Alþýðublaðið - 18.06.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.06.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. júní l942. sveitunum. Bílslys í Buffalo. Þannig var um að litast á vegi skammt frá Buffalo í Bandaríkjunum, er tveir bílar höfðu rekizt á. Annar bílstjórinn brann til dauða, en hinn slapp. — Gætið ykkar á vegunum! Athlilði á LandsbóKasafnlnu. Aróðnrinn fi Framh. af 4. síðu. spor meistarans. Varð hann líka klökkur vjð, er hann minntist á þýðingu dreifbýlisins fyrir land og þjóð. Hann sagði á þá leið, að hvar væri þéttbýlið statt á vegi, ef dreifbýlið hefði ekki alltaf látið því í té nýtt blóð og fær- ustu og beztu mennina, sem þjóðfél. ætti. Vitnaði hann í því sambandi til Hitlers og kenn- inga nazista í Þýzkalandi. Spurði hann t. d. að, hvar þjóðin væri stödd nú án Jóns Sigurðs- sonar. Og hver hefði gefið þjóð- inni Jón Sigurðsson, nema dreif- býlið (til skýringar bætti hann við: útkjálkasveitirnar áStrönd- um!). Nú getur að sjálfsögðu hver heilvita maður séð í gegn- um þenna vef blekkinga. í raun og veru er kjósendum í Dalas. gerð mest svívirðan með slíku tali. ÞÞa ðber vott um, að Her- mann Jónasson álíti þá svo treg- gáfaða, að það hafi þýðingu, að bera slíkt á borð fyrir þá. Hve- nær fæddist Jón Sigurðsson? Hvað voru þá margir íbúar í kaupstöðum og hvað margir í sveitum? Nú getur hver svarað sjálfum sér. Hvað ætli það séu margir þeirra manna, sem nú eru komnir yfir fertugt og fram- arlega standa með þjþðinni, eða jafnvel yngri, sem ekki eru fæddir í dreifbýlinu? Ég held, að það, sé meiri hlutinn og hann ekki lítill. Margt' mætti í þessu sambandi rifja upp af því, sem gerðist þarna vestra, en það yrði of langt mál, og enda eflaust sama sagan hjá þessum mönnum, hvar sem er í sveitum landsins. * Það er bjargföst sannfæring mín, að verði ekki nú þegar tek- in upp skelegg barátta gegn því þjóðhættulega starfi, þeim þjóð- hættulega áróðri, sem nú er rekinn í sveitum landsins, þá stéfni óðfluga í þann voða, sem þjóðinni hefir lengi orðið að fótakefli. Sú þjóð,, sem er sjálfri sér sundurþykk, ferst. Ef hinum áðurnefndu flokkum tekst að staðfesta það djúp, sem þeir hafa skapað milli sveita annars vegar og kaupstaða hins vegar, líður ekki á löngu áður en þau hjaðningavíg hefjast, þótt ekki verði með bitvopnum, sem munu ríða þjóðinni að fullu. Hér er verkefni fyrir æsku sveitanna og kaupstaðanna að leysa. Hún verður að taka ráð- in af hinum gömlu og koma nú þegar á þeim skilningi og sam- hug( sem ríkja verður milli allra hinna vinnandi stétta þjóðfé- lagsins, hvar sem þær eru á land inu að starfa sínum í þágu þjóð- heilla. Ef til vill á hið þjóð- hættulega starf, sem ég minntist á, aðalíega rót sína að rekja til eins „gamals manns“, sem þó einu sinni var ungur og skel- eggur baráttumaður fyrir heill og hamingju hinnar íslenzku þjóðar, en sem nú, vegna hræðslunnar um þverrandi völd og áhrif með þjóðinni, hefir ekki svifizt þess, að nota þau meðul tér og flokki sínum til fram- dráttar, sem geta steypt þjóð- inni í glötun. Þessar staðhæfing- ar mínar eru ekki út í loftið, heldur studdar af reynslu. Þurfa menn ekki annað, til þess að fá sannanir fyrir þeim, en að vera staddir á einum fundi í sveita- kjördæmi. Þá munu þeir líka finna og skilja nauðsynina á því, að hér verði breyting á. Þessari breytingu verður ekki á komið, nema með algerri hugarfars- breyting þeirra manna, sem í sveitinni búa og lagt hafa trún- að á þennan áróður. Sem betur fer, er þessi hugarfarsbreyting að gerast. Fátækir bændur og verkafólk til sveita er nú farið að sjá í gegn um þann vef blekk- inga, sem ofinn hefir verið í blöðum og á fundum hin síðari ár, til þess að ala á hatri gegn bæjunum og íbúum þeirra. Þeir eru farnir að sjá, að eðlismunur er enginn á milli hinna fátæku í sveit og í bæ. Hagsmunir þeirra hljóta að fara saman, og því er eina ráðið, að þessar stétt- ir, bændur og verkamenn, vinni saman, en ekki hvor gegn ann- arri. Með því einu móti er hægt að koma í veg fyrir þá sundr- ung, sem til hefir verið stofnað í íslenzku þjóðlífi, og sameina þjóðina aftur til sameiginlegra átaka gegn utanaðkomandi hættum. Þess vegna hrinda sveitirnar nú frá sér áhrifum „gamla mannsins“ í íslenzkum stjórnmálum og taka aftur upp samvinnu um vandamálin undir merki Alþýðuflokksins, sem einn allra flokka berst fyrir samhuga átökum alls hins vinh- andi fólks í landinu til bjargar þeim verðmætum, sem nú eru í hættu stödd. Og hið vinnandi fólk til sjávar og sveita getur eitt leyst vandamálin, því að þau verða aðeins leyst með Starfi og samtökum þeirra, sem allt eiga undir farsælli lausn þeira. ❖ Ég minntist á það, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði rofið stjórnarsamvinnuna vegna sér- hagsmuna sinna. Þetta er rétt. Hermann Jónasson upplýsti það á fundi þeim, sem áður getur, að það hefði verið eðlilegt, að Stefán Jóhann Stefánsson færi úr þjóðstjóninni, og það þó fyr hefði verið, vegna svika Sjálf- stæðisflokksins. Rakti hann sögu afsagnar þingmanns Norð- úr-ísafj arðarsýslu og skýrði frá samkomulagi því, sem varð milli flokkanna um þingmannslaus kjördæmi. Nú vita allir, að það var. ekki vegna þess sérstak- lega, að Alþýðuflokkurinn tók- ráðherra sinn úr stjórninni, heldur vegna setningar hinna ill ræmdu bráðabirgðalaga um gerðardóm. Þarna er nokkuð snöggur blettur fyrir á fyrrver- andi forsætisráðherra, enda vildi hann sem minnst um það mál ræða. Yfirlýsing Hermanns er að því leyti merkileg, að í flokksblaði hans, „Tímanum“ birtist fyrir örfáum dögum grein í'ramma á fyrstu síðu, sem hét: „Hver treystir loforðum þessa manns“ (endurtekið 16. þ. m. óbreytt) og var hatröm árás á fyrrverandi ráðherra Alþýðu- flokksins fyrir brottför hans úr þjóðstjórninni. Nú geta allir séð heilindin. Hvoru á að trúa, fyrr- verandi forsætisráðherra Fram- sóknarflokksins eða blaði hans? Frh. af 2. síðu. forseti Hins íslenzka bókmenta-' félags, sem 'mjög hefir stutt íslenzkar bókmenntir og menn- ingu. Hvortveggja þessara miklu manna hafði gjörtæk áhrif á þróun í landi sínu. Báðir voru þessir menn í senn miklir rithöfundar og stjórnspekingar. Hvortveggja miklar framtíðar- vonir um land sitt. Andi beggja var hreinn og beinn, andi dreng- skapar og ættjarðarástar. Þeir voru ,fulltrúar‘ (Representative Men“) í þeirri merkingu, sem Emerson yðar hefir skilgreint svo vel. Æfi þeirra minnir oss á hin spaklegu orð hans: „Sann- leiksást góðra manna viðheldur veröldinni; þeir gera jörðina heilnæma.“ Það er vert að geta þess, að andi feðra hins ameríkska lýð- veldis hafði vissulega áhrif á Jón Sigurðsson. Eitt af fyrstu ritstörfum hans var falleg þýð- ing og útgáfa á æfisögu Benja- míns Franklins. Sú bók hefir birzt í tveim útgáfum og verið geysilega vinsæl. Margir af merkismönnum vorum hafa tjáð sig í þakkarskuld við þá bók. Ástin á frelsi er grundvöllur hins mikla ameríkska lýðveldis yðar, og svo er og um hið litla íslenzka ríki. Allir þeir, sem alið hafa anda frelsisins og við- haldið honum, eru hetjur vorar. Og fyrstir og fremstir meðal þeirra eru þeir tveir menn, er vér minnumst og heiðrum sam- eiginlega í dag: George Wash- ington og Jón Sigurðsson. Vér mætumst og skiljum hverjir aðra í aðdáun á því, sm synir og dætur þjóða vorra hafa Svarið hlýtur að verða: Hvor- ugu er hægt að trúa, því að bæði eru svo flækt í vef sinna eigin ósanninda og blekkinga, að þau vita ekki lengur hvað er sannleikur og hvað lýgi. Gunnar Stefánsson. drengilega unnið. — Slíkt er bróðerni frjálsra þjóða.“ Prófessor Magnús Jónsson, kennslumálaráðherra byrjaði ræðu sína á því að segja, að íslendingar kynnu ekki sem bezt við sig í þessum heimi stríðs og blóðsúthellinga, en þeir hölluðu sér í þess stað að öðrum heimi: Heimi bókanna. Þá sagði hann, að viðskifti ís- lendinga og Bandaríkjamanna hefðu hingað til markazt alltof mikið af stríðinu, en, sagði hann, „þessi bókagjöf sýnir mér, að í ykkar augum (Ameríkum.) er land okkar ekki aðeins mikil- vægt af hernaðarlegum ástæð- um, .... heldur einnig heimili þjóðar, sem hefir, þótt smá sé, bæði rétt og vilja til þess að lifa sínu eigin menningarlífi, þjóð Sem dáist að sömu hugsjónum og hið volduga systurríki henn- ar í vestri“. Að lokum sagði Magnús Jónsson: „Góðar eru gjafirnar, en enn betri er vin- áttan“. Blaðafulltrúi ameríksku sendisveitarinnar las upp heilla- óskaskeyti, sem barst frá Mr. Archibald Mac Leish, bókaverði congressbókasafnsins í Washing ton, en það hefir sömu aðstöðu þar og landsbókasafnið hér. í skeytinu segir: „Okkur bókavörðum hefir hlotnazt sú hamingja að vera varðmenn einnar af dýrmætustu eigna menningarinnar, bókanna Að vera landsbókavörður ís- lands er sérstakur heiður, vegna þess, að engin þjóð hefir erft auðugri bókmenntir en íslend- ingar.“ Jarðarför Ólafs Bjarnasonar, Vitastíg 7 fer fram í dag. Hann var gamall Reykvíkingur, en er fæddur að Hraðastöðum í Mosfells- sveit 14. júlí 1865. Síðustu árin stundaði hann landvinnu hér í bænum. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. mismunað í skjóli hins flokkslega valds í þinginu. Hvorki hlutarsjó- mönnunum né smábátaútvegsmönn um mun þekkt, að landbúnaðurinn beri skarðan hlut frá borði, en þeir munu heldur ekki kunna því vel, að á rétti þeirra sé troðið, eins og þeir væru utangarðs í þjóðfé- laginu. Þeir hafa lengst af verið styrklitlir á löggjafarsamkomunni, og meðan svo er, geta þeir jafnan vænzt þess, að réttur þeirra verði borinn fyrir borð, hversu ótvíræður sem hann er.“ Vel ínættu smáútvegsmenn og hlutarsjómenn minnast þess við í hönd farandi kosningar hverj ir það voru, sém neituðu þannig að láta þá njóta sama réttar og bændur: Það voru Framsóknar- menn og Sjálfstæðismenn. Þeir voru þá orðnir ósáttir út af kjör- dæmamálinu. En í þessu máli voru þeir jafnhjartanlega sam- mála eins og áður. Eyðandi eldur heitir nýútkominn bæklingur um skaðsemi sóbaks, gefið út af Bind- indisámlanefnd ÍSÍ. í bæklinginum eru vitnisburðir ýmissa manna um skaðsemi tóbaks. Rjru það aðallega læknar, íþróttafrömuðir, skóla- mqnn og vísindamenn, sem rita þehnan bækling. HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. núna meðal annars um það, hvort viðhalda skúli þessum lögum eða ekki. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn heimta að lögin séu látin standa, en Alþýðu- flokkurinn krefst þess, að þau séu afnumin og svo eiga kjósendurnir að velja. Hannes á horninu. HEIIOSOLUBIRGÐIR ARNI JÓNSSON. HAfNARSTR.9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.