Alþýðublaðið - 21.06.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.06.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 21. júní 1942. (UþijðttbUfttó Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Bitstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð i lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Rógur og stað- reyndir. ÞAÐ skeði fyrir aðeins fá- einum dögum, að eftirfar- andi samtal fór fram á vinnu- stað við höfnina í Reykjavík: Ein af rógtimgum kommún- ista var að hella sér yfir Stefán Jóhann Stefánsson, formann Al- þýðuflokksins, við vinnufélaga sína og sagði meðal annars: „Stefán Jóhann er ekkert ann- að en sósíalfasisti og verkalýðs- böðull.“ Öðrum manni í hópn- um varð þá að orði: „í hverju hefir hann sýnt það?“ Þá varð kommúnistinn vandræðalegur eitt augnablik, en svaraði svo: „Eins og það viti ekki allir!“ Þessi eða svipuð saga endur- tekur sig víst nokkuð oft, enda er hún táknræn — ekki aðeins fyrir hinn sífellda róg kommún- ista um Stefán Jóhann, heldur og um Alþýðuflokkinn yfirleitt. Það eru breiddar út hviksögur, fullyrðingar og lygar, sem ekki hafa nokkra stoð í veruleikan- um, og engu skeytt, hvernig þær stangast við staðreyndirn- ar. Þeir trúa á róginn og treysta því, að menn vari sig ekki á lyg- unum. Þannig eru yfirleitt vinnubrögð kommúnista. Þeir segja í blaði sínu á hverjum degi, og víðs vegar úti um bæ oft á dag, að Alþýðu- flokkurinn sé svikari við verka- lýðinn, og svara annaðhvort út í hött, eins og kommúnistinn við höfnina, eða bera fram blá- kaldar lygar, ef sönnur eru heimtaðar á því. Það væri sannarlega þess vert að prófa það einu sinni á stað- reyndunum sjálfum, hvor flokk- urinn hefir reynzt verkalýðn- um heilladrýgri, Alþýðuflokk- urinn eða Kommúnistaflokkur- inn. Við skulum í því sambandi sleppa róginum og ósannindun- um. Hvorugt hefir neitt gildi við hlið staðreyndarma. Og hvað kemur þá í ljós? Hvað segja verkin sjálf? Það yrði alltof langt mál, að telja upp öll þau réttindi og all- ar þær hagsbætur, sem Alþýðu- flokkurinn hefir unnið verka- lýðnum og launastéttunum til handa. En það stærsta má nefna: Samtök hafa verið sköp- uð þessum stéttum undir for- ystu Alþýðuflokksins um land allt til að berjast fyrir hags- munum þeirra. Stórkostleg kauphækkun hefir verið knúin fram í áratuga baráttu. Kosn- ingaréttur hefir verið tryggður öllum, sem náð hafa 21 árs aldri, einnig þeim fátækustu, Framh. á 6. síöu. Frambjóðendnr Alpýðnflokksins: Einmenningsbjordæmin. Guðmundur I. Guðmundsson frambjóðandi í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sigurður Einarsson frambjóðandi í Borgarfjarðar- sýslu. Ólafur Friðriksson frambjóðandi í Snæfellsnes- sýslu. Helgi Hannesson frambjóðandi í Barðastranda- sýslu. Ásgeir Ásgeirsson frambjóðandi í Vestur-ísa- fjarðarsýslu. Barði Guðmundsson frambjóðandi í Norður-ísa- fjarðarsýslu. Gunnar Stefánsson frambjóðandi í Dalasýslu. Arngrímur Kristjánsson frambjóðandi í Vestur-Húna- vatnssýslu. Friðfinnur Ólafsson frambj óðandi í Austur-Húna- vatnssýslu. Oddur A. Sigurjónsson frambjóðandi í Suður-Þing- eyjarsýslu. Benjamin Sigvaldason frambjóðandi í Norður-Þing- eyjarsýslu. Knútur Kristinsson frambjóðandi í Austur- Skaftafellssýslu. ÉŒt fer á eftir stutt yfirlit j Gullbringu og Kjósarsýslu, er yfir starfsferfil fram- fæddur 17. júlí 1909 í Hafnar- firði. Stúdent í íteykjavík 1930. Tók próf í lögfræði við Háskóla íslands 1934 og gerðist eftir það málaflutningsmaður. Kosinn formaður í Sjúkrasamlagi bjóðenda Alþýðuflokksins í einmenningskj ördæmunum utan kaupstaðanna: Guðmundur I. Guðmundsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins l Guðjón B. Baldvinsson frambjóðandi í Vestur- Skaftafellssýslu. j Reykjavíkur 1938 og hefir verið það' síðan. Kosinn formaður Byggingafélags verkamanna í Reykjavík 1939, þá nýstofnaðs, og hefir einnig verið það síðan. Kosinn í stjóm Alþýðuflokksins 1940. Hefix um nokkur ár verið lögfræðislegur ráðunautur og málaflutningsmaður Alþýðu- sambandsins og fjölda verka- lýðsfélaga á landinu. Sigurður Einarsson, fram- bjóðandi Alþ.flokksins í Borg- arfjarðarsýslu, er fæddur 29. október 1898 að Arngeirsstöð- um í Fljótshlíð. Stúdent í Reykjavík 1922. Lauk embætt- isprófi í guðfræði við Háskóla íslands 1926. Var prestur í Flat- ey á Breiðafirði 1926—1928, en fór þaðan utan til framhalds- náms. Var umsjónarmaður með kennslu í æðri skólum landsins 1929—1930. Kennari við Kenn- araskólann í Reykjavík 1930—• 1937. Dósent í guðfræði við Há- skóla íslands 1937 og síðan. Var starfsmaður Ríkisútvarpsins 1931—1941. Landkjörinn þing- maður Alþýðuflokksins 1934— 1937. Ólafur Friðriksson, frambjóð- andi Alþýðuflokksins í Snæ- fellsnessýslu, er fæddur 16. ágúst 1886 á Eskifirði. Kynnt- ist jafnaðarstefnunni á unga aldri í Danmörku og gerðist brautryðjandi hennar hér eftir heimkomuna. Stofnaði fyrsta jafnaðarmannafélagið á Íslandi á Akureyri 1915. Var einn af að- alstofnendum Hásetafélags Reykjavíkur, síðar Sjómanna- félags Reykjavíkur, 1915 og hefir ávallt síðan átt sæti í stjórn þess, síðustu 15 árin sem varaformaður. Hóf útgáfu viku- blaðsins Dagsbrún í Reykjavík 1916 og var ritstjóri þess til 1919 eða þar til það hætti að koma út. Hóf þá útgáfu Alþýðu- blaðsins, sem frá upphafi var dagblað, og var ritstjóri þess 1919—1922 og síðar einnig 1930 —1932. Var einn af aðalhvata- mönnum þess að Alþýðusam- bandið var stofnað 1916 og átti sæti í stjórn þess 1916—’24 og aftur 1930—’32. Var kosinn í bæjarstjórn Rvíkur sem fulltrúi Alþýðuflokksins 1920 og átti sæti þar til 1938. Helgi Hannesson, frambjóð- andi, AlþýðufIokksins í Barða- strandarsýslu, er fæddur 18. apríl 1907 að Dynjanda í Grunnavíkurhreppi, Norður- ísafjarðarsýslu. Gekk á Kenn- araskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan 1931. Hefir síðan verið kexmari við barnaskólaxm Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.