Alþýðublaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 5
Suimudagtu- 14. júní 1B42. AU»YÐUBIAÐ|Ð Fraœboðsfundir. FRAMBOÐSFUNDIRN ER eru nú sem óðum að hef j- ast. Hafa þegar verið haldnir nokkrir fundir og í næstu viku og þaðan af fram að kosningum munu allar byggðir landsins bergmála af ræðum frambjóð- endanna. Hafa aldrei verið jafn- margir frambjóðendur í kjöri og við þessar kosningar. Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn hafa menn í kjöri í öllum kjör- dæmum, Alþýðuflokkurinn í öllum nema tveimur (Stranda- sýslu og Mýrasýslu) og Komm- únistar í öllum nema þremur (Norður- og Vestur-ísafjarðar- sýslu og Rangárvalla). Auk þess eru tveir sprengilistar í Reykja- vík og tveir sprengiframbjóð- endur í Snæfellssýslu. Er því óvenju margt af nýjum fram- bjóðendum þar á meðal talsvert af ungum mönnum í kjöri við þessar kosningar. Þeir fá nú að spreyta sig á frambjóðenda- fundunum næstu dagana, og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir standa sig í kappræðum við hina gömlu og grónu stjórn- málamenn. Er hætt við að ein- hverjir af frambjóðendunum verði farnir að lýjast þegar líð- ur að kosningadeginum og verði því fegnastir þegar hann renn- ur upp. í einu kjördæmi hafa t. d. verið auglýstir hvorki meira rié minrta en 18 fram- boðsfundir! Vísitalan. Þ-egar ÓLAFUR thors var að verja gerðardóms- lögin í útvarpinu um áramótin, þá mun hann með réttu hafa haft það á tilfinningunni að óvíst væri hverjar þakkir laun- þegarnir myndu kunna honum fyrir þessa Iagasetningu. Þá datt honum gott ráð í hug. Hann sagði að margir launþegar teldu vísitöluna of lága og úr þessu skyldi hann bæta. Ríkis- stjórnin hefði því ákveðið að láta endurskoða vísitöluna. Sama loforð gaf Hermann Jónas son og ennfremur Bjarni Benediktsson á fundi Sjálf- stæðismanna í Gamla Bíó. Kosn- ingasmalar íhaldsins gengu síð- an um bæinn og sögðu hverj- um, sem heyra vildi að Ólafur Kosningaannáll. Tjhors í eigin ipex{bógiu hefði reiknað það út að vísitalan væri 18 stigum of lág. Hann væri nú að láta ganga frá þessum út- reikningum og síðan yrði vísi- talan hækkuð. Þá myndi allt kaup hækka um 18% og jafn- gilti það alveg þeirri grimn- kaupshækkun, sem prentarar og aðrar iðnstéttir höfðu farið fram á. Síðan eru liðnir meir en 5 mánuðir. En ennþá hefir ríkis- stjórnin ekki gert nokkum Skapaðán hlut til að endur- skoða eða leiðrétta vísitöluna. Þetta voru bara venjuleg kosn- ingaloforð, sem aldrei hafði verið tilætíunin að efna. En meira að segja Moggi skamm- aðist sín fyrir þessi vinnubrögð þeirra Ólafs Thors og Bjarna borgarstjóra. Ekki alls fyrir löngu heimtaði blaðið í rit- stjórnargrein að þessi loforð yrðu efnd. Það var að vísu áð- ur en Eysteinn og Hermann fóru úr stjórninni, en nú verður ekki einu sinni þeim um kennt. Langar að kjötkötluntim. NÝLEGA var komist svo að orði í ritstjórnargrein í Þjóðviljanum. ,,Það eru þessir árekstrar, sem gera kosningar og önnur op- inber átök svo kvíðvænleg fyrir alla þá, sem þegar hafa sín laun út tekið. Hinir, sem engu hafa að tapa, en allt að vinna, „ganga gxmnreifari til slíkra átaka.“ Já, þeir þykjast víst eiga eftir að taka út laun sín Sigfús og Einar og þeim virðist vera orðið meir en lítið mál að kom- ast að kjötkötlunum. A’ Gróði Eimskipaféiagsms. RÓÐI EIMSKIPAFÉLAGS INS undanfarin tvö ár, samkvæmt hinum nýútkomnu reikningum félagsins, nemur tæplega sjö og hálfri milljón króna. Nú er gróðinn aðeins lítil hluti af hækkun farmgjald- anna þetta tímabil, því mestur hluti farmgjaldahækkunarinn- ar fer vitanlega í aukinn kostn- ynmn; Með tilvisun til áður birtra auglýsinga um vörukaup frá Ameríku, tilkynnist inn*> ílytjendum hérmeð, að allar pantanir á vörum, sem eiga að afgreiðast fyrir 31. desember p. á., verða að sendast * til nefndarinnar íyrir 25. p. m. Eftir pann tima verður pöntunum ekki sinnt fyrst um sirin. Til viðbótar áður auglýstum vöruteg- imdmn, annast nefndin nú innkaup á vélaverkfærum. «r WlðsMptanefKBdin. að. Það sér því hver heilvita maður, að þær fullyrðingar, I sem fram koma margsinnis í ' áróðursriti því, sexn kallað er skýrsla stjómarinrar, um að hækkun farmgjaldanna hafi engin teljandi áhrif haft á verð- lagið, er hin mesta fjarstæða. Tökum aðeins þann hluta hækkunarinnar, sem komið hef- ir frarn sem hreinn gróði. Hann er 7kz milljón kr. Ofan á það má svo leggja a. m. k. 20% toll og varla minna en 40% álagn- ingu á þá upphæð, sem þá er komin. Eru þá komnar 12,6 milljónír króna, sem íslenzkir neytendur verða að greiða. Hafa menn gert, sér vel grein fyrir hversu gífurleg þessi upp- hæð er A oltkar mælikvarða? Samkvæmt búreikningsrann- sóknum, sem haldin var rétt fyrir stríð vcru .neðalársútgjöld þeirra verka nannafjölskyldna, sem reikr ingar'.a héldu 4000 kr. eða tæpar 300 : r. L hvern með- lim fjölsky Id-unr ar. 12.6 millj. kr. samsvara þá úrsú gjöldum 3150 fjölskyldna af þess; ri stétt fyrir stríð eða alls ársúígjöldum 15750 manna úr verkamanna- stétt. Og svo á að telja fólki trú um að það skifti eugu máli fyrir verðlagið í landinu, hvort þess upphæð er krafin inn eða ekki! Þetta er sannarlega að gera of lítið úr dómgreind al- mennings. s Á gömlu límmni. ÍÐAN KOMMÚNISTA- FLOKKUR ÍSLANÐS var stofnaður árið 1930 hefir svo að segja öllum kröftum hans verið beint að sundrungarstar.f- semi innan alþýðusamtakanna og rógsstaifsemi um Alþýðu- flokkinn og forystumenn hans. Kommúnistar hafa hvað eftir arrnað reynt að leggja Alþýðu- sambandið í rústir. klj’ifa það og stofna kommúnistiskt verka- lýðssamband. Tilraunir þeirra til þess að sundra samtökum vei'kalýðsfélaganna hafa endan- lega mistekist. Bandalag þeirra er steindautt og verður ekki framar endurreist. Alþýðusam- bandið er nú í þann veginn að sameina öll verkalýðsfélög landsins í einni órjúfanlegri heild og takist kommúnistum ekki á ný að skapa þar illvígar pólitískar deilur — og það leyfa verkamenn þeim vonandi ekki — mun Alþýðusambandið á næstu árum sameina alla verka- menn landsins til einhuga sókn- ar um hagsmimamál sín. Með því að fylkja sér á ný um Al- þýðusambandið haf a verkamenn sýnt það að þeir vilja ekki lengur fylgja sundrungarstarf- semi kommúnista í verkalýðs- málum. x Svo einkennilega hefir við brugðið nú í nokkra mánuði að kommúnistar hafa látið niður falla að mestu hinar hatrömu árásir, sem þeir hafa annars stöðugt haldið uppi gegn Al- þýðuflokknum og forystumönn- um hans. Til skaxnms tíma hafa flestir þó vitað að kommúnist- ar teldu Alþýðuflokkinn höfuð- óvin sinn, en ekki íhaldsflokk- ana. Menn voru farnir að spyrja þegar langvarandi hlé varð allt í einu á rógnum um Alþýðu- flokkinn: Hafa kommúnistar virkilega fengið nýja línu? Ætla þeir að fara að snúa baráttu sinni að íhaldi og afturhaldi fyrst og fremst, í stað þess að snúa vopn- um sínum að þeirn flokki, sem aldrei hefir brugðizt því hlut- verki að vera aðalmótstöðumað- ur affcurhaldsins og komið hefir fram óteljandi umbótamálum til hagsbóta fyrir alþýðuna? Eru kommúnistar nú loksins búnir að fá nóg af sundrungarstarfi sínu? v _ Hafi nokkur haldið þetta í alvöru, þá er svarið komið skýrt og greinilegt. Aftur hafa komm- únistar hafið sömu iðjuna og áðm* með tvöföldum krafti. Daglega er Þjóðviljinn helgað- ur svívirðingum um Alþýðu- flokkinn og rógi um forystu- menn hans. Það er þeirra roáti að sameina íslenzka alþýðu gegn afturhaldinu. Á þeim framboðs- fundum, sem haldnir hafa verið, hafa kommúnistar notað mest- allan ræðutíma sinn til þess að svívirða Alþýðuflokkinn. Og svo þykjast þessir menn vilja sameina alla alþýðu landsins og bjóða jafnvel Alþýðuflokknum upp á samfylkingu. Hver trúir slíkri hræsni, þeg* ar staðreyndirnar um athæfi þeirra tala sínu skýra máli? Þeir eru enn á gömlu HnunnL Þeir leggja enn aðaláhersluna á að sundra röðum alþýðunnar i stað þess að sameina þær. Magnús Jónsson um kiónuhækkunina. EINS og leser.dum blaðsins er kunnugt lagði Alþýðu- flokkurinn fram frumvarp um hækkun krónunnar á alþingL Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn lögðust gegn því að krónan yrði hækkuð. Nýlega var rifjað upp í Alþýðublaðinu hvað Ólafur Thoi*s sagði um málið fyrir ári síðan. Þá lést hann vera með krónuhækkun, af því að þá var það ekki hægt vegna samninga við Breta. Þeg- ar þeir samningar voru úr gildi fallnir lagði Alþýðuflokkurinn fram frumvarp um gengishækk- un, en þá er Ólafur Thors orð- in eindregið á móti hennL Þannig eru orð og efndir þess- ara manna. Að þessu sinni skulu rifjuð upp nokkur ummæli Magnúsar Jónssonar ráðherra, 1. þm. Reyk víkinga, er hann viðhafði í við- tali við Morgunblaðið 12. júní 1941, einnig ársgömul, en ekki svo gömul, að flokkur hans sé ekki búinn að svíkja þetta stefnumál sitt eins og flest önnur. Viðtalið er urn dýrtíðarmálin og Mgbl. spyr um stefnu M. J. Framh. á 6. síðu. Enn um úfreiðaxíúra hermannanna. — Bréf frá öðrum Melahúa — og svar mitt. — Stúlkurnar í strætisvögn- unum og „klípingamar á Íþrótíavellinum.“ U M ÚTBEIÐARTÚRA her- mannanna skrifar „Annar Melabúi” mér á þessa leiS: „Eg fulIyrSi, aS í höfnSatriðum hefir sá rétt fyrir sér, sem skrifaði þér nýlega um hermennina og útreið- artúra. Hann segir, að hermenn- irnir fari illa með hestana og að þaS sé illa gert aS lána hestana til slíkrar misbrúkunar.” „SJÍÁLFUR TEKUR þú svari hermannanna og segist ekki hafa séð þá fax-a illa með hestana. í samhandi við það vil ég segja, að þú hefir þá verið heppinn, því að ég sé hermenn svo að segja á hverju kvöldi fara illa með hesta — flengríða þeim um steinlagðar göturnar, berja þá á báða bóga og ata þeim út. Eg vil víta þá menn, sem lána hesta sina til slíks.“ EG ENDURTEK það, sem ég sagði út af bréfi frá Melabúa fyrh* nokkrum dögum, að ég hef ekki séð hermenn fara illa með hesía og þó sé ég þá ríðandi um göturm;r á hverjum degi. Eg rengi þó ekki það, sem þessir tveir bréfritarí'r múiir segja, efast ekki um, að ’ eox skýri rétt frá. Hins yeeá na i- synlegt að við beitum g d okkar gegn hermönnunum, þegar hún á rétt á sér og okkur riöw á að fá eitthvað lagað. Ef við „erui... á eftir þeim“ alltaf og alls staðar verður gagnrýni okkar í þeim mál- um, sem eru mikilsverð lítilsvirði —• og ber ekki árangur. „STÚLKA" sbrifar mér: „Mér þykir mikil nauðysn til bera að skrifa þér og klaga fyrir þér, þyí að það er næstum því betra að kiaga fyrir þér en lögreglunni. —■ Mér þyldr gaman að knattspyrnu og sæki því oft leíki. Eg sleppi því alveg hér að ég tel að knatt- spyrnumennirnir selji allt of dýrt í stúkusseti. Hitt er verra, að það er stórhættulegt að vera í stúku- sætum. Óþokkar leika sér að því að skríða undir sætin og klípa fólk upp á milli rimlanna. Eg hef orðið fyrir þessu og einn óþolck- inn eyðilagði síðustu silkisokkana mína. Það verður að taka þessa ó- þokka og hegna þeim fyrir tilt.ækið. Knattspyrnumennirnir verða að sjá svo um, að maður hafi frið, þegar maðm* er búinn að kaupa sér rándýra aðgöngumiða." ÉG HEFI átt tal um þetta við Hrólf Benediktson, sem sér um ís- landsmótið ásamt fleirum. Hann sagði, að þeim félögum væri þetta ljóst og þeir reyndu eins og þeir gætu að hafa hendur í hári óþokk- anna. Þegar síðasti leikur fór fram tókst okkur að handsama nokkra, sem voru að þessu, þar á meðal var 18 ára gamall maður. Ég bað Hrólf að segja mér nafn hans, en það vildi haim ekki. Er þó rétt að birta nöfn svona óþokka. REYKVÍKSK STÚLKA skrífar: „Mér gremst það oft þegar ég fer með strætisvögnunuiii bæði innan- bæjar og utan að sjá hvað íslenzka kvenfólkið er oft ókurteist, þegar karlmenn standa upp fyri .• þeim. (Frh. á 7. síðu.) (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.