Alþýðublaðið - 16.06.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.06.1942, Blaðsíða 2
2 AUÞVÐUBLAÐIÐ Þriðjudagiir 16. júní 1942» 264 kjósendur hafa kosið I flteymit ekU að neyta atkvaðisréttar ykkar. GÆBKVELDI, þegar iok- að var skrifstofu fyrir- feamkesnmganna í Miðbæj- axskóianum höfðu 264 kjós- endur neytt atkvæðaréttar s»ns — og var kosning lang- rnest í gær. Alþýðufiokkurinn vill ttóiiwa kjósendur sína, sem ætla úr bænum, á að kjósa, áður en þeir fara burtu. Eíns er nauðsynlegt að þeir, sem eiga kosningarétt utan Keykjavík, kjósi nú þegaij hér og senda atkvæðí sín. Kjennaraprófi í íslenzkum fræöum hefix nýlega lokáð viö Háskóla íslands Bjarni Vilhíálmsson frá Norðfirði með 1. einkunn, 99 1/3 stigs. Söiitbörn óskast til þess að selja 17. júní merki. Komi í skrifstofu Samein- aða í Tryggvagötu kl. 6—7 í kvöld ®g kL 12—1 á morgun. Pegar Framsóko ætlaðl að draga lokur frá hnrðum dreifbýllsins. Upplýsingar, sem vöktu stórkostlega athygli á frambjóðendafutidi á Hvammstanga á sunnudag. "P RAMSÓKNARMENN komust í mikinn vanda á frara- * bjóðendafundi. sem haldinn var fyrir Vestur-Húna- vatnssýslu á Hvammstanga á sunnudaginn. Þegar Skúli Guðmundsson núverandi þmgmaður kjor- dæmisins og frambjóðandi Framsóknarflokksins hafði flutt framboðsræðu sína og tínt til allt það, sem Tíminn hefir sagt á móti kjördæmabreytmgunni, svo sem það, að með hlutfallskosningum í tvímenningskjördæmunum ætti að draga lokur frá hurðum dreifbýlisins eins og Þorbjörn rindili hefði gert forðum daga á heimili Þorkels háks, þeg- ar Guðmundur ríki fór að honum og drap hann, kom Sig- urður Einarsson dósent, sem var mættur fyrir frambjóð- anda Alþýðuflokksins, Arngrím Kristjánsson, í forföllum hans, með upplýsmgax, sem vöktu stórkostlega athygli. Sigurður sagði að fyrirlO árum síðan, þegar verið var að ræða' hreytingamar, sem þá voru gerðar á kjördæma- skipuniimi og kosningafyrirkomulaginu, hefði Framsókn- arflokkurinn sjáifur verið reiðubuinn til þess að fallast á hlutfallskosn ingar í tyímennin gskj ördæmunum eða draga lokur frá hurðum dreifbýlisins, eins og hann kallaði það nú, þó að það hefði ekki verið á almenningsvitorði hingað tiL Hátiðahðld ipróttan á ntorgnn, 17. jáoí. .----■-.■ Safnast saman á Austurvelli kl. 2 en iþróttakeppnin hef st kl. 3 •— •-■-«►•• - T 1 ÁTÍÐAHÖLD íþróttamanna 17. júní verða með líku * * sniðí og verið hefir. Þá verður íþróttamót og taka þátt í því 40—50 manns frá 66 félögum. Aðgangur að hátíðahöldunum ag íþróttunum á íþróttavellin- um er ókeypis að þessu sinni, vegna 30 ára afmælis íþrótta- sambands íslands. Hins vegar verður merkjasala til ágóða fyrir íþróttastarfsemi í landinu. Að dansleikjunum um kvöldið verður %ins vegar seldur að- gangur. 17. júní hátíðahöldin hefjast M. 2 og safnast fólk þá á Aust- urvelli og lúðrasveit leikur. Kl. hálf þrjú hefst skrúðganga á í- þróttavöll, ganga íþróttamenn í íþróttabúningum í fararbroddi. Staðnæmist svo fylkingin við kirkjugarðinn og verður blóm- sveigur lagður á leiði Jóns for- seta, en Benedikt Sveinsson flytur ræðu, síðan verður þjóð- söngurinn sunginn. Þá verður haldið áfram á í- þróttavöllinn, og kl. 3 setur Benedikt G. Waage, forseti Í.S. í. íþróttamótið, sem hefst að lokinni ræðu hans. Keppendur verða frá sex fé- lögum: Þrjú þeirra í Reykja- vík, Ármann, KR.( ÍR., eitt úr Vestmeyjum, eitt í Hafnarfirði og eitt í Axarfirði. Keppt verð- ur í 100 metra hlaupi, 800 m., 5 km. hlaupi og 1000 m. boð- hlaupi. Þá fer fram kúlu- og kringluvarp, hástökk og lang- stökk. Þá verður háður hand- knattleikur kvenna úr Ármanni, K.R. og Í.R. og ef til-vill Hafn- arfirði eða Keflavík. Skemmti- atriði verða: — Kassahlaup stúlkna og pokahlaup pilta. — Forstöðumenn mótsins beina þeim vinsamlegu tilmælum til áhorfenda, að þeir haldi sér ut- an við girðinguna. Kl. 8.30 leikur lúðrasveitin aftur á Austurvelli og M. 8.45 verður útvarpað yfir Austurvöll ræðu, sem Davíð Stefánsson, skáíd, frá Fagraskógi, flytur í útvarpssai. — En að ræðunni loMnni leikur lúðrasveitin aft- ur íslenzk lög. Um kvöldið verða dansleiMr í Oddfellowhús inu og að Hótel Borg. Deila verkamann- anna eg „Eimskips“ er óútkljáð enn. DEILA verkamanna og Eim- skipafélagsins er óútkljáð enn þá og var ekkert gert í málinu í gær, að því er Alþýðu- blaðið hefir frétt. En tilskilið var af hálfu verkamannanna, þegar þeir tóku upp vinnu aftur á laugar- (Frh. á 7. siðu.) Þá hefði Sveinbjöm Högna- son barizt fyrir því í miðstjóm Framsóknarflokksins, að flokk- urinn féllist á hlutfallskosning'- ar í tvímenningskjördæmimum, en sjálfur hefði Sveinbjörn þá verið nýfallinn í einu tvímenn- mgskjördæminu og því talið það vænlegt fyrir sig, að breytt yrði um kosningafyrirkomulag í þeim. Nokkm síðar hefði Jónas Jónsson, sem þá var dómsmála- ráðherra fengið það saniþykkt í þingflokM Famsóknar, að Sjálf- stæðisflokknum skyldi gert til- boð um að teknar yrðu upp hlutfallskosningar í tvímenn- ingskjördæinunum. Hefði Jónas talið þetta nauðsynlegt til þess að bjarga ráðherradómi sínum, enda þótt að ekkert hefði orðið úr tilboðinu en Framsóknar- stjórninni var skömmu síðar steypt. Framsóknarmenn setti hljóða við þessar upplýsingar á fram- boðsfundinum á Hvammstanga á sunnudaginn. Yarð Skúla Guðmundssyni mjög svarafátt, sagði að honum væri ókunnugt um þetta mál, enda hefði hann ekki verið á þingi þá. Hins veg- ar Iét hann orð falla í þá átt, að hann myndi afla sér áreiðan- legrara upplýsinga um þetta og svara því við síðara tækifæri. Fundurinn á Hvammstanga vr fjörugur og vel sóttur, tölu-y vert á annað hundrað fundar- menn og var gerður góður róm- ur að máli Sigurðar Einarssonar, sem eins og áður er sagt var mættur þar fyrir hönd fram- bjóðenda Alþýðuflokksins Arn- gríms Kristjánssonar, sem var forfallaður. Framboðsfandir byrj aðir um land allt* Framboðsfundir voru haldn- ir víðsvegar um land um helg- (Frh. á 7. síðu.) Bandarfkjastiórn gef nr Landshókasafntnn ritverk iíeergs Vasbíngtons. fijofin verður afhent 17« jdní. Bandaríkjastjórnin ætlar að gefa Landsbóka- safni íslands öll ritverk fyrsta forseta síns, George Washing- tons, í tilefni af afmæli Jóns Sigurðssonar, forseta. Gjöfina afhendir Lincoln Mac Veagh, sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, dr. 'Guðmundi Finnbogasyni landsbókaverði. Athöfnin fer fram á lestrarsal Landsbókasafnsins kl. 11 f. h. 17. júm. Gjöfin er 30 bindi, hvert bindi er meira en 500 síður o ginni- heldur öll persónuleg og opin- ber skjöl, sem vitað er að fyrsti forseti Bandríkjanna hefir skrifað. Byrjað var að safna skrifum Georges Washingtons, eftir að þing Bandaríkjanna hafði gert sérstaka ályktun um það. Bókavörður þingsins hafði stjórn og yfirumsjón með söfn- un alls verksins. Eftir skipun Cordell Hulls, utanríkismálaráðherra ,var allt safnið sent Mac Viagh séndi- herra með þeirri ósk að han» afhenti Landshókasafninu það. „Það er séstaklega viðeigandi að þessar bækur skyldu einmitt koma til landsins nú, svo að hægt er að afhenda þær á af- mæli Jóns Sigurðssonar," sagði Mac Veagh sendih. í dag. „Jón Sigurðsson og George Washing- ton eru samtengdir á spjöldum sögunnar sem hugprúðir foringj ar þjóða sinna, þeir hafa helgað baráttu sína sjálfsákvörðunar- réftti þjóðanna, afem telst til frumréttinda mannkynsins. Ef til vill er það einnig viðeigandi að við frá Bandaríkjunum er- um þeirra ánægju aðnjótandi að taka þátt í hátíðahöldunum á afmæli Jóns Sigurðssonar á þessum alvarlegu tímum, þegar meginreglur þær, sem bæði hann og George Washington héldu fram, eru véfengdar af mönnum, sem vilja vera stjóm- endur fólksins en ekki þjónar þess.“ 'Eiiiii liður við afhendingar- athöfnina verður að María jMlarkan, sem nú starfari við hina heimsfrægu Metroplitan Ópem í New York, syngur nokkur lög, María Markan söng þessi lög á plötur í New York fyrir nokkrum vikum síðan. Rikisstjórnin selir vðrnbfla með sfeilsrðnm! Kaupendur shyld- aðir til að lána ríkinu bfilana ef með parf. RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út tilkynningu um skilyrði fyrir sölu á þeim vörubifreið- um, sem búið er að kaupa til landsins, en enn er ekki búið að flytja hingað. Mun kaup- endum þessara um 170 vöru- bifreiða þykja það skilyrði verst, að þeir séu skyldir til að afhenda ríkinu bifreiðarnar til starfa hjá því. Skrifstofustjórinn í fjármála- ráðuneytinu sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær, að ríkis- stjórnin hefði gefið út þessa tit- kynningu vegna fyrirsjáanlegra örðugleika á því að fá til lands- ins notheefar vörubifreiðar og ótta við það, a& framkvæmdir ríkisins kynnu að tefjast og jafn vel stöðvast vegna bifreiða- skorts. ■, Annars erp þessi nýju skil- yrði, sem ríkisstjórnin setur Bifreiðaeinkasölunni fýrir sölu bifreiðanna svohljóðandi: Kaupandi vörubifreiðarinnar skuldbindur sig til ársloka 1943 að selja ekki bifreiðina, nema með skriflegu samþykki Bifreiðaeinkasölu ríkisins. Til sama tíma hefir Bifreiðaeinka- salan forkaupsrétt að bifreið- inni fyrir verð, sem tveir óvil- hallir dómkvaddir menn meta. Endurkaupsverðið skal þó aldrei vera hærra en kaupverð bifreiðarinnar að frádreginni fyrningu og að viðbættu hæfi- legu endurgjaldi fyrir umbót- um, er kaupandi kann að hafa gert á henni. Til ársloka 1943 skuidbindur kaupandi sig til að afhenda rík- isstjórninni ,eða umboðsmahni hennar, hvenær, sem krafizt verður, með eins mánaðar fyrir- vara, hina keyptu bifreið til hvers konar starfa í þjónusftí ríkisins. Kaupandi skuldbindur sig til að láta fylgja bifreiðinni æfðan bifreiðarstjóra, er , hafi með höndum stjórn bifreiðar- innar. Fyrir þessi , störf skal kaupanda greitt umsamið kaup, sem þó má ekki vera hærra en ákveðið er í gjaldskrá vörubíl- stjóradeildar verkamannafélags ins „Dagsbrún.“ Brjóti kaupandi gegn framan- greindum skilyrðum, hefir selj- andi rétt til að taka bifreiðina í sína vörzlu með aðstoð fógeta, ef þarf. Verður bifréiðin þá eign seljanda, en greiða skaí kaupanda andvirði bifreiðar- innar, sem ákveðið skal á sama hátt og um getur hér að fram- an. Afhenda skal skráningar- stjóra bifreiða um leið og skrá- setning bifreiðanna fer fram, samrit af kaupsamningi og skal skrá í bifreiðaskrá athugasemd- ir um þær kvaðir, sem á henni hvíla.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.