Alþýðublaðið - 16.06.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.06.1942, Blaðsíða 6
6 ALfrVPUBLAOlO Mtklll viðbónaöur áendilðng nm Rússlandsvigstððvunum . ■».....—--- Sevastopol verst enn eftlr stððuga sókn i 11 daga. ! t' LONDON í gærkveldi. FREGNIR FRÁ RÚSSLANDI benda til þess, að á gervallri víglínunni sé undirbúningur gerður undir stórkostlegar hernaðaraðgerðir. Er búizt við því, að innan skamms muni Þjóð- verjar hefja sókn, sem sé meiri en það, sem þeir haja enn gert í vor. Öðru hvoru berast fréttir af áhlaupum, sem haldið er að sé byrjun á sókninni^ en enn er ekki ástæða til þess að ætla, að vorsóknin sé hafin. Þjóðverjar herða enn sóknina til Sevastopol, en Rússar verj- ast enn. Sóknin hefir nú staðið í 11 daga og Þjóðverjum hefir lítið miðað, enda eru hinar sterku og öflugu víggirðingar nálægt borinni. Fótgönguliðið tekur auginn þátt í bardögunum og það nýtur mikils stuðnings skriðdrekanna, stórskotaliðsins og flug- vélanna. Svartahafsfloti Rússa hefir komið Sevastopol til hjálpar og hafið skothríð á stöðvar Þjóðverja utan við borgina. Þýzkur herforingi hefir rætt^ um bardagana við Sevastopol i útvarpið í Berlín. Sagði hann, að þar væru hinar ákjósanleg- ustu aðstæður til varnar, hæð- Ótt landslag, sem gerði nákv. akothríð ómögulega. Hann sagði, að varnir Rússa, sérstaklega strandvarnabyssurnar, sem einnig geta skotið á land upp, séu hinar sterkustu. Tilkynningar Þjóðverja um bardagana á Kharkovvígstöðv- unum herma, að tilgangur Þjóð verja hafi verið að hrekja þær hersveitir Rússa, sem eftir voru á svæðinu norðan við borgina frá því er Timosjenko gerði sókn sína á dögunum. Segir ennfremur, að hersveitirnar hafi verið hraktar yfir ána Donetz og Þjóðverjar hafi einnig kom- izt yfir ána á eftir þeim. BREZKT HERLIÐ í NORÐUR- RÚSSLANDI? Þær fréttir hafa borizt frá Finnlandi, að Bretar hafi flutt herlið til Murmansk í Norður- Rússlandi. Sjálfir hafa Bretar kki sagt eitt orð, sem gæti bent í þá átt. Hins vegar getur hér auðveldlega verið um misskiln-' ing að ræðaþþar eð vafalaust er mikið af Bretum í Murmansk, vegna hinna stórkostlegu her- gagnaflutninga Breta þangað. Svíar hafa sagt frá því, að Þjóðverjar hafi misst margar flugvélar í loftárásum á skipa- lest Bandamanna undan strönd- um Norður-Skandinaviu. LENINGRAD. í gærkveldi bárust algerlega óstaðfestar fréttir um það, að Þjóðverjar hefðu hafið mikla sókn á Leningradvígstöðvunum. Segir, að rússneski Svartahafs- flotinn hafi aðstoðað við varn- ir borgarinnar með skothríð á stöðvar Þjóðverja. Dagnr BaDdamanna var á snnnudag. LIBYA . y Framh. af 3. $íðu. á Ítalíu sjálffi og á stöðvar , Þjóðverja á Krít og fyrir aftan 'víglínuna í Libyu. Hafa stáðir eins og Ileraklion á Krít, Tor- onto á Suður-Ítalíu orðið fvrir tK , , . hörðum arasum. 4 Hátiðahöld um Ö31 lönd Bandamanna. . i Washington, 15. júní. Q ÍÐASTLIÐINN sunnudag- ur var lialdiiih hátíðleg- ur sem daguf Bándamanna um gerhöll lönd þeirra. Fánar þeirra allra blöktu við hún jafnt í London og Washington sem Moskva og Chungking. — Roosevelt forseti hélt ræðu, sem útvarpað var um öll Bandarík- in, og. bauð hann tvö ríki vel- komin í hóp Bandamanna, —— Mexicó og Filippseyjar. í Lön- don og New Delhi voru hdldn- ar miklar hersýningar og vqtu hátt settir menn Bretlands og Indlands viðstaddir. í ræðu sinni las Roosevelt forseti upp bæn, sem hann sagði, að hefði verið samin fyr- ir þetta tækifæri. Hún er á þessa leið: „Guð hinna frjálsu manna, í dag beinum við hugum okkar að og hættum lífum okkar í baráttunni fyrir frelsi mann- kynsins. Veittu okkur sigur yf- ir harðstjóruhum, sem vilja hneppa frjálsa menn og þjóðir í þrældóm. Veittu okkur tryggð og skilning til þess að líta ávalt á alla þá, sem berjast fyrir frelsi, sem bræður okkur. Veittu okkur bræðralag, von og einingu, ekki aðeins meðan á þessu harða stríði stendur, heldur og á þeim tímum, sem koma eiga, þegar öll börn jarð- arinnar verða að sameinast. Jörðin okkar ‘ er aðeins lítill hnöttur í hinum mikla alheimi, en þó getum við gert hana ó- saurgaða af stríði, óhrjáða af hungri og ótta, ósundraða af heimskulégum skiptingum eftir kynflokkum eða hugsjónum. Veittu okkur hugrekki og framsýni til þess að hefja þeg- ar í dag sóknina að þessú marki, svo að börn okkar ög bárnabörn megi verða stolt af því, að mannkynið skyleti1 ÞriðjudagvLr 16. jání 194Z. Kínverjar hafa barizt lengst allra þeirra þjóða, sem berjast við árásarríkin. Nú hafa Japanir byrjað stórkostlega sókn til þess að hrekja þá úr Chekiang-fylki, en Kínverjar verjast af miklum vaskleik og berjast um.hvert fótmál, sem þeir hörfa. — Hér sjást kínverskir hermenn, búnir nýtízku hergögnum á gangi. vakna og anda þess fara fram. Veittu okkur vit og vitzku til þess að meta að verðleikum mikilleik mannsandans, sem þjáist og pínist svo mjög í bar- áttu að marki, sem er langt undan. Veittu okkur heiður til handa þeim, sem fallið hafa í baráttunni fyrir öryggi landa og þjóða. Veittu okkur samúð og með- aumkun með þeim, sem sviknir hafa verið og veittu okkur getu og kunnáttu til þess að hreinsa jörðina af kúgun og gömlu kenn ingunni, að hinn sterki eigi að gleypa hinn veika aðeins af því að hann er sterkari. Og ennfremur, framar öllu, öðru, veittu okkur bræðralag, sem ekki er aðeins í orðum, — heldur og í verkum og dáðum. Við erum öll börn jarðarinnar. Veittu oþkur þessa vitneskju Ef skórinn kreppir að bræðr- um okkar, skuli hann einnig kreppa að okkur. Ef bræður okkar svelta, skulum við einn- ig svelta. Ef þeir eru rændir frelsinu, er frelsi okkar ekki öruggt. Veittu okkur þá vissu, að all- ir menn skuli fá brauð og frið, að allir menn skuli njóta rétt- lætis, frelsis og öryggis, jafna möguleika, sömu tækifæri, til þess að gera sitt ítrasta, ekki aðeins fyrir sitt eigið land, — heldur og fyrir allan heiminn. Og í þeirri trú skulum við ganga inn í þann fagra heim, sem við getum skapað. Amen,“ TJÓN JAPANA Framh. af 3. síðu. flotadeilda, sem tóku þátt í við- ureigninni við Midway og í Kór- AÐ er alþekkt fyrirbæri að veiðiþjófar, sem eru í land helgi, breiði yfir nöfn og númer á skipum sínum. Það er einnig vitað, að einræðisríkin hafa látið mála yfir nöfn og einkenni skipa sinna, og í stað þess ein- kennt þau með nöfnum og þjóð- ernismerkjum hlutlausra ríkja. Stundum heppnast þessar að- ferðir um skeið, en venjulega eru sökudólgarnir að lokum staðnir að brotum sínum og fá þá makleg málagjöld. Kommúnistar kvarta undan því í blaði sínu, að flokkur þeirra sé ekki af andstæðingun- um nefndur löglegu nafni, „sam einingarflokkur alþýðu — socialistaflokkurinn.“ Engan skyldi þó undra, og allra sízt Brynj. Bjarnason og Einar Ol- geirsson, þó hið nýja nafn fest- ist ekki á flokki þeirra. Enginn veit það .betur en þeir sjálfir, að þeir og félagar þeirra hættu ekki að vera kommúnistar 1938, er þeir skírðu flokk sinn nýju nafni. Þeir hafa sjálfir lýst yfir, og alveg réttilega, að þeir geti ekki klætt sig úr kommúnism- anum eins og skyrtunni. Þeir sjálfir, og allir höfuð ráðamenn flokks þeirra eru hinir sömu trúuðu, tjóðruðu og kreddu- föstu kommúnistar nú í dág, eins og þeir voru fyrir 4 árum alhafi, er sagt, að líklega hafi 8 japönsk flugvélamóðurskip sokkið eða séu svo mikið lösk- uð, að þau muni fyrst um sinn vera óhæf til notkunar. Þetta virðist vera meir en helmingur flugvélamóðurskipa þeirra, sem vitað er, að Japanir eiga. Ýfirleitt voru þilförin á flestum flugvélamóðurskipun- um þakin flugvélum, og sýnir það, að flugvélatjón japanska flotans eru fleiri hundruð flug- vélar. í þessum tveim orustum urðu Japanir fyrir afskaplegu mann- íalli. Engar opinberar skýrsl- ur hafa kómið um það, hve rnargir hafi fallið í orustum, en óstaðfestar fregnir frá mönnum, sgm hafa tekið skýrslu af sjón- arvottum herma, að fimm þús- , und Japanir hafi farizt í Kóral- hafi, og meira en tíu þúsund l Og allir, sem til þekkja, vitá að Brýnjólfur Bjarnason stjómar flokki þeirra. Froðumælgi Ein- ars Olg. fær þar engu um breytt En vera má þó, að einfaldar sálir og ómenntaðar í stjómmál- um, eins og t. d. Sigfús Sigur- hjartarson, gerl sér þetta ékki fyllilega ljóst. En það raskar að engu staðreyndum málsins. Öllu má nafn gefa, ' óg einnig flokkum. íhaldsmenn í Austur- ríki kölluð sig eitt sinn „kristi- lega jafnaðarmenn.“ Allir vita að nazistar nefna sig „þjóð- ernis jafnaðarmenn.“ Þessi flokksheiti hafa þeir upp tekið, en enginn, sem til þekkir hefir skap í sér til þess að nefna þá þessum skírnarnöfnum þeirra. Þeir eru í venjulegu tali, og af andstæðingunum, nefndir það, sem þeir éru, en ekki það, er þeir hafa kosið að kalla sig, í áróðurs- og blekkingaskyni. Kommúnistar á ÍSlandi verða því að sætta sig við, að þeir séu; kallaðir réttu nafni, hvaðá heiti sem þeir hafa valið flokki sín- um. Alþýðuflokksmenn hafa ekkert við það að athúga, þó þeir séu kallaðir jafnaðárménn eða socialdemokratar, eða jafn-| vel kratar — þeir eru social- demokratar. ir réttu nafni. Þar þýðir ekkert að breiða yí'ir nafn og númer, né mála vinsæl nöfn í stað hins irétta heitis. Kommúnistar eru og verða altaf kommúnistar, hvaða heiti sem þeir velja flokki sínum. Annars minna aðfarir komm- únista í þessum efnum á sögtsna um karlinn og folaldið hans. Hann hafði átt góðan, vakran og skjóttan reiðhest, er hann varð að lóga. Hryssa, sem hann átti einnig, var í þann veginn að kasta. Karlinn hafði ákveðið að folaldið skyldi heita vakri Skjóni. Um þetta var kveðið: „Vakri Skjóni hann skal heita, honum mun ég nafnið veita, þó að meri það sé brún.“ Kommúnistar munu áreiðan- lega sánnfærast um það, að áður pn lýkur spyrja kjósendur ekki eftir nafninu einu, heldur miklu fremur um stefnur og starfsað- ferðir. Þá munu þeir komast að raun um það, að nafnið „vakri Skjóni“ dugar þeim lítið, þegar þeir fara að berja fótastokkinn á hinni brúnu, aflóga sovétmeri ' aXb. HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. Reykjavík, sem er verið að sýriá. Þegar ég kom að sýningargluggan- um, voru þar margir áhorfendur Létu margir í ljós ánægju síná yfir því, hvað húsameistaranum hefði tekist hér vel. Sögðust sumir aldrei hafa séð jafn fagra bygg- ingarhugmynd frá honum, og hefði honum þó stundum tekizt vel áður. Og ríkti þarna almennur fögnuður yfir kirkj uhugmynd- ,inni.“ „ÉG KOM SVO AFTUR aö glugganum nokkru síðar, og þá var komið þar annað fólk. Þá hafði þar aðallega einn maður orð- ið, og fann hann uppkastinu ýmis- legt til foráttu. T. d. ósamræmi í turni, kirkjuhúsinu sjélfu og hvelf- ingunni yfir kór. Þetta er sitt úr hverri áttinni, sagði maðurinn, og óþolandi að hafa kirkjuna þannig. Að þessu sinni létu fáir til sín heyra um uppkastið, en nokkrir voru þó samþykkir því, sem fram- : sögumaður sagði. Svona er nú oft umhleypingasamt víð þessa ' sýn- ingarglugga. Og væri líklega aldrfei hægt að sýna það í neinum glugga hér, sem allir væru ánægðir með:“ „KIRKJULÍKAN þetta þykir mér að flestu mjög fagurt, og hlakka ég til að sjá kirkjuna full- gerða á Skólavörðúhæðinni. — Sá staður hefir s.alltaf., þeðið eftir þessu guðshúsi. Hann hefir staðið af sér allar. tilraunir. til að setja þar nokkurt annað.þúSf því skulum ■ við ekki gieyma.“ Þetta segir M.G. síðan. Þar á er énginn munur. En samvizkan er hvorki gloð né góð' hjá þéhn möhnuní, ér ámast'við því að þeir séu riefnd-; látið lífið í Midwayorustunni. Breitt yíir aatn og flðmer.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.