Alþýðublaðið - 21.06.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.06.1942, Blaðsíða 5
Sunnudagur 21. júní 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ Gashernaður. K3SNINGAHRÍÐIN hefir nú færzt mjög í aúkana, og fljúga nú hnútur óspart um borð. Það furðar sig enginn á því, að kommúnistar sýna hið venjulega siðleysi í áróðri sín- um, en hitt kemur ef til vill meira á óvart, að blað Fram- sóknamianna skuli hafa sokkið drjúgum niður fyrir þá í sorp- blaðamennsku, eins og það hefir gert síðustu dagana. Formaður Framsóknarflokks- ins ritaði nýlega grein, þar sem hann varaði við gashernaði af hálfu andstæðinga Framsóknar- flokksins, og virtist helzt sveigt að ákveðnum frambjóðanda Sjálfstæðismanna, sem hefði í hyggju að afla sér fylgis með mútum. En í næsta tölublaði var gashernaðurinn af hálfu Tímans í fullum gangi, að vísu af ann- arri, en engu viðfelldnari, teg- und. Rótarlegri persónulegar svívirðingar hafa sjaldan komið fram í nokkru blaði hér á landi. Þeir Framsóknarmenn ættu að vita, að óvíst er, hversu lengi þeirn helzt það uppi bótalaust, að halda uppi grjótkasti úr því glerhúsi, sem þeir búa í. Er ó- víst, að menn eins og Svein- björn mjólkurklerkur hefðu neinn sóma af því, ef þeim væri svarað í sömu mynt. Stefnuskrá Þjóðólfs. JUj1 LOfCKUR sá, sem stendur ” að Þjóðólfi, hefir nú birt stefnuskrá sína. Hætt er við, að venjulegir menn, sem ekki eru gæddir gáfum dulspekinnar, eigi erfitt með að átta sig á því, hver sé hin raimverulega stefna flokksins. í stefnuskránni eru „hrist“ saman svo mörg ólík sjónarmið og lítt samræmanleg og auk þess er mestur hluti hennar annaðhvort svo loðinn eða torskilinn, að hætt er við að mörgum verði á að spyrja: Hvert eru þessir menn eiginlega að fara? Hvað vilja þeir? Það er talað annað veifið um „efl- ingu ríkisvaldsins“, hins vegar um að auka þurfi áhrifavald einstakra landshluta. Hvernig á að koma þessu saman er óljóst, en sennilega hugsa þeir, sem á bak við standa, ekki svo mikið um það, heldur meira um hitt, að eitthvað sé fyrir allra smekk. Það er sama áróðurstæknin og Sjálfstæðisflokkurinn og kom- múnistar beita, að „spekúlera“ í óánægju allra og taka undir með kröfum allra, þótt „eitt reki sig á annars horn“, enda eru þeir þjóðveldismenn þegar farnir að tala um sig sem „allra stétta“ flokk. Það gæti nú virzt nægilegt, að hafa einn slíkan flokk í landinu! En það er í rauninni óþarfi að Kosningaannáll. taka stefnuskrá þessa alltof há- tíðlega í einstökum atriðum Hún er einmitt þannig samin, að ætlazt er til, að mönnum sjá- ist yfir það, sem er aðalatriði hennar. Þrátt fyrir það, að stefnuskráin er versti hræri- grautur, þá er þó eitt meginat- riði hennar fullkomlega skýrt, og það víirpar björtu ljósi á það, sem raunverulega er stefnt að af þeim mönnum, sem á bak við flokkinn standa. Hinn nýi flokkur á að útrýma öllum öðrum flokkum hér á landi, að hnekkja flokksveldinu eins og þeir kalla. Og hverjir eiga svo að ráða? Hinn nýi við þetta að kommúnistar lögðu ekki fram eitt einasta nýtilegt frumvarp á síðasta alþingi. Að- eins einu frumvarpi er munað eftir, einungis af því að það var svo frámunalega vitlaust, að það hlaut að vekja svolitla athygli þess vegna. A Vinnubrögð Alþýðuflokksins ÞESSU sama þingi lagði Alþýðuflokkurinn fram mörg stórmál með ýtarlegum greinargerðum, og það eru þessi mál, sem kosningarnar nú snú- ast um. Með kjördæmafrumvarpinu flokkur einn, sem útnefnir sig j tókst Alþýðuflokknum að rjúfa einan sem hinn samboðna full- trúa þjóðarinnar. Það er ekki kunnugt um að aðrir flokkar hafi slíka stefnuskrá en nazist- ar og kommúnistar. Báðir þessir flokkar stefna að því að útrýma öllum öðrum flokkum, banna þá beinlínis og koma á alræði eins flokks eða þeirrar klíku, sem yf- ir flokknum ræður. Útrýming lýðræðisins eftir nazi-kommúnistiskri fyrirmynd — það er hin raunverulega stefna þeirra, sem standa að Þjóðólfslistanum. Þetta er kjarni málsins, þegar umbúðir dulspekinnar eru af honum teknar. \ Vinnubrögð kommúnista. OMMÚNISTAR þykjast K' sem stendur vera ákaflega miklir lýðræðisvinir, þeir eru hættir að tala um byltingu eða að „handaflið“ eigi að ráða, enda er faðir Stalin löngu búinn að afneita Hitler og nýbúinn að gera 20 ára samning við tvær stærstu lýðræðisþjóðir heims- ins, sem áður voru stimplaðar í Þjóðviljanum sem höfuðóvinir verkamannaríkisins. En það er nú samt ekki svo að skilja, að kommarnir séu farnir að taka upp vinnubrögð lýðræðisflokks. Allt þeirra starf er eftir sem áður áróður, glam- ur og rógur, sem fyrst og fremst er stefnt gegn hinum eina um- bótaflokki landsins, Alþýðu- flokknum. Síðasta alþingi gaf ágæta mynd af vinnubrögðum hins ný- bakaða „lýðræðisflokks" kom- múnista. Kommúnistar hafa allt af litið með hinni mestu fyrir- litningu á löggjafarþing þjóðar- innar. Þar er samin hin auð- virðilega „umbóta“-löggjöf, sem bara tefur fyrir byltingunni og glepur stéttabaráttuna að þeirra dómi. Það er í fullu samræmi Lokað á morgnn. Tryggingastofnim rfklsios. samvinnu íhaldsflokkanna, um leið og hann kemur fram stór- felldu réttlætismáli. Hér voru lagðar fram svo raunhæfar til- lögur, að hvorki Sjálfstæðis- flokkurinn né kommúnistar þorðu að hundsa þær, af ótta við fylgistap'. Auk þess skulu aðeins nefnd gengishækkunar- frumvarpið, sem er eitt aðalmál kosninganna, dýrtíðarfrum- varpið, frumvarp um afnám tolla á nauðsynjavörum, um or- lof verkamanna og um breyting- ar á alþýðutryggingarlögunum. Þótt það næði ekki fram að ganga, verður sett milliþinga- nefnd í málið, sem mun leggja fram tillögur fyrir haustþingið. Alþýðuflokkurinn hefir á- vallt, frá því fyrsta að hann fékk mann á þing, haft mjög mikil á- hrif á gang þingmála, þótt hann væri lítill minnihluti á þingi. Jón Baldvinsson kom fram mörgum stórmálum meðan hann sat einn á þingí. Þessi árangur hefir náðst af því að Alþýðu- flokkurinn er raunhæfur um- bótaflokkur, sem ekki vill að- eins sýnast, heldur einnig vera. Það er þetta, sem gerir gæfu- muninn. „Saa faar De ingan Graut.“ EFTIRFARANDI saga er sögð úr kaupstað einum norðanlands. Framsóknarfyrir- tæki eitt hafði sett upp gisti- hús og ráðið þangað danskan þjón, sem var heldur lélegur í íslenzku. Forstjóri gistihússins uppálagði þjóninum að gæta þess, ef þekktir Framsóknar- menn kæmu á gistihúsið, að veita þeim sérstakan beina. Átti þjónninn að láta þá fá ávaxta- graut í ábæti á eftir hinum venjulega miðdegisverði. — Sömmu eftir að þjónninn fékk .þessa fyrirskipun, kemur virðu- legur borgari inn í gi-stihúsið og pantar mat. Þjóninum mun hafa gengið illa að átta sig á því, hvort hinn rétti Framsóknar- svipur væri á manninum, svo hann vindur sér að honum og segir: „Er De Framsóknarmann?“ „Nei,“ segir maðurinn og veit ekki hvaðan á sig stendur veðr- ið. Þá segir danskuripn: „Saa faar De ingen Graut.“ Hvort sem þessi saga er sönn eða ekki, þá lýsir hún ekki illa hugsunarhætti ýmissa af for- ingjum Framsóknarflokksins, eftir að flokkurinn hefir verið í stjórnaraðstöðu samfleytt í 15 ár. Þeir eru orðnir að sérrétt- indaklíku, sem skilur ekkert í því, að aðrir borgarar þjóðfé- lagsins vilji hafa sama rétt og þeir, Þess vegna vilja þeir ekki heyra annað, en að hver Fram- sóknarkjósandi hafi tvöfaldan rétt á við alla aðra kjósendur, Þannig hafa allir sérréttinda- flokkar hugsað, og við því er ekkert að gera — annað en að taka af þeim sérréttindin og láta þá setjast við sama borð og önn- ur landsins börn. Útsvar Kveldúlfs. | FYRRA greiddi Kveldúlf- * ur 730 þús. kr. í útsvar til Reykj avíkurbæj ar, og hefði þó átt að greiða meira en helmingi hærri upphæð, ef á hann hefði vérið lagt eins og önnur atvinnu fyrirtæki í bænum. Þetta var eitt af þeim sérréttindum, sem Ólafur Thors samdi um við Framsókn fyrir sig og sína, vit- anlega upp á gagnkvæman stuðning. En hvað verður útsvar Kveld- úlfs í ár? Um það verður ekki vitað nákvæmlega fyrr en út- svarsskráin kemur út, en það má sjá það nokkurn veginn með vissu, að það verður ekki yfir 100 þús. kr. eða 1/7 huti þeirr- ar upphæðar, sem Kveldúlfur þó greiddi í fyrra. Þetta er auð- sætt af því, að ekki má leggja nein útsvör á þær tekjuupp- hæðir, sem eru umfram 200 þúsund krónur. Afleiðingin getur ekki orðið önnur en sú, að útsvör á öllum almenningi stórhækka. Þetta er niðurstaðan af samningum Ólafs Thors og Framsóknar í vetur, Þetta lögfestu Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsókn á al- þingi, þetta eru efndirnar á lof- orðunum um að taka allan stríðs gróðann úr umferð með skött- um. Og enn er ekki krafið neitt útflutningsgjald af ísfisksölum togaranna, þótt Ólafur Thorrs hafi lagaheimild til þess, og togararnir græði í hverri ferð til Englands að meðaltali einn fjórðapaVt úr milljón. Eini flokkurinn, sem berst gegn íhaldinu! ÞEGAR slíkur árangur af samvinnu Ólafs Thors og Framsóknar er hafður í huga, verður maður ekki neitt hissa á að lesa eftirfarandi áskorun til kjósendanna í Tímanum: „Þeir (þ. e. kjósendur) verða Frh. á 6. síðu. Séra Bjarni og veðrið. — Bílarnir, sem standa í Aust- urstræti og Hafnarstræti. — Gunnar Akselsson svarar fyrirspurn frá „knattspyrnumanni.“ „U PPGJAFASJÓMAÐUR“ ritar mér bréf og spyr mig alvarlegrar spurningar. Hannspyr: „Hefir síra Bjarni einkarétt á að tala um veðrið í útvarpið? Nýlega talaði hann við jarðarför og minnt- ist á „þennan sólbjarta júnídag“. Okkur sjómönnum er bannað að tala um veðrið og við erum sekt- aðir og jafnvel húðstrýktir ef við gerum það. Hvernig stendur á því að síra Bjarni gerir þetta?“ ÉG VONA NÚ aS síra Bjarni á- líti mig ekki kvisling, þó að ég birti þetta bréf. Ekki get ég svarað fyrirspurninni. Menn geta sagt sér sjálfir, hvort síra Bjarni hefir farið með ósannindi á stólnum! En ég fyrir mína parta fyrirgef honum af öllu hjarta, þó að hann hafi sagt þetta. Okkur vill verða þetta á. Við viljum bæði tala um sólbjart- an júnídag og norðanhret. En við megum það ekki. ÉG VONA, að prestarnir gangi á undan í því að vera orðvarir. En það er ekki von að prestarnir okk- ar muni alltaf eftir því að fara eftir settum herreglum. Við getum hins vegar verið í sólskinsskapi, þó að við tölum ekki um neina sól- skinsdaga. HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ, að leyft er að bifreiðar standi með- fram gangstéttunum í Austurstræti og í Hafnarstræti allan daginn? Ég hélt að þetta væri ekki leyfilegt. Það á að minnsta kosti ekki að vera leyfilegt. í gær rétt fyrir há- degið var röð af bifreiðum, allt fró Pósthússtræti og að Aðalstræti við gangstéttiha og torveldaði alla um- ferð. Sumar bifreiðarnar stóðu jafnvel ramskakkar við gangstétt- ina. Þetta er alveg ófært og ætti lögreglan að banna þetta. VEGNA FYRIRSPURNAR frá „Knattspyrnumanni“ út af atviki, sem kom fyrir á kappleik Vest- mannaeyinga og Víkings nýlega, hefi ég snúið mér til Gunnars Ax- elssons, formanns Knattspyrnu- dómarafélagsins, en hann er áreið- anlega lærðastur í knáttspyrnu- reglum þeirra manna, sem við eig- um völ á. Gunnar Axelsson sagði meðal annars: „í KAPPLEIKNUM á fimmtu- dagskvöld kom atvik fyrir, sem flestir áhorfenda og því miður flestir kappleiksmanna skildu ekki. Einn af kappliðsmönnum Víkings hrinti mótherja með lög- legu móti, án þess þó að vera svo nærri knettinum, að hann gæti snert hann. Þetta gerðist innan vítateigs Víkings. Dómarirm Sigur- jón Jónsson kvað upp alveg réttan dóm: aukaspyrnu á Víkinga frá þeim stað þar sem hrindingin var.“ „EN ÚR ÞESSARI aukaspymu má ekki skora mark beint. Knött- urinn verður að koma við einhvern leikmanna, annaðhvort leikmann, sem leikur með þeim, sem spyrnir, eða mótherja. Ef leikmennirnir sjálfir hefðu lesið og lært knatt- spyrnureglumar, iþá hefði þetta atvik orðið dálítið lærdómsríkt. Ef Vestmannaeyingar hefðu skilið reglumar, þá hefði maðurinn, sem spam knettinum, átt að gefa knött- inn einhverjum samherja símun, Frh. á 6. síðu..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.