Alþýðublaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 2
2 ALÞÝCHJBLAPIO Smmodagur 14. júní 1942» Iviknar i „Fagra- nesinu“. IÓÆRKVELDI klukkan 17,43 var slökkviliðið kvatt út og vestur að dráttar- jbraut. Hafði kviknað þar í ^Fagranesinu‘% sem var þar I viðgerð. Var verið að ljúka við við- gerðina, og átti að fara að setja skipið á flot. Eldurinn var í farþegarúminu og brann það allt innan og varð mikið tjón að. Ekki er vitað með hverjum hætti hefir kviknað í. Hringurinn gengst fyrir söfnun til barna- spítala í dag og verða merki seld é götunum. Enn fremur verður úti- samkoma í Hljómskálagarðinum og verða þar ræðuhöld og lúðra- leikur. VerfcamennirniF bjá Eimsfcip höfn vinnn í gær. VERKAMENNIKNIR h já Eimskipafélaginu tóku upp vinnu í gærmorgun. Eins og skýrt var frá í •7* ■ ■ blaðinu í gær áttu verka- mennirnir tal við Guðmund Vilhjálmsson, forstjóra fé- lagsins, og lögðu fyrir hann kröfur sínar. Hefix forstjór- inn þær til athugunar á- samt stjórn félagsins til næsta fimmtudags, en þá hefir hann lofað svari. Er vonandi, að sættir takist fyrir þann tíma, svo að ekki verði framhald á þess- ari deilu. m Stnlka af fslenzkum ætí- um IðMepamaöui. m Bauð síg fram til sigiingar um mestu hættusvæðin, þegar aðrir geugu frá. í SLENZKUM sjómönnum er útþráin í blóðið borin, og þeir fara líka víða um heiminn og lenda í mörgum aevintýrum, enda' þótt frá- sagnir um það séu ekki á hverjum degi í bloðunum. — Ætli það séu margir hér á , landi, sem vita, að eina stúlk- an, sem verið hefir loftskeyta maður í millilandasiglingum á dönskum skipum, er íslend- ingur í föðurætt. Ef til vill er hún eina konan í öllum heim- inum, sem stundað hefir þessa atvinnu, sem annars er karlmönnum einum ætluð. Þessi unga stúlka heitir ung- frú Alice Riis og er búsett í Kaupmannahöfn. En faðir hennar er Arni Friðbjarnarson Riis, íslendingur í báðar ættir, en kjörsonur Jörgen Riis káupmánns, sem lengi var kaupmaður á ísafirði. Árni fluttist síðar til Kaupmanna- hafnar og hefir lengi verið skipstjóri. Sjómennskan virðist býsna rík í ættinni, því að ann- ar sonur hans er stýrimaður, hirin loftskeytamaður, og loks er þessi dóttir hans líka loft- skeytamaður. Þau systkinin hafa dvalizt hér á landi og líía á sig sem íslendinga. Ungfrú Alice er ung og fríð stúlka, ekkert tröllsleg og gleiðgosaleg, eins og einhver kynni að ætla um stúlku, sem hefir kjark til að leggja út á þessa einkennilegu braut. Hug- uri herinar stóð snemma til sjó- fprða, hún gerðist fyrst þema, A einn góðan veðurdag lauk •hún loftskeytaprófi! Eftir áramótin 1940 var erf- itt að fá oftskeytamenn á dönsk skip. Einn þeirra, sem var í vandræðum, var skipstjór- inn á flutningaskipinu ,Birthe‘, sem sigldi til Egnlands og lá nú i Árósum. En þá kom ung stúlka Þetta er Alice Riis og reykir pípu. um borð og bauð sig í stöðuna. Það kom í Ijós að skírteini hennar voru í bezta lagi, hún var og hafði verið loftskeyta- maður og vildi riú gjarnan sigla uitt hættusvæðið. Skipstjórinn hikaði andartak, en svo réði hann stúlkuna á skip sitt. Og þess er ekki getið, að hann hafi síðar haft ástæðu til að kvarta vegna þeirrar ráð- stöfunar. Ungfrú Riis sigldi mánuðum saman um hættusvæðið,. yfir Norðursjó, innan um tundur- dufl, kafbáta og aðrar vítisvél- ar, sem sjómennirnir kannast svo vel við. „Ég er aldrei hrædd,“ segir ungfrú Riis. „Það eru sem bet- ur fer flestir, sem komast lífs af úr þessum svaðilferðum á sjónum, enda þótt stríðið geisi allt umhverfis. Ég hugsa aldrei um hætturnar, — maður ófríkk- ar á því! Það er fásinna að vera alltaf að hugsa um það, að skip- ið verði sprengt í loft upp. Við sofum í björgunarbeltum, og lendi maður í sjónum, er þó alltaf hugsanlegt að maður nái í fleka og bjargist.“ (Frh. á 7. síðu.) Framboðsfundir byrja um þessa helgi og standa til mánaðamóta FnrOnleg tlltækl Framsóknar- Hokksins, sem mælást illa fyrir. RAMBJÓÐENDUR K FLOKKANNA, sem heima eiga í Reykjavík, en eru í kjöri í kj ördæmt m úti á landi, eru nú sumir farnir til kjördæma siraia og aðrir að búast til ferðar. Er þegar farið að boða framboðsfundi og byrja framboðsfundir til dæmis í Norður-Isafjarðar- sýslu nu um helgina. Er gert ráð fyrir mjög harðri kosn- ingabaráttu þar eins og áður, — enda virðist kosningabar- áttan ætía að verða allhörð um land allt. Annars munu jramboðsjund- ir almennt ekki byrja jyrr en undir næstu helgi og í sumum kjördæmum verða engir sam- eiginlegir jundir haldnir jyrr en undir mánaðamót. Vénjuleagst er að frambjóð- endur allra flokka tali saman, áður en ’ákveðnir erú fram- boðsfundir, og komi sér saman um hvenær þeir skuli haldnir og hvar og jafnan ræðutíma allra flokka. Einn flokkur og einn frambjóðandi hefir þegar breytt út af þessu: Framsóknar- flokkurinn og annar frambjóð- andi hans í Árnessýslu, Jörund- ur Brynjólfsson. Hann boðar til framboðsfunda upp á eigin spýtur og ákveður ræðutíma þannig, að „stuðningsflokkar stjórnarinnar“ skuli hafa jafnan ræðutíma samtals á við „and- stöðuflokk ríkisstjórnarinnar“. Hafa þegar borizt fréttir um það austan úr Árnessýslu, að þetta uppátæki frambjóðandans mælist mjög illa fyrir. Ekki hefir annað heyrzt en að annars staðar muni fram- bjóðendur hafa samráð um öll fundahöld. Alþýðuflokkurinn hefir eins og kunnugt er frambjóðendur í kjöri í öllum kjördæmum, nema Mýrasýslu og Strandasýslu. Hefir flokkurinn aldrei haft mann í kjöri í Strandasýslu, en nokkrum sinnum undanfarið í Mýrasýslu. Hann hefir og aldrei fyrr haft jafnmarga menn í kjöri og í jafnmörgum kjördæmum. Allar fréttir, sem Alþýðublaðinu hafa borizt úr kjördæmunum, benda til þess að hlutur Alþýðuflokksins verði góður í þessum kosning- um, enda standa málefnin sann- arlega til þess. í sumum kjördæmum virðist ætla að verða mjög hörð kosn- ingabarátta og skulu þau þó ekki nefnd frekar en gert hefir verið, að þessu sinni. Hér í Reykjavík verða engin sameiginleg fundahöld, enda er því alveg hætt. Hins vegar munu fara fram útvarpsumræð- ur um eða rétt fyrir mánaða- mótin og komst þá kosningabar- áttan á hástig. Hér hafa aldrei verið jafnmargir listar í kjöri og nú, ekki aðeins A, B, G og D listar, heldur og E og F listar. Er líklegast að þau samtök, sem standa að aukalistunum, lifi ekki lengur en þar til úrslita- tölurnar í kosningunum verða kunnar, en vera má að þessir mörgu listar auki kosningaáróð- urittn í bænum. Vegna þess að kosið er á þess- um tíma og vegna þess að ein- mitt nú reyna allir, sem geta, að fá dvöl utan bæjarins, hafa inargir fari^ úr bænum síðustu 3-^-4 vikurnar og fara næstu vikur fram að kjördegi. Það er mjög nauðsynlegt fyrir Alþýðu- flokkinn og baráttu hans, að kosningaskrifstofa flokksins fái að vita um. fólk, sem þegar er farið, svo að hún geti gert ráð- stafanir til að ná í atkvæði þess. Eins er jafnáríðandi að það fólk, sem ætlar úr bænum, hafi tal af kosningaskrifstofunni og kjósi áður en það fer. Eins ber flokksriiönnum, sem nú dvelja úti á landi, að snúa sér til næsta sýslumanns eða hreppstjóra og neyta kosningarréttar síns. Hvert eitt og einasta atkvæði Alþýðuflokksins verður að koma til skila hvar sem er á landinu.- Sextog kona verðnr fjrrir bifreið og siasaðist Margrét SigMsdóttir, Hverfis- göto 5$. SEXTUG KONA, Margrét Vigfúsdóttir, Hverfis- götu 58, varð fyrir vöruflutn- ingabifreið á Skúlagötu um klukkan 2 á föstudag og meiddist mjög mikið. Mun mjaðmagrmd hennar hafa brotnað, auk annarra meiðsla sem hún varð fyrir Slysið vildi til með eftir- farandi hætti: Um klukkan 2 um daginn kom bifreiðarstjóri með hlaðna vöru- flutningabifreið af hveiti að verksmiðjuhúsi kexverksmiðj- unnar „Frón“ við Skúlagötu, Ók hann bifreiðinni aftur á bak UPP á gangstéttina og síðan einnig aftur á bak eftir gang- stéttinni að dyrum verksmiðju- hússins. Þar stöðvaði hann bif- reiðina, fór út úr henni og inn í húsið til að gefa sig til kynna, en kom að vörmu spori aftur út, fór meðfram bifreiðinni, upp £ hana og ók henni örlítinn spöl enn aftur á bak, en í því heyrði hann neyðaróp og stöðvaði þá bifreiðina tafarlaust. Hljóp hann aftur með bifreiðinni og fann þá konuna liggjandi við annað hjól bifreiðarinnar. Hafði pallur bifreiðarinnar kastað konunni í götuna, en hjólin höfðu ekki farið yfir hana. ý . Lögreglunni var tilkynnt um slysið, og var konan flutt £ Landsspítalann. Margrét Vigfúsdóttir er kona Björns Jóhannssonar verka- manns, sem nú liggur rúmfast ur. Og er erfitt ástand á heimiíi gömlu hjónanna. Væri vel, ef vinir þeirra litu inn til gamla mannsins. Þ!ng L S. í. Ilnkandi ípróttastarfsemi vegna inikillar atvinnn í landinn, t mimhmmúimm ern isá 106 félð§f nieO 16q5S1 metlllanuiiB. Þ ING ÍÞRÓTTASAMBANDS ÍSLANDS var sett hér í bænum á föstudagskvöld og hélt áfram í gær. Stjóm félagsins lagði fram ítarlega skýrslu um starfsemi sam- bandsins á starfsárinu, og gefur hún glögga hugmynd um íþróttalífið í landinu. Kemur það til dæmis glögglega fram, að stjóm sambandsins telur, að það hafi dregið verulega úr íþróttastarfseminni, hve mikil vinna er nú í landinu. í sambandinu eru nú 106 *é- lög með 16 551 meðlimum. En aðeins 25 jélög haja sent sam- bandinu skýrslur um starjsemi sína. Gejur það ekki hugmyrd um reglusemi og áhuga íþrötta jélaganna. Hins vegar haja 91 jélög greitt slcatt til sambands- ins á árinu. Er /skatturinn svo ótrúlega lágur, að undrum sæt- ir að sambandið skuli geta innt nokkuð starj aj höndum. Enda lifir það mikið á styrkjum. Skattur þessara 91 jélaga nem- ur samtals 1800 krónum. i Fjárhagur sambandsins er þó nú betri en áður. Velta þess hw'r orðið rúmar 30 þúsundir 5na, en útgjöldin um 20 þús- und og 7 hundruð krónur. Samkvæmt skrá, sem fylgir skýrslunni, hafa alls 556 í- þróttamenn tekið þátt í íþrótt- um og skiptast þeir þannig: íþróttum (hlaupum, stökkum, Frh. á 7. síðu. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.