Alþýðublaðið - 13.06.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.06.1942, Blaðsíða 6
AIPVPUBUVOBB 6 Allir / >' , - , . . ^ . ’ -* ( ■ í 'n| bæjarbúar vita, að við seljum beztu karlmannafötin, beztu sumarkjólana, beztu dragt- irnar og bezta skófatnað- inn. Komið, skoðið og kaupið! WINDSOR HAGASIN Vesturgötu 2 t dag SAMKVÆMIS- SJÓLAEFNI IBÝKOMIN EDINBORG Garðábnrðar kominn aftur. Flngnaveiðarar nýkomnir. NCUOS0LUS1B6Ð1S ÁRNl JÓNS50M. HJlfNARSTR. 5 Mjðrdæmaniálið oo siálfstæðismálið. Framh. af 4. síðu. stór þáttur í okkar skipulagi, að þær verða ekki felldar niður til lengdar að óskeju. Við höfum einnig séð, að á ófriðartímum er ekki hægt að lifa við þann frið sem er fótg- inn í því að leiða hjá sér ágrein- ingsmáL Tímarnir, eins og þeir eru, hafa stækkað öll viðfangs- efni, og heimta skjótari ákvarð- anir. Með kosningafrestuninni myndast djúp milli þjóðar og þings og þingið verður veikara gagnvart ríkisstjórninni. Það eru kosningarnar einar, sem geta hnýtt aftur hið lífræna samband, sem á að vera milli þjóðar, þings og ríkisstjómar. Við erum nú famir að venjast betur hinu óvenjulega ástandi, og vitum að ekki einungis stjórn og þing, heldur líka þjóð- in þarfað gera sér grein fyrir ástandinu og hinum nýstárlegu viðfangsefnum. Engin veit hve lengi ófriðurinn varir, og með- an rás viðburðanna er svona ör veitir ekki af kosningum — og það máske oftar en á venjuleg- um tímum. Við höfum lært það, að kosningum má aldrei fresta, nema um skamman tíma, og þá einungis vegna óvæntra at- burða. En þegar hinn fyrsti kvíði er liðinn hjá — þá á að kjósa. Það er undarlegt lýðræði sem lýsir sér í því, að tala um það ábyrgðarleysi að stofna til kosninga, og enn einkennilegra að kalla það ;,vígaferli“, að bera fram’ tillögu um að kösninga- úrslit verði sem réttust mynd af þjóðinm. Allt það tal er fráleitt, og ætti að falla niður. Það er skiljanlegt, að kosning- um var frestað síðastliðið vor, en hitt er óumdeilanlegt, að þeim á ekki að fresta lengur, ef okkur verður sjálfrátt. Það á að ganga hreint til verks um að leysa viðfangsefnin sem fyrir liggja, þó umdeild séu. ■Þeirra á meðal eru kosninga- skipulagið og sjálfstæðismálið. Óg það er gleðiefni, að meiri hluti alþingis hefir orðið ásátt- ur um að ljúka þeim á þessu ári. Kosningafyrirkomulagið er kallað viðkvæmt mál. En þar ber að líta meir á viðkvæmni þeirra, sem verða fyrir misrétt- inum, enn hinna sem njóta þess. Sjálfstæðismálið er einnig að færast í burðarliðin. Þau 2 ár sem liðin eru síðan sambandið Við Norðurlönd slitnaði, hafa skilað því nær markinu. Þjóð okkar verður það til sóma, að hafa leyst bæði málin á þessum viðsjártímum í öruggri von um að frelsi og jafnrétti haldi velli 1 heiminum. En fari allt á annan veg, en við vonum, þá verða þó þessar ákvarðanir okkar sams konar leiðarljós og uppörvun og Eiðsvallafundurinn var Norð- mönnum í nærfellt heila öld. Lang hæsta verði. Háfnarstræti Flóttssmannagiidran Vichy - Frakbland. Framh. af 5 s íðu. í þess stað hefir hún tekið til mannrána. Tíu eða tólf Austur- ríkismenn hafa horfið af götum Lissabon, og veit enginn, hvað af þeim hefir orðið. Og svo langt hefir meira að segja gengið, að fangar hafa ,,horfið“ úr portú- gölskum fangelsum, en það sýn- ir, að portúgalska lögreglan er leynilega í sambandi við þá. Þannig hefir Gestapo komið ár sinni fyrir borð. Pólitískir fangar, sem Gestapo vill ná í, geta naumast komizt burtu frá Frakklandi. Allsstaðar eru Gestapomenn á verði og pþeim til aðstoðar franskir, spænskir og portúgalskir samverkamenn. Þó eru ef til vill til leiðir og margir eiga vini, sem gera það sem þeir geta til bjargar. En auðyelt er það ekki lengur. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. þýðuflokknum að taka ekki upp samstarf við S j álf stæðisf lokkinn uip kaupkúgun og annað þess háttar, eins og Framsóknar- flokkurinn gerði! HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. arirmar. Þó hugðu sumir, að rakar- arnir myndu aldrei skella þeim tolli á skegghnífa sína, sem þeir nú hafa gert. Nýlega lét ég einn rakaranna raka mig og klippa, en hafði næst áður borgað rakstur með þremur krón ufj órðungum og klippingu með rúmum tveimur krónum, að mig minnir. En í þetta siim, fyrii- sama verk, varð ég að greiða hvorki meira né mirma en fjórar krónur, auk biðtíma.“ „VÆRI nokkuð til fyrirstöðu, að menn rökuðu sig oftar heima en þeir virðast gera, því rakstur nú, einu sinni í viku hverri mun láta nærri að nemi 50 krónum ýfir ár- ið? Svo mætti leggja við þann langa tíma, sem fer í biðina í rak- arastofunum.” IÆIKHÚSGESTUR slcrifar: „Eg var í leikhúsinu í gærkveldi. í hléinu fyrir síðasta þátt, stóð tals- verður hópur af leikhúsgestúm upp úr sætum sínum, sótti yfirhafnir sínar og höfuðföt fram í fata- geymslu, og tróð sér með þetta inn í sætin aftur. Var þessu jafnvel ekki lokið, þegar tjaldið var dreg- ið frá aftur.“ „AÐ SJÁLFSÖGÐU veldur svona háttalag mikilli truflun og óþægindum fyrir leildiúsgestina al- mennt, enda með öllu óþarft og ó- samboðið siðuðu fólki. Getur þú ekki, Hannes minn, vanið fólkið af þessari ómenningu. Ef það ekki sér sóma sinn í því að leggja ósið þennan niður af sjálfsdáðum, þá verður Leikfélagið að taka í taum- ana á þann einfalda hátt, að af- henda engin föt úr fatageymsl- unni fyrr en leiknum er lokið. Eg fel þér að koma þesari hugmynd á frgmfæri við Leikfélagið, ef fólkið læíur ekki skiþast á amian hátt.“ Hannes á horninu. Hringurinn. Fngar stúlkur og börn! Styrkið barnaspítalann með því að selja merki á sunnudaginn! Merkin eru , afgreidd laugardag kl. 4—8 síðd. á myndastofu Sigr. Zoega & Co., Austurstræti 10, og hjá frú Ingi- björgu Þorláksson, Bjarkargötu 8, fii suruiudagsmorgun í Hljóm- skálagarðinum. 42 stAdentar út- skrifoðnst i gær. Menntaskólanum í Reyk javík var sagt upp í gær. Voru 42 stúdentar út- skrifaðir. 25 ára stúdentar, sem stadd- ir eru hér í bænum, voru við- staddir og færðu þeir skólanum að gjöf píanó í skólaselið að Reykjakoti í Ölfusi. Rektor gat þess við skólaupp- sögn, að nú væri verið að rýma Menhtaskólann og væri jafn- framt verið að meta leiguna fyrir skólann. Þessir stúdentar. útskrifuð- ust: Múladeild: Ása María Þórhallsdóttir I. Birgir Möller II. Gísli Einarsson I. Gísli Símonarson II. Guðbjörg Magnúsdóttir II. Guðmundur Ásmundss. I. ág. Guðrún Thorarensen I. Halla Bergs I. Haukur Jónsson I. Jón Aðalsteinn Jónsson I. Jónas Árnason. n. Jónas Bjamason. II. Kjartan Guðjónsson I. Kristín Guðmundsdóttir I. Lilja Petersen I. Páll Ásg. Tryggvason II. Pálmi Jónsson HI. Ragnheiður Ámadóttir I. Ragnhildur Tngibergsdóttir I. Sigurður Baldursson I. Stefán Haraldsson I. Vilhj. Þorl. Bjarnar I. ág. Yngvi Óiafsson I. Þórhallur Einarsson I. Þórhallur Halldórsson II. Utanskólanemendur: Guðjón Hólm in. Unnsteinn Stefánsson I. Stærðfræðideild: Björn Kalman II. Einar H. Ámason II. Elsa S. Eiríksson I. Friðrik Friðriksson II. Garðar P. Jónsson I. Gunnar Kr. Bergsteinsson II. Gunnar Eggertsson II. Ingibjörg Þorkelsd. I. Jón Löve I. ág. Júlíus Guðmundsson I. Kristinn Baldursson II. Snorri Jónsson II. Viggó Maack I. Utanskólanemendur: Eyjólfúr Jónsson I. Haraldur Ámason II. Tnttign og fímm ára stúdentar. Eftirfarandi stúd- ENTAR eiga 25 ára stúd- entsafmseli á þessu vori; Árni Guðnason magister, Arnór Guðmundsson skriístofu- stjóri, Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur og framkvæmda stjóri, Reykjavík, Axel Sveins- son verkfræðingur, Eeykjavík, Baldur Andrésson cand. íheol., fullfrúi bergarstjóra, Benedikt Gröndal verkfræðingur og fram kvæmdastjóri, Bjöm E. Árna- son cand. juris og endurskoð- andi, Björn G. Björnsson raf- magnsverkfræðingur í New York, Bjöm Sigurbjamarson bankaféhirðir á Selfossi, Emil Tboroddsen píahóleikari, Eyj- ólfur J. Melan prestur í Kana- da, Friðrik Bjömsson læknir, Reykjavik, Gretar Ó. Fells rit- höfundur, Guðmundur Guð- mundsson héraðslæknir að Reykhólum, Gunnar Benedikts- son rithöfundur á Eyrarbakka, Gunnar Viðar hagfræðingur,' Hálfdan Helgason prófástur á Mosfelli, Haraldur Jónsson hér- aðslæknir, Jón Eyþórsson veð- urfræðingur, Jónas Jónasson útgerðarmaður í Flatey, Jónas Sveinsson læknir, Reykjavík, Kristján Albertsson lektor í Berlín, Lárus Jóhannesson hrm. Reykjavík, Ludvíg' Guðmunds- son skólastjóri, Reykjavík,, Magnús Magnússon cand. jur. ritstjóri, Reykjavík, Morten Ottesen bankafulltrúi, Öskar Borg lögfræðingur, Ísafírðí, Páll Sigurðsson læknir, Ragnar Ófeigsson prestur í Fellsmúla, Sigurður Grímsson cand. jur. fulltrúi, Rvik, Sigurjón Arna- son prestur í Vestmannaeyjum, Skúli V. Guðjónsson prófessor í Árósum, Stefán Einarsson prófessor í Baltimore, Svavar Guðmundsson bankastjóri, Ak- ureyri, Sveinn Sigurðsson cand. phil., Reykjavík, Sveinn Vík- ingur Grímsson prestur á Seyð- isfirði, Valtýr Albertsson lækn- ir og Vilhjálmur Þ. Gíslason magister og skólástjóri í Rvík. Af hópnum eru látnir Ágúst Brynjólfsson cand. phil. Rvík og Steingrímur Einarsson spft- alalæknir á Siglufirði. Eftir fiverjo á að dænta ksattspyrna? OFT ber á því á íþróttavell- inum, að áhorfendur gagn- rýna starf knattspyrnudómara — og hefir þetta stundum kom- ið fram á siðlausan hátt. Félag knattspymudómara vill gera allt, sem í þess valdi stendur til að bæta 'um í þessu efni og koma áhorfendum í skiln ing um þær reglur, sem dómur- um ber að fara eftir. Ákvað fé- lagið því að biðja blöðin að taka útdrætti úr knattspymu- lögunum og skýringar á þeim við og við, svo að áhorfendur gætu glöggvað sig á þeim. Hér fara á eftir nokkrar greinar: 2. gr. Leikurinn byrjar með upphafsspyrnu en ekki með merki dómara. 3. gr. Leikhlé er 5 mín. inni í húsinu. 4. gr. Knötturinn getur oltið eftir hliðarlínu eða marklínu og verið samt í leik. KnÖtturinn allur verður að hafa farið yfir og vera laus við hliðarlínu eða marklínu áður en hann er úr leik. Dómari má í engum kringum- stæðum dæma mark, nema hann sé algerlega sannfærður um, að knötturinn allur hafi farið gegnum markið. 9. gr. Enginn leikandi. ( að markverðí undanskildum, þeg- . ar hann er á sínum vítáteig) má snerta knöttinn viljandi með hendi. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.