Alþýðublaðið - 20.06.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1942, Blaðsíða 3
laTisrarðajíur 20. júní"'1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 SæSa um Island og Jón Slgnrðsson í amerikska Dióðverjar nálg- ast Sevastopol stoðngt. þlnginu 17« Jóni Pepper, ðldungadeildar- þingmaður, flutti hana. Segjast veira 1 km. frá flotastöðinni. London í gærkveldi. ÞJÓÐVERJAR segjast nú hafa brotizt gegnum víg- girðingu Rússa að norðan á Se- vastopolvígstöðvunum og kom- izt þar allt að ánni Balaklava, en handan við þá á, aðeins 1600 metra í burtu ,er aðalflotahöfn- in. Tilkynningar Rússa tala um <að áhlaupum hafi verið hrund- ið og mannfall Þjóðverja sé mikið. Segja þeir, að tvær heil- ar hersveitir af þrem, sem taka þátt í árásinni á borgina, hafi verið strádrepnar. Stórskotalið Þjóðverja hefir sig mjög í frammi við borgina. Heldur það uppi stöðugri skot hríð á hana og býr þannig í hag inn fyrir fótgönguliðið, sem á eftir kemur. Gort lávarður, sem nú er landsstjóri á Malta, hefir sent heillaóskaskeyti til Sevastopol og lýsir hann þar aðdáun sinni á vörn borgarinnar. Þjóðverjar tilkynna, að Rúss- ar hafi gert allmikil áhlaup á miðvígstöðvunum, skammt frá Smolensk. Tnndnrspilli sðkkt: Skaot niðnr fjórar flogv lar. London, í gær. Tundurspillinum ;,Wildswan“ hefir verið sökkt eftir orrustii, sem hann átti við 12 þýzkar flugvélar. Þjóðverjar voru þó ekki alveg einir um leikinn, því tundur- spillirinn skaut niður fjórar af flugvélunum og sennilega tvær þar að auki. Skammt frá brezka skipinu voru, þegar flugvélarnar komu í ljós, nokkrir spánskir togarar. Var þrem þeirra sökkt og tund- urspillirinn laskaður í orrust- unni, en þá vildi svo til, að einn af togurunum rakst á tundurspillinn og sökk. Skömmu síðar sökk tundur- spillirinn einnig. Flestum af áhöfninni var jargað. Gestapo hefir látið fara fram f jöldarefsingar í bæjunum Aren dal, Skien og Namsos, vegna mótmælagangna, sem þar voru farnar fyrir skömmu. Hafa margar hefndarráðstafanir ver- ið gerðar gegn borgurunum, — þekktir menn ofsóttir, kvik- myndahúsum lokað, bönnuð sala á áfengi o. s. frv. CLAUDE PEPPER, sem er fulltrúi Florida í öldunga- deild ameríkska þingsins, hélt 17. júní ræðu í öld- ungadeildinni, þar sem hann lauk lofsorði á ísland og Jón Sigurðsson, Pepper er einn af áköfustu fylgismönnum Roosevelts og meðlimúr í utanríkismálanefnd öldunga- deildarinnar. Sagði hann, að Bandaríkin væru ákveðin í því að láta ekki ríkið, sem Jón Sigurðsson vann að því að mynda, verða fótum troðið af Hitler. Pepper fórust orð á þessa leið: „í dag er fæðingardagur hins mikla íslenzka stjórnmála- og menntamanns, Jóns Sigurðsson- ar. Hann reyndi meir en nokk- ur annar, að vinna íslandi fullt frelsi. Það munar einnig litlu, að í dag sé annað afmæli,“ hélt Pepper áfram, „það var fyrir rúmu ári síðan, að íslenzka stjórnin og Roosevelt forseti komu sér saman um að amer- íkskur her skyldi sendur til ís- lands landinu til verndar. Við Ameríkumenn ættum nú í dag einnig að minnast og vera þakklátir fyrir þau orð, sem sendiherra íslands hér vestra, Thor Thors, sagði fyrir nokkru, er hann mælti: Sam- komulag þetta var fyrsti sigur Amerikumanna í stríðinu.“ Öldungaráðsmaðurinn hélt áfram: „ísland hefir mikla hernaðarlega þýðingu, þar sem það liggur milli tveggja heims- álfa, og það er ein mikilsverð- asta bækistöðin í Atlantshafi. Við getum þakkað herstöðvum okkar á íslandi fyrir það, að miklu leyti, hversu vel Banda- mönnum hefir tekizt að flytja birgðir yfir Atlantshafið til Englands og Rússlands. En samkomulagið fyrir ári síðan var meira en hernaðarleg- ur sigur. Það sýnir aukna vin- áttu milli okkar lýðveldis og þess, sem Jón Sigurðsson stuðl- aði að, að kæmist á fót. Bæði löndin hafa sameiginlega ást á frelsi og virðingu fyrir réttlátu stjórnarfari, en það var grund- völlurinn fyrir samkomulag- inu. íslenzka stjórnin og þjóðin vita, að Bandaríkin og banda- menn þeirra berjast fyrir sams- konar heimi og Jón Sigurðsson barðizt fyrir. Jón Sigurðsson gerði Reykjavík ekki aðeins að höfuðborg íslands, heldur og að aðalmenntasetri landsins. Nú aðstoðar land hans Banda- menn ekki aðeins í því að verða pólitíkst bandalag, heldur og menningarlegri breiðfylkingu gegn grimmd og árásum. Þótt íslendingar væru ein- angraðir landfræðilega, fylgd- ust þeir nákvæmlega með því, er Hitler óð yfir hvert smáríkið í Evrópu á fætur öðru. Sérstak- lega hryggðust þeir yfir því, er hjarðir nazista óðu yfir Dan- mörku og Noreg, drápu þar, rændu og eyðilögðu. Islendingar gerðu ekki þá al- varlegu skyssu, að ímynda sér, að þeir gætu einangrað sig frá heiminum, þar sem herskarar hins illa höfðu sameinazt gegn herjum hins góða. Stjórnmála- menn íslands skildu það, eins og Jón Sigurðsson, að þeir gátu ekki borið kápuna á báð- um öxium. Þess vegna eru í dag sam- kvæmt boði íslenzku stjórnar- innar þúsundir ameríkskra her- manna í þessu norðlæga lýð- veldi, íslandi, að vernda Vest- urheim og gæta þess, að birgðir komizt heilu og höldnu til hinna rússnesku og brezku banda- manna okkar.“ Pepper, öldungadeildarþing- maður, hélt áfram: „Við vitum það í dag, að hefðii þeþr ekki verið þar, hefði Hitler sent þangað þýzka her- menn, án þess að gera samning við íslenzku stjórnina. Og hann hefði, eins og alls staðar annars staðar, þar sem hann ræður ríkjum, svipt menn frelsinu; — harðstjórn nazista hefði verið þvingað á enn eina frjálsa þjóð, en hlutskipti íslands hefði orðið hungursneyð. ísland var í raun og veru eitt fyrsta landið, sem veitti naz. mótstöðu. Þegar Hitler bað um flugstöðvar í landinu 1938, sögðu íslendingar nei. Hitler sagðist vilja fá þessa flugvelli sem stöðvar á flug- leiðinni til Ameríku og í vís- indalegum tilgangi, en ís- lendingar vissu, hvernig í öllu lá. í dag geta íslending- ar verið fegnir því, að leið- togar þeirra sáu fyrir hætt- una, sem stóð af nazistum, og vísuðu henni á bug. Það, sem Jón Sigurðsson byggði upp, má aldrei lenda í hinum blóð- ugu höndum Hitlers. í dag halda íslendingar há- tíðlegan afmælisdag Jóns Sig- urðssonar, og ég veit, að Ame- ríkumenn sameinast þeim í minningu hans. Megi starf hans verða þeim leiðarljós, er við stefnum saman að heimi réttlætis, friðar og öryggis, sem koma á að loknu þessu stríði við hin illu öfl.“ Þar sem ræðan var flutt er Capitol, þinghúsið í Washington, þar sem ræðan var flutt 17. júní. Tébruk umsetin afi 5>|óð ver|um, Gambut fallin. Hrefar koma sér fyrir í Yiggiré- IitgiaiMiiM á laaidaif&æriiBaims. |~1 JÓÐVERJAR hafa nú náð til strandar austan við ^ Tobruk í Libyu, og er borgin því öðru sinni umsetin. Enn hafa engin áhlaup verið gerð, sem bersýnilegt er, að beint sé gegn Tobruk sjálfri, en þeirra er vænzt innan skamms, þar eð það er vitað, að Rommel mun ekki vilja hafa Töbruk varða af sterku setuliði eins og spjót í síðu sinni ,er hann hefur sókn sína gegn Egyptalandi. Gambut er á valdi Þjóðverja, en allharðir bardagar hafa átt sér stað í nágrenni við borgina. Þá hafa Bretar enn Bardia, Capuzzovígi og Hellfireskarð innan við landamæri Libyu og er það talið miklum mun betra en aðstaða þeirra var í nóvember, er þeir urðu að eyða miklum tíma og krafti í að ná þessum stöðum á sitt váld, sérstaklega Hellfireskarði, sem ekki gafst upp, fyrr en það hafði verið svelt inni í langan tíma. Brezkar hersveitir hafa kom- ið sér fyrir í víggirðingunum á landamærunum, en Þjóðverj ar hafa enn ekki komizt að þeim. Má sennilega búast við stuttu hléi, því að Þjóðverjar þurfa vafalaust að endurskipu- leggja her sinn áður en þeir leggja til atlögu á víglínuna meðfram landamærunum. Þessi úrslit í skriðdreka- orrustunum sunnan við Tobruk hafa orðið Bretum allmikil vonbrigði. Þó benda þeir á, að þar syðra sé enn ekki öllu lokið, öðru nær. Rommel eigi eftir að brjótast í gegnum sterkustu varnarlínur Egyptalands, sem hersveitir möndulveldanna hafa j tvívegis komizt að, en aldrei I í gegnum. Blóðngar óeirðir í Norðnr-Noregi. BLÓÐTJGAR óeirðir hafa orðið í Rissa og Selbue í Norður-Þrændalögum í Noregi. ’ Réðist hin svonefnda „hirð“ Quislings á borgara undir því yfirskyni, að fólkið hefði haft í frammi óvinsamlegar aðgerð- ir gegn quislingunum í þessum bæjum. j Sagt er í Noregi, að komið hafi til blóðugra bardaga og hafi margir norskir föðurlands- vinir verið skotnir í bardögun- nm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.