Alþýðublaðið - 09.06.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.06.1942, Blaðsíða 6
ALÞlTfniBlAÐlÐ 6 Framh. af 4. síðu. sem nú ríkir. En það varð nú Garðrækt 1 Japan. Svona eru garðkönnurnax þeirra í Japan. Pilturinn er að vökva jarðarber. ékMT naðTagágilHi nema því að- eitthvað annað uppi á teningi, þegar til kastanna kom. * Nokkru áður en kosninga- frestunin var samþykkt hafði Eysteinn Jónsson lagt frumvarp það að dýrtíðarlögum fyrir hina stjómarflokkana, sem síðar í fyrravor var samþykkt í veru- legum atriðum. Það var á með- an á athugim þessa frumvarps stóð, að kosningafrestunin var ákveðin og samþykkt. En svo undarlega bregður við, jafn- skjótt og búið er að fresta kosn- Jngunum, að Eysteinn Jónsson heimtar inn í frumvarpið nýtt ákvæði: um sérstakan skatt á alla launþega landsins, launa- skattinn, sem síðan hefir svo oft verið talað um, og átti að siema allt að 10% af öllum laun- um. Og þá kemur í ljós, að Ölafur Thors hafði á bak við tjöldin heitið Eysteini fylgi sínu óg Sjálfstæðisflokksins við slíkan sérskatt á launastéttirnar f skjóli kosningafrestunarinnar! Ólafur Thors viðurkenndi þetta opinberlega við umræðumar um frumvarpið á alþingi, en þeirri viðurkenningu hans var að vísu, eins og öllum er enn í fersku minni, stungið undir stól af báðum blöðum Sjálfstæðis- flokksins, af ótta við þau áhrif, sem hún kynni að hafa á fylgis- menn hans. Á þennan hátt urðu bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálf- Btæðisflokkurinn þegar í stað uppvísir að því, að hafa haft svik í huga í sambandi við kosn- ingafrestunina. Þeir ætluðu að mota sér hana sem skálkaskjól til þess að ráðast á launastétt- ir landsins og byrjuðu á til- raunum til þess, sem Stefán Jóhann hafði einmitt varað við, að gera meðan á kosningafrest- uninni stóð stórar breytingar á íslenzkri löggjöf, sem engin nauðsyn var á. í þessu tilfelli var það tilraun til þess að leggja háan sérskatt á launastéttirnar til þess að stríðsgróðamennirnir gætu haldið milljónagróða sín- um sem minnst skertum. Þessari fyrstu lævísu árásartil- raun á launastéttirnar í skjóli kosningafrestunarinnar var að vísu hrundið. Stefán Jóhann setti 'þvert nei við því, að launa- skatturinn yrði tekinn inn í dýrtíðarlagafrumvarpið, og þá missti Ólafur Thors kjarkinn, enda neituðu margir þingmenn Sjálfsæðisflokksins beinlínis að fylgja honum og Eysteini til slíkrar löggjafar, af ótta við þær afleiðingar, sem hún myndi hafa fyrir fylgi flokksins. Þar með var launaskatturinn kveðinn niður. En ráðherrar Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins voru ekki af baki dottnir. Áður en hálft ár var liðið frá því, að kosninga- frestunin var samþykkt, voru þeir, síðastliðið haust, bún- ir að koma sér saman um nýja árás á laimastéttimar. Og nú átti að há því marki, sem stefnt var að með hinum fyrirhugaða, en aldrei samþykkta launaskatti með því að banna alla kaup- hækkim þrátt fyrir sívaxandi dýrtíð—ekki aðeins grunnkaups hækkun, heldur og alla frekari hækkun dýrtíðaruppbótarinnar en orðin var í október í haust. Það var miklu alvarlegri breyt- ing á íslenzkri löggjöf í skjóli kosningafrestunarinnar, sem með þvi var fyrirhuguð, en nokkru sinni með launaskattin- um. En allir muna, hvernig þessari tilraun lauk. ölafur Thors og Jakob Möller höfðu báðir lýst því yfir við ráðherra Framsóknarflokksins, að þeir og miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins væru lögbindingu kaupsins og dýrtíðaruppbótarinnar á það „eindregið fylgjandi“. En þeg- ar Stefán Jóhann lýsti því yfir, að hann myndi gera það að frá- fararatriði úr stjóminni, ef slík lög yrðu samþykkt, misstu þeir Ólafur Thors og Jakob Möller kjarkinn í annað sinn og þorðu ekki annað en að greiða atkvæði í stjórninni með Stefáni Jóhanni á móti því, að slíkar tillögur yrðu lagðar sem stjórn- arfrumvarp fyrir aukaþingið, sem þá var komið saman. Og endirinn varð sá, að Eysteinn Jónsson lagði þær fyrir þingið sem þingmannafrumvarp, en það var fellt af Alþýðuflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum sam eiginlega. , Um gerðardómslögin frá því í janúar í vetur þarf ekki að fara mörgum orðum. Þær að- farir eru öllum í svo fersku minni. Með þeim, gefnum út sem bráðabirgðalögum þvert ofan í mótmæli Stefáns Jóhanns og þvert ofan í yfirlýstan vilja alþingis við atkvæðagreiðsluna um frumvarp Eysteins í haust, var það framkvæmt af ráðherr- um Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í samein- ingu, sem mistekist hafði í tveim ur fyrri tilraunum: Launastétt- ir fandsins voru með fullu ger- ræði sviftar löghelguðum rétt- indum, íslenzkri löggjöf umturn að í skjóli kosningafrestuniar- innar, og meira að segja í blóra við sjálft alþingi, til þess að geta haldið niðri kaupi launa- stéttanna og tryggt atvinnurek- endum Framsóknar. og Sjálf- stæðisflokksins áframhaldandi stríðsgróða á kostnað þeirra. Þessu fáheyrða gerræði svaraði Stefán Jóhann með því að gera alvöru úr því, sem hann hafði áður orðið að hóta til þess að afstýra slíkri kúgunarlöggjöf gegn launastéttunum: Hann fór úr stjórnin*i og hélt baráttunni áfram utan hennar, í ákveðinni stjómarandstöðu, sem allir vita hvern árangur hefir nú borið: Gerðardómurinn er orðinn að viðundri, stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefir verið steypt og kjördæmabreytingin, sem ráða mun niðurlögum Framsóknarvaldsins í landinu, er í fullum gangi. Sjálfstæðis- flokkurinn var með kjördæma- skipunarfrumvarpinu kúgaður til þess að slíta samvinnunni við Framsókn, svo nauðugt sem Ólafi Thors og ýmsum öðrum forystumönnum hans var það. * Hér hefir því nú verið lýst hvemig Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinnnotuðu sér kosningafrestunina til þess að koma svikráðum sínum fram gegn launastéttum lands- ins, og geta menn af þeirri lýs- ingu séð, hve vel það situr á Tímanum, að bregða formanni Alþýðuflokksins, Stefáni Jó- hanni Stefánssyni, um svik í sambandi við hana. Og menn beri nú þetta saman: Framsóknar- og Sjálfstæðisfl.- forsprakkarnir byrja strax og kosningafrestun hefir verið sam þykkt og þingið er orðið um- boðslaust á því, að svíkjast að launastéttum landsins í trausti þess að þurfa ekki að svara til saka fyrir kjósendum. Þeir vilja láta þingið; umboðslaust, sam- þykkja kúgunarlög gegn launa- stéttunum, sem umturna ís- lenzkri löggjöf. Það á ekki að gefa þjóðinni neitt tækifæri til að leggja dóm sinn á þau við kosningar. Það á beinlínis að hlunnfara kjósendur lands- ins í skjóli kosningafrestunar- innar. Og þegar þeir fá ekki al- þingi til að fallast á slíkt ger- ræði, fremja þeir það upp á eigin spýtur með útgáfu bráða- birgðalaga. í meira en hálft annað ár stendur Stefán Jóhann hins- vegar einn síns liðs í stjórninni á verði gegn slíkum fyrirætlun- um stríðsgróðaráðherranna eft- ir að kosningafrestunin var ákveðin. Og þegar ekki er leng- ur hægt að hindra þær, fer hann úr stjórn og Alþýðuflokkurinn ber fram k j ördæmaskipunar- frumvarpið meðal annars til þess( að sprengja samtök hins sameinaða íhalds og knýja fram kosningar. Þar er ekki um að ræða, að hið umboðslausa þing geri neitt 'upp á eigin spýtur. Því að það gat ekki samþykkt kjördæmabreytinguna, sem er stjórnarskrárbreyting, nema því aðeins, að hún yrði því næst lögð tafarlaust fyrir þjóðina við almennar kosningar. Kjördæma skipunarfrumvarpið miðaði því beinhnis að því, að fá kjósend- um landsins aftur í hendur það vald, sem af þeim var tekið við kosningafrestunina. Og hvar er nú sú brigðmælgi, sem Framsóknarblaðið ber Stefáni Jóhanni á brýn í sam- bandi við þá yfirlýsingu hans í fyrra að sjálfsagt sýnist og í anda lýðræðis og þingræðis, að engar stórar breytjngar yrðu gerðar á íslenzkri löggjöf, með- an kosningum væri frestað, aðr- ar en þær, sem óhjákvæmilegar væru og nauðsynlegar vegna á- stands þess, sem nú ríkir? Sjálf- Ur stóð hann á móti öllum slík- um breytingum meðan unnt var fyrir ofríki og gerræði samstarfs manna hans í stjórn. Og kjör- dæmaskipunarfrumvarpið, sem er ekkert annað en afleiðing þess, hvernig þeir notuðu sér kosningafrestunina til ábyrgðar- lausrar umtumunar á íslenzkri löggjöf á kostnað launastétt- an-na, getur ekki orðið að lögum fyrr en það hefir verið lagt fyrir þjóðina við almennar kosning- ar. Það er því svo langt frá því, að kjördæmaskipunarfrumvarp- ið sé í nokkru ósamræmi við yfirlýsingu Stefáns Jóhanns í fyrravor, að þvert á móti mætti með fullum rétti segja, að slíkt lagafrumvarp, sem felur í sér stjórnaskrárbreytingu, væri eina stórfellda lagabreytingin, sem alþingi gat með nokkrum siðferðislegum rétti færzt í fang meðan á kosningafrest- uninni stóð, af því, að hún gat eins að hún yrði fyrst lögð fyr- fr þjóðina við almennar kosn- ingar. ■ Hér hefir nú verið sýnt fram á það með hvaða rétti blað Fram sóknarflokksins hefir ráðist á Stefán Jóhann. og brugðið hon- um um svik eða óorðheldni í sambandi við kjördæmaskipim- armálið. Það er skiljanlegt að Framsókn svíði við tilhugsun- ina um það að verða nú aS gjalda fyrir yfirgang sinn, og svik í þjóðstjórninni allt frá því fyrsta og þar til hún gaf út gerðardómslögin í félagi við Sjálfstæðisflokkinn í vetur. Fyr- ir það verður hún nú fyrirsjá- anlega svift þeim sérréttindum, sem hún hefir haft í krafti úr- eltrar kj ördæmaskipunar og kosningafyrirkomulags. Það er skiljanlegt, að Framsókn þyki það ekki glæsileg framtíð og finni hjá sér þörf til áð hella úr skálum gremju sinnar yfir þann mann, sem fengið hefir það hlutverk að setja hana loks- ins á þann stað í íslenzkum stjórnmálum, sem henni ber. Það bætir þó áreiðanlega ekki neitt úr skák fyrir Framsókn þótt blað hennar taki sér róg- burð Þjóðviljans til fyrirmynd- ar í árásum sínum á Stefán Jóhann eins og Tíminn virðist helzt hafa gert á sunnudaginn. Enda stendur Stefán Jóhann al- veg jafnréttur fyrir slíkui* skeytum, hvort þau koma JErá Framsókn eða kommúnistum. Þau eru honum úr báðum þein* áttum heiður, en ekki vanvirða. HANNES Á HORNINU ANNARS skrifaSi ég mikið ua» sokkamélið fyrir löngu síðan og hóf baráttu fyrir því, að íslenzkar stúlkur hættu að eyða hundruð- um króna í silkisokka. Það bar að 'vísu ekki mikinn árangur, en ef til vill kennir „neyðin" þeim nú að að leita nýrra ráða — og taka upp aðra sokka, ódýrari, endingarbetrá og hlýrri. EG VEIT, að stúlkur geta spar- að sér mikla peninga á þessum sokkakáupum, alveg eins og þasr spara sér núna stórfé með því að ganga berhöfðaðar eða með klúta um höfuðin í staðinn fyrir þessa rándýru og afkáralegu hatta, sem þær hafa verið með á undanföra- um árum. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. vonlaus einmenningskjördæmi, eins og ísraelslýður forðum frá kj ötkötlum Egyptalands út í eyðimörkina. Eftir að Jónas hef- ir lýst þessum mönnum með mörgum fögrum orðum segir hann: „Þamnig eru þeir þrír vösku Framsóknarþingmenn, sem leggja af stað úr öruggum þingsætum, fela þau öðrum vinsælum flokks- mönnum, en halda út í baráttu fyr- ir stefnu Framsóknarflokksins á nýjum leikvangi. Þeir koma til að berjast fyrir hugsjónum, sem að vísu varða flokk þeirra miklu, en þó þjóðina allra mest.“ Jú, hvílíkar hugsjónir, að vinna fyrir: að viðhalda misrétti kjördæmaskipunarinnar til þess að lengja lífdaga Hrifluvaldsinfi í landinu! » Siðasti endurnýjunardagur i dag. Happdrættið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.