Alþýðublaðið - 19.06.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.06.1942, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. júní 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ s Sprengjunum kastað... Flugstyrkur Bandamanna fer stöðugt vaxandi, og eru þúsundir flugmanna þjálfaðir í Ame- ríku. — Hér sést ameríksk æfingaflugvél í Texas, og átta sprengjur eru á leiðinni til jarðar. Hersveitir Ritchies hörfa frá E1 Adem og Sidi Rezegh Meginherinn hörfar austur til landamæranna, sterkt setulið skilið eftir í Tobruk. HERSVEITIR RITCHIES hafa hörfað úr E1 Adem og Sidi Rezegh. í gær var skýrt frá því, að Akroma væri fallin og er þá aðeins eftir hringur um Tobruk og veginn frá borginni austur á bóginn með fram ströndinn til Bardia. Þar sem hringurinn er næst Tobruk, er hann 27 km. frá henni. Það er að vestan, þar sem vélahersveitir sækja að borginni. Þýzkt stórskotalið hefir þegar hafið skothríð á Tobruk. Er búizt við, að Ritchie muni nú hörfa með aðalher sinn austur að landamærum Egyptalands, þar eð engar góð- ar varnarlínur eru fyrr en þar. Hann rriun sennilega skilja eftir sterkt setulið í Tobruk og reyna að leika aftur sama leikinn og síðasþ en hitt er vafasamt, að Rommel fari aftur framhjá borginni án þess að ná henni á sitt vald. Ef hann leggur áherslu á að ná Tobruk á sitt vald, gefur hann um leið Ritchie rúm til þess að endurskipuleggja her sinn og koma honum vel fyrir í varnalínunum á landamærunum. Rommel hefir, segja enskir | ar, og hins, að það er Bretum herfræðingar, haft sterkari her metnaðarmál að halda henni. en menn áttu von á í Libyu. ðanamenn Heydrichs laridnir — N og skotair. Svifu niður úr brezhum flug- vélum, segja Þjóðverjum. London í gærkveldi. AÐ var tilkynnt í útvarp- inu í Prag í gær, að bana- menn Heyderichs hef&u fundizt og verið skotnir svo að segja samstundis, er þeir voru hand- teknir. Höfðu þeir falið sig í kirkju í Prag og fann þýzka lög- reglan þá þar. Menn, sem sagt var, að hefðu aðstoðað þá, hafa verið teknir af lífi með þeim. Þá er sennilega lokið ein- hverjum verstu hryðjuverkum, sem saga seinni tíma getur um og einni grimmilegusíu blóð- hefnd, sem unnin hefir verið.En þessir atburðir munu ekki hindra hinar herteknu þjóðir í baráttu sinni gegn nazismanum, heldur mun baráttan magnast, þar til fullnaðarsigur er unn- inn á blóðhundum Evrópu. Þjóðverjar halda því fram, að banamenn Heyderichs hafi verið látnir svífa í fallhlíf til járðar úr brezkri flugvél. Segja þeir, að öll vopn þeirra hafi verið brezk. Þeir voru þó Téíck- ar. Tékkar í London halda því fram, að þessi fregn, sem Þjóð- verjar senda út, sé til þess að blekkja og láta það ekki sjást, að þeir gætu ekki handsamað banamennina. Hins vegar er 8. herinn heill og hefir ekki beðið skriðdreka- tjón, sem gæti alvarlega dregið út styrkleika hans. Vélaher- deildir Breta hafa verið á ferð- inni og gert margar árásir á hersveitir Þjóðverja. ' Brezku hersveitirnar eru að koma sér fyrir í varnarlínunum utan við Tobruk, sem þær hafa gert svo rammlegar í fyrri orr- ustum, að Þjóðverjar gátu ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, náð borginni á sitt vald. Það mun án efa verða dýrt spaug að ná borginni úr höndum þeirra, bæöi vegna þess, að vamir hennar eru afar sterk- Það, sem af er þessari sókn, Þjóðverja í Libyu, hefir brezki fíugherinn haft full yfirráð í lofti. Flugvélar Breta og Suð- ur-Afríkumanna hafa gert fjölda margar árásir á her- stöðvar Þjóðverja aftan við víglínurnar og orrustuflugvél- arnar hafa farið í mörg hundr- uð árásaferðh'f' 4 framstöðvar þeirra. Lengri árásir hafa einnig verið gerðar, allt til Neapel á Ítalíu. Allar líkur benda til þess, að aðstaðan sé nú svipuð og hún var í nóvember í haust. Varn- arlínur Egiptalands eru ósigr- aðar og það er staðreynd, að 8. herinn er sterkari en nokkru Churchill kominn London á miðnætti. ÞAÐ var tilkynnt frá Downing Street 10 rétt eftir mið- nætti í nótt, að Churchill væri kominn til Bandaríkj- anna. Með honum eru herforingjarnir Sir Alan Brook og Hastings Ismay. Um það bil samtímis voru blaðamenn kallaðir á fund einkaritara Rossevelts, í Hvíta húsinu Steven Early, og þar voru þeim fluttar þær fréttir, að Churchill sé kominn til Ameríku til þess að ræða við forsetann um stríðið, fram kvæmdir í stríðinu og sigur í stríðinu. Munu þeir án efa ræða um allar hliðar baráttunnar, allt ^rá sjálfum bardögunum til framleiðslu og flutninga. Frétt þess var birt klukkan hálf þrjú samkvæmt Lund- únatíma og fá því Englendingar ekki fréttina fyrr en með morgunkaffinu, en síðustu kvöldútgáfur ameríkublaðanna hafa án efa náð fréttinni. Þjóðverlar hafa feafbðtastoðvar á Snðar-Spáni. Washington, 18. júní. ANDARÍKJASTJÓRN hef- ir fengið áreiðanlegar upp- lýsingar um það, að Spánverjar hafi látið Þjóðverja hafa kaf- bátastöð á Suður-Spáni. Cordell Hull, utanríkisráðh. Bandaríkjanna hefir skýrt frá þéssu. Gerir þetta þýzkum kaf- bátum miklu auðveldara að starfa í Suður-Atlantshafi, þar sem þeir hafa verið undanfarið og gert hið mesta tjón. Nýtt Lexington. Washington, 18. júní. $TT flugvélamóðurskip, sem verið er að byggja, verður skýrt Lexington, eftir ameríkska flugvélamóðurskip- inu, sem var sökkt í orustunni í Kóralhafi. Skipasmiðir, sem vinna að smíði skipsins, óskuðu þess, að nafninu yrði breytt í Lexing- ton. Skipið, sem á að hljóta nafnið, átti upphaflega að heita Cabot. Það mun hafa 100 flug- vélar og er það meira en hið gamla Lexington hafði. Ógnaröldin er að aukast í Pól- landi. Hinn 8. júní voru 15 menn, þar af margar konur, — hengdir 1 borginni Posen í Vest- ur-Póllandi. Voru þeir sakaðir um að hafa dreift út áróðurs- miðum fyrir Bandamenn. Fyrir nokkru voru teknir fastir 10 000 fyrrverandi liðs- foringjar úr pólska hernum og settir í fangabúðir. sinni fyrr. Herir Öxulríkjanna hafa tvisvar áður verið við landamæri Egiptalands, meira að segja innan við þau. En þeir hafa aldrei komizt langt inn í landið, aldrei austur fyrir x Sidi Barrani. Aukin hjálp til Rússa, segir Molotov. _____ -i ■ ■* LONDON í gærkveldi. Sovétþingið hefir komið saman í Moskva og hefir Mola- tov gefið þvf skýrslu um ferð sfína til Englands og Banda- ríkjanna. Hefir þingið sam- þykkt stefnu stjórnarinnar og lagt blessun sína yfir samning- inn, sem Molotov gerði við Breta og Rússa. Molotov lýsti því yfir að hjálp Bandaríkjamanna og Breta til Rússa hefði aukizt, en ekki minnkað, eins og sumir álíta vegna þess, hvesu miklar árásir Þjóðverjar hafa gert á skipalestirnar í Norður-Atlands hafi. Molotov skýrði frá því, að hjálp Bandaríkjamanna mundi nema 2 000 000 000 sterlings- punda þetta ár. Sevastopolyerstenn, en ðstandið er alvar legt fyrir Rússa. London í gærkveldi. EVASTOPOL verst enn, — en ástandið versnar fyrir Rússum með hverjum deginum, sem líður, og sókn Þjóðverja harðnar. Beita þeir nær öllu, sem þeir eiga á að skipa, enda er það ætlun þeirra, að ná borg- inni, hvað sem það kostar. Rússar tilkynna, að þeir hafi hrundið öllum áhlaupum á borg- ina. Hafa þeir fengið liðsauka og vistir sent til hennar með hraðskreiðum bátum og Svarta- hafsflotinn hefir sett á land lið í nágrenni við borgina, senni- lega til þess að létta áhlaupin, ef mögulegt væri. Þjóðverjar segja, að þeir nálg- ist borgina stöðugt og hafi átt sér stað harðir bardagar í allt að 3ja km. nálægð við hlið borgarinnar. — Návígisorustur orustur hafa farið fram á mörgum stöðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.