Alþýðublaðið - 09.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.06.1942, Blaðsíða 8
ÍRA Jón Þorláksson var nokkur hjá Magnúsi Stephensen konferenrráði. Var Jón þá ungur maður. Þá var matselja á Leirá kona sú, er Guðrún hét, átti síðar heima að Meðalfelli. Systur átti Guð- rún, er Helga hét. Helga þessi giftist manni, sem Ilallur hét og var brennivínsprangari. Var sagt, að hann hefði vatnsbland- að brennivin. Þegar brúðkaup þeirra Helgu fór fram orti Jón Þorláksson vísu, sem hann sagði henni að syngja í brúð- kaupinu, fyrir skál Helgu syst- ur sinnar. Vísan er svona: ' j ,JEg bið að drottinn sérhvert sinn, sem að býr hæðum í, ásetning blessi allan þinn! eflist hagsældin ný! farsældin gefi framganginn, frá hverfi mæðuský! (hún sýpur á) Það er vatnsblandað, mágur minn! Mér verður illt af því!“ * MER er ekki kunnugt um neinn annan, sem dáði Beethoven svo mjög“ (skrifar Robert Schumann um leið og hann hugsar um hinn menntun- arsnauða auðmann allra tíma) „sem hmn slésvíkski aðalsmað- ur, sem skrifaði nótnasala ein- um á þessa leið: „Heiðraði herra! Nú er nótnaskápurinn minn bráðum tilbúinn. Þér ættuð bara að sjá hve álitlegur hann er. Hann er með alabasturssúlum, spegli, silkitjöldum og tónskáldastytt- um. í einu orði sagt: Hann er dásamlegur. En nú þyrfti ég Uka að fylla hann, og því bið ég yður að senda mér eftirfar- andi: V> alin af kvartettum, V4 alin af fúgum í breiðu broti, sömuleiðis 3A alin af sónötum og .tilbrigðum .í Alöngu .e'öa breiðu broti; en allt eftir Beet- hoven, þar sem ég hefi alveg sérstakar mætur á honum“ “. (Úr „Tónlistinni“, 2. h.). ' * ÍSU þessa kvað Jón skáld Þorláksson um menn, sem riðu um tún á Bægisá: „Spjátrunganna spilverk að spilla túnum; einn kemur þá annar fer, óg allir á brúnum.“ * VONDIR BAGGAR INU SINNI fór Bólu- Hjálmar í kaupstað, Hofs- ós eða Grafarós, með einn hest í taumi, en svo fær hann ekk- ert út og verður að fara með hestinn lausan heim aftur. Dag- inn eftir að Hjclmar kom heim, kemur nágranni hans að máli við hann og segir: „Þú hafðir haft létt á heim úr kaupstaðn- um.“ „Nei,“ svaraði Hjálmar, „þá verstu bagga, sem ég hefi nqkkum tíma flutt.“ „Nú, — hvað’ var það?“ segir hinn. ,JLoforð í öðrum bagganum, en svik í hínum," svaraði Hjáhnar. legur á svip, ekkl vel ánægður með hlutverk sitt í þessum vafasama leik. Því að það, að hann skyldi leika húsbóndann, en hún þjóninn, fannst honum vægast sagt fremur óviðeigandi. — Hversu mikið veit hann? spurði hún og benti á piltinn. — Ekkert, frú mín, hvíslaði hann, — ekkert annað en það, að ég er vinur Grace, og að ég er að fela mig, en þér eigið að hjálpa mér til þess að sleppa. — Þá ætla ég að vera Tom cg þér skulið kalla mig Tom. Og hún hélt áfram að raula lag Pierre Blanc’s, William til mik- illa leiðinda. Svo gekk hún að einum hestinum og snaraði sér á bak og brosti um leið til pilts- ins. Svo rak hún hælana í síður hestsins og hleypti af stað á undan þeim eftir veginum, leit um öxl og hló til þeirra. Þegar þau komu að múrgirðingunni umhverfis landareign Williams, stigu þau af baki og skildu pilt- inn eftir hjá hestunum í skjóli -trjánna. Hún og William fóru fótgangandi þessa háifrar mílu vegarlengd, sem eftir var heim að hliðinu á skemmtigarðinum. Þau höfðu ákveðið fyrr um kvöldið að haga þessu þannig. Nú var oroið dimmt, og fyrstu stjörnurnar voru að koma í ljós. Þau gengu þögul, enda þurftu þau ekkert að ræða saman, þar eð allt var þeg- ar útrætt og undirbúið. Þau voru eins og leikarar, sem eiga að koma fram á leiksviði í fyrsta sinn, og vissu ekki hvernig leikhúsgestir myndu taka þeim. Plliðið var lokað og þau gengu ofurlítið til hljðar og klifruðu þar yfir vegginn og inn í garðinn og læddust fram með veginum í skugga trjánna. í fjarska sáu þau móta fyrir húsinu, og enn þó var Ijós í gluggunum á hæðinni yfir dyr- unum. Sonurinn og erfinginn lætur bíða eftir sér, hvíslaði Dona. Hún gekk á undan William heim að húsinu, og þar, fyrir framan hesthúsdyrnar, sá hún ^agn læknisins, en ekillinn sat ásamt einum þjóni Godolphins, á bekk undir ljóskerinu, og þar Voru þeir að spila. Hún heyrði þá tala í lágum hljóðum og hlæja. Hún snéri við aftur og gekk til Williams. Hann stóð þar við vegarbrúnina, og smá- gerða, fölleita andlitið hans hvarf nserri því undir hinni stóru hárkollu og barðastóra, llútandi hattinum. — Eruð þér tilbúinn? spurði hún, og hann kinnkaði kolli, horfði fast á hana og elti hana eftir veginum. Skyndilega varð henni órótt sem snöggvast, því að henni fannst, sem hann treysti henni ekki vel í hlut- verki hennar. Og þegar svo væri komið, gerðist hann tauga- óstyrkur og hann myndi stama á orðunum, og þar með væri úti uai allt, fyrst Wiíiiam, sem hún varð nú að treysta á, hafði svona litla leikarahæfileika. — Meðan þau stóðu fyrir framan lokaðar dyrnar, leit hún fram- an í hann og klappaði honum á öxlina, og nú brosti hann í fyrsta skipti þetta kvöld. Látlu augun hans í kringlótta and- litinu leiftruðu, hún fékk aftur traust á honum, því að nú sá hún, að hann myndi ekki bregðast. Á sama augabragði var hann orðinn læknirinn, og um leið og hann barði á hurð fangelsisins, kallaði hann inn fullum rómi, allt öðruvísi rödd, en hann hafði notað heima í Navronhúsi, þeg- ar hann var William þjónn: — Er hér nokkur maður, sem heit- ir Zakarías Smith, og ef svo er, má þá Williams læknir fá að segja við hann örfá orð. Dona heyrði svariö inni í turninum, og eftir andartak var hurðinni hrundið upp, og þarna var vinur hennar, varðmaður- inn, standandi á þröskuldinum. Hahn hafði brugðið sér úr treyjunni sakir hitans og brett ermunum upp fyrir olnboga. Hann brosti út að eyrum. :— Frúin hefir þá ekki gleymt loforði sínu, sagði hann. — Jæja, gerið svo vel og komið inn, herra minn, og verið vel- kominn. Hér eigum við nóg af öli til þess að skíra barnið í og baða okkur sjálfa. Var það drengur? — Já, vissulega, vinur sæll, sagði læknirinn. — Það var allra laglegasti strákur, eftir- mynd föður síns. Hann néri saman höndunum, eins og hann væri mjög ánægður að loknu dagsverki, og gekk á eftir fanga- verðinum inn í fordyri fanga- turnsins, en skildi eftir hurð- ina í hálfa gátt, svo að Dona gat læðst fram með veggnum og að dyrunum og heyrt, hvað þeir sögðu og heyrt þá skála. Fangavörðurinn hló og sagði: • — Jssja, herra minn, ég hefi nú átt fjórtán börn, svo að ég ætti að þekkja þetta eins vel og þér. Hvað var barnið þungt? — Ó, sagði Williani — látum okkur nú sjá. Dona gat varla varizt hlátri, þegar hún komst að raun um, að hinn ágæti þjónp, William, hafði ekki hug- mynd um, hver var hin venju- lega þyngd bama. — Mig minnir, að hann væri fjórar merkur, enda þótt ég muni nú ekki töluna nákvæm- lega. Fangavörðurinn blés undr- andi, en aðstoðarmaður hans skellihló. — Kallið þér það myndarleg- an strák? sagði hann. Eg er sannfærður um, að bamið lifir ekki. Sá yngsti minn var ellefu merkur, þegar hann fæddist — og þótti lítið. — Sagði ég fjórar? greip William snögglega fram í — auðvitað mismælti ég mig. Eg átti vitanlega við f jórtán merk- ur. Nei, nú man ég betur, það 8 NYJA BfÖ m I m GAMLA BIÖ Bi UUiaB Bossel | 1 Undan strðndum Slngapore Ámeríksk stórmynd, er sýnir* pætti úr ævisögu ameríksku söng- og leikkonunnar frægu, (Road to Singapore) lilílian russell. BING CROSBY Aðalhlutverkin leika DOROTHY LAMOUR Alice Tage BOB HOPE Don Ameclve Heory Fonda Aukamynd: Um loftvamir Sýnd i dag kl. 6,30 og 9. ✓ Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 5. VBÐ RiO GRANDK Framhaldssýning kl. 3^-6%. með Cowboyanum DROTTNARAR I.OFTSINS Charles Starrett. (Men against the sky) IWIf gllHHIIIWHWitlgWBfiBBSHtlllMlHlllflWI a voru víst yfir tuttugu merkui'. Fangavörðurinn flissaði aft- ur. — Guð komi til. Þá held ég, að frúnni líði ekki vel. — Jú, hermi líður ágætlega. Hún er í ágætu skapi. Þegar ég var að fara, var hún að ræða við lávarðinn um það, hvað baraið ætti að heita. — Þá er hún duglegri en ég hélt, að hún væri, það verð ég að segja, sagði fangavörðurinn. Jæja, herra minn, þér eigið skil- ið að fá eitt glas eftir þetta af- rek, eða jafnvel þrjú. Það er erfitt að koma inn í veröldina barni, sem er mikið yfir tuttugu merkur. Skál yðar, herra minn, barnsins og frúarinnar, sem kom hingað í dag. Sú kona læt- ur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, það er ég sannfærður um. LEYB2IMÓLFIÐ áhyggjur út af þessum fyrir- huguðu flutningum. Þau gátu varla um annað hugsað allt sumarið. Þau kviðu fvrir því, að flytja í annað hús, nýtt hús, þar sem engin dimm og skemmtileg skot væru, engir gamlir húsmunir, enginn falleg- ur garður. í garðinum kringum Gamla húsið voru tré, sem langa-langafi þeirra hafði gróð- ursett. Hann hafði búið þarna líka. Pabbi þeirra keypti sér lítið hús inni í borginni. Bömunum fannst það bæði ljótt og leiðin- legt, þegar þau sáu það. Dísa fór að gráta um kvöldið, þeg- ar hún var komin í rúmið. ,,Mér finnst eins og það eigi a& rífa mig upp með rótum,“ sagði hún við Brján. „Við er- um eins og blómin, sem hafa lifað alla æfi á saman stað, en eru svo tekin upp og flutt eitt- hvað út í buskann.“ „O-æja, þetta verður nú margt fólk að láta sér lynda,“ sagði Brjánn. „Hresstu þig upp, Dísa mín! Þú gleymir gamla húsinu smám saman, þegar þú ferð að venjast nýja bústaðn- um.“ ,,Ég gleymi því aldrei, — aldrei!“ sagði Dísa áköf. „Og það gerir þú ekki heldur. Þú og svo heyrðist glösum klingt og fangavörðurinn dæsti og kjamsaði. Það varð þögn stundarkorn, —Ég þori að ábyrgjast, að þeir brugga ekki svona undir- stöðugóða drykki í Frakklandi, sagði hann. Eg fór áðan með eitt glas upp til fangans og hann hafði góða lyst á því. Það er harðgerður náungi, það verð ég að segja. Ekki grettir hann sig, þó að hann eigi að deyja á morgun, og hann missir ekki lystina. Það er sá kaldrifjað- asti maður, sem ég hefi kdmizt í kynni við. Hann drakk ölið í einum teyg, klappaði mér á öxl- ina og hló. — Þeir eru allir eins, þessir útlendingar, hvort sem þeir eru, Frakkar, Hollendingar eða Spán verjar. Þeir hugsa ekki um annað en konur og vín, og um segir þetta bara til þess að hugga mig — en ég veit ósköp vel, að þú hugsar alveg eins og ég geri, svona innst inni.“ „Já, ég geri það nú í raun- inni,“ sagði Brjánn. „Ó, ég vildi, að eitthvað kæmi fyrir, svo að pabbi þyrfti ekki að selja húsið okkar.“ Nú leið á sumarið og móðir þeirra fór að undirbúa flutn- inginn. Brjánn og Dísa urðu að hjálpa henni til, en þau gerðu það eklíi með glöðu geði. „Mamma," sagði Dísa einn daginn. „Líklega eru engin leyniherbergi eða leyniskápar hérna í húsinu?“ „Ekki held ég það, væna mín,“ sagði mamma. „En hví spyrðu að þessu?“ „Ef við fyndum einhver svona leynihólf hérna, gæti skeð, að fjársjóðir væru fólgnir í þeim,“ sagði Dísa. „Þú veizt við hvað ég á, mamma, gull- öskjur, demantanisti, eða eitt- hvað þess háttar.“ Mamma hló. „Æi nei, góða mín,“ sagði hún. „Við finnum varla neina slíka fjársjóði." „Ef við gerðum það, og fynd- mn kannske stóran fjársjóð, þá gæti pabbi átt gamla húsið okkar áfram og við þyrftum ekki að flytja," sagði Dísa. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.