Alþýðublaðið - 21.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.06.1942, Blaðsíða 8
AIÞ7BUBUÐIÐ Sunnudagur 21. júní 1942. SraS NÝJA BfÓ Ekkja afbrotamaunnins GAMLA BfÓ Hann vildl eignast eiginkono. *r MAÐUR hét Gísli. Hann hjó á Kröggólfsstöðum í Ölf- usi. Hann gat verið fyndinn í tilsvörum. Eitt sinn heyrði hann sagða dánarfregn og þekkti þann, sem dáinn var. Þá á Gísli að hafa sagt: „Sussu, sussu, barn, ef þessi skuplar hátt í upprisu réttlátra, þá skupla fleiri.“ * ÞAR kveldar ei alltjend vel sem konur drekka. SAGT er, að margir Gestapo- menn í Þýzkalandi hafi ver- ið handteknir. Sumir jafnvel á meðan þeir voru að gegna störf- um sínum við að handtaka aðra Gestapomenn. (Punch.) * SÍRA Guðmundur Einars- son á Staðarstað (d. 1648) ritaði hók um galdra. Aðaltit- ill hennar er á latínu, en und- irtitill er: „ lítil hugrás yfir svik og vélræði djöfulsins, sem stundum gengur réttur, stund- um hlykkjóttur, að spilla mann- kynsins sáluhjálp.“ Um kvalir fordæmdra segir þar: „ alíir þessir fyrrnefndu tyrannar hafa herfilegan dauða fengið og eru nú í eilífum kvalaeldi og loga með sínum föður, djöflin- um, og reykur af þeirra písl- um mun stíga upp um aldur og að eilífu.“ * ÓVIRT er auðfengi, en ofvirt torgæti. * ERLENDUR stjórnmálamað- ur kom einu sinni óvænt inn % herbergi, þar sem Lin- coln, forseti, var að bursta skóna sína. Stjórnmálamaðurinn rak upp stór augu: „Jæja, herra forseti,“ sagði hann, „Svo þér burstið sjálfur skóna yðar.“ „Já“ svaraði Lincoln, „hvaða skó burstið þér?“ * HJÁLPARHELLA. ONAN er manninum ó- metanleg stoð.“ „Já, það má nú segja. Hún styður hann í sorgum og and- streymi, sem hann hefði aldrei reynt, ef hann hefði ekki átt hana.“ grun í, að nokkur alvara fylgdi gamninu. Berta horfði út um gluggann og velti því fyrir sér, hvenær Eðvarð myndi nú koma. — Hvenær! endurtók hún og snéri sér við. — Þennan dqg að fjórum vikum liðnum. — Hvað segið þér! hrópaði Dr. Ramsay og spratt á fætur. — Þér ætlið þó ekki að halda því fram, að þér hafið þegar valið yður mannsefnið! Eruð þér máske trúlofuð? Ó, ég skil, ég skil, þið hafið ætlað að leika ofurlítið á mig. Hvers vegna sögðuð þér mér ekki, ungfrú lofuð? — Kæri doktor, svaraði ung- Pála, að ungfrú Berta væri trú- frú Pála með mestu rósemi, — fram að þessu hefi ég ekki haft hugmynd um, að ungfrú Berta væri trúlofuð. Ég býst við, að við ættum að óska henni til hamingju, það er ágætt að geta lokið af öllum hamingjuóskum á einum degi. Dr. Ramsay horfði á þær til skiptis og botnaði ekki neitt í neinu. — Jæja, ég verð nú að segja það, að ég skil ekkert í þessu, sagði hann að lokum. — Það geri ég ekki heldur, sagði ungfrú Pála, — en ég reyni að halda sönsum fyrir því. — Þetta er mjög einfalt mál, sagði Berta. — Ég trúlofaðist í gærkveldi, og ég hefi ákveðið að giftast eftir nákvæmlega fjórar vikur. Og hinn tilvonandi eiginmaður er herra Craddock. í þetta skipti var Dr. Ramsay gersamlega grallaralaus. — Hvað! hrópaði hann og stökk undrandi á fætur. — Craddock! Hvað eigið þér við? Hvaða Craddock? — Edvard Craddock, svaraði Berta rólega, — frá Bewlie- búgarði. — Iss, þetta er heimskulegt. Þér gerið það aldrei! Berta horfði á hann og brosti ljúfu brosi. Henni datt ekki í hug að ómaka sig við að svara honum. — Þér eruð mjög æstur, herra doktor, sagði ungfrú Pála. — Hver er þessi herra- rnaður? — Hann er alls enginn herra- maður, sagði dr. Ramsay og var nú orðinn sótrauður af reiði. — Hann er tilvonandi eigin- maður minn, dr. Ramsay, gætið að því, sagði Berta og klemmdi saman varirnar. — Ég hefi þekkt hann, frá því ég var lítil stúlka. Faðir hans var mikill vinur föður míns. — En hann er ekki annað en bóndi, sagði dr. Ramsay. — Hvað var faðir yðar? spurði Berta. — Faðir minn var bóndi, svaraði dr. Ramsay, — og hann reyndi heldur aldrei að látast vera annað en hann var. — Einmitt það, sagði Berta. — Og auk þess kemur hann ekki þessu máli við. Ungfrú Pála reyndi að leyna brosinu, sem komið var fram á varir hennar. En Berta var að verða reið. Henni fannst dokt- orinn vera ruddalegur. — Hvað hafið þér út á hann að setja? spurði hún. — Hann er yður ekki sam- boðinn. — Hvers vegna ekki, ef ég elska hann? — Hvers vegna ekki? svar- aði dr. Ramsay. — Af því að hann er bóndasonur, eins og ég, en þér eruð ungfrú Berta Ley frá höfuðbólinu. — Þér hafið ekkert út á hann að setja, eins og ég vissi, hreytti Berta út úr sér. — Þér sögðuð mér sjálfur, að hann hefði bezta orð á sér. — Ég vissi ekki, að þér vær- uð að leita upplýsinga með hjónaband fyrir augum, sagði doktorinn. — Það var ekki heldur þann- ig, svaraði hún. — Mér er sama, hvaða orð hann hefir á sér. Þó að hann væri drykkjumaður, letingi og auðnuleysingi, myndi ég giftast honum, því að ég elska hann. — Kæra Berta, sagði ungfrú Pála, — doktorinn fær slag, ef þú talar svona. — Þér sögðuð mér, að hann Aðalhlutverkin leika: Bette Davies Henry Fonda Anita Louise Síðasta sinn. Barnasýning kl. 3. Smámyndasafn. LÖTU MÝSNAR. Litskreytt teiknimynd þar að auki 3 aðrar teikni- myndir. Skopmynd, músik mynd, fræðimyndir. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. hád. væri einn af ábyggilegustu mönnum, sem þér hefðuð þekkt, dr. Ramsay, sagði Berta. — Ég neita því ekki, |agði doktorinn og rjóðar kinnar hans voru nú orðnar purpurarauðar. — Hann kann starf sitt, er dug- legur, traustur og áreiðanlegur. — Hamingjan góða, hrópaði ungfrú Pála. — Maðurinn, sem þér lýsið svona, hlýtur að vera HÐNDDRINN HANS VfiLLA ekkert í því hvernig á því stendur, að hann skuli vera kominn hingað.“ „Hvað segirðu, frændi? Keyptir þú ekki hvolpinn handa mér?“ sagði Villi, sem varð nú hræddur um að hann mundi missa hvolpinn aftur. „En hví er hann þá hérna? Og hvar eru dýrin úr örkinni? Hún er tóm!“ „Það er dularfullt,“ sagði faðir hans. „Reglulega dular- fullt. Við verðum að fara í leikfangabúðina eftir matinn og athuga málið. En komdu nú, Villi minn, og borðaðu matinn þinn í ró og næði.“ „Ég get engan mat borðað, ef ég þarf að skila hvolpinum mínum aftur í búðina,“ sagði Villi með tárin í augunum. „Ég á þennan hvolp! Sjáðu bara, hvað hann er vinalegur við mig!“ „Góði Villi minn, þú mátt daginn þinn!“ sagði mamma (They Knew What They Wanted) Amerísk kvikmynd. Carole Lombard Charles Laughton Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1. hreinn engill. En Berta hefði aldrei orðið ástfangin af hon- um, ef hann hefði verið galla- laus. — Ef Bertu hefði vantað ráðsmann, hélt dr. Ramsay áfram, — hefði hún ekki getað fengið annan betri, en sem eig- inmaður .... — Borgar hann landsskuld- ina? spurði ungfrú Pála. ekki fara að skæla á afmælis- hans blíðlega. „Blessaður, láttu liggja vel á þér!“ „Heyrðu mig, lagsmaður,“ sagði Daníel frændi. „Þú mátt auðvitað eiga hvolptetrið. Ef ég hefði vitað það strax í gær, að þú vildir heldur eiga hvolpinn, þá hefði ég keypt hann, en ekki örkina. En þú sagðir mér ekki frá því. En nú ertu búinn að fá hann í hendurnar, og fyrst þér þykir svona vænt um hann, ætla ég að gefa þér hann. Örk- inni getum við skilað aftur í búðina.“ „Já, og hvolpurinn er jafndýr og örkin, frændi, svo að þú þarft ekki að bæta neinu við,“ sagði Villi og dansaði um alla stofuna af fögnuði. „Ó, seppi minn, seppi minn, nú á ég þig! Frændi segir, að ég megi eiga þig! Húrra!“ „Voff, voff, voff, voff,“ gelti hvolpurinn og tók loftköst af gleði. „Voff, voff.“ „Svona nú, Villi minn, nú máttu til með að fara að borða Ora SL& í DOES SHB •3U5PBCT. . .? rr ts PANSBROU5 TO LET HER GO... BUT IF SPB W/LL B£ mSSEP, . . MORE NTNDiSftfil Dr. Dumartin (hugsar): Skyldi hana gruna nokkuð? Það er hættulegt að láta hana fara, en enn hættulegra að halda henni. Tóní: Þetta er ágætt, nú skal ég taka við. Færðu svo sóra bílinn, svo að ég komist fram hjá. Vilbur Au-auðvitað! En é-ég á héma d-dálítið. Doktorinn v-veit ekki, a-að ég t-tók það! Vilbur: Ég ætla a-að ge-gefa þér þetta! Tóní: En hvað það var gott af þér, Vilbur!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.