Alþýðublaðið - 09.06.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.06.1942, Blaðsíða 7
9. flLÞYPUBUVÐIP |Bærinn i (iag. | Næturlæknir er Jóh.annes Björnsson, Sólvallagötu 2, sími 5889. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12,15—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónmyndum. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi :Heiðinn dómur, V.: Ragnarök (Sigurður Nordal prófessor). 21,00 Tónleikar Tónlistarskólans (strengjasveit undir stjórn dr. Urbantschitsch): a) Symfónía nr. 6 eftir Tocelli. b) Conserto grosso, c-moll, eftir Corelli. 21.25 Hljómplötur: Symfónía nr. 25, g-moll, eftir Mozart. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Eldsvoði. í fyrradag kom upp eldur í hænsnabúinu að Víðistöðum skammt frá Hafnarfirði og bramn það til kaldra kola og drápust sum hænsnin. Búist er við, að kviknað hafi út frá útungunarvél. Ungbarnavernd Líknar er opin þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 3,15—4 fyrir börn, sem búin eru að fá ldghósta. Templ- arasund 3. Ráðleggingastöð fyrir barnsahfandi konur opin annan og fjórða hvern miðvikudag í mánuði kl. 3,30—4. Templara- sund 3. Börn eru bólusett gegn barnaveiki á þriðjudöguni kl. 6—7. Hringja verður fyrst í sima 5967 kl. 11—12 sama dag. Ameriknmenn Uós- mynða Snðnrnesia- Svo að J?els* get! Sewsf- m vegabréf,f efns op aðrlr. ÞAÐ HEFIR nú verið á- kveðiS, að íbúar Suður- nesja skuli hafa vgabréf, eins og íbúar Reykjavíkur og nágrennis. Þar eð enginn mydasmiður er á Reykjanesi, ákvað ameríkski herinn að láta Ijósmyndara sína fara suður þangað og taka myndir af fólkinú til þess að hafa á vegabréfunum. Iiafa nú ljósmyndarar hers- ins, sem allir eru atvinnuljós- myndarar, sumir við blöð í Am- eríku, undanfarna daga verið syðra og tekið myndir af fólki í Keflavík, Grindavík, Sandgerði og Görðum. Munu þeir hafa tekið um 6—700 andlitsmyndir og alls verða þær um 1200, þeg- ar búið er að taka myndir í Höfnum. Allt er þetta gert end- urgjaldslaust. Á laugardaginn voru ljós- myndararnir í Keflavík. Var uppi fótur og fit í þorpinu og lítið um vinnu þann daginn. Flestir voru í sínu bezta skarti og var allan daginn margmenni við samkomuhúsið, þar sem myndatökurnar fóru fram. Börnin og stúlkurnar héldú r' f þar í nágrenninu þar til þ; -\ voru viss um, að ekkert mein vær j þar a£i sjá.. EF þess hefðí ekki verið ný- lega getið í blöðunum, að starfstími dómprófastsins hefði verið framlengdur, mundi fregnin um sjötugsafmæli hans koma flestum á óvart. Síra Friðrik er kvikur á fæti, fjörug- ur í viðræðum og ungur í anda og ber því ellina vel, ef ég má viðhaía það orð í sambandi við hann. Þetta er þó ekki af því, að maðurinn hafi ekld haft neitt fyrir stafni um aagana, því að hann hefir alltaf haft annasömum embættum að gegna. Hann var meir en 20 ár prestur í hinum fögru og víð- lendu Argylebyggðum í Mani- toba í Canada. Sá, sem þar íerð- ast, verður fljótt var við áhrifin af starfi hans og ekki þarf ann- að en að hafa tal af gömlum Argylebúum, til þess að finna, hve þau hjón, síra Friðrik og frú Bentína, voru vinsæl af safnaðarfólkinu. Starfsár síra Friðriks fyrir vestan voru blómatíminn úr æfi hans sjálfs, enda var hann athafnasamur í stöðu sinni. Hann stóð þar fyrir byggingum ágætra kirkna. Ein þeirra mun vera ein hin prýði- legasta, sem nokkur íslenzkur sveitarsöfnuður hefir staðið að. Á sumrin mun síra Friðrik stundum hafa messað einum fjórum sinnum á sömu helg- inni og kennt við einn sunnu- dagaskóla að auki. Að vísu er síra Friðriki létt um mál, en ég hefi það fyrir satt, að hann hafi framan af árum margskrifað ræður sínar, til þess fyrst og fremst að skóla sjálfan sig. Hann hélt og uppi íslenzkuskóla í mörg ár í einni eða fleirum af sóknum sínum. Ef til vill hefir starfsemi meðal barna og ung- linga látið síra Friðriki einna bezt af því, sem hann hefir haft með höndum. Yestan hafs átti hann mikinn pátt í eflingu sunnudagaskólastarfsins. Hann sá meðal annars um útgáfu sunnudagaskólabóka og ritaði mikið um þau efni. Iiér í Reykjavík hefir hann haldið uppi barnaguðsþjónustum, gef- ið út sögubækur fyrir börn og mjög oft haft barnatíma í út- varpinu. Síra Friðrik er reglusamur maður með afbrigðum í alíri embættisfærslu. Hann gengur þannig frá öllum skjölum og skilríkjum, að þeim er raðað niður éftir sjaldgæfri reglu og öll umhirða um hvaðeina langt fram yfir það, sem krafizt mundi vera á hvaða skrifstofu sem væri. í Argylebyggðinni gerði hann manntal allra ís- lendinga í byggðinni, og mun það vera nákvæmt og merkilegt plagg. — Eins og kunnugt er, var Hallgrímur biskup góður smiður, og hefir síra Friðrik erft smíðagáfuna og áhugann fyrir þeirri iðn. Hann er lag- tækur mjög, þó að sennilega ’.afi hann snert oftar á hamri og sög vestur á sléttunum en Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jaxð- aiíör.;,.; ' r t ■ » .' \ -s BJÖRNS BJÁRNASONAR ! byggingameistara. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd mína og annarra aðstandenda. Guðbjörg Bergsteinsdóttir. Jarðarför elsku íitla drengsins okkar, ÁRNA HAFÞÓRS, íer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 10. þ. m. og hefst iheð bæn að heimili okkar, Blómvallagötu 13, kl. 1 e. h. Guðiiý Þóra Árnadóttir. Síra Fri&pk Hallgrímsson. í Vesturheimi og ritari þess í 19 ár. — Eftir heimkomu sina hafa honum' einnig verið Jalin trún- áðarstörf fyrir kirkjunnar hönd. Hann var lengi fulltrúi kirkjunnar í Útvarpsráði. Pró- fastur Kjalarnessprófastsdæm- is var hann mörg ár og dómpró- fastur var hann tilnefndur, eftir stofnurx hins nýja prófastsdæm- is Reykjavíkur. Nokkuð liggur eftir hann af ritstörfum, bæði vestan og austan hafs. Hann hefir t. d. annást útgáfu píslar- sögunnar, til notkimar við föstuguðsþjónustur og hús- lestra, og er það hin smekkleg- asta bók. Kona síra Friðriks er Bentína Björnsdóttir, hreppstjóra á Bú- landsnesi í Suður-Múlasýslu. Er heimili þeirra hjóna við- felldið mjög og alúðlegt heim að sækja. í dág munu margir hugsa hlýlega til hins sjötuga dóm- prófasts, sem einnig á 45 ára vígsiuafmæli á þessu ári (12. okt.). Og þó að ég hafi ekkert ánnað umboð en það, sem felst í persónulegri viðkynningu við sum af sóknarbörnum síra Frið- riks fyrir vestan, vil ég full- yrða, að hlý þökk og blessunar- óskir munu þaðan streyma á þessum degi, engu síður en frá þeim, sem notið hafa þjónustu hans hér, bæði í Útskálapresta- kalli og Reykjavík. Jakob Jónsson. SaitusykDr afhentur á lorpu oi fimmíu- tlaoirii. eftir að hann gerðist prestur Reykjavík. Síra Friðrik var í stjórn hins íslcnzka lútherska kirkjufélags 3 kg. Sianela AKVEÐIÐ er að úthluta sultusykri til almennings og verða hverjum einstaklingi úthlutuð 3 kgr. Afhending seðlanna fer fram á miðvikudag og fimmtudag í þessari viku í Góðtemplarahús- inu fyrir • þá, sem þurfa að fá sykurinn nú þegar. Hinir, sem ge.ta beðið fram að mánaðamót- um, en þá á að úthluta mat- vælaseðlum, geta fengið sultu- sykurinn þá. Öllum ber að hafa stofnana af síðustu seðlum með sér til framvísunar, þegar þeir sækja aukaskammtinn. MESTA BJÖRGUNARAFREK Á ÁRINU Frh. af 2. síðu. ■fi'rði á Ströndum bikarinn fyrir að bjarga húsbónda sínum frá drukknun, er báti hvolfdi undir duknun, er báti hvolfdi undir í 3. sinn 1941. Þá hlaut Gísli Bjárnason, skipstj. á bv. Verði, og skipshöfn hans bikarinn fyrir að hætta sér út í fárviðri til þess að bjarga mótorbát. Fjórði björgunarbikarinn er veittur nú í dag. Fulltrúaráð sjómannadagsins forseti Slysavarnafélags íslands og Félag ísl. botnvörpuskipaeig- enda hafa einróma samþykkt að veita Sigurjóni Böðvarssyni, BÖlstað í Mýrdal, björgunárbik- arinn 1942 fyrir mesta björgun- arafrek, sem unnið var á liðnu ári. Sigurjón vann björgunaraf- rek sitt sunnudaginn 4. maí 1941. Starfaði hann þá ásamt allmörgum mönnum öðrum að því að bjarga vörum úr stóru skipi, sem strandað hafði á Mýrdalssandi, við útfall Blautu kvíslár. Lagðir höfðu verið strengir milli skipsins og lands, og fóru mennirnir á milli í kláf, sem festur var í strengina. I einni þessara ferða' slitnaði dráttarstrengurinn, óg féll kláf- urinn við það í sjóinn og' átta menn, sem í honum voru. Sigur jón var í landi, þegar slysið vildi til, og var hann staddur úti handan við Blautukvísl og sá slysið. Þótt hann væri meíddur á hendi, brá hann strax við og las sig á streng yfir straumiðu Blautukvíslar, þrátt fyrir það, að strengurinn var að miklu leyti í kafi, vegna þess að há- sjávað var. Komst Sigurjón þannig út í tangann við slys- staðinn, en þar skall brimsogið yfir öðru hvoru, vegna flóðsins, en útfall árinnar var á aðra hlið Sex þeirra, sem féllu í sjóinn, björguðust að mestu af eigin rammleik, en hinum tveimur, Gunnari Pálssyni og Þorsteini Bjarnasyni, bjargaði Sigurjón. Við útfall Blautukvíslar og í brimsoginu tókst honum að draga annan þeirra til lands, svo •að hann gat fótað sig, en hinum náði hann þar sem hann maráði meðvitundarlaus í kafi, og óð hann með hann í land með að- stoð þeirra félaga. Vildi þá svo vel til, að einn hinna sjóhröktu manna, Benedikt Guðjónssön kennari, kunni lífgun úr dauða- Kristján Guðmundsson. dái. Hafði hann lært hana á námskeiði Rauðakrossins í Vík í Mýrdal. Og nú kom þriðji mað- urinn til sögunnar, Gunnar Magnússon frá Reynisdal, sem las sig eftir streng frá skipinu í land. Hann kunni einnig lífg- un úr dauðadái, og hjálpuðusfc þeir nú að við lífgunartilraun- irnar, hann og Benedikt Guð- jónsson. Eftir 20 mínútur fór maðurinn að fá meðvitund. Var hann síðan borinn upp í skýli fyrir ofan strandstaðinn og hresstist hann þar brátt og náði síðan fullri heilsu. Sigurjón Böðvarsson bjargaði með snarræði sínu og karl- mensku a. m. k. tveimur mönn- um frá drukknun. Fyrir afrek hans snerist slysið við Blautu- kvísl 4. maí 1941, sem hæglega hefði getað orðið 2—3 mönnum að fjörtjóni, upp í það að verða þörf áminning til allra á sjó og landi að hafa traustan útbúnað við starfa sinn og að fara gæti- lega, því að of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dott- ið ofan í. Einnig bendir þetta at- vi'k oss á það, hversu nauðsyn- legt það er, að kunna lífguníúr dauðadái og hversu þörf starf- semi Rauðakrossins og Slysa- varnafélags íslands muni vera. Vér vitum, að Sigurjón Böðv- arson hefir hlotið þakkir og blessun frá mönnum þeim, sem hann bjargaði og aðstandendum þeirra, en vér viljum nú með veitingu björgunarbikars sjó- mannadagsins beina alþjóðarat- hygli og þökkum til hans fyrir björgunarafrek, sem vér teljum hio mesta, er unnið hefir verið af íslenzkum manni á s. 1. ári. Bikarinn ber nú þessa áletr- un: Björgunarbikar sjómanna- dagsins 1942. Sigurjón Böðvarsson, Bólstað í Mýrdal. Því miður hefir Sigurjón ekki getað komið hingað sjálfur til þess að veita bikarnum mót- 'töku, en ég býst við, að hann háfi heyrt mál mitt í útvarpinu. I fjarveru hans leyfi ég mér að afhenda fulltrúa SIvL . irnafé- lags íslands : v' mátþ. fyrir- greiðslu, og bio ég nax... að sjá um, að hann komist sem fyrst í hendur Sigurjóns, sem nú hlýt- ur bikarinn til fullrar eignar í viðurkeiiningarskýni fyrir af- rek sitt. Njóti hann bikarsins vel og Tengi, svb maklega, sem hann hefir hlotið hann.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.