Alþýðublaðið - 12.06.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.06.1942, Blaðsíða 5
SVsftMðaguff 12, f&ai 13*41., ALÞfOyglAW 8 Þrír afmælisdagar í einu. jÞessií' þríburar, sem áttu eius árs aímæli fyrir nokkru, vega nú hver um sig um 17 ensk pund, og er það ineira en þeir vógu aliir til samans, þegar þeir fæddust. Þeir heita: Mary Ann, Maureen Elaine, Millicent Louise og þeir eiga heima í Boston, \ Bandaríkjunum. HBUN ERAKKLAM5S tákn- aði ekki einungis fall frönsku íþjóðarinnar. Það tákn- aði einnig hinar stórfengleg- •ostu mannaveiðar, sem sagan kann frá að greina. Allt frá tímum rússnesku byltingarinn- ax — og jafnvel fyrr — hafði Frakkland verið griðastaður flóttamanna. í hvert skipti sem stjórnarfarsbreyting í einhverju landi eða innrás í eitthvert land varð þess valdándi, að menn urðu að flýja í útlegð, opnaði •Frakkland arma sína fyrir flóttamanninum. Hvít-Rússar, rússneskir mensevíkar, frjáls- lyndir ítalir, lýðræðissinnar og sósíalistar, Þjóðverjar af öllum flokkum, nema nazistaf] okknum Austurríkismenn, allt frá kon- tmgssinnum til kommúnista, Epænskir, tékkneskir, pólskir, hollenzkir, belgiskh' flóttamenn, einn af öðrum höfðu þeir fundiö hæli á Frakklandi. Hvort sem þeir voru einangr- aðir á fangabúðum eða máttu leika lausum hala, voru flótta- mennirnir, sem flúið höfðu til Frakklands öruggir fyrir óvin- tim sínum. Þeir voru varðir af Pyreneafjöllunum, Maginotlín- unni og franska hernum fyrir þýzku, rússnesku, ítölsku og Bpönsku leynilögreglunni. Það er satt, að stundum komu morö fyrir, eins og þegar Rosellibræð urnir voru myrtir, útgefendur ítalska blaðsins, sem gefið var út utan Ítalíu, Ginstizia e Li- berta, en slík tilfelli voru sjald- fiæf, og yfir höfuð mátti segja, að erlendir flóttamenn væru •oruggir í Frakklandi, þar til vopnahléð var samið. Innrásin í Frakkland útiiok- aði franska herinn sem vörn gegn Þýzkalandi og Ítalíu, • og vopnahléð olli því, að margir flóttamenn urðu að gefa sig á vald miskunnarlausum óvinum.’ Því að í nítjándu grein vopna- hléssáttmálans gengust Frakk- ar undir það, að fá nazistum í hendur alla þá þýzku og austur- ríkska fanga, sem þeir kynnu að krefjast. Ekkert var minnzt á það efni í sáttmálanum við ítali, en hinir ítölsku flóttamenn voru ekkert öruggari fyrir það. Lýðræðissinnaðir vinstrimenn, hverrar þjóðar sem var, höfðu ekki heldur neina ástæðu til áð bera traust til hinnar nýju, afturhaldssömu stjórnar, sem komst tii valda í kjölfar ósig- ursins. Flóttamenn, sem voru í fanga. búðum Suður-Frakklands eða bjuggu i toorgunum, svo sem Marseilles, Nice, Toulouse, Möhtenbeau og' Pau, urðu skelf. ingu lostnir og óttuðust um líf sitt. Vikum saman hrukku þeir við, e£ þeir heyrðu gengið upp þrepin, bjöllu hringt eða toarið að dyrum og áttu von.á, að nú væri lögreglan að sækja þá, til þess að leiða þá fyrir Gestapo, þýzku leynilögregluna. í skelf- ingaræði reyndu þeir að flýja á einhvern hátt úr þessu neti, sem þeir voru komnir á. Þeir voru fórnardýr allskonar svik- ara, sem reyndu að gera sér fé úr því að selja þá í hendur lög- reglunnar. Taugar þeirra, sem voru þegar búnar að þola mikið, eyðilögðust stundum alveg undir þessum stöðuga ótta, sem hinar hryllilegu sögur um mis- þyrmingar kyntu án afláts undir. * Þjóðverjar ætla að leggja und ir sig þann hluta Frakklands, sem enn er óhernuminft næst- komandi fimmtudag kl. 11. Tuttugu og fjórar herdeildir eru þegar viðbúnar og bíða aðeins eftir skipun foringjans. He. - sveitir frá Senegal hafa lokað landamærum Spánar, til þess að sjá um að þangað komist eng- ir fangar. Gestapo hefir búið út lista yfir 704 menn, sem hún er að leita að og fengið Laval listann, en hann á tafarlaust að gefa skipun um handtöku þess- •mimamm ara matma. Frakkar eru, farnir að byggja gríðarstórar fanga- búðir við ítölsku og spænsku landamærin, en þar á að geyma hundruð þýzkra, austurríkskra, ítalskra og spænskra andfasista. Darlan flotaforingi hefir úndir- ritað leynilegan sáttmála við Spánverja um það, að fá Franco herforingja í hendur þúsundir spænskra flóttamanna, svo að böðlar hans geti brytjað þá nið- ur o. s. frv. Þannig hljóðuðu sögurnar, sem gengu iriann frá manni. Undir þessum stöðuga ótta misstu ‘margir flóttamenn kjark inn og frömdu sjálfsmorð. Meðal þeirra, sem gripu til slíkra ör- þrifaráða, voru: Carl Einstein, Walter Benjamin og Walter Hasenkleter, allt þýzkir rithöf- undar, andvígir nazismanum. Fáeinum vikum eftir vopna- liiéð famist' líkið af Willi Múnzenberg, hinum hrað- mælska og gáfaða þýzka komm- únistaútgefanda. Líkið var allt afskræmt og hékk í tré nálægt Grenable. Marg'ir minna þekkt- ir menn og jafnvel konur, dóu í fangabúðum, fátæklegum gisti- húshertoergjum og dimmum, þröngum hliðarstrætum, og vildu svipta sig lífi, en að eiga þær ógnir yfir höfði sér, sem ósigur Frakklands hlaut að hafa í för með sér á hverri stundu. Sem betur fór hófst ógnar- öldin ekki þegar í stað, og það er ömurlegt að hugsa til þess, að margir þeír, sem sviptu sig lífi, hefðu getað frelsazt, aðeins ef þeir hefðu beðið. Fyrstu \ ik- urnar eftir vopnahléð var til- tölulega auðvelt að flýja. Sam- kv. nt sLpun frá Berlín gáfu írónsku yiirvöidin engum flótta mönnum áritun á vegabréf úr landi, en stjórn Bandaríkjanna sá í gegnum fingur við menn, þótt þeir hefðu enga áritun og mörg öhnur lönd leyfðu. mönn- um dvöl, þótt þeir hefðu engin árituð vegabréf. Þeir þurftu ekki annað en fara niður að frönsku ströndinni og stíga á skipsfjöl. Flóttamennirnir sluppu þannig hundruðum sam- an. !*: *• ' '* En ekki komust allir undan. Þeir, sem voru í fangelsum og fangabúðum, urðu að verða eftir og bíða örlaga sinna Griinspan, ungi þýzki gyðingur- inn, sem myrti starfsmann hjá þýzku sendisveitinni í París, var tekinn í ágústmánuði. Fá- emum dögum áður höfðu Þjóð- verjar farið inn í París. Frönsku yfiivöldin fluttu hann þá til Suður-Frakk- lands undir fölsku nafni. Skömmu seinna tóku Þjóðverj- ar fastan lögreglumanninn, sem hafði hjálpað honum til þess að flýja og neyddu hann til þess að segja sér, hvar hann væri niður kominn. Því næst fóru þeir þangað og tóku hann. Þetta var í ágústmánuði 1940. í októbermánuði 1940 kom Himmler í heimsókn til Madrid. Eftir það varð allt strangara um skoðun vegabréfa, og eng- inn gat komizt úr landi án. þesss að hafa áritað vegabréf. Og það gekk jafnvel svo langt að um stundarsakir gat enginn komizt úr landi, og ótti flótta- mannanna óx. En þegar tímar liðu varð eftirlitið ekki eins nákvæmt og verið hafði. Til dæmis rná geta þess, að Pólverj- ar, sem voru ekki á herskyldu- aldri fengu spænska áritun á vegabréf sín og 11 ameríksk leyfi án vegabréfa voru viður- kennd. í janúarmánuði 1941 fóru Frakkar að árita vegabréf út- lendinga, sem vildu eða þurftu að fara úr landi, og löglegur brottflutningur hófst smámsam,- an. Þessu var haldið áfram þangað til Bandaríkin fóru að athuga áritanir á vegabréf í júnímánuði 1941 og hert var á innflytjendalöggjöfinni til Bandaríkjanna. En þó var það svo, að sérhver franskur lög- reglustjóri fékk skýrslu yfir þá menn, sem ekki. þyrftu að hafa áritun á vegabréfum sínum. Á þessum listum voru ekki ein- ungis Þjóðverjar og ítalir, held- ur einnig ítalir og Spánverjar. Seinná var gefin úr reglugerð Framh. af 4. síðu. Engar upphringingar — bara bréf. — Útreiðartúrar hermanna og skúrinn á Arnarhóli. EG VIL ENN EINIT SINNI biðja vini mína að hætía að hring'ja til Alþýðublaðsins og biðja um skilaboð til mín. Slíkar upp- hringingar þýða ekki neitt. Ef les- endur mínir vilja komast að með athugasemdir sínar í pistlum mín- um, þá verSa þeir að hripa mér línu. Þetta er ekki langrar stundar verk og þarf ekki að vanda til hréfsins, þó að mér séu vit.míega kærust bréf sem eru vel skrifuð og greinagóð. Munið að skrifa mér línu, en HRINGJA EKKI með skilaboð. ÉG HEFI FENGIÐ bréf frá ,,Konu á Melunum.“ Hún kvartar undan illri meðferð á hestum, sem séu í láni hjá setuliðsmönnum. — Segir hún, að hestarnir séu lamd- ir áfram, þeim sé riðið kófsveitt- um um göturnar og það verði að taka fyxir þetta. EG HEFI OFT SÉÐ hermerm riðandi á hestum um göturnar. Eg hefi einmitt haft augun hjá mér viðvlkjandi þessu, sem konan minnist á, en ég get ekki sagt, að mér hafi íundist farið illa með he;-: na. Yfirleitt fara hermenni; u ir gætilega með þá. Eg neita því þó ekki, að konan hafi séö ..'t- mann berja hest eða fara illa ð hann, en. ég hygg, eftir þvl ;; n ég heíi séð, að það sé of sagt, ð hermenn fari yfirleitt illa með hestana. UNDANFARNA DAGA hafa verkamenn og trésmiðir verið að byggja timburhús dálítið neðst á Arnarhólstúni, rétt ofan við Sölu- turninn. Menn hafa verið að spyrja hvern annan: Hvaða skúr er þetta? Er þetta nýr söluskáli? Ætlar nú einhver að fara að keppa við okk- ar gamla og góða Söluturn? RAUÐI KROSS Bandaríkjanna mun eiga þetta timburhús. Það er sett þarna til bráðabirgða og mun verða notaö fyrir starfsemi R.K. Skúrinn er ekki grafinn neitt nið- ur, heldur stendur hann á trjám. Það var sótt um byggingarleyfi fyr ir því að seija skúrinn upp, en byggingarnefnd lét málið afskipta- laust. OXKUR ER í RAUNINNI illa við að reistar séu býggingar á Arn- arhóli. Fyrir stríð heyrðust þrálát- ar raddir um það, að sjálfsagt væri að fara burtu með Söluturn- inr,. Ekkert varð úr því. Nú er margt gert til bráðabirgða, eins og tímarnir líka krefjast. Eg held að það sé alveg ástæðulaust fyrir Eólk að vera að hafa horn í siðu þessa skúrs. HANN ER AÐ VÍSU ekki til neinnar prýði. En það má segja Framh. á 6. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.