Alþýðublaðið - 18.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.06.1942, Blaðsíða 8
V ALK>?ÐUBLAÐ1Ð .......... pm Fimmtudagur 18. júní 1942». BOGI ÓLAFSSON mennta- skólakennari var að skila enskum stílum til nemenda sinna. í stíl einnar námsmeyjar- innar kvað Bogi vera nýyrði, og það hvergi nærri gott. Fórust honum svo orð um þetta fyrir- brigði: „Þér ættuð nú, góða mín, að læra fyrst þessi fáu orð, sem til eru í ensku. Þau eru eitthvað um 500 þúsund. Svo getið þér tekið dialektina, það eru fjög- ur bindi. Síðan allt slangið, það eru sex bindi, og svo getið þér farið að hnoða!“ * FÍLL slapp út úr búri í ír- landi. Hann labbaði inn í garðinn hjá prestssetri í næsta þorpi og tók að éta kál. Elda- buskan sá allt í einu að það dimmdi í eldhúsinu og ægilegt ferlíki skyggði á eldhússglugg- ann. Hún horfði á fílinn 'snöggv- ast og hljóp svo inn til prests- ins. „Ó, prestur minn!“ hrópaði hún. „Það er einhver voðalega stór skepna í garðinum. Mér er ómögulegt að lýsa henni. Dýrið rífur kálið upp með halanum, og — hér — hm — ég kem mér ekki að því að segja prestinum, hvar það lætur kálið!“ * EINN nemenda Boga Ólafs- sonar kom þegar liðinn var nærri því hálfur fyrsti tími. Hann var mjög syfjaður og sagði ekkert. Þá snéri kennar- inn sér að bekknum og sagði: „Eigum við ekki að biðja N. N. afsökunar á því, að við byrj- uðum áður en hann kom?“ * MISJAFNIR eru blinds manns bitar. * EINU SINNI,. þegar Richard Strauss stjórnaði Covent Garden hljómsveitinni, þótti honum hljómsveitarmennirnir ekki leika nógu fjörlega. Þegar komið var að einkar hröðum kafla tónverksins, sagði Strauss við hljómsveitina: „Þið leikið allir eins og enskir heiðursmenn. Gerið nú svo vel og leikið eins og villidýr!“ * VON er það, þótt vindur feyki visriu blaði. urðu, að ungfrú Pála hugsi? — Nei, nei, ekki strax, sagði hún. — Hvað ætlarðu að segja henni? Heldurðu að henni geðj- ist að mér? Hún reynir að fá þig til að hætta við mig. — Ó, ég er sannfærð um, að henni þykir vænt um þig. Og hvað gerir það til, þó að svo verði ekki? Þaö er ekki hún, sem á að giftast þér. — Hún getur farið aftur með þig í ferðalag, og þá sérðu ef til vill einhvern annan, sem þér lízt betur á. — En ég er tuttugu og eins árs á morgun. Veiztu það ekki, Eðvarð? Og þá verð ég mynd- ug. Ég fer ekki frá Blackstablé fyrr en ég er orðin konan þín. Þau gengu hægt heim að húsinu, en þangað hafði hann leitt hana, svo að hún yrði ekki of lengi úti. Þau leiddust, og Berta var hamingjusöm. Doktor Ramsay kemur til há- degisverðar á morgun, sagði hún. Ég ætla að segja þeim báðum, að ég ætli að giftast þér. — Ég er viss um, að honum geðjast ekki að þeim ráðahag, sagði hann ofurlítið feiminn. — Ég er sannfærð um, að hann hefir ekkert við það að at- huga. Ef okkur kemur saman, má okkur á sama standa um alla aðra. Þau voru nú komin að dyr- unum, og Berta sagði: — Ég býst við, að ég ætti nú að fara inn. En hún vonaði, að Eðvarð bæði hana að ganga ipeð sér um garðinn ofurlitla stund enn þá. — Já, gerðu það, sagði hann. — Ég er svo hræddur um, að þú kvefist. Það var fallegt af honum, að bera svo mikla umhyggju fyrir heilsu hennar, og auðvitað var það rétt af honum. Allt, sem hann sagði og gerði, var rétt. — Góða nótt, ástin mín, hvíslaði hún. Hún gat varla slitið sig frá honum, og þau kysstust lengi. — Góða nótt! Hún horfði á eftir honum, þangað til hann hvarf út í myrkrið. Þá lokaði hún hurð- inni á eftir sér. III. Meðal ungra og gamalla fylgir andvökunótt þungum harmi, og meðal gamalla manna veldur hamingja einnig truflun, en ungu fólki finnst hamingjan ekki nema eðlileg. Berta svaf draumlaust um nóttina, og þegar hún vaknaði, mundi hún ekki strax viðburðinn kvöldið áður. En skyndilega mundi hún eftir því, sem gerzt hafði, og hún teygði úr sér og andvarpaði af gleði. Hún gat naumast trú- að því, að heitasta ósk hennar skyldi hafa ræzt. Guð var henni góður og hafði látið ósk hennar rætast. Án orða þakkaði hún honum af hrærðu hjarta. Hún gat nú einskis óskað sér fram- ar. Hún var fullkomlega ham- ingjusöm. Ó, já, vissulega var guð henni góður! Berta hugsaði um þá tvo mánuði, sem hún hafði dvalið í Blackstable. Þegar mesta nýja- brumið var horfið af heimkom- unni, tóku, við hinir tilbreyting- arlausu dagar sveitalífsins. Hún eyddi deginum í að reika um engin, eða hún gekk niður að ströndinni og horfði út á hafið. Hún las mikið og þar eð hún hafði nægan tíma til umráða, vildi hún nota hann til þess að auka þekkingu sína. Hún eyddi oft löngum tíma í það að leita sér að bók inni í lestrarsalnum, en faðir hennar hafði safnað flestum bókunum, en það kom ekki oft fyrir, að Leysfjölskyld- an tók sér bók í hönd. Sú fjöl- skylda hafði aldrei lagt stund á bókmenntir, nema þegar hún var svo fátæk, að hún gat ekki veitt sér annan munað. Berta horfði á bókaheitin og lifði í huganum gamla tíma. Auk að- stoðarprestsins og systur hans, Dr. Ramsay, sem var leiðsögu- maður Bertu og fjárhaldsmaður hennar, og konu hans, um- gekkst hún engan. Einu sinni kom hún í heim- sókn til aðstoðarprestsins og þá vildi svo til, að Edvard Cradd- ock var þar á heimleið úr SB nýja bíö ■ Ekkja albrotamaunnins (That Certain Woman) tilkomumikil kvikmynd. Aðalhlutverkin íeika: Bette Davies Henry Fonda Anita Louise Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3 Kúrekinn frá Brooklyn hin bráðskemtilega mynd leikin af: Dick Powell, Priscilla Lane ■■■■■■■■^■■■BaaBBnBBH stuttU leyfi. Hún hafði þékkt hann fyrr á árum, faðir hans hafði verið einn af leiguliðum föður hennar, og hann hafði þá sömu jörð á leigu, en í átta ár höfðu þau ekki sézt, og nú ætl- aði Berta varla að þekkja hann. Þó geðjaðist henni vel að hon- um, og hún hafði gaman af því, þegar hann gekk til hennar og tók hana tali, og spurði, hvort S GAMLA BIÖ ■ Hann vildi eignast eiflinkonn. (They Knew What They Wanted) Amerísk kvikmynd. Carole Lombard Charles Laughton Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. —6V2. , Miljónamæringar í fangelsi. Börn fá ekki aðgang. hún myndi eftir sér. Hann sett- ist niður og hinn þægilegi óg viðkunnanlegi sveitailmur barst að vitum hennar. Hún gat ekki Botnað í því, hvernig á því stóð, að hjarta hennar fór að slá örar, en hún andaði að sér þessum ilmi, og augu hennar leiftruðu. Hann talaði og rödd hans lét í eyrurn hennar eins: og fegursta tónlist. Hann horfði HUMDURIWN HANS VILLA send Villa með honum í! Ráðugur hvolpur, finnst ykk- ur það ekki? Nú hafði búðarstúlkan lokið kaffidrykkjunni. Hún kom nú inn í búðina og fór að búa um leikföngin, sem senda átti. Síð- ast kom hún að örkinni hans Nóa. Hún tók.stórt umbúðapappírs- blað, því að örkin var stór. Húp vafði blaðinu vandlega utan um og batt síðan þétt utan um með snæri. - „Það eru meiri þyngslin á þessari örk,“ sagði stúlkan við sjálfa sig. „En það er reyndar við því að búast, þau eru ekki svo fá dýrin, sem í henni eru.“ Raunar var ekki nema eitt dýr í örkinni, en stúlkan vissi ekkert um það! Hvolpurinn kúrði sig niður í örkinni og þorði varla að draga'andann. Loks var böggullinn tilbúinn, enda var drepið á dyrnar rétt í sömu svifum. Stúlkan opnaði þær og sá, að þarna var sendi- sveinninn kominn. „Farðu fyrst með þessa send- ingu,“ sagði búðarstúlkan og fékk honum örkina hans Nóa. „Hún á að fara til hans Villa hérna suður í götunni. Farðu varlega með hana, því að þetta er örkin hans Nóa með öllumi dýrunum í.“ „Þetía er líka skrambi þung- ur baggi,“ sagði sendisveinninn. „Ég skal láta hana með varúð á hjólið mitt og svo skal ég af- henda hana fyrst, eins og þú biður um.“ Hann lagði nú af stað á hjól- inu sínu. Hvolpurinn í örkinni iðaði í skinninu af eftirvænt- ingu. Nú var hann loksins lagð- ur af stað til Villa. Hvað mundi, nú litli drengurinn segja þegar hann opnaði bögguliim? Sendisveinninn skilaði böggl- inum með heiðri og sóma á á- kvörðunarstaðinn, og örkin var látinn inn i! borðstofuna. Daníel MYNDflSSGfl NOT THIS TIME, BUD/ PUT tOJR HAMPS UP... WE'VE GOT YOU COVBQE D! . ffiBf SHE ™ sf WANT5 TO : f 5N00P ' ,AROUNP MY- > TRÓILERi rOOEB 5HE ■ 5U5PBCT 50METHING? ,PERHAPS X \ SHOULD... 1 / 50AP ANP VVATER. YE5, OP , C0UR5E. .. ' WHILE HE 1 TAKES CARE 0F| THAT, POP, I'LL Y LET YOU E5C0RT \ M£ TO YOUR FOliR-WHEELED MANSlON fora SOAPANV WATBRt ÚTOÚCH-UP! rvl THAT WAS NICE WORK, SON, 5URE YOU CAN BACK HER |SMr POWM ALONEf’ W------ Tóní: Getur þú ekki leyft mér að þvo mér um hendurnar inni í vagninum? Dr. Dumartin: Sápu og vatn? Auðvitað. (Skyldi hana gruna nokkuð?) Örn og Lillí eru lokuð inni í vagninum, þegar Tóní Blake kemur til sögunnar. Hún heimt- ar af Vilbur, að hann geri við bílinn, en hann er allur á nál- um. Tóní: Það var vel gert karl minn. Getur þú ekið vagninum niðxn- á veginn? Vilbur: J-já, auð-auðvitað, ungfrú. Rödd frá bílniun: Ekki í þetta skifti, karl minn, við höfum um- kringt þig. Upp með hendurnar! g) COíZCHt ANP LEE, IMPRISONED INTHE TCAILER, ARE TCYINS VESPERATEiy TO WORK OUT A mv T0 5I0NAL TONI WITHOUT endamgerimg her. /VIEAMWHILE, WILBUR HAS COMPLETED THE FIRST AID 0N HERCAR. <«AN4C. PO00IIÍ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.