Alþýðublaðið - 12.06.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.06.1942, Blaðsíða 7
% Þökkum hjartariiega auðsýiida samúð við andlát og jarðaiv för litla drengsins okfear, : - ÁRNA HAFÞÓRS * Guðný Þóra Árnadóttir. Kristján Guðmundsson FSistwSagnr 12. júni 1942; Naeturlæfcnir er Ölafur Jóhann- ísksoe; Gumuirsbraut 38, sími 5979. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12,15—-13,00 Hádegisútvarp. : 15,30—-16,00 Miðdegisútvarp, 19,25 Hljómplötur: Harmoniku- lög. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Frá Norður-Sví- ÞJóð (Ágúst Sigurðsson magister). 20,55 Hljómplötur: Sænsk lög. 21,00 Upplestur: „Njósnarinn", sögukafli (Hersteinn Páls- son blaðamaður). 21,20 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 11, D-dúr, eftir Mozart. 21,35 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir Debussy. 21,50 Fréttir. Dagsfcrárlok. Hjónabanð. 1 gær voru gefin saman í hjóna- band í Húsavík af prófasti Friðrik A. Friðrikssyiii ungfrú Lára Árna- dóttir, Húsavík, og bóksali Snæ- bjöm Jónsson, Reykjavík. Fálfeinn, sem kom út í morgun, flyfur meðal annars þetta efni: Hestar á beit, forsíðumynd, Hátíðahöld sjó- mannadagsins, Með lögum skal land byggja, eftir Önnu Z. Oster- man, Slæmt minni, smásaga eftir J. Seashore o. m. fl. Hjónahand. Síðastliðinn þriðjudag voru gef- in saman í hjónaband af síra Árna Sigurðssyni uhgfrú Snæbjörg Inga Jónsdóttir frá Hvammi í Dýrafirði og Jóhann Björgvinsson, Reykja- vík. Heimili þeirra verður í Innri- Njarðvík. Gönguför á Skarðsheiði. Ferðafélag íslands fer gönguför á Skarðsheiði næstkomandi sunnu- dag. Lagt á stað kl. 10 árdegis með m.s. „Fagranesi“ til Akraness, en farið þaðan í bifreíðum norður yf- ir Lasá og gengið þaðan á Skarðs- heiði og á Heiðarhornið (1053 m.). Gangan er skemmtileg og víðsýnt af Keiðarhorni í björtu veðri. Far- miðar seldir á skrifstofunni, Tún- götu 5 á laugardaginn kl. 9 til 12 og um kvöldið 6—8. Menntaskólanum Verður sagt upp í bátíðasa! Há- skólans kl, 2 12. júní. Ársþing Í.S.Í. hefst í kvöld kl. 9 (12. jan.) í húsi Verzlunarmannafél. Reykja- víkur við Vonarstræti. Fulltrúar eru beðnir að mæta með kjörbréf. BINDINDISMANNAFUND- URINN' Frh. af 2. síðu. lag íslenzkra skáta, Samband bindindisfélaga í skólum, Sam- band ungmennafélaga ‘íslands og íþróttasamband íslands. Má því búast við mikilli og góðri þátttöku. Bindindismannadag- urinn virðist geta orðið skemmtilegt spor til meira sam- starfs þessara félagakerfa. FRÍDARBODINN OG VINAR- KVEÐJUR. Tímarit Jóh. Kr. Jóhannessonar. Nýútkomið 11. hefti 2. bindis með bréfum frá helztu hernaðar aðilum og ástárkvæðum, ætt- jarðarkvæðum og kraftakvæð- um eftir útg. o. fl. Ritið fæst ekki hjá neinum bóksala, en að eins hjá útgefanda, Sólvallagötu 20, og í Bókabúðinni Klappar- stíg 11. Sent gegn póstkröíu um allt. — Útk. 22 hefti. Óútkomin ca. 50 hefti. Viðtal við Nor- dahl Grieg. Frh. af 2. síðu. azt sú mikla hamingja að mega halda áfram að sinna sérstörf- um mínum og hugðarefnum, þrátt fyrir hermennsku mína. En það er mitt hlutverk að fylgjast með norska hernum og skrifa um hann.“ Qnislingarnir eru sar~ kast plóðarinnar. Nú bei’st samtalið að Norð- mönnum heima í Noregi. Nordahl Grieg segir, að mót- spyrnan harðni stöðugt, þrátt fyrir ógnarstjórn nazista. „Með grimmdaræði sínu, með morð- um, pyndingum og ofsóknum á' hendur saklausu fólki eru naz- istar að reyna að- lama og drepa hinn norska anda. En þeir fjar- lægjast það mark því meir sem þeir ganga lengra í kúguninni.“ — Hver er skoðun yðar á Quisling? „Quisling er án efa vel gefinn maður á ýmsa lund. Hann var námsmaður góður. málamaður er hann ágætur, — en hann hefir aldrei á æfi sinni hugsað frumlega hugsun. Hann er sál- sjúkur maður haldinn ofsóknar- ótta og hefndarþorsta. Þróttur hans er óeðlilegur; á hverjum degi verður hann að herða sig upp, tala kjark í sjálfan sig. Fylgifiskar hans, Quisling- arnir, er úrkast þjóðarinnar. Það sés,t á öllu, sem þeir gera. Norsk blaðamennska er t. d. í mestu niðurlægingu. Blöðin eru illa skrifuð, enda hafa allir beztu blaðamennirnir, sem eftir urðu heima, verið handteknir.“ — En Hamsun? „Hamsun er elliær. Auk þess hefir hann lengi verið nazisti. Hann hefir löngum dáð yfir- ráðaþjóðir og einræði og afneit- að uppruna sínum, því að sjálf- ur var hann af alþýðufólki kom- inn. En enginn neitar því, að hann er stórskáld. Sigrid Undset hefir hlotið annað og æðra hlutskipti í þessu stríði. Hún sameinar og hvetur. Hún er orðin hin tákn- ræna, norska móðir, sem misst hefir son sinn í baráttunni fyrir frelsi ættjarðarinnar; norsk móðir, sem heimtar hefnd.“ Einhver minnist á Jonas Lie og fleiri ættingja stórskáldanna norsku. Nordahl Grieg brosir háðs- lega. „Reynslan hefir sýnt okk- ur, að við verðum að treysta sonum mikilmenna með varúð í framtíðinni," segir hann. — Hvað líður leiklist og öðru listalífi heima í Noregi?“ „í»að er í niðurlægingu. Við Norðmenn getum ekki notið listar okkar né annars, sem okkur er heilagt, í samfélagi við rrienn, sem daglega eru að myrða félaga okkar og landa.“ Stríð saorsku sjómstnn ^ssa sjálfra. Nordahl Grieg hrósar mjög hetjulund og vasklegri fram-. göngu norskra sjómanna í þessu stríði. Og þegar hann er spurð- ur, hvort barátta norskra sjó- | manna í þessu stríði muni ekki | gefa honum tilefni til að skrifa annað leikrit á borð við hið fræga leikrit hans „Vár ære og vár makt“, þá svarar hann: j „Jú, sannarlega, en munur- i inn á baráttu riörsku sjómann- anna í þessu stríði og hinu fyrra er sú, að þá voru sjómennirnir notaðir til þess að græða á þeim, en nú er það stríð þeirra sjálfra, sem þeir heyja.‘j — Hvenær getum við svo átt von á nýju kvæðasafni frá yð- ur, stríðsljóðunum? „Væntanleg^ í haust. Ég vona, að það verði síðasta stríðshaustið." — Svo kveðjum við Nordahl Grieg, hið glæsilega skáld hins stríðandi Noregs. Hann mun dveljast hér um tíma, ef til vill gefst síðar tækifæri til að hlusta á hann. Verkfall hjá Eimskip. (Frh. af 2. síðu.) ið um undanþáguna (sem ekki var rétt, því að það var Eim- skip, sem neitaði að ganga að skilyrðinu) og báðu verkstjór- arnir nú verkamennina að út- vega undanþáguna. Verka- mennirnir önsuðu þessu engu. Þeim kom það mál ekki við. Það var mál, isem Dagsbrúri og Eimskip átti að gera út um sín á milli. Þegar verkstjórarnir sáu þessar undirtektir verka- manna, sögðu þeir þeim að fara að leggja yfir lúgurnar — en nokkru síðar var þeim sagt að hætta því. Og um kl. 10 komu brezkir hermenn og hófu vinnu við uppskipunina. Allir verkamennirnir leggja niður vinnn. Þegar verkamennimir sáu að Eimskip sótti þannig erlenda hermenn til að vmna störf ís- lenzkra verkamanna, lýstu þeir því strax yfir, að þeir myndu ekki taka upp vinnu í þessu skipi næsta morgun (í gær). Þeir mættu heldur ekki til vinnunnar. Og er stéttarbræður þeirra, sem unnu í gærmorgun við uppskipun úr • öðrum skip- um, sáu, að þessir verkamenn höfðu lent í deilu við Eimskip, hættu þeir allir að vinna og fóru annað. Fékk Eimskip því enga verkamenn í gær. Bréfaviðskipti Eim- skips og Dagsbrún* armanna. í gær barst svo stjórn Dags- brúnar. eftirfarandi bréf frá forstjóra Eimskipafélagsins: „í gær leituðum vér sam- kvæmt gildandi samningi Vinnuveitendafélags íslands við yður samþykkis yðar til þess að vinna eftir kl. 10 í gær- kveldi næturvinnu við afferm- ing og ferming e.s. (nafnið) hér við Ingóífsgarð. Þér neituðuð að veita slíkt samþykki nema með því skilyrði, að verka- mönnum, sem ynnu þessa næt- urvinnu, yrði, auk næturvinnu- kaupsins, greitt kaup fyrir kl. 7 f. h. til kl. 12 á hádegi í dag án þess að þeir kæmu til vinnu þessa 5 kl.tíma. Vér toldum oss algerlega ómögulegt að ganga að þessari kröfu, enda óheimilt samkvæmt gildandi lögum. Urðum vér síðan að tilkynna út- gerð nefnds skips — en það er Ministry of War Transport, hvernig málið stæði. Umboðs- maður Ministry of War Trans- port, sem hafði sérstaklega ósk- að eftir að næturvinna þessi yrði unnin, lýsti þá yfir því, að þar sem það væri afar áríðandi að skipið yrði afgreitt tafar- laust, þá mundi hann taka til sinria ráða og taka málið úr vorum höndum. Lét hann síðan brezka setuliðsmenn vinna við skipið síðastl. nótt. í morgun kl. 7 áttu verkamenn vorir að byr ja að vinna við skipið, en þá neituðu þeir að hefja vinnu við skip þetta. Samtímis höfðum vér undir afgreiðslu skipið e.s. (nafnið) við Grófarbryggju og e.s. (nafn- ið) við Ægisgarð. Verkamenn hófu vinnu í morgun kl. 7 við skip þessi, en þegar þeir fengu vitneskju um að verkamenn hefðu neitað að vinna við e.s. (nafnið). þá lögðu verkamenn- irnir niður vinnu við nefnd tvö skip. Hafa verkamenn þannig gert verkfall hjá oss við af- greiðslu téðra þriggja skipa. Með því að vér höfum ekki á neinn hátt gefið tilefni til verk- 4 NNAR LEIKUR íslands- íx. mótsins fór fram í gær- kveldi — og áttust nú við gest- urinn og gestgjafinn, Knatt- spyrnufélag Vestmannaeyja og K. R. Honum lauk með sigri K. R„ 2:1. En leikur þessara góðu vina byrjaði ekki skemmtilega. Strax á fyrstu mínútu leiksins féll inn- framherji K. V., Einar Halldór Jónsson, óvígur bg var borinn á börum út af vellinum. Við bráðabirgðalæknisskoðun kom í Ijós, að hann hafði farið úr liði um ökla — og taldi læknirinn jafnvel líkur til, að hann hefði einnig brotnað. — Var þetta leiðinlegt atvik, slys, engum um að kenna. Kappleikurinn hélt áfram, eftir að hinn særði maður hafði verið settur í sjúkrabifreið og fluttur burtu. Kom brátt í ljós, að k! V. voru allharðir, eldfljót. ir, ákaflega áhugasaniir, en mjög misjafnir, — sumir mjög lélegir, en aðrir jafngóðir og beztu garpar heimamanna. Er það alveg furða, hve góðir Vest- mannaeyingar eru, þegar tekið er tillit til allrar aðstöðu þeirra. Telja margir, að þessir knatt- spymumenn úr Eyjum séu falls þessa og það er algerlega ólöglegt, krefjumst vér þess að þér þegar í stað stöðvið verk- fallið og gefið verkámönnunum fyrirskipun um það að hefja vinnu tafarlaust. Vér áskiljum oss óskertan rétt til þess að krefjast bóta fyrir allt það tjón, sem verkfall þetta orsakar oss. beint og ó- beint.“ Stjórn Dagsbrúnar svaraði þessu bréfi samstundis með eft- irfarandi bréfi: „Oss hefir í dag borizt bréf frá yður, dagsett 11. júní 1942, stílað til Verkamannafélagsins Dagsbrún. í bréfi þessu krefjist þér m. a. þéss, að Verkamannafélagið Dagsbrún stöðvi „verkfall", sem þér haldið fram, að verka- menn hafi gert við skipin (nafn- ið), (nafnið) og (nafnið). Út af þessu viljum vér taka fram eftirfarandi: Þar sem Verkamannafélagið Dagsbrún hefir ekki gefið neina fyrirskipun um neins konar verkfall við afgreiðslu téðra skipa eða við fyrirtæki yðar yf- irleitt, teljum vér kröfur yðar, framsettar í nefndu bréfi, Verkamannáfélaginu Dagsbrún óviðkomandi.“ fræknustu gestir innlendir, sem sótt hafa hingað'mót. - Þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, skoraði Ingi Guðmundsson úr K. V. fallegt mark — en hann kom inn í stað Einars, er meiddist. — K.-R.- ingar náðu aldréi góðum leik í þessum hplfleik — og komust Eyjamenfí álltaf í færi. Bar á því, að þeim fataðist samleikur uppi við mark andstæðinganna, og „skalla“ kunna þeir ekki að taka. í síðari háKleik var komið meira kapp í K. R. og var Byrgir nú kominn fram. Var'nú lengi sótt fram á báða bóga, og K. R. í sókn, þó að K. V. gerði oft skæð og hættuleg upphlaup. — Loks skoraði Haraldur Gíslason mark' með ágætum knetti frá Byrgi — og þegar fáar mínútur voru eftir af leiknum skoraði Byrgir annað mark K. R. Þetta var ekki fallegur leikur. Hann var harður. og þungur — þótt hraður væri. Hrindingar voru margar og brögð tíð. Þetta stafaði ekki af því, að um ásetn- ing væri að ræða hjá leikmönn- um, ef til vill réði miklu meira um það æfingaleysi. K. R. vann Vestmanna> ejringa með 2:1. » En lieikuriiiii hófst með þvi að miðframherji K. V. slasaðist. aXh-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.