, en þá sagði Hermarm af sér, vildi ekki bera ábyrgð á því, að verkamenn fengju fulla verðlagsuppbót. | Hermann Jónasson lét Ríkis- prentsmiðjuna Gutenberg neita öllum kröfum prentara um hin- an minnstu kjarabætur og óð síðan upp í rákisútvarpið á gamlárskvöld til þess að stappa stálinu í atvinnurekendur og lýsa því yfir, að það væri hreinn þjóðarvoði, ef nokkrar grunn- kaupshækkanir væru leyfðar. Og svo trompaðí. Hermann Framh. á 6. síðu. Eggin eru horfin af markaðinum. — Framleiðendurn- ir selja sjálfir til neytenda. — Verðlækkun eggjanna lækkaði vísitöluna. — Garðaráðunautm* lætur undan sauðkindunum. EOGIN ern gersamlega horfin af markaðinum. Þan voru lækkuð skyndilega fyrir nokkrn niður úr öllu valdi. Þær birgðir, sem þá • voru til, voru seldar, en síðan kom ekki meira. Framleið- endurnir segja: Okkur dettur ekki i hug að selja egg á opinberum markaði meðan verðið er ákveðið svona lágt. Það borgar sig í fyrsta lagi alls ekki að framleiða egg fyrir þetta verð og svo viljum við vitanlega fá sem mest fyrir fram- leiðslu okkar, eins og aðrir. ÞETTA ER skiljanleg afstaða. Nú er það vitanlegt að það eru ekki allir í þessum bæ, sem hafa egg á borðum sínum. Alþýðu- heimili nota egg yfirleitt ekki til rnatar. Það er aðeins í kökur, sem egg eru notuð á heimilum lág- launamanna. Hins vegar eru egg með í útreikningi vísitölunnar og verðlækkunin á þeim var vítan- lega tekin með þegar vísitalan var reiknuð út um daginn. Verðlækk- unin verkar því sem kauplækkun hjá öllum, ekki aðeins þeim, sem eta egg, beldur líka hjá þeim, sem ekki eta egg. HINS VEGAR vita það allir, að þaE er margt, sem ekki kemur meó í útreikningi vísitölunnar —. og lítið sem ekkert yerðlagseí'irlit er með. Það hækkar stöðugt — Svona verður vfsitalan fðlsk. Hvemig stendur á þvl að Ólai ir Thors hefir ekki enn látið endur- skoða grundvöll vísitölunnar. Hstm barði í borðið í vetur svo að heyrðist um land allt gegnum -út- varpið og sagði að vísitalan skyldl löguð. Þetta muna allir, nema, að því er virðist, Ólafur Thors. Hann hefir gleymt því. SVONA ER ÞETTA allt með þessi gerðardómslög, allt tóm vit- leysa, en þó nægileg til að geta unnið sitt hlutverk: að halda niðri kaupi og kjörum hins vinnandi fólks, að lögfesta kaupið, vernda stríðsgróðann o. s. frv. Það mega vera skrítnar sauðkindur, sem verðlauna slíkt á kjördegi með at- kvæði sínu. NÚ HEFIR Matthías Ásgeirsson neyðzt til að láta undan þeim, sem mest skemma garðana hans, Þeir hafa búið til tröð yfir eitt horn Arnarhóls. Þeir gerðu það líka í fyrra, en Matthias skar það upp og þakti að nýju með hvann- grænum þökum. Nú veit hann ekk- ert ráð anhað en að búa til reglu- lega myndarlega tröð þama yfir túnið fyrir þá, sem virðast láta fæturna ráða stefnu sinni. Ég er ekki að áfellast Matthías fyrir þetta. Það myndu fleiri en hann hafa gefizt upp fyrir þessu pakki En blóðugt er það, því er ekki að neita. Ég gæti trúað að það byggi til nýja tröö meðfram þessari. Það x'cexi eftir öðru. Hanaes 4 boraiuu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.