Alþýðublaðið - 11.06.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.06.1942, Blaðsíða 7
I'Í3®mtTw£ag'uz' 11. júná 1942. ALJ>YÐUBLAÐ>tÐ S’ýfv *' • * ■ n r íslandsmótið : - < í’. j. ýv v vj va Nœturiaefcnif, esr María Hall- grimsdóttir, Grundarstíg 17, sími Næturvörður er i Iðunnarapó- teki. ÚTV'ARPK): 12,15—13,00* Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 10,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20,30 Minnisverð tíðindi (Jón Magnússon fil. kand.). 20.50 Hljómplötur: Cellólög. 21,00 Erindi: Um vindrafstöðvar (Guðmundur Marteinsson raffræðingur). 21.25 Útvarpshljómsveitin: Lög úr söngleikunm ..Ævintýri Hof£manns“, eftir Offen- bach. 21.50 Fréttir. Ðagskrárlok. Nýlátin er á Akureyri frú Jóna Norð- fjörð, kona Jóns Norðfjörðs leik- ara. Hafði hún átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Frú Jóna var afar vel látin kona af öllum, sem jþekktu hana. Vikan, sem kom út í morgun, flytur m. a. þetta efni: Þeir sækja björg í bú, grein um'útgerð Vestmannaeyinga, Maðuiinn og fjallið, eftir James Ramsey Ullman, Segið Joe það ekki, smásaga eftir Hugh B. Clave, Úr ýmsum áttum og margt og margt smávegis. Kevyan 1942, Nú er það svart, maður, verður sýnd annað kvöld klukkan 8. Er mikil aðsókn að þessari revyu. Stórstúkuþin gið. 43. þing stórstúku íslands verð- xu- sett hér í Reykjavík mánudag- inn 22. þ. m. Átti upphaflega að setja þingið 24. júní á afmælisdag stórstúkunnar, en af ýmsum á- stæðum var hætt við það. ' Samtíðin, júní-heftið, er komin út, fjöl- breyít að vanda. Eiríkur Ormsson skrifar þar hugleiðingar mn raf- virkjun í dreifbýlinu. Þá er rit- stjórnargrein um dagbækur og nauðsyn þeirra, grein um Alfreð Andrésson ieikara (með 7 mynd- um). Gétur tæknin skapað betri menn? eftir Friðgeir Grímsson verkfræðing. Uppi á auðnum öræf- anna eftir Guðm. Friðjónson. Grein um dularfull fyrirbrigði. Grein um uppruna sýfilis. Endur- fundiir (saga). Fjöldamargt fleira er í heftinu. Dýraverndarinn, 4. tbl. 1942, er kominn út. Efn- isyfirlit er sem hér segir: Fyrning- ar, Vænt sauðfé, Gamla mín, Gagnkvæm vinátta og ýmislegt fléira. Er heftið hið skemmtileg- asta yfirlestrar. Ú tvár pstíðindi ,'éru nýkomin út. Flytja þau með- al annars grein um Kristján Jóns- son Fjállaskáld, grein um sænskt kvöld,' sem verður bráðum í út- varpinu, greinar um bækur o. m. fl. Sultusykurskammti var úthlutað í gær og verður út- hlutað í dag. Fer úthlutunin fram í Góðtemplarahúsinu. Noregssöfnunin. Frá 3 systrum kr. 30,00. Börn ern bólnsett gegn barnaveiki á þriðjudögum fcl. 6—7. Hringja verður fyrst í síma 5967 kl. 11—12 sama dag. Ungbarnavernd Líknar er opin þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 3,15—4 fyxir böm, sem hafa fengið kíghósta. Við Rio Grande heitir mynd, sem nú er sýnd á Nýja Bíó. Er það kúrekamynd með CSXiarles Starrett í aðalhlutverkinu. einu gegn engn C« JÖLMENNI var mikið á i- *• þróttavellinum í gær, er fram fór fýrsti leikur íslands- mótsins. Vóru það félögin Vdl- ur og Víkingur, sem mættust. Þegar félögin reyndu með sér síðast, sem var á afmælismóti Í.S.Í. fyrir nokkrum dögum, vann Valur að vísu, en það þótti þegar sýnt, að félögin máttu heita mjög lík og alger tilviljun mundi ráða úrslitum næst er þau mættust. Það leyndi sér heldur ekki af aðsókn og eftir- væntingu áhorfenda, að al- mennt var búizt við spennandi keppni. Fyrrl hálfleikur 0:0 Leikurinn hófst með laglegri sókn og léttu samspili Víkinga. Haukur var miðframherji til að byrja með og Þorsteinn honum til hægri. Virtist niðurröðunin og samspil Víkinga, samfara nokkrum sóknarhug, koma Vals \ mönnum á óvart. Mátti heita, að Víkingar héldu hinum lipra samleik og nokkurri sókn allan hálfleikinn og þurftu áhorfend- ur ekki að kvarta yfir því, að knattspyrnuna vantaði í leik- inn. Ekki -náðist þó árangur fyrir Víkinga, vegna 1 hinnar traustu varnar Vals og þess, hve það tók langan tíma fyrir Víking að byggja sóknina upp. Hpfðu andstæðingarnir á með- an góðan tíma til að raða sér til varnar. Nokkur skyndiá- hlaup komu þó á báða bóga, en þau fóru út um þáfur. Löngu spörkin reyndust Víkingum ekki eins viss. Þegar háifleiknum lauk þann ig, með jafntefli, var ljóst, að alger óvissa ríkti um úrslitin. Slðarl hálfleiknr 0:1 Síðari hálfleikur var svipað- ur hinum, að öðru en því, að sókn Víkinga var öllu harðari. Varð Valur að leggja sig allan fram til að verjast falli og mun- aði oft mjóu. Fékk Víkingur 3 fríspörk á Val skammt utan vítateigs og var aðeins óheppni Víkinga um að kenna, að ekki varð mark úr. Svo greinilega hafði Víkingur yfirhöndina í leiknum, að fyrsta spyrnan á mark þeirra kom er 12 mínútur voru eftir af leiknum, en það var að afloknu skyndiáhlaupi Vals, er endaði jneð óverjandi marki. Kom nú fjörkippur í Víkinga, sem þó fjaraði fljótt út, því fum kom í stað samspils er áður var og voru úrslitin þar með ráðin. Þorsteinn Einarsson dæmdi, og fórst það prýðilega. Þj'-mig lauk þá fyrsta leik ís- L ... rr tsins að þessu sinni, og má Valur að sjálfsögðu vænta þess, að vera kominn yfir örð- ugasta hjalla mótsins. Þó.getur vel farið svo, að hin félögin komi mönnum á óvart, því þau hafa æft sig af kappi undir mót- ið og ekki má gleyma því, að á afmælismótinu vann Fram, fé- lagið, sem gerði jafntefli við Víking, svo ekkert þeirra er eig inlega verst. Með eftirvæntingu bíða menn einnig eftir því, hvað Vestmannaeyingar geta, en þeir keppa við K. R. í kvöid. ' . Áh. Viðtal vlð Fleischer, herstiöfðingja. (Frh. af 2. síðu.) — Flýja margir frá Noregi til Bretiands? „í haust sem leið kom mikill fjöldi, en síðar hefir það minnk- að nokkuð. Stafar það af ýmsum ástæðum, auknu strandeftirliti, björtum nóttum, Þjóðverjar hafa tekið mikið af bátum á sitt vald o. s. frv. V - Norðmennirnir, sem eru í löndum Breta, hafa lagt sér- staka stund á vetrarhernað og kennt bandamönnum sínum hann, þar eð þeir hafa á því sviði allmikla reynslu. Fyrir nokkru var frá því skýrt, að Norðmenn mundu fá lans- og leiguhjálp frá Banda- ríkjunum. Mun hún skiptast í tvennt: í fyrsta lagi vopna og hergagnasendingar, meðan á stríðinu stendur, en síðan marg vísleg hjálp við endurreisnina heima í Noregi eftir stríðið. Um þessar mundir starfar nefnd manna að máli þessu í Banda- ríkjunum. Hefir Hambro, Stór- þingsforseti átt þar allmikinn hlut að máli.“ — Hafið þér heimsótt norska sjúkrahúsið hér í bæ? ,,Já, það hefir unnið mjög gott starf. í Englandi eru all- mörg sjúkrahús Norðmanna, fyrir norska sjúklinga og þar starfa norskir læknar. Við eitt þeirra er íslenzkur læknir, Gunnar Finsen, en hann hefir starfað sem læknir á Spáni, í Finnlandi, Noregi og nú með Norðmönnum í Englandi.“ Að lokum segir Fleischer: „Allstaðar, þar sem ég hef komið á íslandi hafa Norðmenn verið mjög þakklátir fyrir þá vinsemd og alúð, sem þeir hafa mætt hvarvetna á íslandi. Ég hef ferðast um allt landið og alls staðar orðið var við þessa miklu vinsemd og hjálpsemi." Blf reiðaio nkanpln Frh. af 2. síðu. vörur, sem liggja lengi í Ame- ríku, t. d. bifreiðarnar, sem taka mikið rúm.“ Notnðo bifreidamgp. — -En hvernig er með notuðu bifreiðamar, sem allt af eru að koma hingað? ,,Sáðan ég fór að heiman, hef- 1 Konan min. JÓNA JÓNSDÓTTIR NGRBFJÖIÖ), er andaðist 4. þessa mánaðar, verður ’j arðsungin laugárdaginn 13. júhí 1942. ■ ■' ' ' ■ Athöfnin hefst með húskveðju írá heimili okkar, Munka- þverárstræti 8, Akureyri,' kl. 1 síðdegis. Jdn Norðfjörð. ir mörgum einstaklingum verið \reitt heimild til að kaupa not- aðar bifreiðar vestr-a — og sér- staklega mun hafa verið tekin mjög vingjamleg afstaða gagn- vart beiðnum farmanna, sem alltaf eru í siglingum til Ame- ríku. Hefir flutningur þeirra bifreiða farið fram á þilfari yfir sumarmánuðina. Ég varð jafn- framt var við það, að allmargir einstaklingar höfðu fest kaup á notuðum bifreiðum vestra, án þess að hafa tryggt sér innflutn- ingsleyfi fyrir þeim eða flutning á þeim. Ég vil að lokum segja þetta: Ég mætti alls staðar vestra mik. illi vinsemd þeirra stjórnar- valda, sem ég talaði við og átti mál að sækja undir. Við íslend- ingar njótum beztu kjara og mikillar hjálpfýsi Bandaríkja- manna. En þeir þurfa vitanlega fyrst og fremst að hugsa um hernaðarrekstur sinn, og okkur ber að taka fullt tillit til þess.“ Frh. af 2. síðu. fögrum stöðum íslenzkum, held- ur og atvinnulífi þjóðarinnar til sjávar og sveita. Þarna sást smölun, safn í fjárrétt, sláttur og heyband, síldveiðar og síld- arverkun. Einkum er kaflinn frá Siglufirði skemmtilegur og vel saman settur, og er gaman að fylgjast með handtökum fólksins við síldarverkunina. — Mörgum mun hafa hlýnað um hj artaræturnar, þegar þeir sáu síldarstúlkuna, blómlega og eðlilega, líta í kring um sig í sólskininu, á næsta augabragðþ sést björgunarhringur, sefo nafnið „Venus“ stendur á, svo skiptir. um og nú sjást nokkrir ungir og hraustir sjómenn, sem sitja í báti sínum og senda „Ven_ usi“ á bryggjunni hýrt auga. Þetta fólk ér íslenzkt fram í fingurgóma. Myudirnar frá heyskapnum og réttinni eru tæplega eins góðar, enda er sá kafli skemmri. Enginn vafi er á því, að marg- ir munu hafa yndi af því að sjá þessa íslandskvikmynd. ‘pAsundlr vita að æfilöng gæfa fylgix hringunum frá SIGURÞÓR. Útbreiðið AlpýðublaðlH Kosningafnndnr í Testmannaejrjnni. Frummælandi var frambjóö- andl Albýðnflokksins Gylfi Þ. Gislason hagfræðingur. O TJÓRNMÁLAFUNDUR var ^ haldinn í Vestmannaeyjum fyrir helgina. Var frambjóðandi Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason, málshefjandi á fund- inum. Hvorki frambjóðandi Sjálfstæðismanna eða Fram- sóknarmanna mætti á fundin- um, en þeir sendu menn fyrir sig: Sigurð Kristjánsson alþing- ismann og Guðbrand Magnús- son forstjóra. Gylfi Þ. Gíslason gerði grein fyrir því, hvers vegna kosning- ar væru nauðsynlegar og bar saman lýðræði og einræði. Síð- an skýrði hann, hvernig flokka- skiptingin byggist á því, að borgararnir hafa ólíka hags- muni og bera ólíkar hugsjónir fyrir brjósti. Rakti hann svo helztu atriðin í stefnuskrám flokkanna og sýndi, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefir bar- izt fyrir hagsmunum hinna rxku, hvernig Framsóknarflokk- urinn hefir breytzt úr hægfara umbótaflokki í afturhaldsflokk og hvernig stefna kommúnista getur aldrei leitt til fullkomins sósíalisma, þar eð þeir hyggjast að ná völdum með stjórnarbylt- ingu og afnema lýðræðið, em hvernig Alþýðuflokkurinn hef- ir barizt og mun berjast fyrir hagsmunum verkalýðsins og millistéttarina. Sigurður Kristjánsson talaði einkum um Framsókn, og Guð- brandur Magnússon lofsöng þjóðstjórnina. ísleifur Högna- son kvaðst ekki reiðubúinn að ræða við Gylfa um fræðikenn- ingar kommúnismans, en söng venjulega sönginn um Alþýðu- flokkinn. Haraldur Guðmunds- son svaraði honum og ræddi klofningsstarf kommúnistanna og dugleysi í verkalýðsmálum. Lýsti Haraldur síðan stjórn- málaþróunipni síðustu mánuð- ina. Guðbrandwr Magnússon kvartaði aðallega yfir því í verðiagsmálunum, að laxveiði- menn í Reykjavík þyrftu að borga 30 aura fyrir ánamaðk- inn, og henti Páll Þorbjöms- son gaman að þessu og lýsti ferli Framsóknar og Sjálfstæð- isflokksins í dýrtíðarmálunum. Menntaskólinn losnar. Menntaskólinn mun nú vera um það bil að losna úr höndum eetu- liðsins. Verður látin fara fram við- gerð ó honum, áður en skóli byrj- ar í haust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.