Alþýðublaðið - 20.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.06.1942, Blaðsíða 8
/5* jlíDI júní 1342, HEKLA ÓG HELVÍTI EKLA var mikið undrafjall í augum forfeðra vorra, og trúðu margir, að þar væri ýmislegt óhreint. Svo segir t. d. í Flateyjarannal um Heklugosið 1341: — „menn fóru til fjallsins, þar sem uppvarpið var, ok heyrðist þeim sem bjargi stóru væri kastat innan um fjallit. Þeim sýndist fuglar fljúga í eldinum, bæði smáir ok stórir ok með ýmsum látum; hugðu menn vera sálir.“ Caspar Peucerus, dáinn 1602, segir svo frá: „Á íslandi er fjallið Hekla, þar er ógurleg gjá eða öllu fremur vítisgjá, þar kveður við af eymdarlegu og grátlegu veini, svo raddir hinna kveinandi heyrast rúma mílu allt í kring. Kringum þessa gjá fljúga hópar af kol- svörtum hröfnum og gömmum og ætla íbúarnir, að þeir verpi þar. . . . Alþýða manna er sann- færð um, að þar sé niðurgangur til helvítis, því þeir vita það af langri reynslu, að ef orrustur eru háðar einhvers staðar í heiminum eða þegar blóðug víg eru framin, þá heyrist þar óg- urlegur hávaði, óp og ýlfran.“ * I RITI, sem út kom í Strass- borg 1532, eftir Jakob nokkurn Ziegler, var stutt lýs- ing á íslandi. Þar stóð meðal annars, að þar sem sléttlendi væri á Islandi væru hagarnir svo kjarngóðir, að menn verði stundum að reka fé sitt þaðan, svo að það kafni ekki af offitu. * SVÍAR eru manna kurteisast- ir. Einu sinni var Svíi á götu í Kaupmannahöfn. Kom þá á móti honum danskur prófess- or, sem labbaði um götuna með hendur fyrir aftan bak og í mjög þungum þönkum. Svían- um fannst hann kannast við þenna mann og hélt, að hann væri sænskur. Hann vatt sér því að prófessornum og sagði hæversklega: „Fyrirgefið þér, þér eruð víst ekki sænskur?“ „Það veit ég vel,“ svaraði prófessorinn og gekk rólegur ieiðar sinnar. málið útkljáð. Ungfrú Pála fyrirleit alla, sem létu í ljós tilfinningar sín- ar. Jólin, þegar ætlast er til að allir fallist í faðma og láti í ljós viðkvæmar tilfinningar, ollu henni jafnan svo miklum leið- indum, að hún var vön að fela sig jafnan um það leyti í ein- hverri stórborginni á megin- landinu, þar sem hún þekkti engan mann og' gat því sloppið við öll faðmlög. Jafnvel á sumrin gat hún ekki séð jóla- trésgrein, án þess að hrollur færi um hana af viðbjóði. Hún sá þá í huganum jólaskreyting- una í einhverju millistéttarhús- inu og gamla menn vera að kyssa ættingja sína. Henni þótti vænt um að Berta hafði enga löngun til slíks hégóma. En öðru máli var að gegna um fjárreiðumann hennar, Dr. Ramsay. Hann var mjög form- fastur og kreddurækinn. Hann krafðist þess að fá að óska Bertu heilla á afmælisdegi hennar. Berta kom ofan, þegar ungfrú Pála var að borða morg- unverð sinn. Pála var dálítið taugaóstyrk. Henni leiddist að þurfa að tala um afmælið. — Það er ein bót að því að vera kvenmaður, sagði hún við sjálfa sig. — Þegar þær eru orðnar yfir tuttugu og fimm ára,, hætta þær að gera veður út af afmælinu sínu. En karl- mennirnir eru svo hrifnir af því að hafa skriðið inn í þessa veröld, að þeir geta ekki neitað sér um einhverja viðhöfn á fæðingardegi sínum. Og þeir eru meira að segja svo heimsk- ir, að þeir álíta, að aðrir^ hafi einhvern áhuga á því líka. Berta kom inn í herbergið og kyssti hana. — Góðan dag, vina mín, sagði ungfrú Ley um leið og hún hellti kaffi í bolla frænku sinn- ar og bætti svo við: — Okkar ágæti eldameistari hefir gert mjólkina sanga í virðingarskyni við húsmóðurina. Ég vona að þú haldir ekki upp á daginn með því að verða drukkin fyrir kvöldið. — Ég vona, að Dr. Ramsay verði ekki of hátíðlegur, svar- aði Berta, sem vissi, hvað frænkunni bjó í brjósti. — Ó, vina mín, það fer hroll- ur um mig þegar mér detta í hug heimskulætin hans. Hann er ágætur náungi og sennilega hvorki heimskari né fáfróðari en almennt gerist, en hann er alltof smeðjulegur. Ró Bertu var ekkert annað en uppgerð. í raun og veru voru hugsanir hennar á ringulreið og hjartað sló ákaft. Hún ætlaði að gera þennan afmælisdag sem áhrifamestan og eftirminnileg- astan og sýna það, að þegar henni væru fengin öll völd í hendur yfir eigum sínum, hefði hún ákveðið, hver ætti að setj- ast við hlið hennar og ráða ríkjum með henni. Hún.- vissi, að sér myndi veitast erfitt að skýra Pálu frænku frá þessari ráðabreytni sinni. Það var auð- veldara að eiga við Dr. Ram- say, hann lét alltaf fjölina fljóta. Berta sendi Craddock bréfmiða og bað hann að koma klukkan þrjú, en þá ætlaði hún að kynna hann sem tilvonandi húsbónda Ley-heimilisins. Dr. Ramsay kom og lét þegar móðan mása. Hann óskaði Bertu hjartanlega til hamingju með afmælið, en Pála frænka snéri sér undan á meðan. Hann var stór maður, herðabreiður með mikið hár, sem nú var of- urlítið farið að grána. Hann var rjóður ■ í kinnum og fremur gamaldags. Að lokinni máltíð gengu þau inn í dagstofuna og Dr. Ramsay fór að segja Bertu frá eignum hennar, hvernig hver leiguliði sæti sína jörð og ræddi lengi um, að erfitt væri að innheimta landsskuldirnar. — Og hvað eruð þér nú að hugsa um að gera? spurði hann. Þetta var tækifærið, sem Berta hafði beðið eftir. — Ég er að hugsa um að gifta mig. Dr. Ramsay opnaði munninn, hallaði höfðinu aftur á bak og skellihló. — Það var ágæt hugmynd, sagði hann. S NÝJA BIÓ 9 Ekkja afbretaiDaBBDins (That Certain Woman) tilkomumikil kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: Bette Davies Henry Fonda Anita Louise Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BfÓ IH9 Hann vilði eignast eioinbonn. (They Rnew What Théy Wanted) Amerísk kvikmynd. Carole Lombard Charles Laughton Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3V2—6V2.. Miljónamæringar í fangelsi. Börn fá ekki aðgang. Pála frænka horfði á hann og hleypti brúnum. — Þær eru ekki lengi að hugsa sig um, stúlkurnar nú á dögum, sagði hann. — Þegar ég var ungur, hefðu stúlkurnar roðnað, ef þær hefðu sagt frá þessu. — Þvættingur, sagði Pála frænka. Berta horfði á Dr. Ramsay og reyndi að bæla niður brosið, sem læddist fram á varir henn- ar, en ungfrú Pála tók eftir svip hennar. — Svo að þú hefir í hyggju að giftast, Berta? sagði doktor- inn hlæjandi. — Já, svaraði hún. — Hvenær? spurði ungfrú Pála, sem var nú farið að renna HDHDURINN HANS VILLA Villi leit með velþóknun á allar þessar gjafir, — en hlustið þið nú á, -— hvolpurinn gat ekki á sér setið lengur, hann lyfti lokinu á örkinni upp með trýn- inu! Fyrst kom litla, svarta trýnið í ljós, en síðan allur hausinn, og svo rak hann upp glaðlegt gelt, sem átti að þýða: „Beztu afmælisóskir, Villi minn!“ Þið hefðuð bara átt að sjá framan í hann Villa! Hann var svo glaður og undrandi, að hann kom engu orði upp! Hvolpur í örkinni hans, — hvolpurinn hans, — hvílík dæmalaus, óvænt og dásamleg afmælisgjöf! „Ó, ó, ó!“ hrópaði drengur- inn loks. Hann tók hvolpinn upp úr örkinni og dansaði með hann í fanginu um gólfið. „Elsku litli hvolpurinn minn! Lifandi hundur til að leika sér við! Ó, þetta var lang-lang-lang- bezta gjöfin!“ Mamma hans og pabbi og frændi voru alveg eins forviða og hann. Engum hafði dottið í hug, að í örkinni væri neitt ann- að en dýr úr tré. Hvernig í ósköpunum stóð á því, að hvolpurinn var þarna? „Ó, Daníel frændi!“ hrpóaði Villi og hljóp til hans og rak honum rembingskoss. „Ó, Dan- íel frændi! Þú ert bezti frændi í heimi af því þú gafst mér hvolpinn! Þú gafst mér hann eftir allt saman! Ég vildi held- ur ekki örkina! Mig langaði til að fá hvolpinn, — en ég hélt þú hefðir keypt örkina með öll- um trédýrunum. Mér datt sízt í hug, að þú myndir segja búð- arstúlkunni að setja hvolpinn ofan í örkina til þess að koma mér á óvart!“ „Jæja, Villi minn,“ sagði Daníel frændi heldur seinlega. „Ég skil þetta ekki. Ég keypti örkina með öllum trédýrunum. Ég keypti ekki hvolpinn. Ég skil ' .W/5 /5 "THE 5EC0NP FLME/NA W5EK TO VANŒH WH/L5 FL'/ING THF0U6H APFWZENTLy CL5AR5KJES /NTHE /A0UNTAIN0U5 TFAPOí AREA' /T /5 P5L/EV5D' THAT... »■*' &W/1H /tfö kjghtneak HE 8EhET‘$ LI5TEN/ Ihaveh COMEA \j ALL R/GHT/ THOUEANP M/LES INTO UWERE'E NO Ní£P THEMOUNTA/NS ONL? \'ÍO0UKefA 70 HAVETHE STUP/PITlEiX 21000 S&SEU OF C/V/L/ZAT/ON FOLLOWi ME?/ EHUr, •5HUT /TOFF/ lyv Útvarpið: — Þetta er önnur flugvélin, sem hverfur í ágætis veðri í Pradosfjöllum. ... Dt. Dumartin: — Sagði ég þér ekki að skrúfa fyrir þetta útvarp!! Tóní: — Heyrðu! Það er hérna rétt hjá! Dr. Dumartin: — Fór ég mörg þúsund kílómetra upp í fjöll til þess að láta asnaskap menningarinnar elta mig?!! fso GRAWPOP’S 60TA WIOLENf TEMPER A6 WEU- A5 A REAPy 6UN/ -fONI, my girl.this is your CUE FOR A SPEEPy ‘-^-jExnv^ f4i Tóní: Jæja, þá, þú þarft ekki að stökkva upp á nef þér út af engu! Tóní (hugsar): — KarKausk- urinn er uppstökkur eins og ljón, og svo hefir hann skamm- byssu! Tóní litla, þú ættir að hypja þig héðan sem fyrst! Tóní: — Sjáðu til, Vilbur, ég pkal hjálpa þér. Ef ég tefst lengur, sendir Martinelli her- foringi sveit til að leita að mér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.