Alþýðublaðið - 23.06.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.06.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. júní 1942. fU(>i|ðttbUðið Útgeíandi: Alþýðuflokkurinn Bitstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsiriu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Simar afgreiðslu: 4900 og '4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan b. f. Smjaðrið fyrir dreifbýlinu. ÞAÐ á að heita svo, að allir flokkar aðrir en Framsókn sér$ kjördæmabneytingunni fylgjandi. En þrátt 'fyrir það væri synd að segja, að fram- koma iSjiálfstæðisflokksins í kjöræmamálinu og málflutn- ingur væri til þess fallinn, að vekja traust til hans í Reykja- vík og bæjunum. Öllum er enn í fersku minni, hvaða átök það kostaði fyrir Alþýðuflokkinn, sem átti frum kvæðið í kjördæmamálinu og flutti kjördæmaskipunairfrutai- varpið á alþingi, að kúga Sjálf- stæðisflokkinn til fylgis við það og þá vitanlega um leið til þess, að slíta stjórnarsamvinn- unni við Framsókn. Og jafnvel eftir að Sj álfstæðjsflokkurinn hafði af ótta við kjósendur sína neyðst til þess, að segja skilið við Framsókn og mynda nýja stjórn, til þess að tryggja fram- gang kjördæmabreytingarinn- ar, hafa bæði forystumenn hans og blöð í tíma og ótíma verið með hinar virðulausustu yfir- lýsingar um það, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði lang helzt kos- ið, að verzla við Framsókn með „réttlætismálið“ — en það hefði ekki verið hægt, því að Fram- sókn hefði ekki verið fáanleg til að tryggja Sjálfstæðisflokkn um áframhaldandi frestun kosn inga fyrir framboðna hjálp hans til þess að svæfa kjördæmamál- ið á síðasta þingi! Þannig hafa heilindi Sjálf- stæðisflokksins verið í kjör- dæmamálinu, þó að hann hafi neyðzt til þess að dansa með, til þess knúinn af Alþýðu- flokknum. Svipað er að segja um það, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefir flutt kjördæmamálið við kjósendur það, sem af er kosn- ingabaráttunni. Það má máske virða honum það til vorkunnar, þó að hann smjaðri þar í hverju orði og skríði á hinn virðulaíus- asta hátt fyrir „dreifbýlinu“ í kapphlaupinu við Framsókn um bændafylgið. Þannig hefir það verið hans aðalröksemd fyrir kjördæmabreytingunni, að hún styrkti áhrif „dreifbýlisins“! Það er líka vitað, að Sjálfstæð- isflokkurinn hindraði það, að Akranes og Norðfjörður yrðu gerð að sérstökum einmennings kjördæmum, eins og upphaflega var ráð fyrir gert í frumvarpi Alþýðuflokksins. Og svo langt gengur þessi skriðdýrsháttur Sj álfstæðisflokksins fyrir „dreif Frh. á 6. síðu. Frambjöðendnr Alpýðuflokksins: Tvimenuingskjðrdæmfn. i Ingimar Jónsson frambjóðandi í Árnessýslu. Eyþór Þórðarson frambjóðandi í Suður-Múla- sýslu. H3R fer á eftir yfirlit yfir starfsferil frambjóðenda Alþýðuflokksins í tvímennings- kjödæmunum: Ingimar Jónsson, frambjóð- andi Alþýðuflokksins í Árnes- sýslu, er fæddur 15. febrúar 1891 að Hörgsholti í Hruna- mannahreppi, Árnessýslu. Stú- dent í Reykjavík 1916. Lauk embættisprófi í guðfræði við Háskóla íslands 1920. Prestur að Mosfelli í Grímsnesi 1922— 1928. Skólastjóri Gagnfræða- skólans í Reykjavík 1928 og hefir verið það síðan. Gekk í Jafnaðarmannafélagið í Reykja vík 1916, þá nýstofnað. Var formaður í fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna í Reykjavík 1920 —1922. Kosinn í stjórn Alþýðu- sambandsins 1928 og hefir átt sæti þar síðan til 1940, að að- skilnaðurinn var gerður milli Alþýðusambandsins og Alþýðu- flokksins, en var þá kosinn í stjórn Alþýðuflokksins. Hefir lengst af einnig átt sæti í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur síðan það var stofnað 1938. Hefir átt sæti í niðurjöfnunar- nefnd í Reykjavík síðan 1931, í kjötverðlagsnefnd síðan 1934 og í mæðiveikinefnd síðan 1938. Björn Blöndal Jónsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins í Rangárvallasýslu, er fædur 12. júlí 1881 að Hausastöðum í Garðahreppi, Gullbringusýslu. Lauk fiskimannaprófi við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og stundaði sjómennsku eftir það í 25 ár. Var einn af stofnendum Hásetafélags Reykjavíkur, síðar Sjómannafélags Reykjavíkur, 1915. Var strax kosinn í stjórn Björn Blöndal Jónsson frambjóðandi í Rangárvalla- sýslu. Pétur Halldórsson frambjóðandi í Norður-Múla- sýslu. Erlendur Þorsteinsson frambjóðandi í Eyjafjarðar- sýslu. Ármann Halldórsson frambjóðandi í Skagafjarðar- sýslu. þess og átti sæti þar árum sam- an. Var með í stofnun Alþýðu- sambandsins 1916 og átti einnig sæti í stjórn þess árum saman. Var erindreki Alþýðusam- bandsins og Sjómannafélagsins 1923—1924. Eftirlitsmaður með Ágúst Einarsson frambjóðandi í Rangárvalla- sýslu. Soffía Ingvarsdóttir frambjóðandi í Norður-Múla- sýslu. Kristján Sigurðsson frambjóðandi í Eyjafjarðar- sýslu. Ragnar Jóhannesson frambjóðandi í Skagafjarðar- sýslu. bifreiðum 1930—1932. Lög- gæzlumaður síðan 1933. Ágúst Einarsson, frambjóð- andi Alþýðuflokksins í Rangár- vallasýslu, er fæddur 13. ágúst 1898 í Miðey, Rangárvallasýslu. Jónas Guðmundsson frambjóðandi í Suður-Múla- sýslú. Útskrifaður úr Samvinnuskól- - anum í Reykjavík 1921. Bóndi í Miðey 1924—1928. Kaupfélags stjóri á sama stað 1928—1941» Jónás Guðmundsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins í Suður-Múlasýslu, er fæddur 11. júní 1898 á Seyðisfirði. Lauk kennaraprófi við Kennaraskól- ann í Reykjayík 1920. Kennari við barnaskólann á Norðfirði 1921—1932. Kosinn í hrepps- nefnd Norðfjarðar sem fulltrúi Alþýðuflokksins 1925 og átti sæti þar síðan til 1936. Var er- indreki Alþýðuflokksins 1937 —1939. Kosinn í stjórn Alþýðu- sambandsins 1930 og átti sæti þar til 1940, að aðskilnaðurinn var gerðyr milli Alþýðusam- bandsins og Alþýðuflokksins, en þá var hann kosinn í stjórn Alþýðuflokksins og hefir verið ritari hans síðan. Var landkjör- inn þingmaður Alþýðuflokksins 1934—1937. Skipaður eftirlits- maður bæjar- og sveitarfélaga 1939 og hefir gegnt því starfi síðan. Eyþór Þórðarson, frambjóð- andi Alþýðuflokksins í Suður- Múlasýslu, er fæddur 20. júlí 1901 að Kleppjárnsstöðum í Rróarstungu, Fljótsdalshéraði. Lauk kennaraprófi við Kenn- araskólann í Reykjavík 1925. Hefir verið kennari á Norðfirði síðan 1925. Hefir átt sæti í bæj- arstjórn Norðfjarðar sem full- trúi Alþýðuflokksins síðan 1937. Var bæjarstjóri á Norð- firði 1936—1938. Pétur Halldórsson, frambjóð- andi Alþýðuflokksins í Norður- Múlasýslu, er fæddur 11. maí 1912 að Hamborg í Fljótsdal. Útskrifaður af Gagnfræðaskóla Akureyrar. Dvaldi um skeið í Noregi og Englandi til þess að kynna sér tryggingamál. Hefir verið deildarstjóri við slysa- tryggingadeild Tryggingastofn- unar ríkisins síðan 1936. Var um langt skeið forseti Sambands ungra jafnaðarmanna og einn af forystumönnum Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Soffía Ingvarsdóttir, fram- bjóðandi Alþýðufloksins í Norð- ur-Múlasýslu, er fædd 17. júní 1903 að Gaulverjabæ í Flóa, Árnessýslu. Útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1921. Var einn af stofnendum Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.